Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 16
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 16________________ Ahrífamenn og af- staða til alþjóðamála um málefni Kýpur var frábrugðin afstöðu flestra annarra vestrænna ríkja. Þetta hefur aðallega verið rakið til áhrifa nýlendufortíðar ís- lands, en einnig — þó í minna mæli hafi verið — viðskiptahags- muna og persónulegra áhrifa Thors Thors. í þessu sambandi verður að hafa í huga, að þó svo ísland hafi orðið sjálfstætt lýðveldi árið 1944 hélt baráttan fyrir efnahagslegu sjálf- stæði áfram. Einn hluti þessarar baráttu hefur verið útfærsla físk- veiðilögsögunnar. Þess vegna mátti búast við því að þegar Islendingar voru að reyna að tryggja stuðning annarra landa við kröfur sínar í hafréttarmálum reyndu þeir að setja sig í spor þjóða sem voru að berjast fyrir sjálfstæði og réttinum til sjálfsákvörðunar. Kýpurmálið hlýtur að vekja sérstakan áhuga okkar í þessu sambandi, þar sem annar deiluaðila var Bretland, iand- ið sem ísland átti í deilu við árið 1958 vegna útfærslu íslensku físk- veiðilögsögunnar í 12 sjómílur það ár. íslendingar og grískir Kýpurbú- ar voru því að nokkru leyti að beij- ast við sameiginlegan óvin.Það er fróðlegt að skoða á hvern hátt þessi samstaða íslendinga með Grikkjum endurspeglaðist í umræðum og at- kvæðagreiðslum um Kýpurmálið á Allsheijarþinginu árið 1958. Árið 1958 voru íslensk viðhorf til Kýpurmálsins enn einu sinni önnur en viðhorf flestra annarra vestrænna ríkja. Fulltrúi íslands í fyrstu nefnd greiddi atkvæði gegn belgískri ályktunartillögu um málið og hið sama gerðu Grikkland, ír- land, Sovétblokkin og fulltúar nokk- urra ríkja Afríku og Asíu._ Norður- löndin og bandalagsríki íslands í NATO annaðhvort sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna um belgísku tíl- löguna eða greiddu atkvæði gegn henni. Tillagan gekk út á að Alls- hetjarþingið hvetti alla deiluaðila að hætta hryðjuverkum á Kýpur og að þeir reyndu að stíga skref í átt til friðsamlegrar lausnar. ísland var aftur á móti í hópi tíu ríkja sem lögðu fram ályktunartillögu þar sem Allsheijarþingið legði áhe'rslu á nauðsyn sjálfsákvörðunar á Kýp- ur. Ekki var gengið til atkvæða um þá tillögu, en með því að eiga hlut- deild í að leggja hana fram, lagði ísland enn á ný áherslu á mikil- Thor Thors vægi sjálfsákvörðunarréttar þjóða. Rétt er að benda á, að fulltrúi íslands í fyrstu nefnd tók virkan þátt í umræðum um Kýpurmálið og það var ljóst af ræðu hans að hann notaði tækifærið til að gagn- rýná Bretland. Með öðrum orðum: Thor Thors, fulltrúi íslands, réðst á Breta fyrir framkomu þeirra á Kýpur, en réðst á sama tíma á þá fyrir framkomu þeirra annars stað- ar í heiminum, til dæmis á fískimið- unum umhverfis ísland. Það þarf ekki að koma á óvart, að ræða Thors, sem var flutt aðeins þremur mánuðum eftir að ísland færði út fískveiðilögsöguna, var birt í stærstu og útbreiddustu dagblöðun- um, sem um þær mundir fjölluðu talsvert um harðnandi deilu Islend- inga og Breta. Ræða Thors veitir okkur nánari innsýn í málið. í fyrsta lagi benti hann á að Kýpur væri bresk ný- lenda og að 73. grein stofnskrár Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi grundvallarregluna um að hags- munir íbúa svæða sem ekki hefðu sjálfsstjórn skiptu höfuðmáli. Hann lýsti því síðan yfir og vísaði til af- stöðu Breta, að það væri rangt að segja, eins og „sumir fulltrúar hefðu gert” að (Fyrsta) nefndin væri eins og fasteignasala, sem mæti verð- mæti lands með það fyrir augum að selja það eða fela það í hendur hæstbjóðanda. Ekki mætti heldur líta á nefndina sem hóp herfræðinga sem fjallaði um hlutverk herstöðva á Kýpur eða mikilvægi þeirra fyrir einstök ríkjabandalög. Umræður af þessu tagi væru langt utan við kjarna málsins, þ.e. sjálfsákvörðun- arrétt þjóða. Svo sem sjá má af þessu studdu íslendingar heilshugar málstað Grikkja í málinu. Á hinn bóginn lýstu Grikkir yfir stuðningi við málstað íslendinga í bresk-íslensku deilunni. íslenskir fjölmiðlar lögðu á það áherslu, að barátta íslendinga við Breta væri að mörgu leyti svip- *öurkr E12 4WD 6 manna bjartur og kr, skemmtilegur fjölskyldubíll. ®*Ooo ^ ^s(g>- E12 4WD „ Sendibíll með gluggum. d*°Oo.. r ' stgr Athugið! Takmarkaðar birgðir. Bílasýning laugardag og sunnudag, frá kl. 14.00 til 17.00. Ingvar Helgason hf Sævarhöföa 2 sími 91-674000 E12 4WD er á sterkri sjálfstæðri grind sem nær fram í stuðara. uð deilunni milli Grikklands og Bretlands um Kýpur. í báðum til- vikum ætti smáþjóð í deilu við ný- lenduveldi, sem reyndi af öllum mætti að koma í veg fyrir breyting- ar sem væru líklegar til að draga úr efnahagslegu eða stjórnmálalegu valdi þeirra í heiminum. Líklega væri orðum aukið að segja að fslendingar hafí meðvitað : reynt að nota Kýpurmálið sem vett- vang til að leita stuðnings annarra ríkja við eigin málstað í hafréttar- I málum. Virk þátttaka íslands í umræðum í SÞ um málið og sú umfjöllun sem það fékk í íslenskum ( fjölmiðlum má vafalítið rekja til Þorskastríðsins milli íslands og Bretlands. Afstaða íslands í Kýpur- málinu var ekki ný af nálinni — ísland hafði oftsinnis farið á svig við línu Norðurlanda og Vestur- landa í málinu á sjötta áratugnum. Það sem aftur á móti var nýtt, var sú umfjöllun sem þetta tiltekna mál hlaut í fjölmiðlum árið 1958 ogþær ástæður sem íslendingar báru við þegar þeir lögðu áherslu á stuðning við gríska minnihjutann á Kýpur. Aldrei fyrr höfðu íslendingar borið Breta svo þungum sökum. Þessar ásakanir komu nú að nokkru leyti í stað fyrri áherslu á sjálfsákvörð- { unarrétt þjóða. Þó svo afstaða ís- lands í málinu hafi ekki breyst hafði nokkur breyting átt sér stað í rök- semdum fyrir þessari afstöðu. Við sjáum ljóslega af hveiju. ísland átti í Þorskastríði við Bretland, sem var í aðalhlutverki í Kýpurdeilunni á sama tíma. íslendingar sáu ýmis- legt sameiginlegt milli þeirra deilu við Bretland og baráttu grískra Kýpurbúa gegn valdi og áhrifum Breta á Kýpur. -------------------- ■ ÍSLENSKIR námsmenn í Lundi í Svíþjóð funduðu fyrir skömmu og sendu frá sér ályktun, þar sem fram kemur, að þeir mót- mæli harðlega þeirri skerðingu, sem hafi orðið á námslánum í sum- ar. „Við mótmælum alfarið hug- myndum sem komið hafa frá nefnd menntamálaráðherra um breyting- ar á Lánasjóði íslenskra náms- manna. Við fellum okkur ekki við að raunvextir verði settir á lánin. Jafnframt teljum við þær hugmynd- ir, að ganga í dánarbú lánþega, ! hina mestu ósvífni,” segir m.a. í ályktuninni. Þá segir enn fremur, að fari svo að endurgreiðslur verði hertar muni það íþyngja fjárhag heimila og ýta undir kröfur um hærri laun. Með slíkum aðgerðum gætu ráðamenn stuðjað að óróa á vinnumarkaði í framtíðinni. „Ráðamenn virðast ekki gera sér grein fyrir að menntun er máttur og undirstaða velmegunar og nú þegar nágrannaþjóðir okkar auka fjárstreymi til menntamála ætla Islendingar að venda seglum í þver- öfuga átt,” segir í lok ályktunar íslenskra námsmanna í Lundi. ■ KRISTJÁN Fr. Guðmundsson \ listverkasali og listmálari opnar 1 málverkasýningu í Gallerí 8 þriðju- daginn 19 nóvember. Galleríið mun | framvegis hafa myndlistarsýningar * sem hluta af starfsemi sinni, enda með bjartan og góðan sýningarsal j í Austurstræti 8. Þetta er sjötta ’ einkasýning Kristjáns, en á þessari sýningu verða sýnd 17 málverk. Kristján hefur áður sýnt m.a. á Mokka og í Iðnó við Tjörnina. Sýn- ingin stendur til 2. desember, er opin frá kl. 10-18 virka daga og 13 til 18 um helgar. (Fréttatilkynningf) ■ TÍSKUSÝNING verður haldin á vegum Hönnunarstofu Maríu Lovísu miðvikudagskvöldið 20. nóvember kl. 21.00 á skemmti- | staðnum Tveimur vinum og öðr- um í fríi á Laugavegi 45. María Lovísa kynnir nýjustu línuna frá sér ( og einnig mun hárgreiðslustofan » Carmen verða með hárgreiðslusýn- ingu. Hárgreiðslumeistari er Helga ( Bjarnadóttir, íslandsmeistari ' 1991. Gull og silfur verða með skartgripasýningu og ilmvatns- kynning á vegum Hermés þar að ' auki verða kynntar blómaskreyting- ar frá Art-blómum og postulíni. Húsið verður opnað kl. 18.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.