Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 20
20 MÓRGIÍNBLAÐIÐ ÞRIÐJiÍdAGUR 1. OKTÓBÉR 1991 Sjómannaskólinn á Rauðarárholti. Aðsetur Stýrimannaskólans frá 1945. Leiðarviti íslenskr- ar sj ómannastéttar Stýrimannaskólinn í Reykjavík 100 ára STÝRIMANNASKÓLINN í Reykjavík var settur í fyrsta sinn 1. október 1891. Næstkomandi laugardag, 5. október, mun þessa merka afmælis verða minnst með sérstakri hátiðardagskrá. Hún hefst í Stýrimannaskólanum kl. 12.00 með því að fyrrverandi og núver- andi nemendur skólans munu koma saman. Síðan verður gengið þaðan til Borgarleikhússins þar sem haldinn verður hátíðarfundur er hefst kl. 13.30. Kl. 19.00 verður svo hóf í íþróttahúsi Digranes- skóla í Kópavogi. útveginum ekki fyrir þrifum. Um líkt leyti og Stýrimannaskólinn var stofnaður voru sett íslensk lög um alþjóðlegar siglingareglur og far- mannalög. Skólahús Stýrimannaskólinn starfaði í fyrstu í svonefndu Doktorshúsi við Ránargötu, í viðbyggingu sem Markús F. Bjarnason lét reisa á eigin kostnað við íbúðarhús sitt. Hún var aðeins ein stofa, en uppi á þakinu var pallur sem notaður var til mælinga og annarra athug- ana. Fyrsta starfsár skólans voru nemendur 14 talsins. Fljótt fór að bera á þrengslum og þá lánaði Markús stofu af íbúðarhúsnæði sínu en það nægði ekki til frambúðar. Haustið 1898 flutti skólinn í ný- byggt hús, Stýrimannaskólann gamla við Öldugötu. Það haust sett- ust 79 nemendur í skólann, þar af voru 50 nýsveinar. Húsrými í Stýri- mannaskólanum gamla reyndist lengi vel fullnægjandi, en haustið 1930 fluttist Vélskóli íslands þang- að og þá fór brátt að bera á þrengsl- um sem urðu æ tilfinnanlegri. Á kreppuárunum 1930—1940 voru hinsvegar ekki efni til smíði nýs skólahúss, en 1941, þegar síðari Afmælis Stýrimannaskólans hef- ur verið minnst með margvíslegum öðrum hætti á þessu ári. Liðlega 500 manns komu á 100. slit skól- ans þann 24. maí. 19. júní var opn- uð sýning í Sjóminjasafninu í Hafn- arfirði, helguð skipstjórnarfræðslu á íslandi og Stýrimannaskólanum í Reykjavík sérstaklega. Á vegum Póst- og símamálastofnunarinnar koma út frímerki í tengslum við afmælið. Þá hefur Stýrimannaskól- inn ákveðið að hafa frumkvæði að málþingi um stöðu og framtíð sjó- mannamenntunar í Iandinu. Fyrir tilstilli Sögusjóðs Stýri- mannaskólans var síðastliðið haust byijað að rita sögu skólans. Einar S. Árnalds tók að sér það verk sem áætlað er að komi út á næsta ári. Þar mun sögu skólans verða gerð vegleg skil, bæði í máli og myndum. Forsagan í byijun 19. aldar taka íslending- ar að sigla milli landa eftir alda- langt hlé og útgerð þilskipa tekur að blómstra. Hið síðastnefnda er upphaf þeirra tænkiframfara í ís- lenskum sjávarútvegi sem gert hafa íslendinga að auðugri þjóð. Þessar framfarir kölluðu fram nýjan vanda: Til millilandasiglinga og á þilskip, sem sóttu lengra út en gömlu árabátamir, vantaði mennt- aða skipstjómarmenn. Takmörkuð innlend fræðsla í þessum efnum komst á legg um miðja öldina; fyrsti formlegi skólinn var stofnaður á ísafirði 1852 undir stjóm Torfa Halldórssonar. Þessi fræðsla full- nægði engan veginn þörfínni en þó liðu tæp 40 ár þar til viðunandi lausn fékkst á þessum málum. Þar olli mestu um fátækt þjóðarinnar. Stýrímannaskólinn í Reykjavík stofnaður Þegar Stýrimannaskólinn í Reykjavík tók til starfa haustið 1891 var þörfín fyrir slíkan skóla orðin mjög brýn. Það var fyrst með stofnun hans að trygging fékkst fyrir því að menntunarleysi stæði Siglingafræðikennsla í ratsjársamlíki. heimsstyijöldin hafði svipt burt doða kreppunnar, var bygging Sjó- mannaskólans á Rauðarárholti ákveðin og þangað fluttu bæði Stýrimannaskólinn og Vélskólinn haustið 1945 og hafa verið þar í sambýli síðan. Kennsla Kennsla í skólanum fyrstu 50 árin mun teljast fábrotin borið sam- an við nútímann. Mestri breytingu síðari 50 árin í sögu Stýrimanna- skólans valda tækniframfarir og þar af leiðandi aukinn tækjakostur við kennsluna. Nemendur hafa hins vegar frá upphafi fengið góðan grunn í nauðsynlegustu undirstöðu- greinum. Samkvæmt elstu reglu- gerð skólans voru námsgreinar þessar: stýrimannafræði, stærð- fræði, íslenska, danska, enska og sjóréttur. Meðal merkra nýmæla við skólann á hinum fyrra aldarhelm- ingi má nefna að vélfræðideild var stofnuð árið 1911 og var starfrækt uns Vélskóli íslands komst á fót árið 1915. Skólaárið 1912-1913 byijaði kennsla í skyndihjálp. Árið 1932 eignaðist skólinn radíómiðun- arstöð. Skólaárið 1931—32 hóf Slysavarnafélag íslands tilsögn í notkun björgunartækja. Árið 1936 bættust m.a. eðlisfræði, veður- fræði, sjómennska og leikfimi við námsgreinamar. Skóli og samfélag Því fer fjarri að Stýrimannaskól- inn í Reykjavík hafi nokkru sinni verið einangruð stofnun og umrót þjóðlífsins hefur jafnan speglast xí starfí skólans. Á fyrri hluta tuttug- ustu aldar varð bylting í íslenskum sjávarútvegi og siglingum sem átti sinn þátt í að gera Islendinga að fískveiðiþjóð. Árið 1902 er vél fyrst sett í bát hérlendis, nánar tiltekið á Isafírði. Stofnun vélfræðideildar við Stýrimanaskólann 1911 er beint framhald þeirrar þróunar. Á fyrsta áratug þessarar aldar hefst innlend togaraútgerð og á öðrum áratug hefst uppbygging alíslensks kaup- skipaflota með stofnun Eimskipa- félags íslands árið 1914, Stýri- mannaskólinn í Reykjavík fékk það verðuga verkefni að mennta yfir- menn á sívaxandi skipastól íslend- inga. Af öðmm merkisatburðum er tengjast sögu skólans, beint og óbeint, á fyrra helmingi þessarar aldar má nefna stofnun Fiskifélags íslands 1911 og Slysavamafélags íslands 1928. Fiskifélagið og Stýri- mannaskólinn höfðu t.d. lengi sam- vinnu um svonefnd smáskipapróf fyrir 1936. Próf þessi veittu réttindi til að stjóma 30 og síðar 60 rúm- lesta skipum. Slysavamafélag ís- lands hóf, eins og áður sagði, til- sögn í slysavörnum og björgun úr sjávarháska skólaárið 1931—1932 og hefur slík samvinna staðið allar götur síðan. Nú fara allir nemendur skólans vikutíma í nám í Slysavarn- askóla sjómanna, Sæbjörgu, sem slysavarnafélagið rekur. Tækniframfarir Eftir lok heimsstyijaldarinnar síðari hélt tæknin fyrir alvöru inn- reið sína í skólann sem annars stað- ar í þjóðlífinu. Fyrsta ratsjártækið kom í skólann árið 1953, gíróátta- viti árið 1963, verklegar æfíngar á sjó hófust með námsferðum á varð- skipum skólaárið 1963—64 og hefur sá þáttur verið efldur mjög á síð- ustu árum, ratsjársamlíkir (hermir) kom árið 1975, sem nýtt og mjög fullkomið tæki leysti af hólmi árið 1990, og nú em á döfínni kaup á fullkomnum fískveiðisamlíki. Námsskrá hefur tekið viðlíka stakkaskiptum. Meðal greina sem hafa bæst við á síðustu áratugum má nefna kennslu á tölvur og stór- aukna kennslu í fjarskiptum í kjöl- far þess að sérstakir loftskeyta- menn em ekki lengur á skipunum. Fræðsla um stöðugleika skipa hefur verið aukin. Tekin hefur verið upp kennsla í flutningafræði, skipuleg kennsla í leit og björgun úr sjávar- háska, auk þess sem verkleg kennsla á tæki hefur aukist mjög. Kennsla í fiskmeðferð hefur verið efld á undanförnum árum og nám- skeið og fyrirlestrar verið haldnir Stýrimannaskólinn gamli við Öldugötu. Húsnæði skólans 1898—1945. Doktorshús (Ránargata 13). Þar starfaði skólinn á árunum 1891-1898. Markús Fr. Bjarnason, fyrsti skólastjóri Stýrimannaskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.