Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER; L99.1 23 Snorrahátíð: Styrkir til þeirra útlendinga sem vilja kynnast verkum Snorra Ríkisstjórn íslands hefur ákveðið að minnast 750. ártíð- ar Snorra með því að styrkja rithöfunda, fræðimenn og þýð- endur sem vilja kynna sér verk Snorra til rannsókna á íslandi. Kom þetta fram í setningar- ræðu Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra, á Snorrahátíð sem haldin var í Háskólabíói á sunnudag. Þá kom fram að komið gæti til greina að tengja styrkina veru í Snorrastofu sem nú er í bygg- ingu í Reykholti. Þar er gert ráð fyrir aðstöðu til sýningarhalds og fræðimannsíbúð. Þriggja manna nefnd verður skipuð til þess að skipuleggja úthlutun styrkjanna. Tveir fræðimenn, þeir Gunnar Karlsson sagnfræðingur og Vé- steinn Olason, bókmenntafræð- ingur, fluttu erindi á hátíðinni en auk þess fluttu skáldin Vilborg Dagbjartsdóttir, Matthías Jo- Morgfunblaðið/Sverrir Olafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, ávarpar gesti á Snorrahátíð. Á sviðinu sitja nokkrir þeirra sem fram komu á Snorrahátíð. hannessen og Þorsteinn frá Hamri frumsamin ljóð er tengjast Snorra. Ingibjörg Haraldsdóttur flutti brot úr Sólarljóðum en Silja Aðalsteinsdóttir og Þorleifur Hauksson lásu úr Snorra Eddu og jieimskringlu. Átta fóstbræður fluttu, Þegar hnígur húm að Þorra eftir Björn M. Ólsen og Hannes Hafstein, Þat mætli mín móðir eftir Egil Skallagrímsson og Heyr himna smiður eftir Kolbein Tumason, á milli dagskráratriða. Kynnir var Bergljót Kristjánsdóttir en dag- skrárflutningur undir stjórn Ing- unnar Ásdísardóttur. Fjölmenni var á hátíðinni. Menningar og minningarsjóður kvenna 50 ára: Styrkir til tveggja kvenna á afmælinu TVÆR konur fengu styrkveitingu úr Menningar og minningar- sjóði kvenna á hátíðarfundi í tilefni af 50 ára afmæli sjóðsins um helgina. Ásthildur Steinsen fékk styrk til skráningar talsíma- kvenna 1906-1991 og Herdís Baldvinsdóttir til doktorsritgerðar sinnar um hlutverk verkalýðsfélaga á íslandi. í tilefni afmælisins voru gefin út sérstök hátíðarkort eftir Hólmfríði Árnadóttur myndlistarmannaog dósent við Kennaraháskóla íslands. Þau verða til sölu á skrifstofu Kvenréttindafélags íslands. Hátíðarfundurinn hófst með er- indi Sigríðar Erlendsdóttur, sagn- fræðings, um sögu og starfsemi sjóðsins. Flutt voru ávörp og tveir nemendur Guðmundu Elíasdóttur, þær Ásta Lísbet Björgvinsdóttir og Vilborg Reynisdóttir, sungu einsöng og tvísöng við undirleik Láru Rafnsdóttur. Á fundinum lá frammi „Stóra bókin“ sem er handrit Menningar og minningar- sjóðs bókanna sem hafa að geyma myndir og æviágrip 376 kvenna og karla. Menningar og minningarsjóður kvenna var stofnaður 27. septem- ber 1941. Hlutverk hans er tví- þætt, að styrkja konur til náms, ritstarfa eða verðlauna ritgerðir, og varðveita minningu merkra kvenna og karla. 335 konur hafa fengið styrk úr Menningar og minningarsjóði kvenna. GENERAL ELECTRIC S I L I K 0 N GE (ontractors silikon er einþátto þéttiefni fyrir til dæmis gler, ál, granít, keramik og margskonar plast. Þolir vel veðrun, hitabreytingar og útf jólubláa geisla Togþol +/- 25 % Litir: Glært og hvítt FÆST Í FLESTUM BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM GE SILIKON, ÞÉTTING TIL FRAMBÚÐAR I T W GE Silicones Morgunblaðið/Sverrir Konur virða fyrir sér „Stóru bókina“ á hátíðarfundi í Gerðubergi tilefni af 50 ára afmæli Menningar og minningarsjóðs kvenna. I Kari Vigeland ■ KARI VIGELAND dósent við Oslóarháskóla heldur fyrirlestur í Norræna húsinu á þriðjudag, 1. október, kl. 20.30, í boði Siðmennt- ar, félags áhugafólks um borgara- legar athafnir. Fyrirlesturinn nefn- ist Húmanismi í stað trúarbragða og flytur Vigeland hann á ensku. BOLANDS „Þeir sem fundu upp tekexið“ Irish Biscuits Ltd. framleiðendur á Bolands kexinu bjóða frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands hjartanlega velkomna í opinbera heimsókn til írlands. Framleiðandi: Einkaumboð á íslandi: IRISH BISCUITS karl k. karlsson & co. LIMITED Skúlatúni 4, sími 623232 SKAGFJORÐ jj/DOJJJOjiVÍjailjJtiin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.