Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 10
10
; i MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR Oi.-'OKTÓBER 11991
Fella- og Hólakirkja, Reykjovík
Átak i safnaóarstarfi
Þriðjudagskvöldið 1. október kl. 20.30
Miðvikudagskvöldió 2. október kl. 20.30
Fimmtudagskvöldið 3. október kl. 20.30.
Fjölbreytt dagskró fyrir alla.
Tónlist: An skilyrða. Söngvari: Þorvaldur Halldórs-
son (A sjó), Kirkjukór Fella- og Hólakirkju. Erlendir
gestir: Robert Arrington, söngur og Inge Östeby,
hreyfilist.
Sóknarprestar.
. ...... 11 1 \
Sæviðarsund - raðhús
Vorum að fá í sölu stórglæsilegt raðhús á einni hæð
ásamt sambyggðum bílskúr. Samtals 160 fm. Hús þetta
skiptist í 4 svefnherb., stofu, sjónvarpshol, eldhús,
baðherb., gestasnyrtingu, þvottaherb. og geymslu.
Húsið er með óvenjulega fallegum og vönduðum inn-
réttingum. Vel ræktuð lóð.
Fasteignasalan Hátún,
Suðurlandsbraut 10,
sfmar 687828 og 687808.
Sýnishorn úr söluskrá:
★ Ljósritunarstofa með öllum tækjum.
★ Samlokugerð. Rótgróið fyrirtæki.
★ Snyrtivöruverslun með sérhæfðar vörur.
★ Leikfangaverslun. Aðal sölutími framundan.
★ Vörubílasala í eigin húsnæði.
★ Bóka- og ritfangaverslun. Mikil velta.
★ Sportvörubúð. Mjög lágt verð.
★ Tískuvöruverslun með öðruvísi vörur.
★ Lítil hannyrðaverslun. Laus strax.
★ Áratuga gömul blómaverslun.
★ Hárgreiðslustofa. Fjórir stólar.
★ Sólbaðsstofa með mikil viðskipti.
★ Vinsæl nuddstofa. Langur biðlisti.
★ Sérverslun með vinnuföt og úlpur.
★ Tískuvöruverslun í Hagkaupskringlunni.
★ Þekkt fataverslun til sölu eða leigu.
★ Veislueldhús. Mjög þekkt og vaxandi.
★ Dans- og matsölustaður. Vaxandi velta.
★ Myndbandaleiga við mikla umferðargötu.
rATiTTTT7T?!7TICTVrf
SUÐURVERI
SI'MAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
011 0107H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
H lwUHblO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggilturfasteignasali
Konur Ibsens
________Leiklist___________
Súsanna Svavarsdóttir
Norræna húsið
KONUR IBSENS
Handrit og leikur: Juni Dahr
Tónlist: Chris Poole
Lýsing: Marianne Tallaug Wed-
set
„Hver veit hvað kona getur
ekki gert,“ segir Ellida í leikriti
Ibsens Konan frá hafinu, og
bætir við, „hún verður að trúa á
sjálfa sig og vera sér trú.“ Kon-
urnar í verkum Ibsens eru sinnar
eigin gæfu smiðir, þótt gæfa
þeirra virðist ekki mikil í augum
samfélagsins. Þær þrá frelsið,
velja að grundvalla líf sitt á sjálf-
um sér, taka örlögum sínum og
standa eða falla með þeim. Sterk-
ar konur sem falla ekki alveg að
hugmyndum samfélagsins um það
hvernig konur eiga að vera. Um
ieið og þær neita að láta loka sig
inni á heimilinu - eins og fugl í
búri - hafnar samfélagið þeim.
Þegar þær neita að vera innlokað-
ar, eru þær útilokaðar.
Norska leikkonan Juni Dahr
hefur valið sér sex konur úr verk-
um Ibsens, steypt þeim saman inn
í einleik þann sem hún flutti í
Norræna húsinu í tilefni af norsk-
um menningardögum. Konurnar
eru Hilda úr Sólnes bygginga-
meistara, Hedda úr Heddu Gabl-
er, Frú Alving úr Afturgöngunum,
Nóra úr Brúðuheimilinu, Ellida
úr Konan frá hafinu og Hjördís
úr Víkingarnir af Hálogalandi.
Hilda leitar frelsisins hjá Sólnes,
en finnur það ekki fyrr en hann
fellur. Hedda, sem á í baráttu við
sjálfa sig, getur hvorki gefið né
þegið ást og segir „allt sem ég
snerti, verður að ösku“. Hún er
fangi í eigin neti og dæmir sig
til dauða. Frú Alving í Aftur-
göngunum, sem er opin fyrir nýj-
um straumum og hugmynda-
fræði, vill blása á hefðbundinn
hugsunarhátt í sambandi við stétt
og stöðu, tileinka sér nýja lífssýn,
en stendur sig að því aftur og
aftur að vera föst í kreddum og
fordómum sem hún er alin upp
við. Nóra í Brúðuheimilinu, sem
vaknar upp til vitundar um það
einn daginn að líf hennar er alger-
lega undir manni hennar komið.
Hún sjálf er blásnauð og verður
að þóknast honum í hvívetna,
vera brúðan sem hann vill eiga,
„fyrst var ég brúðan hans pabba
og nú er ég brúðan þín,“ segir
hún við mann sinn, Trovald. Hún
getur ekki lengur litið framhjá
löngun sinni til að treysta á sjálfa
sig og lifa því lífi sem hún hefur
forsendur til að lifa - og yfirgef-
ur ijölskyldu sína. Henni finnst
samfélagið hafa á röngu að
standa, hvað varðar hlutverk
hennar og segist þurfa að komast
að því, hvort hún hafi rétt fyrir
sér. Ellida í Konunni frá hafinu,
er sú einasta af konum Ibsen sem
mætir einhveijum skilningi hjá
manni sínum. Hún er gift eldri
manni, í fremur lítilli nálægð við
hafið - innst við þröngan fjörð.
Hún lifir í minningu um elskhuga
sem yfirgaf hana og bíður þess
að hann komi aftur. Maður henn-
ar, Wangel, vill í fyrstu ekki
sleppa henni, en þegar hann sér
að hann missir hana samt, gefur
hann Ellidu skilyrðislaust frelsi,
staðfestingu á svo mikilum kær-
leika að öll heimsmynd hennar
breytist. HjördísJ Víkingunum af
Hálogalandi er ættuð úr fornald-
arsögum Norðurlanda. Hún er
valkyrja og hefur heitið því að
giftast aðeins þeim stríðsmanni
sem stenst próf sem hún hefur
samið. Hún er blekkt og í stað
þess að giftast hinum sterka Sig-
urði, fær hún bróður hans Gunn-
ar, sem er blíður og heimakær.
Dagný systir hennar fær Sigurð.
Þegar Hjördís áttar sig á því að
hún hefur verið blekkt, ákveður
hún að ef hún ekki geti barist
með honum á jörðinni, ætli hún
að drepa hann til að beijast með
honum í Valhöll. En Sigurður
hefur tekið kristna trú - þau eru
aðskilin um alla eilífð.
Sýning Juni Dahr tekur um
einn og hálfan tíma í flutningi.
Hún er einföld og falleg. Juni
segir frá konunum áður en hún
leikur þann kafla úr verkunum
sem eru vendipunktar hjá persón-
unum. í meðförum leikkonunnar
urðu persónurnar ólíkar og mjög
lifandi, þrátt fyrir fremur stuttan
þátt hverrar og einnar. Juni leikur
á móti flautu og ljósum, ef svo
má að orði komast og var hvort
tveggja mjög vel unnið - og sýn-
ingin í heildina ánægjuleg.
Undarlegur reki á Mýrum:
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Góð eign í Hafnarfirði
Nýstækkað og endurbyggt einbhús v/Háabarð á útsýnisstað m/glæsi-
legri 5 herb. íb. um 130 fm. Góður bílsk. 36 fm. Ræktuð lóð 630 fm.
Skipti mögul. á eign í Kópav. eða borginni.
Nýlegt steinhús á Nesinu
v/sjóinn norðanmegin. Húsið er hæð og ris m/5 herb. íb. um 135 fm.
Góður bílsk. 31,5 fm. Eignaskipti mögul. Laust strax.
í Hreyfilsblokkinni v/Fellsmúla
suðurib. mjög góð 4ra herb. á 3. hæð um 100 fm. 3 svefnherb. þar af
1 gott forstherb. Sérhiti. Sólsvalir. Mikil og góð sameign.
Furugrund - laus strax
2ja herb. íb. á 1. hæð um 60 fm vel umgengin. Vestursv. Geymsla í
kj. Ágæt nýendurbætt sameign. Gott verð gegn góðri útborgun.
Fyrir smið eða laghentan
efri hæð 3ja herb. ekki stór íb. í tvíbhúsi í gamla bænum. Þarfnast
endurbóta. Allt sér. Verð aðeins kr. 3,5 millj. Góð kjör.
Stór og góð - laus strax
2ja herb. íb. á 1. hæð 65,3 fm í þriggja hæða blokk v/Arahóla. Nýl.
parket. Sérþvhús í íb. Geymslu- og föndurherb. í kj. Góð sameign.
Fráb. útsýni.
Einstaklíb. - laus strax
Ný og glæsil. v/Vindás á 4. hæð um 40 fm auk geymslu og sameignar.
Parket. Gott svefnherb., gott bað. Sólsvalir. 40 ára húsnlán kr. 1,8 millj.
• • •
Við Sigtún - nágr. óskast
góð 4ra-5 herb. íb.
m/bílskúr.
ALMENNA
FASTEIGNASAUH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Hélt fyrst að þetta væri hvalur
- segir Gylfi Jónsson í Miðhúsum um hlutinn sem reyndist vera tankur af flugvél
Borgarnesi. ^
Morgunblaðið/Theodór
Ómar Jónsson lögreglumaður í Borgarnesi og Gylfi Jónsson bóndi
á Miðhúsum ásamt sonum sínum, Einari og Ólafi, við flugvélatankinn.
Um 2.200 litra tank, sem talinn
er vera eldsneytistankur af her-
flugvél, rak á Álftanesfjörur
undan bænum Miðhúsum um
daginn.
Það var Gylfí Jónsson bóndi í
Miðhúsum á Álftanesi sem sá
glampa á tankinn í fjörukambinum.
Kvaðst hann í fyrstu hafa talið að
um hvalreka væri að ræða en þegar
hann hafi komið niður í fjöruna
hafi hann séð hvers kyns var. Tank-
urinn er um sjö metra langur og
um eins metra breiður. Kvaðst Gylfi
hafa dregið tankinn upp úr fjörunni
til að geta skoðað hann betur. Að-
spurður sagði Gylfi að mjög lítið
væri um reka á þessum slóðum en
þó kæmi fyrir að eitthyað ræki. Til
dæmis hafi sl. vetur rekið nokkrar
bjórdósir. Aðspurður sagði Gylfi að
þær hafi flestar verið ónýtar en þó
ekki alveg allar. Veétar á Mýrunum
er meiri reki. í Straumfirði og þar
í kring rekur töiuvert af alls kyns
duflum frá Varnarliðinu sem talið
er að komi til vegna þess að stund-
um sé verið að eyða gömlum birgð-
um af svokölluðum svifblysum út
af Mýrunum. Samkvæmt handbók
Landhelgisgæslunnar, „Stríðstól og
aðrir hættulegir hlutir", eru sum
þessara blysa hættuleg ef þau hafa
ekki brunnið alveg upp. Varasamt
sé því að hirða þau og geyma inni
við, því að við að þorna geti fosfór,
sem í þeim er, myndað sjálfs-
íkveikju.
TKÞ.