Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991
27
Zvonimir Separovic, utanríkisráðherra Króatíu:
Islendingar taki frumkvæðið og
viðurkenni sjálfstæði Króatíu
Jón Baldvin Hannibalsson segir eðlilegast
að nágrannaríki Króatíu taki frumkvæðið
ZVONIMIR Separovic, utanríkisráðherra Króatíu, átti á laugar-
dag fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra þar
sem hann fór þess á Ieit að íslendingar viðurkenndu sjálfstæði
Króatíu og Slóveníu. Bað hann islenska utanríkisráðherrann einn-
ig um að koma í könnunarleiðangur til Júgóslavíu. Separovic
átti einnig fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra meðan á
dvöl hans hér stóð.
Separovic var á leiðinni frá
Bandaríkjunum heim til Króatíu
þegar hann kom til íslands. Var
þetta eina viðdvölin sem hann
hafði á leiðinni. Þegar Morgun-
blaðið spurði hann hvers vegna
hann hefði ákveðið að heimsækja
ísland eitt landa sagði króatíski
utanríkisráðherrann að hann hefði
undanfarið verið í sambandi við
Jón Baldvin Hannibalsson. Hefði
hann fyrst haft samband við ís-
lenska utanríkisráðherrann fyrir
um mánuði síðan, m.a. að tillögu
Alois Mock, utanríkisráðhen-a
Austurríkis. Hefði það ekki síst
verið vegna þess að íslendingar
hefðu fyrstir þjóða tekið upp
stjómmálasamband við Eystra-
saltsríkin. „Við hittumst svo í New
York og lagði ég þá til við Jón
Baldvin Hannibalsson að ég kæmi
við á Islandi svo að ég gæti boðið
honum að koma í könnunarleið-
angur til Sióvemu og Króatíu og
hugsanlega einnig fleiri staða.
Hann gæti síðan gefið ísiensku
ríkisstjóminni skýrslu um ástand-
ið í landinu," sagði Separovic.
Ekki hefði verið lögð til nein sér-
stök dagsetning varðandi ferðina
en króatíski utanríkisráðherrann
sagði að best væri ef þetta gæti
gerst fljótlega.
Hann sagði að hann hefði á
fundum sínum með Jóni Baldvin
einnig lagt ríka áherslu á mikil-
vægi þess að Islendingar viður-
kenndu sjálfstæði Króatíu og
Slóveníu. „Ég er hingað kominn
til að reyna að afla þjóð minni
vina. Við erum í mjög erfiðri
stöðu. í landi okkargeisar nú stríð
þó að því að hafi ekki verið lýst
yfir opinberlega. Við erum að
beijast fyrir lífi okkar,“ sagði
Separovic. Hann sagði þúsundir
manna þegar hafa beðið .bana í
borgarastyijöldinni í Júgóslavíu
og að 250 þúsund manns því til
viðbótar hefðu misst heimili sín.
„Þetta er stríð sem við áttum
ekki upphafið að en það er háð í
okkar landi. Það er ekki barist í
Serbíu heldur Króatíu."
Hann sagði Króata fagna því
að öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna hefði látið þetta mál til sín
taka og samþykkt. ályktun en
samtímis harmað að ekki hefði
verið ákveðið að ganga lengra.
Hefðu þeir vonað að öryggisráðið
myndi ákveða a,ð senda friðar-
gæslusveitir. Hann sagði að þátt-
takendur í ráðstefnunni um mál-
efni Júgóslavíu, sem Carrington
lávarður stjórnar, gerðu sitt besta
en það dygði því miður ekki til.
Hún væri ágætur undirbúningur
fyrir framtíðina en kæmi að litlu
gagni meðan enn værí barist. Það
yrði að senda friðargæslusveitir
og stöðva átökin.
Morgunblaðið/Sverrir
Zvonimir Separovic, utanríkisráðherra Króatíu, ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráð-
herra og Davíð Oddssyni forsætisráðherra.
„Ég kem hingað til Reykjavíkur
á mjög afdrifaríku skeiði í sögu
þjóðar minnar og hef komist að
því að þjóðir okkar eiga margt
sameiginlegt," sagði Separovic.
vÉg kem hingað með þá bón að
Islendingar viðurkenni sjálfstæði
Króatíu fyrstir þjóða. Ef þið gerið
það verður ekki hægt að líta leng-
ur svo á að átökin séu júgóslavn-
eskt innanríkismál. Júgóslavía er
ekki lengur til. Þið urðuð fyrstir
til að samþykkja að taka upp
stjórnmálasamband við Eystra-
saltsríkin. Þau eru nú fullgildir
meðlimir Sameinuðu þjóðanna og
á góðri leið með að verða algjör-
lega sjálfstæð ríki. Þökk sé ykkar
ákvörðun," sagði króatíski ut-
anríkisráðherrann.
Á sameiginlegum blaðamanna-
fundi íslenska og króatíska ut-
anríkisráðherran's á laugardag
sagði Jón Baldvin Hannibalsson
að ríkisstjórn íslands hafnaði því
að hægt væri að halda Júgóslavíu
saman með ofbeldi. Þá styddi hún
grundvallarsjónarmiðið um sjálfs-
ákvörðunarrétt þjóða. Hins vegar
mætti ekki spilla fyrir friðarfrum-
kvæði Evrópubandalagsins. Ef
viðurkenna ætti sjálfstæði Króa-
tíu yrði að vera tryggt að sú að-
gerð gagnaðist Króötum og að
aðrar þjóðir myndu fylgja í kjöl-
farið. „Það verður að hafa samráð
við önnur ríki í þessum efnum.
Eðlilegast væri að eitthvert ná-
grannai'íkið, s.s. Austurríki, tæki
frumkvæðið," sagði utanríkisráð-
herra.
Separovic var á fundinum
spurður hvort að hann teldi það
koma að gagni að íslendingar við-
urkenndu sjálfstæði Króatíu.
Hann sagði svo vera. Margarþjóð-
ir væru reiðubúnar að fylgja í
kjölfarið, s.s. Austurríkismenn, en
þeir vildu síður verða fyrstir til.
Hann sagðist ekki vera vonsvikinn
yfir því að Jón Baldvin vildi Iáta
Austurríkismenn ríða á vaðið en
það væru ýmsar ástæður, ekki
síst sögulegar, sem gerðu það að
verkum að Austurríkismenn vildu
fara sér hægt. o+ g
Rúmeníu:
____sa_
Hvatt til viðamikillar upp-
stokkunar á ríkisstiórninni
Búkarest. Reuter.
YFIRMAÐUR leyniþjónustunnar í Rúmeníu, Virgil Magureanu, sagði
í gær að miklir erfiðleikatímar færu í hönd í landinu eftir mannsk-
æðar óeirðir í fyrri viku og hvatti til viðamikillar uppstokkunar á
stjórninni.
„Við stöndum nú frammi fyrir
afar erfiðu tímabili. Við nálgumst
óðfluga botninn á efnahagskrepp-
unni og við fáum ekki við neitt ráð-
ið,“ sagði Magureanu í ræðu á rúm-
enska þinginu. Heitar umræður
urðu á þinginu um óeirðir kolanám-
amanna í Búkarest í síðustu viku,
sem leiddu til þess að stjóm Petre
Romans forsætisráðherra lagði
fram afsagnarbeiðni sína. Roman
hefur farið lofsamlegum orðum um
herinn fyrir stuðning við sig en
sagt að leyniþjónustan hafi brugðist
með því að vara ekki við óeirðunum.
Þingmenn gerðu hróp að Mag-
ureanu þegar hann hvatti til upp-
stokkunar á stjórn landsins til að
koma í veg fyrir frekari óeirðir.
„Stjórnin og umbótastefna hennar
ýttu undir óeirðirnar. Gera verður
róttækar breytingar á stjóminni
vegna þess .. .“ sagði hann en varð
að gera hlé á máli sínu vegna há-
vaða í þingmönnum. Hann sagði
að verðbólgan í landinu væri helsta
ástæðan fyrir óeirðunum, en hún
er nú um 200% eftir að verðlag var
gefið fijálst.
Roman sagði á sunnudag að
óeirðirnar hefðu verið liður í valda-
ránstilraun kommúnista, sem hefðu
aðeins viljað steypa stjórninni,
binda enda á efnahagslegar umbæt-
ur sem miða að markaðsbúskap og
koma á kommúnisma að nýju.
Ion Iliescu forseti, sem var áður
einn af leiðtogum kommúnista, hef-
ur fallist á afsögn stjórnarinnar að
kröfu námamanna og ræðir nú við
forystumenn helstu flokka um
myndun samsteypustjórnar.
Eugen Dijmarescu efnahags-
málaráðherra hvatti til þess á þing-
inu í gær að hafin yrði rannsókn á
tildrögum óeirðanna. „Ef náma-
mennirnir voru notaðir til að grafa
undan stjórninni þá verðum við að
komast að því hveijir bera ábyrgð
á því hvernig fór,“ sagði hann.
Óeirðirnar eru mikið áfall fyrir
efnahagsstefnu stjórnarinnar og
hafa tafið fyrir umbótum í peninga-
málum og einkavæðingu ríkisfýrir-
tækja.
Viorel Ursu innanríkisráðherra
sagði að óeirðalögreglan hefði átt
í höggi við rúmlega 16.000 náma-
menn, auk þúsunda Búkerest-búa
sem hefðu gengið til liðs við þá.
Þrír féllu í óeirðunum og um 450
særðust.
■ SEOUL - Dagblöð í Suður-
Kóreu sögðu frá því á sunnudag
að mótmæli gegn ríkisstjórninni
hefðu farið fram í kommúnistarík-
inu Norður-Kóreu fyrir helgina.
Fyrir helgi var greint frá svipuðum
mótmælum u.þ.b. mánuði fyrr.
Meðal dagblaða sem skýrðu frá
þessu var Chosun Ubo, sem hafði
eftir embættismanni innan ríkis-
stjórnarinnar að . upplýsingarnar
hefðu borist frá suður-kóresku fyr-
irtæki sem selur sjávarvörur til
Norður-Kóreru með milligöngu Kín-
verja nokkurs. Samkvæmt Kínverj-
anum brutust út óeirðir á föstudag
í borginni Sinuiju sem er við landa-
mæri Kína. Dagblaðið greindi frá
því að Kínverjinn hefði sagt að
óeirðirnar nú væru meiri en þær
sem á undan fóru.
Bandaríkin:
Miles Davis látinn
Los Angeles, New York.
MILES Davis, jassleikarinn kunni sem talinn er faðir „svala jass-
ins“, lést á laugardag eftir langvinn veikindi. Að sögn talsmanns
St. John’s spítalans í Santa Monica, urðu lungnabólga, öndunarerf-
iðleikar og þjartaáfall honum að fjörtjóni. Hann var 65 ára að
aldri og hafði leikið á trompetinn sinn í rúmlega hálfa öld, eða
frá því að hann var 13 ára.
Davis var við slæma heilsu
mikinn hluta ævinnar og kenndi
hann sjálfur um eiturlyfjafíkn
sinni, sem honum tókst að vinna
bug á árið 1954. Hann hafði
bæði verið háður heróíni og kók-
aíni og auk þess var hann sykur-
sjúkur.
Hann fæddist í austurhluta St.
Louis, sonur velmegandi tann-
læknis. Faðir hans gaf honum
trompett þegar hann var 13 ára
og þegar hann var enn í mennta-
skóla var hann byijaður að leika
í hljómsveitum með mönnum eins
og Billy Eckstine og Benny Cart-
er. Hann lék einnig með Charlie
Parker á þessum árum.
Seint á fimmta áratugnum
hafði Davis mótað sinn sérstaka
stíl þar sem hann espar og bygg-
ir upp spennu með því að etja
saman þögn og bældum, lágum
hljómum með hjálp dempara.
Davis leitaði víða fanga í tón-
listarsköpun sinni og var óhrædd-
ur við að fara inn á nýjar braut-
ir. Hann hefur verið kallaður „Pic-
Miles Davis
asso jassins“, þar sem hann breytti
svo oft um stíl og stefnu í jassinum.
Um miðjan sjötta áratuginn fékkst
hann einkum við létta og ljóðræna
tónlist, „svalajassinn" svokallaða,
en á sjöunda áratugnum fór að
bera meira á rafmagnshljóðfær-
um í tónlist hans, þar sem hann
blandaði jassi og rokki saman við
bræðing. Á síðasta áratug ein-
kenndist tónlist hans af sinfóníu-
hljóðfærum, hljóðgervlum og
taktföstum trommuslætti.
Á síðari árum starfaði Davis
með tónlistarmönnum á borð við
Herbie Hancock, Ron Carter,
Anthony Williams, John Mclaug-
hlin, Chick Corea, Wayne Shorter
og Joe Zawinul.
Af þekktum hlómplötum Davis
má nefna Birth of the Cool frá
sjötta áratugnum, og Bitches
Brew frá þeim sjöunda.
I skýrslum sjúkrahússins er
Miles Davis sagður einhleypur, en
hann giftist þriðju konu sinni,
leikkonunni Cicely Tyson, árið
1982 og þótt þau væru skilin að
borði og sæng er ekki vitað til
þess að skilnaður hafi átt sér stað.