Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 I > | Þ » I I I » > > Morgunblaðið/Rúnar Þór Við komu Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, til Akureyrarflugvallar afhenti Brynja Björk Vilhjálmsdóttir forsetanum blómvönd. Hátíðarfundur Landsbjargar á Akureyri: Stofnuð til að stuðla að sam- heldni bj örgnnar sveitanna Landsbjörg formlega stofnuð. Á myndinni eru: sitjandi frá vinstri: Ólafur Proppé formaður Landsbjargar og Guðjón Magnússon forseti Rauða Kross íslands. Standandi frá vinstri: Jón Gunnars- son og Arnfínnur Jónsson í sljórn Landsbjargar, Hannes Hauks- son, framkvæmdastjóri RKÍ og Árni Gunnarsson, gjaldkeri RKÍ. „LANDABJÖRG er stofnuð til að auka samheldni björgunar- sveita og til að stuðla að far- sælu björgunar- og slysavarna- starfi í landinu," sagði Ólafur Proppé formaður Landsbjarg- ar, hins nýstofnað landssam- bands björgunarsveita á hátíð- arfundi sem haldinn var af til- efni stofnunar samtakanna á Akureyri á laugardag. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir er verndari samtakanna, en hún flutti samtökunum árnaða- róskir á fundinum. Það gerði einnig Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra, en herra Ólafur Skúlason biskup íslands flutti blessunarorð. Um 700 björgun- arsveitarmenn og gestir sóttu hátíðarfundinn. ) Landsbjörg og Rauði kross ís- lands skrifuðu á laugardag undir samkomulag um víðtækt samstarf í mörgum málum er snerta starf- semi beggja félaganna, en m.a. hefur verið ákveðið að koma á fót alþjóðlegri björgunarsveit, en í henni verður hópur fagfólks er reiðubúið er að fara á vettvang í öðrum löndum þegar alvarleg áföll verða þar. Ólafur Proppé sagði í ræðu sinni á hátíðarfundinum, að til- gangur með slíku starfí væri ekki síst sá að læra meira um skipulag og framkvæmd björgunarstarfa við erfíðar aðstæður. „Sú þekking og reynsla sem þannig fæst mun koma sér vel hér heima þegar áfallið verður, væntanlega öllum að óvörum. Einnig er hugsanlegt að við getum aðstoðað við upp- byggingu björgunarstarfs annars staðar og miðlað þannig öðrum þjóðum af þeirri reynslu sem við höfum aflað okkur á undanförn- um árum.“ Innan Landsbjargar eru þrjátíu björgunarsveitir með á þriðja þús- und félaga á útkallsskrá og um tólf hundruð virka félaga. Sveit- irnar eiga mikið af tækjum og björgunarbúnaði og má þar nefna að þær hafa yfir að ráða á fímmta hundrað fjarskiptatækja af ýmsu tagi. Stj óriiarandstaðan fag'nar tillögum Bush 1 afvopnunarmálum: Spor í rétta átt -segir Steingrímur Hermannsson STJÓRNARANDSTAÐAN á íslandi fagnar tillögum George Bush for- seta Bandaríkjana í afvopnunarmálum sem forsetinn setti fram í sjón- varpsávarpi á föstudagskvöld. Steingrímur Hcrmannsson formaður Framsóknarflokksins segir tillögurnar spor í rétta átt og fagnar þeim mjög því í tillögunum sé tekið undir það sem Islendingar hafi lengi barjst fyrir, fækkun kjarnavopna á höfunuin. Albert Jónsson starfsmað- ur Oryggismálanefndar segir að augljóst sé að tillögur Bush eigi sér rætur í breyttri heimsmynd og vonin sé sú að Sovétmenn fylgi á eftic með svipaðar aðgerðir. Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríki? málanefndar Alþingis segir að þetta hafi verið rétt ákvörðun af hendi Bush í Ijósi þess að nú fremur en áður er rétti tíminn til að reyna leiðir til að tryggja heimsfriðinn án vopna og vopnaskaks. „Ég fagna þessu mjög og fínnst að loksins hafí verið tekið undir það sjónarmið sem við íslendingar höfum iengi barist fyrir og það er að fækka kjamorkuvopnum í höfunum," segir Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins. „Ég vona að framvinda málsins verði sú að kjarn- orkuvopn hverfí alveg úr höfunum en það sem Bush hefur sagt er alla- vega spor í rétta átt.“ Steingrímur segir að það hafí komið honum nokkuð á óvart hve Bush tók djúpt í árinni. Ég átti frem- ur von á að þessi fækkun yrði í samn- ingum milli Bandaríkjamanna og Sovétmann en ekki einhliða af hálfu Bandaríkjamanna. Þar að auki hafa Bush og NATO álltaf verið mótfallin því að fækka kjarnavopnum í höfum þegar við íslendingar höfum hreyft þeim- málum á fundum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ein af þingkonum Kvennalistans segir að tillögur Bush séu ánægjuleg stefnubreyting og skref í rétta átt en mikilvægt sé að tillögurnar hafí í för með sér keðjuverkun til frekari afvopnunar. „Ég tel að þetta hafi verið rétt og eðlileg viðbrögð af hálfu bandaríkjaforseta við breyttri heims- mynd og ég vona að Sovétríkin fylgi á eftir með svipuðum aðgerðum,“ segir Ingibjörg. „Þótt tillögurnar feli í sér verulega fækkun kjamavopna á höfunum og slíkt sé okkur íslend- ingum mikilvægt verður nú að huga að því að enn verða til staðar kjarna- kljúfar í kjarnorkuknúnum skipum og kafbátum sem ógna lífríki okkar. Má í því sambandi minna á að nú liggja á hafsbotni Atlanshafs fímm slíkir kafbátar sem virka fyrir okkur eins og tímasprengja.“ Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins segir að sér fínnist þessar tillögur vera mjög merkilegar og marki þær í raun af- gerandi stefnubreytingu og tímamót af hálfu Bandaríkjamanna í afvopn- unarmálum og ástæða til að fagna því. „Sú kenning hefur verið uppi að einhliða afvopnun kæmi ekki til greina," segir Ólafur Ragnar Gríms- son. „NÚ hefur Bush hinsvegar stig- ið eitt stærsta skerf sem um getur í átt að einhliða afvopnun. Þetta skref er stigið sökum þess að Banda- ríkjamenn telja að sér stafí ekki leng- ur hernaðarleg ógn af Sovétríkjun- um. Því hlýtur sú spuming að vakna hvort ástæða sé lengur ti! að hafa herstöð á Islandi. Því hver er nú óvinurinn?" Rétti tíminn að reyna Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir að hann fagni þessu frumkvæði Bandaríkjamanna í afvopnunarmál- um og að sér komi í sjálfu sér ekki á óvart hve umfangsmiklar tillögur Bush eru. „Eins og staðan er í alþjóð- amálum í dag í kjölfarið á hru^. kommúnismans er nú rétti tíminn til að reyna viðamikla afvopnun," segir Eyjólfur Konráð Jónsson. „Rétti tíminn til að reyna leiðir til að tryggja heimsfriðinn án vopna og vopna- skaks. Og það er ánægjulegt fyrir okkur íslendinga hve tillögur Bush ganga langt í afvopnun á höfunum.“ Albert Jónsson starfsmaður Ör- yggismálanefndar segir að augljóst sé að tillögur Bush eigi sér rætur í breyttri heimsmynd og breyttum aðstæðum í pólitík í heiminum. „Ef litið er á sögu afvopnunarsamningvT risaveldanna frá upphafí eða 1969 kemur í ljós að þau eru bæði sam- mála um stjórnun á vígbúnaðarkapp- hlaupinu en samningaviðræður þeirra hafa alltaf sveiflast eftir pólit- ískum atburðum og pólitískar hindr- anir hafa komið í veg fyrir verulegan árangur,“ segir Albert. „Á síðustu tveimur árum hinsvegar hefur þró- unin orðið sú að þessum pólitísku hindrunum hefur verið rutt úr vegi. Bush tekur sínar einhliða ákvarðanir nú í samræmi við þennan breytta veruleika.“ í máli Alberts kemur einnig fram að það vekji nokkra athygli að Bandaríkjamenn halda áfram þeirri stefnu sinni nú að afvopnast einhlið^ á höfunum og fjarlægja nú úr flotan'" um kjarnorkudjúpsprengjur, bæði úr þyrlum og kafbátaleitarflugvélum svo og úr flugvélum á flugmóður- skipum. „Þar að auki ætla þeir að fjarlægja skammdrægar Tomahawk eldflaugar sínar úr kafbátum en ekki langdrægar eldflaugar. Það hefur ávallt verið skilningur Bandaríkja- manna að langdrægar eldflaugar í kafbátum auki stöðugleika í vígbún- aðarmálum og flestir sérfræðingar í þeim málaflokki eru sammála um þetta,“ segir Albert. OKTOBEItllTCAFAN Á LEID TIL FELAOA! • Vandaðar saíðaarkir • Handhægar safnmöppnr • Ráðgjöf námsheið • Sauma- og prjónahandbók í kaupbæti Ertn komin í kiúbbinn? Síniinn er: 91-688 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.