Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ VTÐSKIITIMVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 31 Verslun Eigenda skipti hjá Herraríki NÝLEGA urðu eigendaskipti á versluninni Herraríki við Snorra- braut. Nýir eigendur eru Júlíus Mar: teinsson og Thelma Másdóttir. í tilkynningu frá hinum nýju eigend- um segir að verslunin verði áfram rekin undir nafni Herraríkis og sem fyrr verði boðið upp á góðan og vandaðan herrafatnað. Þjónusta Viðgerðir allan sólarhringinn ■ . . r' - RAFTÆKJAÞJONUSTA Hauks og Olafs hefur komið á fót sér- stakri neyðarþjónustu fyrir raf- magnsviðgerðir í heimahúsum og fyrirtækjum á höfuðborgar- svæðinu. Þessi þjónusta er í boði allan sólarhnnginn og tekur til allra bil- ana. Ef um stærri bilanir er að ræða mun þó fara fram bráða- liivfrðaviðgerð en gert endanlega við á dagvinnutíma. Forsvarsmenn hinnar nýju neyð- arþjónustu miða við að halda kostn- aði við útköll í lágmarki og fast gjald, kr. 4.800 verður fyrir öll út- köll, óháð umfangi bilunarinnar. í tilkynningu frá fyrirtækinu seg- ir að ekki hafi verið boðin skipulögð þjónusta af þessu tagi á undanförn- um árum. Verslun Júlíus Marteinsson og starfsmenn Herraríkis Umboð * Islensk-Ameríska tekur við Old Spice Fyrirtækið mun sjá um dreifingu og markaðssetningu hérlendis fyrir Procter & Gamble ÍSLENSK-Ameríska hefur tekið við dreifingu hérlendis á Shul- ton vörum. Þar er um að ræða herrasnyrtivörur og er Old Spice þekktasta vörumerki fyr- irtækisins. ■ í fréttatilkynningu frá íslensk- Ameríska kemur fram að Old Spice rakspírinn sé sá mest seldi í heiminum. Einnig verða fáanleg- ar Insignia herrasnyrtivörur frá Shulton on er það í fyrsta skipti sem þær bjóðast hérlendis. Íslensk-Ameríska hefur verið falin dreifíng og markaðssetning Umboð — Herrasnyrti- vörur frá Shulton. hérlendis á vörum Procter & Gamble. íslensk- Ameríska hefur tekið við öðrum umboðum, í kjölf- ar kaupa Procter & Gamble á ýmsum fyrirtækjum, og má þar nefna Vicks, Clearasil, Vidal Sassoon, Cover Girl og nú síðast Old Spice. í fréttatilkynningu frá íslensk- Ameríska segir að fyrirtækið leggi áherslu á að þjóna viðskiptavinum sínum’ með þessi nýju yörumerki á sama hátt og með aðrar vörur, sem fyrirtækið selur. Verslun Nýtt hreinsiefni fyrir prentvélar HVÍTLIST hf. hefur hafið inn- flutning á Champion Novosolve hreinsiefni fyrir prentvélar. Hreinsiefnið er unnið úr jurtaol- íum og er hættulaust. í fréttatilkynningu frá Hvítlist segir að hreinsiefnið leysi af hólmi illa lyktandi og heilsuspillandi leysiefni sem hingað til hafi verið allsráðandi við hreinsun prentvéla. Hreinsiefnið er borið á þann flöt sem hreinsa á, þá er efninu leyft að vinna á blekinu og öðrum óhreinindum í 2 - 3 minútur. Það er síðan skolað af með vatni eða þurrkað af með rökum klút. í til- kynningunni segir að efnið sé notadijúgt, aðeins þurfi að nota tíunda hluta þess sem notað er af hefðbundnu hreinsiefni. Notkun efnisins leiðir til lækkunar förgun- arkostnaðar og það skemmir ekki prentplötur, segir þar einnig. Vinnuskúrar-vinnubúdir Carpedil vinnuskúrarnir henta vel fyrir íslenskar aðstæður: Einangrunin er úr urethan efni, sérstakir styrktarbitar eru í öllum hornum, kranakrókar til hífinga og innbrennt blikk er utan og innan ó öllum einingum, (þarf ekki að móla). Auðvelt er að raða saman fleiri en einni einingu og fá út vinnubúðir, sem svo er aftur hægt að skipta niður í litlar einingar. Hægt er að ráða staðsetningu glugga og hurða. Staðgreiðsluverð á fullbúinni einingu með rafmagni er kr. 359.000 án vsk. Stærð á grunneiningu: Lengd 384 cm, breidd 257 cm, hæð 250 cm. Bjóðum einnig góð greiðslukjör. Dalvegur 16 - 200 Köpavogi - Símar 42322-641020 Pallar hf. Tækni Nýgerð myndvarpa á markað TEIKNIÞJÓNUSTAN sf. hefur hafið innflutning á nýrri gerð myndvarpa sem varpar upp myndum af bókum, blöðum, ljósmyndum og glærum. Mynd- varpinn er búinn þrívíddarlinsu sem gerir mögulegt að sýna hluti á borð við verkfæri og vörusýnishorn á einfaldan átt, að því er segir í frétt frá fyrir- tækinu. Myndvarpann er auðvelt að flytja á milli staða þar sem hann er léttur og fæst í handhægri tösku. Teikniþjónstustan hefur einnig á boðstólum glæruvörpur, sýningarvélar, skriftöflur með af- ritunarbúnaði og flettitöflum. MAZDA 323 STATION NU MEÐ ALDRIFI ! 1600 cc vél með tölvu- stýrðri innspýtingu, 86 hö • Sídrif • 5 gírar • Vökva- stýri • Álfelgur o.m.fl. Verð kr. 1.099.000 stgr. með ryövöm og skráningu. MAZDA - ENGUM LÍKUR ! Opið laugardaga kl. 10-14. SKÚLAGOTU 59. 3.61 95 50 Martnesmann Tally OFLUCIR og fjölhæfir geislaprentarar Miklir stækkunarmöguleikar Hægt að fá PostScript í allar tegundir Afköst allt ab 10 blöð á mínútu Hljóðlátir og hagkvæmir í rekstri Verb frá 89.000 kr m/vsk. —1* -4-- EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 686933 0S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.