Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 19 Evrópu hafa byggt efnahag sinn upp að nýju má ætla, að þau verði nýtískuiegasta iðnaðarsvæði í Evr- ópu, þar sem þau munu þá ráða yfir nýjum verksmiðjum með þró- aðri tækni, nýjum fjarskiptakerfum, endurnýjuðum samgöngukerfum o.s.frv. Gera má ráð fyrir, að í þess- um löndum verði þá mjög mikill hagvöxtur, sem kemur jafnframt Vestur-Evrópu til góða. í Tékkóslóvakíu, Póllandi og Ungveijalandi virðist þróunin vera á réttri leið við uppbyggingu lýð- ræðis, athafnafrelsis og félagslegs markaðskerfis. — Austurhluti Þýskalands hefur hér algera sér- stöðu eftir að það sameinaðist Vestur-Þýskalandi og nýtur nú mik- ilvægrar aðstoðar vesturhlutans á öllum sviðum. 5 Mikil óvissa ríkir um framþróun mála í Sovétríkjunum eða þeim svæðum, sem svo hétu. Astandið er vissulega ógnvekjandi og þeim mun óeðlilegra, þar sem náttúruleg- ar auðlindir þessara svæði eru mjög miklar, s.s. fijósemi jarðar, verð- miklir málmar og miklar olíu- og gasbirgðir i jörðu. En ekki verður um það deilt, af hveiju þetta hörmu- lega ástand hefur skapast. Ástæðan liggur í því stjórnskipulagi, sem þarna hefur ríkt í meira en 70 ár. Allir velviljaðir menn hljóta að óska þess, að þjóðum þessa mikla lándsvæðis takist að vinna sig út úr þeim miklu og margþættu erfið- leikum, sem þær nú eru í, og að þeim takist að koma á hjá sér lýð- ræði, frelsi einstaklingsins og fé- lagslegu markaðskerfi — eftir allt, sem á undan er gengið — og að þær megi í framtíðinni fá að njóta ávaxtanna af vinnu sinni og hæfi- leikum. Hvar mundu þau svæði, sem áður hétu Sovétríkin, vera stödd nú í efnahagsmálum og varðandi lífskjör yfirleitt, ef þau hefðú frá 1917 fengið að njóta lýðræðis og frelsis? 6 Mikill fólksflótti á sér nú stað frá Mið- og Austur-Evrópu til Vestur- Evrópu. Flestir leita til Þýskalands en þangað munu hafa flúið það sem af er þessu ári hátt á þriðja hundr- að þúsund manns. — Fólkið er að flýja bágborinn efnahag í heima- löndum sínum og leitar til Vestur- Evrópu vegna betri lífskjara þar. Ottast er að flóttafólkinu muni fjölga mjög verulega á næstu mán- uðum, verði ekki gripið til sérstakra ráðstafana. — Þessi flóttamanna- straumur veldur vandræðum í hús- næðismálum, félagsmálum og á vinnumarkaði og skapar óróa og óánægju meðal heimamanna, t.d. í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Eina ráðið til að draga úr þessum fólksflutningum virðist vera að bæta sem fyrst lífskjörin í heima- löndum flóttafólksins, þannig að það leiti síður til Vesturlanda — en til þess þarf fjárhagsleg og tæknileg aðstoð frá Vesturlöndum að koma til. 7 Aldrei í sögunnni hafa þjóðir Vestur-Evrópu notið eins mikils frelsis, lýðræðis og félagslegs ör- yggis og aldrei hafa lífskjörin verið eins góð og nú. Þetta hefur náðst vegna aukinnar samvinnu og samr- una Vestur-Evrópulandanna í eina Árshátíðir °g mannfagnaðir hótel mm S. 11440 (el efnahagslega heild og vegna mikilla framfara á sviði tækni og vísinda. Ef svo fer sem horfir, er framtíð Evrópu björt og stöðugt er unnið að enn bættum kjörum hins al- menna borgara og velferð hans. Höfundur er hiigfræðingur. Hann hefur verið búsetturá meginiandi Evrópu ísamtais 35 ár við nám ogstörf íhinum ýmsu löndum, bæði fyrir austanjárntjaldið, sem var, og í Vestur-Evrópu. Ilann hefur því haft tækifæri til að fylgjast vel með þróun stjórnmála og efnahagsmála á meginlandinu allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. ■ ÖLDR UNARFRÆÐAFÉ- LAG íslands verður með náms- stefnu í ráðstefnusal Hótel Holliday Inn fimmtudaginn 21. nóvember nk. Efni námsstefnunn- ar er Hafa aldraðir sérþarfir? Framsögumenn verða: Páll Skúl- ason heimspekingur, Kristinn Björnsson sálfræðingur, Anna Þrúða Þorkelsdóttir yfirmaður félagsstarfs aldraða og Hilmar Þór Björnsson arkitekt. Náms- stefnan hefst kl. 13.15 og henni lýkur kl.16.15. Innritun hefst kl. 12.45 og er þátttökugjald kr. 800. Námsstefnan er öllum opin. (Fréttatilkynning) AUGLYSENDUR SJÓNVARPIÐ MEÐ 14 AF 16 VINSÆLUSTU ÞÁTTUNUM MESTA AHORF NR: ÞÁTTUR: STÖÐ: ÁHORF: 1 HEMMI 4^ Sjónvarpið 56% 2 FRÉTTIR 4^ Sjónvarpið 48% 3-4 LOTTÓ 4Í? Sjónvarpið 43% 3-4 MANSTU GAMLA DAGA ^ Sjónvarpið 43% 5 ÓSKASTUND Qsrtn 39% 6 FOXTROT 4Í? Sjónvarpið 38% 7 COSBY ^ Sjónvarpið 37% 8 GULL í GREIPAR ÆGIS ^ Sjónvarpið 35% 9 ÁSTIR OG ALÞJÓÐAMÁL 4Í? Sjónvarpið 34% 10 FRÉTTIR 19:19 Qsiht 33% 11-12 KASTLJÓS 4^ Sjónvarpið 32% 11-12 SJÓNVARPSDAGSKRÁ 4^ Sjónvarpið 32% 13-15 MATLOCK 43? Sjónvarpið 31% 13-15 FÓLKIÐ í LANDINU 4^ Sjónvarpið 31% 13-15 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI 43? Sjónvarpið 31% 16 ÍÞRÓTTIR 4^ Sjónvarpið 28% Tilgreint er hæsta mælda áhorf hvers þáttar Þetta er niðurstaða í nýgerðri fjölmiðlakönnun Gallups, á notkun ljósvakamiðla á íslandi SJONVARP1Ð Fjórtán : tvö Könnun þessi var gerð vikuna 14-20 október s.l. og miðast við allt landið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.