Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991
í»essir hringdu . .
Skólataska tapast
Skólataska var tekinn úr stræt-
óskýli við Kringlumýrabraut,
beint á móti Verslunarskólanum,
fimmtudaginn 14. nóv. Taskan er
eðlilega full af skólabókum og
hvarf hennar kemur sér illa fyrir
eigandann. Þeir sem einhverjar
upplýsingar hafa um skólatösk-
una vinsamlegast hafi samband
við Bjarka í síma 50755.
íþróttaefni í sjónvarpinu
Flugliði hringdi og vildi kvarta
yfir því að íþróttaefni tröllriði öllu
í sjónvarpinu. Það gæti bara ekki
gengið lengur, sérstaklega ekki
þegar það hefði komið í ljós að
samkvæmt skoðanakönnun hefðu
íþróttirnar minnst áhorf. Hann
sagðist ekki vera á móti íþróttum
og vissulega væru þær hollar
ungu fólki en hann var á móti því
að þær fengju alltaf besta sýningr
artímann í sjónvarpinu. Unga
fólkið ætti mun auðveldara með
að vaka lengur en það eldra. Hon-
um fannst það t.d. mjög bagalegt
að þáttur eins og Þingsjá væri
alltaf seint á kvöldin og vildi
gjarnan að hann væri fyrr á dag-
skrá.
Murry-hjól tapast
Svart og grátt Murry-hjól,
fimmtán gíra, tapaðist frá Austur-
garðl aðfaranótt sunnudagsins 3.
nóv. Þeir sem vita um hjólið eru
beðnir að hringja í síma 31352.
Fundarlaun í boði.
Handboltahöllin
Maður hringdi og vildi koma
hugmynd á framfæri í handbolta-
hallarmálinu. Hann lagði til að
byggðar væru tvær 1.500 manna
stúkur hvora við sinn enda Laug-
ardalshallarinnar. Það er að höllin
yrði lengd með viðbyggingum til
beggja enda. Þar með ætti höllin
að geta nýst betur í framtíðinni
og meira gólfpláss yrði fyrir
ráðstefnur.
Silfurnæla tapaðist
Silfurnæla tapaðist þriðjudag-
inn 12. nóv. annaðhvort inni eða
fyrir utan Glæsibæ eða á leik-
svæðinu milli Frostafoldar og
Jöklafoldar. Ef einhver hefur rek-
ist á næluna er hann beðinn að
hringja í Hólmfríði í síma 675008.
Ulpa tekin á Hótel Islandi
Hermannagræn úlpa og hvítur
stór Benetton-trefill voru tekin á
dansleik fyrir norrænt dagsverk
sem haldinn var á Hótel Islandi
24. okt. Ulpan var alveg ný og
tjónið því bagalegt fyrir eigand-
ann. Sá sem veit um úlpuna og
trefílinn er vinsamlegast beðinn
að skila því á Hótel Island.
Slæm þjónusta
Eiríkur Ingibergsson, Löngu-
hlíð 13, sagði sínar farir ekki slétt-
ar af viðskiptum sínum við Gler-
virki sf. Hann hafði pantað rúðu
til ísetningar en fyrirtækið margt-
rassaði að koma og setja hana í.
Tveir til þrír mánuðir liðu þar til
rúðan var komin. Þegar til kom
reyndist verðið hafa tvöfaldast frá
því sem var sagt í upphafi. Það
er 10.000 kr í stað 5.000.
Ekkert að fela aldurinn
Kona hringdi og sagðist vera
hissa á þessum skrifum kvenn-
anna sem kvörtuðu yfir kenni-
tölunni. Hún sagðist ekki vera
neitt unglamb lengur og henni
væri alveg sama um það. Það
væri bara eðlilegt að fólk eltist
og það ætti ekkert að vera fela
það.
Fann úr
Kona hringdi og sagðist hafa
fundið kvenúr á Hreyfilsplaninu
19. okt. Sú sem kannast við úrið
getur hringt í síma 75953.
Kasmírullarkápa töpuð
Dökkblá kasmírullarkápa var
tekin í misgripum á ostakvöldi hjá
Alliance Francais laugardags-
kvöldið 9.11. í Sportklúbbnum. í
vasa kápunnar var litrík silki-
slæða og dökkbrúnir leðurhansk-
ar. Sá sem veit eitthvað um káp-
una vinsamlegast hringið í Jó-
hönnu í síma 50008 eða í
vs.623333.
„Carpe díem”
í Velvakanda 14. nóvember er
grein eftir Einar Austdal þar sem
hann gagnrýnir fyrirsögnina
„Gríptu daginn” í auglýsingu frá
Seðlabanka íslands og Þjónustum-
iðstöð ríkisverðbréfa. Einar segir
höfund auglýsingarinnar (sem hann
kallar „snilling”) hafa fengið hug-
myndina að fyrirsögninni „lánaða
frá breskri eða bandarískri auglýs-
ingastofu”, eins og hann orðar það,
og „hugkvæmst að þýða enska orð-
takið „seize the day”.
Hvort tveggja er alrangt. í fyrsta
lagi hefur höfundur auglýsingarinn-
ar aldrei séð breska eða bandaríska
auglýsingu með þessari fyrirsögn,
allavega ekki í þessu lífi. I öðru
lagi er fyrirsögnin ekki þýðing á
orðunum „seize the day”, heldur á
latnesku orðunum „carpe díem”,
sem þýða „gríptu daginn”. Þessi
kæri Austdal
latnesku orð eru úr kvæði eftir
Hóras í bókinni Odes (Óður), en í
kvæðum hns er m.a. boðuð líf-
snautnarstefna, sem einkennist af
skynsemi og hófsemi. Það er því
vel við hæfi að nota orð þessa merka
skálds í auglýsingu um sparnað og
algjör óþarfi að blanda enskunni inn
í þetta.
Það er alltaf gleðilegt þegar tek-
ið er eftir auglýsingum, sem maður
hefur gert, og sjálfur er ég mjög
hlynntur uppbyggilegri gagnrýni á
auglýsingar. En að þessu sinni á
hún ekki við rök að styðjast. Það
eina sem Eifiar Austdal gæti gagn-
rýnt í þessari auglýsingu er að orð-
in í fyrirsögninni séu fengin að láni
úr því fallga máli sem latínan er.
Með kærri kveðju,
„Snillingur”
Aðstoðið
blaðberanna
Veturinn hefur komið óvenjus-
nemma til okkar í ár með tilheyr-
andi snjókomu og hálku. Það getur
oft verið erfitt að fóta sig í misgóð-
um, glerhálum tröppum í kolniða-
myrkri. Það er því einlæg ósk blað-
bera að fólk taki sig nú til og moki
og hreinsi tröppur sínar svo að blað-
berarnir þurfi ekki að hætta limum
sínum á hveijum morgni. Víða eru
nefnilega ekki einu sinni handrið
við tröppur.
i;
>
HOGNI HREKKVISI
Víkveiji
Umræður í Þýzkalandi um starf-
semi austur-þýzku leyniþjón-
ustunnar Stasi hafa orðið til þess
að beina athyglinni á ný að þeim
hópi íslendinga, sem var við nám í
Austur-Þýzkalandi fyrir rúmum
þremur áratugum. Ástæðan er sú,
að þeir hafa blandazt inn í umræð-
ur um þessi málefni í þýzkum blöð-
um.
Af þessu tilefni er rétt að minna
á, að íslenzku námsmennirnir, sem
þangað fóru fengu aðgang að skól-
um í Þýzkalandi fyrir milligöngu
Sósíalistaflokksins hér; sem var eins
konar umboðsaðili á Islandi og sá
um að útvega íslendingum náms-
vist austur þar.
Þessar umræður hafa einnig orð-
ið til þess að vekja á ný athygli á
hinum svonefndu leyniskýrslum
SÍA. Ekki er vrð því að búast, að
yngra fólk viti við hvað er átt og
þess vegna ekki úr vegi að rifja upp
forsögu þeirra.
xxx
skrífar
Leyniskýrslur SÍA eða Sósíal-
istafélags íslendinga Austan-
tjalds hafa að geyma skýrslur,
greinargerðir og bréfaskriftir, sem
fóru fram á milli íslenzkra náms-
manna í sósíalískum ríkjum Austur-
Evrópu og raunar Kína einnig.
Morgunblaðið birti þessar skýrslur
veturinn og vorið, 1962. Aldrei hef-
ur verið upplýst, hvernig blaðið
komst yfir þessar skýrslur. Þeir,
sem höfðu veg og vanda af frá-
gangi þeirra í blaðið voru hins veg-
ar Eyjólfur Konráð Jónsson, þáver-
andi ritstjóri blaðsins og núverandi
alþingismaður og formaður utan-
ríkismálanefndar Alþingis og Hörð-
ur Einarsson, núverandi fram-
kvæmdastjóri DV, sem á þeim tíma
var blaðamaður við Morgunblaðið.
El’tir að skýrslur þessar birtust
í Morgunblaðinu var frá þeim geng-
ið til útgáfu í sérstakri bók og var
sú útgáfa á vegum Heimdallar, fé-
lags ungra Sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Félagið gaf þessar
skýrslur út á ný í rauðri bók árið
1984. Birting þessara skýrslna
vakti gífurlega athygli á sínum
tíma.
xxx
Sl. föstudagskvöld komu þrír fé-
lagsmenn SÍ A fram í sjónvarpi
og töluðu um löngu liðna daga.
Athyglisvert var, að þeir virtust
allir hafa haft upplýsingar um starf-
semi leyniþjónustu Austur-Þýzka-
lands á meðan þeir voru við nám.
Það kom þó ekki í veg fyrir, að
tveir þeirra a.m.k. héldu áfram
námi ásamt fjölda annarra íslenzkra
námsmanna. Það kom heldur ekki
í veg fyrir, að flestir þeirra héldu
áfram baráttu fyrir því að koma á
sósíalisma á íslandi, þegar heim var
komið.
Líklega er öll sagan ekki sögð
um veru þessa hóps í Austur-Þýzka-
landi og verður fróðlegt að sjá,
hvort frekari upplýsingar eiga eftir
að koma fram um þettatímabil, sem
varða SÍA-félaga.