Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 264. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. NOVEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gíslarnir Terry Waite og Thomas Sutherland látnir lausir í Líbanon; Erum frelsinu fegnir - Waite sagði að þremur bandarískum gíslum yrði sleppt á næstu dögum en fékk ekki vitneskju um tvo þýska gísla Damaskus. Reuter. „ÉG er frelsinu feginn,” var það fyrsta sem Bretinn Terry Waite sagði við blaðamenn er hann og Bandaríkjamaðurinn Thomas Sut- herland komu til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, í gærkvöldi eftir margra ára fangavist hjá líbönskum mannræningjum í Beir- út. Undir þessi orð tók Sutherland en samtökin Heilagt stríð létu þá Waite lausa í Líbanon í gær og voru þeir afhentir sendiherrum ríkja sinna í Sýrlandi í utanríkisráðuneytinu í Damaskus í gær- kvöldi. A blaðamannafundi að þeirri athöfn iokinni sagði Waite að í vikunni myndu mannræningjar ennfremur sleppa bandarísku gísl- unum Joseph Cicippio og Alann Steen og Terry Anderson yrði sleppt fyrir næstu mánaðamót. Hann sagðist hins vegar engar upplýsingar hafa fengið um tvo Þjóðverja, Heinrich Striibig og Thomas Kemptner, er hann spurði mannræningjana um þá í gær. Terry Waite (t.v.) ræðir við bróð- ur sinn David í breska sendiráð- inu í Damaskus í jgærkvöldi. Mikl- ir fagnaðarfundir urðu með þeim bræðrum sem hittust í fyrsta sinn í hálft fimmta ár eða frá því Terry var rænt í janúar 1987 í Líbanon. A innfelldu myndinni er Bandaríkjamaðurinn Thomas Sutherland. Bæði Terry Waite og Thomas Sutherland voru hressir í bragði á blaðamannafundinum en þreytu- legir og nokkuð veikburða. Waite hafði orð fyrir þeim og sagði að þeir hefðu verið hlekkjaðir við vegg undanfarin fimm ár. Gærdagurinn hefði hafist eins og hver annar í prísundinni. „Við sátum hlekkjaðir við klefavegginn er einn ræningj- anna kom skyndilega inn og sagði að við yrðum látnir lausir eftir hádegi. Þeir báðust síðan afsökun- ar á að hafa tekið okkur fasta og sögðust viðurkenna að það hefði verið rangt af þeim, þeir sögðust gera sér grein fyrir því að gísla- taka væri gagnslaust vopn til að ná málum fram,” sagði Waite. Á blaðamannafundinum hvatti Waite til þess að friðsamleg og mannsæmandi lausn, eins og hann komst að orði, yrði fundin á flókn- um vandamálum sem íbúar Mið- austurlanda stæðu frammi fyrir. „Við sem gíslar styðjum eindregið að málin verði til lykta leidd, ekki einungis fyrir vestræna gísla held- ur alla sem sem haldið er með svipuðum hætti í Miðausturlönd- um. Við höfum upplifað þjáningar fólksins í Líbanon. Við höfum setið í linnulausu sprengiregni hlekkjað- ir við vegg. Það er ekkert sældar- líf,” sagði Waite. Terry Waite er sendimaður Ensku biskupakirkjunnar og hafði náð miklum árangri í samningavið- ræðum við mannræningja í Beirút, Líbýu og íran þegar honum var rænt í Beirút 20. janúar 1987. Tíu gíslum hafði verið sleppt fyrir hans tilstilli. Kirkjuklukkum var hringt um allt Bretland er fregnir bárust um að Waite hefði verið látinn laus í Líbanon. Thomas Sutherland hafði verið lengur í haldi en nokkur annar gísl í Líbanon að undanskildum Terry Anderson, yfirmanni banda- rísku fréttastofunnar Associated Press í Miðausturlöndum. Suther- land var rænt í júní 1985 en Ander- son þremur mánuðum fyrr. Suther- land sagði að þeir Terry Waite hefðu séð Andersön rétt áður en þeir voru fluttir til Damaskus í gær. „Ilann er ekki lengur í hlekkj- um en lokaður í dimmri, loftlausri klefakompu og reynir að halda sönsum með því að yrkja ljóð,” sagði hann. Sutherland sagðist aldrei hafa lifað fangavistina af ef hann hefði ekki notið nærveru Waite nær allan tímann. í gærkvöldi stóð til að Waite færi til breskrar herstöðvar á Kýp- ur og þaðan áfram til Lyneham- herflugvallarins í Englandi og ráð- gert var að Sutherland færi með bandarískri herflugvél til Wiesbad- en í Þýskalandi. Stjórnvöld víða um heim létu í ljós ánægju með lausn gíslanna tveggja sem fengu frelsi í fram- haldi af samningaumleitunum Javiers Perez de Cuellars, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Sjá einnig bls. 22. Reuter Þjóðvarðliðar veijast til hinsta manns í Vukovar Yestur-Evrópusambandið hyggst rjúfa hafnbann á borgir Króatíu Zagreb, Bonn. Reuter. HARÐUR kjarni króatískra þjóðvarðliða sem varist hefur í borginni Vukovar í Króatíu varð ekki við áskorun foringja síns um að leggja niður vopn í gær og barðist við sveitir júgóslavneska sambandshers- ins í miðborg borgarinnar í gærkvöldi. Haldið var uppi skothríð með skriðdrekum og stórskotaliðsvopnum á vígi þjóðvarðliða og hét foringi sambandshersins að linna ekki kúlnahríðinni fyrr en gengið hefði verið milli bols og höfuðs á varðliðunum öllum. Ta/yug-frétta- stofan sagði fyrr um daginn að þjóðvarðliðar hefðu gefist upp í Vukovar kl. 14 að íslenskum tíma og verið teknir til fanga, en í gærkvöldi skýrði blaðamaður Reuíers-fréttastofunnar frá hörðum bardögum. Að hans sögn hefðu einungis 150 þjóðvarðliðar áf um 1.500 hefðu gefist upp. Júgóslavneski sambandsherinn hefur setið um borgina í 86 daga og haldið uppi linnulausum árásum á hana. Vukovar er að verulegu leyti rjúkandi rúst og yrði fall borgarinnar mesta áfall sjálfstæðishreyfingar Króata því borgin var orðin tákn- ræn fyrir hina hörðu mótspyrnu fámennra og léttvopnaðra sveita þjóðvarðliða gegn yfirburðaliði sambandshersins. Vestur-Evrópu- sambandið ákvað í gær að senda herskip til þess að rjúfa hafnbann sambandshersins á króatískar borgir til þess að neyðarhjálp komist til landsins. Að sögn króatíska útvarpsins hélt sambandsherinn uppi linnu- lausri stórskotaliðsárás á Vukovar frá því um hádegi á sunnudag. Ennfremur hefðu orrustuflugvélar varpað sprengjum og gert vélbyssu- skothríð á sjúkrahús þar sem 700 særðir menn hefðu notið aðhlynn- ingar. Sprengjuregnið hafði við- stöðulaust dunið á miðborginni í sólarhring er Mile Dedakovic, for- ingi þjóðvarðliða í borginni, skipaði mönnum sínum að leggja niður vopn og gaf merki um uppgjöf. Fulltrúar Alþjóða Rauða krossins og Evrópubandalagsins (EB) höfðu umsjón með uppgjöfinni. Utvarpið sagði einnig að sam- bandsherinn hefði gert árás að nýju á Osijek, Gospic, Zadar og Dubrovnik sem þjóðvarðliðar halda enn. Verulega hallaði undan fæti hjá þjóðvarðliðum um helgina því þeir töpuðu borginni Slunj, sem er Reuter Óbreyttír borgarar streymdu frá Vukovar í gær. Á myndinni geng- ur hluti þeirra frain hjá vopnum þjóðvarðliða sem urðu við áskor- un foringja sins um að gefast upp en harður kjarni hélt áfram bar- dögum við sambandsherinn. 130 km suður af Zagreb, einnig Saborsko og hluta borgarinnar Nij- emci, hernaðarlega mikilvægri borg nærri landamærum Serbíu. Hefur sambandsherinn nú um þriðjung landsvæðis Króatíu á sínu valdi. Stjórn Króatíu viðurkenndi á sunnu- dag að vonlaust væri að verja Vuk- ovar og skoraði á sambandsherinn að tryggja öryggi óbreyttra borg- ara. Vestræmr stjórnarerindrekar sögðu í gær að fall borgarinnar kynni að flýta fyrir viðræðum um pólitíska lausn deilunnar um fram- tíð Júgóslavíu. Bæði Serbar og Króatar hafa farið þess á leit við Sameinuðu þjóð- irnar (SÞ) að þær sendi friðargæsl- ulið til Júgóslavíu en stofnunin er andvíg að senda þangað sveitir fyrr en raunverulegt vopnahlé væri komið á._ Að sögn Tanjug var óbreyttum íbúum Vukovar leyft að yfirgefa borgina ef þeir kysu svo. Hefðu fljótt myndast langar raðir fólks á öllum götum út úr borginni. Serbn- eskir íbúar hefðu tekið stefnuna á næstu brýr yfir Dóná til þess að komast til Serbíu en króatískir borgarar hefðu lagt upp til svæða sem énn væru á haldi þjóðvarðliða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.