Morgunblaðið - 01.10.1991, Qupperneq 20
20
MÓRGIÍNBLAÐIÐ ÞRIÐJiÍdAGUR 1. OKTÓBÉR 1991
Sjómannaskólinn á Rauðarárholti. Aðsetur Stýrimannaskólans frá 1945.
Leiðarviti íslenskr-
ar sj ómannastéttar
Stýrimannaskólinn í Reykjavík 100 ára
STÝRIMANNASKÓLINN í Reykjavík var settur í fyrsta sinn 1.
október 1891. Næstkomandi laugardag, 5. október, mun þessa merka
afmælis verða minnst með sérstakri hátiðardagskrá. Hún hefst í
Stýrimannaskólanum kl. 12.00 með því að fyrrverandi og núver-
andi nemendur skólans munu koma saman. Síðan verður gengið
þaðan til Borgarleikhússins þar sem haldinn verður hátíðarfundur
er hefst kl. 13.30. Kl. 19.00 verður svo hóf í íþróttahúsi Digranes-
skóla í Kópavogi.
útveginum ekki fyrir þrifum. Um
líkt leyti og Stýrimannaskólinn var
stofnaður voru sett íslensk lög um
alþjóðlegar siglingareglur og far-
mannalög.
Skólahús
Stýrimannaskólinn starfaði í
fyrstu í svonefndu Doktorshúsi við
Ránargötu, í viðbyggingu sem
Markús F. Bjarnason lét reisa á
eigin kostnað við íbúðarhús sitt.
Hún var aðeins ein stofa, en uppi
á þakinu var pallur sem notaður
var til mælinga og annarra athug-
ana. Fyrsta starfsár skólans voru
nemendur 14 talsins. Fljótt fór að
bera á þrengslum og þá lánaði
Markús stofu af íbúðarhúsnæði sínu
en það nægði ekki til frambúðar.
Haustið 1898 flutti skólinn í ný-
byggt hús, Stýrimannaskólann
gamla við Öldugötu. Það haust sett-
ust 79 nemendur í skólann, þar af
voru 50 nýsveinar. Húsrými í Stýri-
mannaskólanum gamla reyndist
lengi vel fullnægjandi, en haustið
1930 fluttist Vélskóli íslands þang-
að og þá fór brátt að bera á þrengsl-
um sem urðu æ tilfinnanlegri. Á
kreppuárunum 1930—1940 voru
hinsvegar ekki efni til smíði nýs
skólahúss, en 1941, þegar síðari
Afmælis Stýrimannaskólans hef-
ur verið minnst með margvíslegum
öðrum hætti á þessu ári. Liðlega
500 manns komu á 100. slit skól-
ans þann 24. maí. 19. júní var opn-
uð sýning í Sjóminjasafninu í Hafn-
arfirði, helguð skipstjórnarfræðslu
á íslandi og Stýrimannaskólanum
í Reykjavík sérstaklega. Á vegum
Póst- og símamálastofnunarinnar
koma út frímerki í tengslum við
afmælið. Þá hefur Stýrimannaskól-
inn ákveðið að hafa frumkvæði að
málþingi um stöðu og framtíð sjó-
mannamenntunar í Iandinu.
Fyrir tilstilli Sögusjóðs Stýri-
mannaskólans var síðastliðið haust
byijað að rita sögu skólans. Einar
S. Árnalds tók að sér það verk sem
áætlað er að komi út á næsta ári.
Þar mun sögu skólans verða gerð
vegleg skil, bæði í máli og myndum.
Forsagan
í byijun 19. aldar taka íslending-
ar að sigla milli landa eftir alda-
langt hlé og útgerð þilskipa tekur
að blómstra. Hið síðastnefnda er
upphaf þeirra tænkiframfara í ís-
lenskum sjávarútvegi sem gert hafa
íslendinga að auðugri þjóð. Þessar
framfarir kölluðu fram nýjan
vanda: Til millilandasiglinga og á
þilskip, sem sóttu lengra út en
gömlu árabátamir, vantaði mennt-
aða skipstjómarmenn. Takmörkuð
innlend fræðsla í þessum efnum
komst á legg um miðja öldina; fyrsti
formlegi skólinn var stofnaður á
ísafirði 1852 undir stjóm Torfa
Halldórssonar. Þessi fræðsla full-
nægði engan veginn þörfínni en þó
liðu tæp 40 ár þar til viðunandi
lausn fékkst á þessum málum. Þar
olli mestu um fátækt þjóðarinnar.
Stýrímannaskólinn í
Reykjavík stofnaður
Þegar Stýrimannaskólinn í
Reykjavík tók til starfa haustið
1891 var þörfín fyrir slíkan skóla
orðin mjög brýn. Það var fyrst með
stofnun hans að trygging fékkst
fyrir því að menntunarleysi stæði
Siglingafræðikennsla í ratsjársamlíki.
heimsstyijöldin hafði svipt burt
doða kreppunnar, var bygging Sjó-
mannaskólans á Rauðarárholti
ákveðin og þangað fluttu bæði
Stýrimannaskólinn og Vélskólinn
haustið 1945 og hafa verið þar í
sambýli síðan.
Kennsla
Kennsla í skólanum fyrstu 50
árin mun teljast fábrotin borið sam-
an við nútímann. Mestri breytingu
síðari 50 árin í sögu Stýrimanna-
skólans valda tækniframfarir og
þar af leiðandi aukinn tækjakostur
við kennsluna. Nemendur hafa hins
vegar frá upphafi fengið góðan
grunn í nauðsynlegustu undirstöðu-
greinum. Samkvæmt elstu reglu-
gerð skólans voru námsgreinar
þessar: stýrimannafræði, stærð-
fræði, íslenska, danska, enska og
sjóréttur. Meðal merkra nýmæla við
skólann á hinum fyrra aldarhelm-
ingi má nefna að vélfræðideild var
stofnuð árið 1911 og var starfrækt
uns Vélskóli íslands komst á fót
árið 1915. Skólaárið 1912-1913
byijaði kennsla í skyndihjálp. Árið
1932 eignaðist skólinn radíómiðun-
arstöð. Skólaárið 1931—32 hóf
Slysavarnafélag íslands tilsögn í
notkun björgunartækja. Árið 1936
bættust m.a. eðlisfræði, veður-
fræði, sjómennska og leikfimi við
námsgreinamar.
Skóli og samfélag
Því fer fjarri að Stýrimannaskól-
inn í Reykjavík hafi nokkru sinni
verið einangruð stofnun og umrót
þjóðlífsins hefur jafnan speglast xí
starfí skólans. Á fyrri hluta tuttug-
ustu aldar varð bylting í íslenskum
sjávarútvegi og siglingum sem átti
sinn þátt í að gera Islendinga að
fískveiðiþjóð. Árið 1902 er vél fyrst
sett í bát hérlendis, nánar tiltekið
á Isafírði. Stofnun vélfræðideildar
við Stýrimanaskólann 1911 er beint
framhald þeirrar þróunar. Á fyrsta
áratug þessarar aldar hefst innlend
togaraútgerð og á öðrum áratug
hefst uppbygging alíslensks kaup-
skipaflota með stofnun Eimskipa-
félags íslands árið 1914, Stýri-
mannaskólinn í Reykjavík fékk það
verðuga verkefni að mennta yfir-
menn á sívaxandi skipastól íslend-
inga.
Af öðmm merkisatburðum er
tengjast sögu skólans, beint og
óbeint, á fyrra helmingi þessarar
aldar má nefna stofnun Fiskifélags
íslands 1911 og Slysavamafélags
íslands 1928. Fiskifélagið og Stýri-
mannaskólinn höfðu t.d. lengi sam-
vinnu um svonefnd smáskipapróf
fyrir 1936. Próf þessi veittu réttindi
til að stjóma 30 og síðar 60 rúm-
lesta skipum. Slysavamafélag ís-
lands hóf, eins og áður sagði, til-
sögn í slysavörnum og björgun úr
sjávarháska skólaárið 1931—1932
og hefur slík samvinna staðið allar
götur síðan. Nú fara allir nemendur
skólans vikutíma í nám í Slysavarn-
askóla sjómanna, Sæbjörgu, sem
slysavarnafélagið rekur.
Tækniframfarir
Eftir lok heimsstyijaldarinnar
síðari hélt tæknin fyrir alvöru inn-
reið sína í skólann sem annars stað-
ar í þjóðlífinu. Fyrsta ratsjártækið
kom í skólann árið 1953, gíróátta-
viti árið 1963, verklegar æfíngar á
sjó hófust með námsferðum á varð-
skipum skólaárið 1963—64 og hefur
sá þáttur verið efldur mjög á síð-
ustu árum, ratsjársamlíkir (hermir)
kom árið 1975, sem nýtt og mjög
fullkomið tæki leysti af hólmi árið
1990, og nú em á döfínni kaup á
fullkomnum fískveiðisamlíki.
Námsskrá hefur tekið viðlíka
stakkaskiptum. Meðal greina sem
hafa bæst við á síðustu áratugum
má nefna kennslu á tölvur og stór-
aukna kennslu í fjarskiptum í kjöl-
far þess að sérstakir loftskeyta-
menn em ekki lengur á skipunum.
Fræðsla um stöðugleika skipa hefur
verið aukin. Tekin hefur verið upp
kennsla í flutningafræði, skipuleg
kennsla í leit og björgun úr sjávar-
háska, auk þess sem verkleg
kennsla á tæki hefur aukist mjög.
Kennsla í fiskmeðferð hefur verið
efld á undanförnum árum og nám-
skeið og fyrirlestrar verið haldnir
Stýrimannaskólinn gamli við Öldugötu. Húsnæði skólans 1898—1945.
Doktorshús (Ránargata 13). Þar starfaði skólinn á árunum
1891-1898.
Markús Fr. Bjarnason, fyrsti
skólastjóri Stýrimannaskólans.