Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 Ágúst Helgi Markús- son - Minning Fæddur 27. október 1972 Dáinn 2. nóvember 1991 Kær vinur minn, Ágúst Helgi, lést af slysförum 2. nóvember. Mig langar að minnast hans með nokkr- um orðum. Ágúst var sonur hjón- anna Önnu Björgmundsdóttur, sjúkraliða, og Markúsar Guðmunds- sonar, stýrimanns, og eiga þau hjón tvö önnur börn, Guðmund og Kat- rínu Dröfn. Kynni mín af þessari góðu fjöl- skyldu hófust árið 1976, er þau fluttu til Bolungarvíkur. Hafði ég ásamt fjöiskyldu minni flutt þangað sama árið. Ágúst var þá ijögurra ára gamall. Var ég nágranni Önnu, Markúsar og barnanna þau ár sem ég bjó í Bolungarvík, og er á engan hallað þó ég segi að þau hafi átt stóran þátt í að ég hugsa alltaf hlýtt til þess tíma. Það er margs að minnast frá þessum tíma og aðalleiksvæði barn- anna í hverfinu var á lóðinni hjá Markúsi og Önnu. Bræðurnir Ágúst og Guðmundur höfðu dætur mínar undir sínum verndarvæng ásamt Katrínu, systur þeirra. Ég kynntist Ágúst vel á þessum árum, við fórum t.d. saman á skíði og er mér sérstak- lega minnisstæð fyrsta ferðin mín ásamt Ágúst í skíðalyftu Bolvík- inga, ekki var nú hátt á okkur risið þá. Ágúst var einlægur og myndar- legur drengur sem ánægjulegt var að fylgjast með er hann var að vaxa úr grasi. Ég vil að leiðarlokum þakka Ágúst samfylgdina og sendi innileg- ar samúðarkveðjur fjölskyldu minnar, til Önnu, Markúsar, Guð- mundar, Katrínar, afa og ömmu Ágústs og frændfólks hans. Megi minning um góðan dreng lengi lifa í hjörtum okkar. Bergþóra Annasdóttir Það er erfítt að setjast niður og ætla sér að skrifa kveðjuorð um látinn bekkjarbróður og félaga, þegar maður er bara nítján ára. Ekkert okkar úr þessum stóra, sér- staka hópi hefur nokkurn tímann hugsað svo langt að við ættum eft- ir að horfa á bak einhvers félaga okkar svona fljótt. Svona alltof allt- of fljótt. Endalausar spumingar vakna hjá okkur, þegar mikilvægur hlekkur úr þeirri sterku keðju sem við höfum sett sáman í gegn um árin, er tekinn og eftir verður tóma- rúm. Við erum rétt farin að takast á við lífið, þekkjum það svo lítið og þekkjum ennþá minna dauðann. Maður bara spyr og spyr en finnur engin svör né tilganga. I dag kveðjum við í síðasta sinn bekkjarbróður okkar, Ágúst Helga Markússon. „Við grátum vegna þess sem var gleði okkar,” segir í Spámanninum. Sannleiksgildi þess- ara orða sannast þegar maður hugsar um Ágúst. Hann var svo sérstakur. Þegar einhver deyr fer maður ósjálfrátt að' rifja upp minn- ingar. Þær minningar sem koma upp í huga manns um Ágúst eru einhvern veginn allt minningar sem fá mann til að brosa í gegn um tárin. Ágúst hafði nefnilega þessa barnslegu einlægni sem svo marga skortir, hann var glaðvær og hlátur- mildur og þegar maður talaði við hann þá sá maður þá miklu innri fegurð sem hann hafði að geyma. Ágúst var umfram allt góður strák- ur sem öllum þótti vænt um. Einn af hans skemmtilegu eiginleikum var sá að hann var svo oft utan við sig. Okkur er minnisstæður einn vetrarmorgunn þegar við vorum í níunda bekk. Þá voru allir mættir í skólann nema Ágúst sem hafði sofið yfir sig. En ioks kom hann, ijóður í framan af hlaupum og með sokkana langt fram fyrir fæturna, gekk sínu rólega og skemmtilega, vaggandi göngutagi inn og settist í sætið sitt og saug upp í nefið. Stuttu seinna stóð hann aftur upp og ætlaði bara að ganga út aftur. Þegar hann var spurður hvert hann ætlaði að fara, saug hann aftur upp í nefið og svaraði: „Æi, ég verð að fara aftur heim, ég gleymdi skóla- töskunni heima.” Við hin hristum bara höfuðið og brostum. Hann elsku Ágúst var nú bara elsku Ágúst. Það er svo sárt að horfast í augu við þá staðreynd að aldrei fáum við að sjá þennan elskulega vin okkar aftur. Söknuðurinn er mikill. Við þökkum Ágúst fyrir yndislegar samverustundir og hlýjum okkur á þessari kuldalegu stundu með þeirri birtu og þeim yl sem hann gaf okk- ur. Elsku Anna og Markús, Gummi og Katrín. Guð blessi ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Bekkjarsystkin úr Grunn- skóla Bolungarvíkur. 2. nóvember var hrikalegur dag- ur í lífi mínu. Ég var vakinn upp við það, að það hefði orðið slys í Óshlíðinni og tveir menn farist, þeir Ágúst Helgi og Bernódus Öm Finnbogason. Ágúst! Besti vinur minn er dáinn! Mér leið hræðilega illa og vildi ekki trúa þessu, vegna þess að við vomm að skemmta okkur saman kvöldið áður. Þá töluð- um við um framtíðina og allt það skemmtilega sem biði okkar saman, en nú er hann farinn. Þegar ég rifja upp stundir okkar saman er margt sem kemur í hug- ann. Við vorum saman í skóla, en vináttan byijaði fyrir alvöru þegar við voram 12 ára. Þá brölluðum við margt. Við byijuðum á reiðhjólavið- gerðum en síðan tóku vélhjólin við, það tók kannski 4 daga að gera við hjólið. En það lýsir Ágúst vel að ef ekkert gekk að ná ró af strax þá var bara ná í slípirokk og róin slípuð í sundur, þó að eftirleikurinn yrði í raun erfiðari. En oft var í mesta lagi einn dagur sem var hægt að keyra hjólið og það bilaði á ný, en þá sagði Ágúst: „Þetta er allt í lagi, við gerum bara við aft- ur.” Við vorum í þessu þar til við fengum próf, þá fórum við í bíla- sport inni á sandi, mótorkross uppi í ijöllum og gúmítuðru sem var farið á um allan sjó og gekk þetta allt í því sama. Ágúst var skapgóður, hægur að eðlisfari en ákveðinn í verkum. Það var mjög gott að heimsækja Ágúst og hans fjölskyldu, maður var alltaf velkominn. Anna, mamma hans, sagði stundum að hún gæti haft það gott ef hún seldi aðgang að kjallaranum, því vinirnir voru marg- ir, bæði vinir Ágústs og Gumma, bróður hans. En alltaf vorum við velkomnir. Ágúst hafði mikinn áhuga á vél- um og ákvað að fara í Vélskólann á ísafirði haustið 1990 og ég fylgdi að sjálfsögðu á eftir. Fyrir próf „lærðum” við saman og endaði það oft með litlum lærdómi, en einkan- irnar voru engu að síður góðar. Hann var gefinn fyrir skemmtana- lífið eins og ungir menn eiga að vera og heyrði það til undantekn- inga ef við slepptum góðum böllum. Síðasta sumar var hann á sjó og fékk gott orð fýrir dugnað og hörku. í haust fór hann í Vélskóla Islands í Reykjavík. Þá var haft samband a.m.k. einu sinni í viku, skrafað og skeggrætt um atburði síðustu viku, og hvað ætti að gera um helgina. Þessa örlagaríku helgarferð kom hann heim m.a. til að fara í af- mæli vinar okkar, en það varð ekk- ert úr þeirri gleði. Ég vil þakka Ágúst fyrir allt og kveð hann í hinsta sinn. Elsku Anna, Markús, Gummi, Katrín og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð og vona að tíminn lækni þetta stóra sár. . Einnig votta ég fjölskyldu Bernódusar Finnbogasonar samúð mína og bið Guða að blessa ykkur öll. Elías Kristjánsson Okkur langar til að minnast Ágústs frænda, eins og við kölluð- um hann, með nokkrum orðum. Nú í haust hóf hann nám við Vélskóla íslands í Reykjavík, og urðu því samverustundirnar fleiri en undanfarin ár. Þegar hann kom til okkar var mikið spjallað og hleg- ið. Hann var alltaf jafn hress og kátur. Við minnumst þess hve fljótur hann var að ná til barnanna okkar, hann sat með þau á hnjánum og talaði við þau. Það er erfitt að út- skýra fyrir litlu barni af hveiju Ágúst frændi kemur ekki oftar í heimsókn. Við munum alltaf minnast Ág- ústs með sitt ljúfa bros á vör. Mavgs er að minnast, margt er hér að þakka. guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður' Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Eyjólfur, Berglind og börn. Sá hörmulegi atburður varð að morgni 2. nóvember sl. að Ágúst frændi okkar fórst ásamt félaga sínum, Bernótus Finnbogasyni, þegar bíil sem þeir vora í fór út af veginum á Óshlíðarvegi. Ágúst fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð og átti þar heima til 4 ára aldurs en þá flutti hann með foreldram sínum, þeim Markúsi Guðmundssyni og Önnu Björg- mundsdóttur, til Boiungarvíkur og óist þar upp ásamt systkinum sín- um, Guðmundi Jóni og Katrínu Dröfn. Þegar ungt fólk í blóma lífsins er hrifsað burt með þessum hætti stöndum við eftir sem lömuð, skynj- um betur en nokkru sinni hætturn- ar sem leynast í vestfirsku fjöllun- um, í hafinu og þeim miklu veðra- brigðum sem hér verða, skynjum þau reginöfl sem kynslóðirnar hafa þurft að glíma við í byggðum okk- ar, þá magnþrungnu náttúru sem hefur mótað Vestfirðinga með öll- um þeim fórnum sem þurft hefur að færa. Á þetta höfum við verið rækilega minnt síðustu vikurnar. Við minnumst Ágústar frænda okkar í heimsókn í sveitinni okkar, lítinn ljóshærðan dreng sem svo ungur söng svo fallega og blístraði að unun var á að hlusta, við munum hann aðeins stærri í fyrirstöðu á gangnadag, þá vill tíminn oft verða lengi að líða hjá fyrirstöðufóiki, en ekki honum, þá vora margir stein- arnir sem fengu flugferð niður hlið- ina þann daginn og öðrum var hlað- ið í skjólvegg. Við munum hann enn stærri, ljós- hærðan ungling i göngum með frændfólkinu hér á Kirkjubóli harð- skeyttan og ósérhlífinn. Við munum grallarann Ágúst sem alltaf vildi hafa fjör í kring um sig og var dáður af yngri frændum sínum hér á bæ. Það er sárt að sakna, það er gjaldið sem greiða þarf fyrir að missa þann sem manni finnst vænt um, eftir lifir minningin um góðan dreng sem voru allir vegir færir, hún mun lifa í hugum okkar sem þótti vænt um hann og virtum hann mikils. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaður á aft- ur hug þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, senfvar gleði þín.” (Spámaðurinn.) Fjölskyldan Kirkjubóli, Valþjófsdal. Á öldum ljósvakans berast váieg tíðindi. Enn eitt slysið, tveir ungir menn fallnir í valinn, en sá þriðji bjargast með undursamlegum hætti. Ágúst Helgj Markússon hóf nám við Vélskóla íslnds á liðnu hausti og féll vel inn í hinn stóra hóp ungra og glaðværra námsmanna, sem munu sakna vinar i stað. Þyngst er þó sorg og söknuður þeirra sem næst standa en vonandi gefst ein- hver huggun í sálmi Vald. Briem: Þú, Guð sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með styrkri hendi þinni. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi þar mig í þinni gæslu geym ó Guð minn allsvaldandi. Kveðja frá starfsfólki Vélskóla íslands Við undirritaðir, íbúar á heima- vist sjómannaskólans, minnumst í dag félaga okkar sem við höfðum aðeins þekkt í stuttan tíma. Ágúst Helgi hóf, ásamt nokkrum okkar, nám í Vélskóla íslands í haustbyrj- un, en þó kynnin við þennan frá- bæra félaga væra stutt, finnst okk- ur nú skarð fyrir skildi er hann hefur horfíð á vit feðra sinna. Svona ungur! Og af hveiju? spyijum við sjálfa okkur. En þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. Við gleymum aldrei mánudegin- um þegar við mættum í skólann og okkur var tilkynnt að Gústi væri dáinn. Við munum heldur aldrei gleyma honum þó kynnin væra stutt. Gústi var einstaklega hjáip- legur þeim sem hann gat eitthvað gert fyrir hér á vistinni. Hanii var alltaf til í allt og því er mjög sárt að missa hann, nú þegar við höfðum rétt haft tíma til að kynnast því, hvern mann hann hafði að geyma. Hann ætlaði sér að Ijúka 2. stigi vélstjóranáms í vor og vinna við vélstjórn næsta sumar. Við þökkum fyrir stutt en frá- bærlega góð kynni við Ágúst Helga. Við sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur á þess- ari sorgarstund og biðjum guð að styrkja hana í óbætanlegum harmi. Fyrir hönd vistarbúa: Skúli Tómas Hjartarson, Steingrímur Steingríms- son, Brynjar Pétursson, Óðinn Jónasson, Birgir Hermannsson. TILKYNNINGAR Til sölu er öll jörðin Höfði, Vailarhreppi, Suður-Múla- sýslu eða hlutar hennar, ef viðunandi tilboð fást. Jörðin er ca 5 km sunnan við Egils- staði. Stærð um 800 hektarar, rúmlega 500 hektarar af landi jarðarinnar neðan 200 metra hæðarlínu yfir sjó. í tilboðum skal tek- ið fram um greiðslufyrirkomulag og fyrirhug- aða starfsemi eða nýtingu á landinu. Skriflegum tilboðum skal skilað til oddvita Vallarhrepps fyrir 1. desember 1991. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fyrir hönd hreppsnefndar Vallarhrepps. Guðmundur Nikulásson, oddviti, 97-11880. ÁRBÆJARSAFN Viðgerð á safnhúsi í Árbæjarsaf ni Árbæjarsafn auglýsir eftir gömlum stigum vegna viðgerðar á gömlu húsi í Árbæjar- safni. Æskilegt að handrið fylgi. Einnig er auglýst eftir postulíntenglum og -rofum, hurðarhúnum, lömum og húsbúnaði, s.s. gluggatjöldum, munum, myndum og hús- gögnum. Upplýsingar veittar á Árbæjarsafni í síma 814412 á skrifstofutíma. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Læknar Munið félgsfundinn um samvinnu - samruna sjúkrahúsa í Dómus Medica miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20.30. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur. Aðalfundur Golfklúbbs Kópavogs verður haldinn í Fé- iagsheimili Kópavogs, 2. hæð, mánudaginn 25. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.