Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 45 m>2 VELVAKAMDI SVARAR í SÍMA B91282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Vangaveltur leikmanns Velvakandi! Þar sem. trúmálaspjall er oftar en ekki á dagskrá í dálki þínum, frá þeim, sem „þekkinguna” hafa, langar mig sem leikmaður að koma með nokkrar vangaveltur um Guðs- trú og trúarsiði, ef verða mætti fleirum en mér til íhugunar um málið. Þá er fyrst til að taka, að aldrei hef ég skilið hvað sumir trúarsiðir eiga skylt við Guðstrú. Á ég þar fyrst og fremst við þann mýgrút af minni spámönnum, sem alla daga eru að fikta við að mynda sértrúar- hópa. Reyndar langt komnir með að gera skaparann að nokkurskonar brotajárni, sem allir vilja skipta á milli sín og boða þeim einföldu áhangendum sem ánetjast þeim, um leið og trúfélagarnir eru rukkaðir um tíund af sultarlaunum, hvað þeir mega eta og hvað ekki, hvað þeir mega drekka og hvað ekki, og hvað þeir mega gera og hvað ekki. Frá mínum bæjardyrum séð eru ailir þessir heimatrúboðar að krækja sér í heimatilbúin lífsþæg- indi til að þurfa ekki að óhreinka flibbann sinn á erfiðisvinnu það sem eftir er ævinnar. Vonandi verð ég aldrei svo fátæk í anda, að ég þyk- ist vita allt um Guð og guðsviija. Allt sem ég tel mig vita um Guð er, að sú óþekkta forsjá þagði alltaf við öllum þeim spurningum, sem hvíldu á einu barnshjarta og gerði það vitaskuld að verkum að maður þurfti að styðjast við einstaklings- vitið. Æ, já. Skyldi bijóstvitið nokk- urntímann komast í tísku aftur. Og þá lá nú upplýsingaþjónusta af öllu tagi á mannlegum vettvangi ekki aldeilis á lausu eins og nú, að ég minnist ekki á allrahanda nám- skeið, sem úir og grúir af í dag og gefur svör við öllu milli himins og jarðar, eða góðgerðarfélögin til hjálpar þeim sem enga drift hafa í sér til að hjálpa sér sjálfir eins og til dæmis hjálparliðið kringum vínf- íkla, sjálfboðaiiðar til bjargar tób- aksfíkium, svo maður er rekinn út á guð og gaddinn kveiki maður sér í sígarettu í mannlausum sal, þar sem ekkert andar nema kaldur gustur gegnum opinn glugga. Og þá ku verið að skikka Rauða kross- inn til að liðsinna spilafíflum og er þá ekki langt í land þar til búið verður að stofna eitt sníkjuhapp- drættið í viðbót til aðstoðar matarf- íklum, gotterísfíklum, kvennafíkl- um o.s.frv. Er nú dæmisagan af manninum sem miskunnaði sig yfir náungann ekki gengin útí öfgar, þegar við bætist að drullusokkar á hæstu örorkubótum geta leikið sér í heimsreisu, án þess einu sinni að þurfa að greiða félagsgjald í óstofn- að stéttarfélag ónytjunga? Eru þetta týndu synirnir sem biblían taiar um?* Löngum hafa líka tvær höfuðkirkjur hins kristna heims hneykslað mig að einu leyti. Er það til að mynda guðsvilji að hinn ka- þólski skriftafaðir sé bundinn þagn- areið eins og hver annar trúnaðar- læknir eða múlbundinn barnavernd- arnefnd, þó morðingi gangi á vit hans, og skrifti fyrir honum unnin glæpaverk og það sem verra er, óunnin glæpaverk? Er það vilji Drottins að allar vor- ar syndir séu oss fyrirgefnar við altarisgönguna, og þar með sé okk- ur heimilt að hefja leikinn aftur og aftur? Og er það vilji hans sem sagði: Leyfið börnunum að koma til mín að*bjóða aðeins skírð börn velkomin í Guðshús? Hvers eiga hin að gjalda? Og ansi kemur manni nú margt spánskt fyrir sjónir'sem stendur í biblíunni, svo maður ráð- ist nú á garðinn þar sem hann er allrahæstur, eins og nútíminn tekur til orða þegar menn skiptast á skoð- unum — eins og til dæmis þetta: Sælir eru þeir sem sáu ekki en trúðu samt. Eigum við að trúa slúðri að óskoðuðu máli? Þá er það sagan af Maríu, sem aðgerðalaus sat og alltaf er verið að hampa á kostnað Mörtu, sem innti af höndum þjónustuna. Þetta minnir mann nú á sumar nútíma- mæður sem eru svo uppteknar af „kvennamenningunni”, að þær sópa ekki gólf nema von sé á gestum og hengja þá um leið svuntu á manninn sinn. Hvað önnum kafíð fólk snertir á virkum dögum er enginn vandi að vinna húsverkin undir sunnudagsmessu ríkisút- varpsins. Og þá er komið að eftirf- arandi: Enginn getur verið trúr tveim herrum, því hann mun aðhyll- ast annan en svíkja hinn. Seiseisei, það er ekki nokkur vandi að gjalda keisaranum það sem keisarans er Ponsa er týnd Þessi kisa er týnd. Hún heitir Ponsa og á heima í Brekkubyggð 77 í Garðabæ. Síminn þar er 657790. Ari Karlsson Vlnningstölur 2. nÓV. 1991 (2^(\2)(2 7T29TT30) (28) VINNINGAR | v.Nn'SaFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1' 5815 La 0 2.769.53? 2. 5 96.311 3. 4al5 1 120 6.922 4. 3ai5 I 4.380 442 Heildarvinningsupphæð þessaviku: 6.017.687 kr. I //vll /Fy! H rr | upplýsingar.sImsvari91-681511 lukkulIna991002 | t.b BRÉFA- BINDIN í frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. s Múlalundur I ;SÍMI: 62 84 50 r I J ■ J y> => og Guði það sem Guðs er, það er að segja láta rafmagnsreikninginn ganga fyrir eins og auglýst er í rík- issjónvarpinu og ganga svo til kirkju eða öfugt. Hinu er ekki að leyna, að farið er að halla á annan húsbóndann. Skattheimtumaðurinn er . orðinn nokkuð þurftafrekur í seinni tíð. Nú á hann bara eftir að fá öskuna af síðasta launþeganum og þá er hann búinn að fá allt! Og þá er komið að eftirfarandi varnaðarorðum í biblíunni: Leitið ekki frétta af framliðnum. Vissu- lega eru þetta orð í tíma töluð þar sem offramboð er að verða í miðlum á heimsmarkaðnum með tilkomu nýaldarhreyfingarinnar. En hvað eigum vér menn að gera þegar hin- ir framliðnu vitja oss? Þá er nú bara andskotinn kominn í spilið, fullyrða hinir frelsuðu heimatrúboðar. En hvað vita þeir um það að óséðu máli? Guðrún Jacobsen www ■ ti' _ i-i r lT Vökvamótorar = HÉÐINN = C/> VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER ÞEIR ERU OÐRUVISI ÞÝSKU VEGGSKÁPARMIR Ef þú ert öðruvísi ættir þú að líta til okkar þvi við eigum aldeilis stórkostlegt úrval af fallegum veggskápum, stórum og litlum, í hinum ýmsu viðarlitum. Komdu í stærstu húsgagnaverslun landsins GÓÐ GREIÐSLUKJÖR BlLDSHÖFDA 20-112 REYKJAVÍK - SlMI 91-681199- FAX 91-673511 ---------L—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.