Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991
47
Landsfundur Kvennalistans:
Niðurskurður kemur verst við
bamafjölskyldur og aldraða
Frá landsfundi Kvennalistans. Morgunbiaðið/Ámi Sæborg
LANDSFUNDUR Kvennalistans
var haldinn á Seltjarnarnesi um
helgina. I ályktunum fundarins er
boðuðum niðurskurdi ríkisstjórn-
arinnar í velferðarkerfinu mót-
mælt harðlega og sagt að hann
komi mun harðar niður á konum
en körlum. Einnig var hærri lyfja-
kostnaði, þjónustugjöldum og
skóiagjöldum harðlega mótmælt
og sagt að slíkar aðgerðir kæmu
verst niður á barnafjölskyldum,
öldruðum og fötluðum en áætlað
sé að þessi kostnaður nemi að
meðaltali um 18.000 kr. árlega á
hverja fjögurra manna fjölskyldu.
Auk ofantalinna atriða lögðu
kvennalistakonur meðal annars
áherslu á eftirtalin atriði í ályktunum
landsfundarins:
• Stefna ríkisstjórnarinnar mun
hafa í för með sér verulega kaup-
máttarskerðingu á næsta ári og þá
einkum fyrir konur og aðra tekjulága
hópa sem fá laun samkvæmt um-
sömdum töxtum og hafa engin tök
á einstaklingsbundnum samningum.
•í stað einkavæðingar þarf að
draga úr miðstýringu í velferðarkerf-
inu og auka sveigjanleika þess og
sjálfstæði rekstrareininga, til dæmis
í skóla- og dagvistarmálum og hvers
kyns heilsugæslu.
• Réttlát tekjutenging sem byggist
á því að flytja fjármuni frá hinum
tekjuhæstu til hinna tekjulægstu, er
nauðsynleg og hlýtur að koma kon-
um til góða. Grundvallarkrafa
kvenna er, að þær geti lifað af laun-
um sínum og sé þar með gert kleift
að vera ijárhagslega sjálfstæðir ein-
staklingar.
• Miðstýringaráform rj'kisstjórnar-
innar í heilbrigðismálum felast meðal
annars í því að leggja niður eða
Mikilvægt að
veiðiheimild-
ir tengist
byggðum
segir Kristín Ást-
geirsdóttir al-
þingismaður
KRISTÍN Ástgeirsdóttir alþingis-
maður hélt ræðu á landsfundi
Kvennalistans þar sem kom fram
að hún telur stjórnvöld heltekin
af markaðstrú sem felist í því að
inarkaðurinn eigi að leysa allan
vanda. Slík trú minnti helst á sjón-
armið sem ríktu á þriðja áratugi
þessarar aldar um að ríkið ætti
að gera sem allra minnst. Miðað
við aðstæður í þjóðfélaginu nú
væri hins vegar óhjákvæmilegt að
efna til opinberra framkvæmda
til að sporna við atvinnuleysi og
gera þyrfti víðtæka áætlun um
atvinnusköpun sem tæki ekki síst
mið af stöðu kvenna á landsbyggð-
inni.
Á landsfundinum voru ekki sam-
þykktar ályktanir um sjávarútvegs-
og landbúnaðarmál og var Kristín
spurð hveiju það sætti. „Ekki er
langt síðan Kvennalistinn mótaði
heildstæða stefnu í þessum mála-
flokkum og var ákveðið að láta það
nægja auk þess sem komið var inn
á þessi mál á fundinum í ræðum eða
ályktunum um önnur mál. Kvenna-
listinn vill endurskoða fiskveiðistefn-
una þannig að veiðiheimildir tengist
byggðum en þó með þeim sveigjan-
leika að rekstur fiskvinnslunnar verði
sem hagkvæmastur. Um landbúnað-
inn er það að segja að þar verður
ekki miklu hægt að breyta á næstu
árum því að hann er rígnegldur nið-
ur í lög og samninga. Landbúnaðar-
og sjávarútvegsmál skipta svo miklu
máli fyrir alla landsmenn að þau
verður að endurskoða með jöfnu
millibili og á ég von á því að innan
skamms muni kvennalistakonur
fialla ýtarlega um þessi mál,” sagði
Kristín Ástgeirsdóttir.
breyta vel reknum sjúkrastofnunum
með lág daggjöld og sameina þær
öðrum með margfalt hærri daggjöld.
Slík vinnubrögð bera ekki vott um
hagsýni, spamaður verður enginn en
þjónusta við sjúklinga versnar.
• Nauðsynlegt er að þjóðin fái tæki-
færi til að láta álit sitt á EES-samn-
ingnum í ljós í almennri atkvæða-
greiðslu að undangenginni víðtækrar
fræðslu á því sem í honum felst.
• Sú staðreynd að konum fjölgar á
höfuðborgarsvæðinu en fækkar á
landsbyggðinni kallar á tafarlausar
aðgerðir í atvinnumálum. Styðja þarf
við atvinnuuppbyggingu í dreifbýli
og taka þá sérstaklega mið af at-
vinnuþörf kvenna.
• Hugmyndir um stórfelldan niður-
skurð á Lánasjóði íslenskra náms-
manna þýða stórauknar byrðar á
herðar þeirra sem leggja út í lang-
skólanám og koma harðast niður á
konum og nemendum á landsbyggð-
inni.
Eirihugur ríkti á fundinum um
efni ályktananna og voru flestar
þeirra samþykktar með lófataki. Sér-,
stök ályktun var samþykkt um mál-
efni Fæðingarheimilis Reykjavíkur
þar sem því var mótmælt að.ríkisspít-
alar tækju að sér starfsemina. Við
afgreiðslu ályktunarinnar kom ein
kvennanna með þá spurningu hvort
útboð á starfsemi heimilisins kæmi
til greina en sú hugmynd átti greini-
lega litlu fylgi að fagna hjá öðrum
fundarmönnum og var ekki rædd
frekar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir al-
þingismaður flutti ræðu um velferð-
arkerfið og gerði að umtalsefni þann
hag sem atvinnurekendur hefðu af
því en þeir væru vanir að tala um
kerfið eins og botnlausa hít sem þjón-
aði einungis fjölskyldum landsins.
Kerfið hefði hins vegar þjónað at-
vinnurekendum vel og dyggilega og
sparað þeim ýmsan kostnað. Einnig
gerði velferðarkerfið það að verkum
að hægt væri að stýra framboði og
eftirspurn á vinnumarkaði, ýmist
með því að bæta þjónustuna eða
draga úr henni.
Ingibjörg Sólrún leiddi að því rök
að skerðing á þjónustu velferðarkerf-
isins hefði mun meiri áhrif á líf og
stöðu kvenna en karla. Mörg þeirra
verkefna sem kerfið sinnti nú hefðu
áður verið unnin af konum inni á
heimilunum. Með skerðingu á þjón-
ustu í kerfínu væri aukinni byrði
velt yfír á fjölskyldur landsins og
vinnubyrði kvenna aukin. Þrátt fyrir
að konur væni mun háðari velferðar-
kerfínu en karlar væri ójöfn staða
kynjanna innbyggð í kerfíð. Mætti
þar nefna að karlar fengju yfírleitt
hærri bætur af sökum líkamstjóns
en konur vegna þess að álitið væri
að þeir hefðu meiri tekjumöguleika.
Þær breytingar sem gera þyrfti á
velferðarkerfínu ættu því ekki að
miða að því að draga úr þjónustu
þess heldur stuðla að aukinni tekju-
jöfnun og laga það betur að veru-
leika kvenna. Þeir sem við lökust
kjör byggju væru yfírleitt gamlar
konur og einstæðar mæður og væri
slíkt ef til vill órækasti vitnisburður-
inn um það að velferðarkerfið hefði
brugðist konum.
■ ÖKUKENNARAFÉLAG ís-
lands var stofnað 22. nóvember
1946 og fagnar því 45 ára afmæli
innan tíðar. Dagsins hyggst félagið
minnast með því m.a. að gangast
fyrir opnum fundi um umferðar-
mál, stöðu og framtíðarmótun öku-
kennslu hér á landi á afmælisdaginn
sjálfan, 22. nóvember. Á fundinum
verður einnig sagt frá Norrænum
umferðaröryggisdögum og kynnt í
máli og myndum kennsla á æfinga-
svæðum. Meðal málshefjenda eru
Guðmundur Ágústsson form.
Umferðarráðs, Haukur Ingibergs-
son frá Hagsýslustofnun, Sigurður
Helgason upplýsingafulltrúi Um-
ferðarráðs og fleiri. Að loknu málL.
framsögumanna verða pallborðff'
umræður og gefst fundargestum
tækifæri til að bera fram spuming-
ar. Fundurinn verður haldinn í
Skipholti B3 í Reykjavík (áður
húsi Tónabíós) og hefst kl. 13.30
og fundarlok verða kl. 17.00. Fund-
urinn er öllu áhugafólki opinn.
Hlutafélagið Ríkisskip?
Undirbúningsfundur vegna fyrirhugaðrar
stofnunar hlutafélags er kaupi
Skipaútgerð ríkisins verður haldinn í
Skála að Hótel Sögu
miðvikudaginn 20. nóvember
kl. 18:00.
Á fundinum verður kosin undirbúningsstjóm
er síðar boðar til formlegs stofnfundar hlutafélagsins.
RÆÐUMENN VERÐA:
Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður____
Hjörtur Emilsson, aðstoðarforstjóri Rfleisskipa
Eirfkur Greipsson, framleiðslustj. Hjálms á Flateyri
Jón Kristjánsson, alþingismaður___
Síðan verða frjálsar umræður.
Guðmundur Einarsson forstjóri Ríkisskipa
mun svara fyrirspurnum.
FUNDARSTJÓRI: Ellert B. Schram.
Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa á rekstri útgerðarinnar.
Starfsmannafélag Ríkisskipa
1IANN MN
FJÖLSKVLÐA?
Heildarvinningsupphæðin þessa viku:
145.313.768 kr.
46. leikvlka -16. nóvember 1991
Röðin : 121-11X-1X1-11X1
13 réttir:
12 réttir:
11 réttir:
10 réttir:
579 raðir á
19.816 raðirá
152.944 raðir á
762.610 raðirá
67.760 - kr.
1.240- kr.
0-kr.
0-kr.
Þar sem vinningsupphæöin fyrir 10 og 11 rétta leiki var undir
lágmarki - færist rúm 81 milljón á 1. vinning næstu viku. Gera
má ráö fyrir aö heildarvinningsupphæöin veröi nálægt 250
milljónum og þar af veröi 1. vinningur nálægt 130 milljónum
—tyrirþig og þina fjoiskyldu!
STOLPI
FJARHAGSBOKHALD
Námskeið þetta er ætlað byrjendum. Kennd verða undirstöðu-
atriði tölvubókhalds, merking skjala, færsla, afstemmingar og
útskriftir.
TÍMI: 21. nóvember og 11. desember.
FJÁRHAGS-, VIÐSKIPTAMANNA-,
SÖLU- OG BIRGÐABÓKHALD
Námskeið þetta er ætlað þeim, sem hafa undirstöðuþekkingu
í þókhaldi. Farið verður í notkun einstakra kerfa og áhersla
lögð á að kenna þátttakendum skipulögð vinnuþrögð. Kjörið
til að fá yfirsýn yfir hin fjölþættu STÓLPA kerfi.
TÍMI: 20. nóvemþer og 4. desemþer.
LAUNAKERFI
Námskeið þetta er ætlað öllum þeim, sem annast launaútreikn-
ing. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.
TÍMI: 27. nóvember og 18. desember.
NÝTT - BYRJENDANÁMSKEIÐ - NÝTT
Hentar fyrir alia þá, sem eru að byrja vinnu við tölvur, og eins
þá, er óska að læra meira um tölvurnar sjálfar. Farið er í undir-
stöðuatriði tölvuvinnslu, MS-DOS og kennd dagleg umgengni
við tölvur. Áhersla er lögð á að kynna hinn mismunandi hug-
búnað sem völ er á, s.s. ritvinnslur og töflureikna. Notkun
Windows kennd.
TÍMI: 28. nóvember og 10. desember.
Hvert námskeið tekur einn dag og stendur frá kl. 9.00-17.00.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku tímanlega í síma 688055.
Hjá okkur er einnig stöðug kennsla á öll þau tölvukerfi, sem
þörf er á í nútíma atvinnurekstri, s.s. fyrir titboðsgerð, verk-
bókhald, framleiðslukerfi, bifreiðakerfi og innflutningskerfi.
KERFISÞRÓUN HF.
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
Símar: 68 80 55 - 68 74 66