Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Efnahagsáföllin og ummæli formanns Framsóknarflokksins teingTi'mur Hermannsson, for- 0 maður Framsóknarflokksins, lysti því yfir á miðstjórnarfundi flokks síns sl. laugardag, að ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar, sem Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur standa að, væri óvinveitt íslenzku þjóðinni! Upphrópanir af þessu tagi eru móðgun við dómgreind fólks. Þær hafa valdið því öðru fremur, að íslenzkir stjórnmálamenn skríða með skörunum hjá landsmönnum í seinni tíð. Núverandi ríkisstjórn glímir við margvíslegan vanda sem fyrri ríkis- stjórnir. Það má efalítið deila um vinnulag hennar sem þeirra. Fullyrð- ing þess efnis að ríkisstjórn sem styðst við meirihluta þjóðkjörins þings sé óvinveitt landsmönnum, er á hinn bóginn ótæk og engum sæm- andi. Vandinn sem við er að glíma er hins vegar stærri en oftast áður. Aflasamdráttur og frestun ál- og orkuframkvæmda dýpka umtalsvert efnahagslægðina sem grúfir yfir ís- lenzkum þjóðarbúskap, fólki og fyrir- tækjum. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði af því tilefni í viðtali við Morgunblaðið um helgina: „Fólk hefur sýnt mikla skynsémi og mikið þolgæði í þjóðarsáttarsamn- ingunum. Þess vegna bera vinnuveit- endur og ríkisvaldið þunga ábyrgð á því, að gæta þess nú, þegar þessi afturkippur verður, að hann komi ekki þyngst niður á launþegum. Þar verðum við að vera í vörn og ríkis- vald, atvinnurekendur og launþegar verða að sameinast um að koma I veg fyrir að sá skellur lendi hart á launafólki.” Samtök um kvennalista, sem harð- ast hafa barizt gegn því að breyta orku fallvatna í störf og verðmæti með orkufrekum iðnaði, gerast nú talsmenn þess að auka enn á erlend- ar skuldir til að halda hér uppi at- vinnu og lífskjörum. Forsætisráð- herra segir í viðtalinu við Morgun- blaðið að erlendar lántökur „til að bera smyrsl á sárin” kunni að vera freistandi. Við séum hins vegar svo skuldug fyrir að við getum ekki leyst lífskjaravanda okkar með þeim hætti. Erlendar langtímaskuldir þjóðar- innar voru um 189 milljarðar króna í lok september sl., eða rúmlega helmingur af áætluðum þjóðartekj- um þessa árs (370 milljarðar króna). Þegar frumvarp til lánsfjárlaga var lagt fram í haust var greiðslubyrði erlendra lána áætluð 22,8% eða meira en fimmtungur af útflutn- ingstekjum ársins. Miðað við slæma skuldastöðu þjóðarinnar er ábending- in um „erlend kvennalán” ekki í sam- ræmi við sjónarmið hinnar hagsýnu húsmóður. Við ríkjandi aðstæður í þjóðarbú- skapnum er mikilvægt: 1) Að draga úr útgjöldum og lánsfjárþörf ríkis- sjóðs, til að stuðla að vaxtalækkun. 2) Að viðhalda þjóðarsátt á vinnu- markaði,-til að festa í sessi hjöðnun yerðbólgu og sporna gegn atvinnu- Ísysi. 3) Að koma f vegfyrir'að éfná- agfiáföllÍB, öúiú yfii' haJ.'uiiuijði.biLai. þyngst á launþegum, eins og forsæt- isráðherra leggur réttilega áherzlu á. Ríkisstjóra- kosningar í Louisiana f^ví er á stundum haldið fram að JLJ stjórnmál í Bandaríkjunum sqórnist af flestu öðru en rökum og skynsemi. Peningar, ósvífni og aug- lýsingamennska hvers konar séu hins vegar lykillinn að árangri á vett- vangi stjórnmála þar vestra. Því hef- ur einnig verið haldið fram að andúð mjög margra Bandaríkjamanna á yfirborðsmennskunni sem einkennir stjórnmálin komi m.a. fram í lítilli þátttöku í kosningum þar. Á laugardag fóru fram ríkisstjóra- kosningar í Louisiana-ríki í Banda- ríkjunum. Þar var í framboði ill- ræmdur öfgasinni, David Duke að nafni, en frambjóðandi Demókrata- flokksins var Edwin Edwards, sem er annálaður fyrir spillingu og sið- leysi. Kosningar þessar eru ekki síst sögulegar fyrir þær sakir að George Bush forseti og nokkrir helstu tals- menn Repúblíkanaflokksins hvöttu almenning í Louisiana til að kjósa frambjóðanda demókrata en Duke er yfiriýstur repúblíkani. Kosninga- þátttakan varð óvenju góð, tæp 80%, og er talið að óvenju margir blökku- menn hafí mætt á kjörstað en Edw- ards hlaut 96% atkvæða þeirra. Engu að síður hlýtur það að heyra til tíð- inda að David Duke, fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan-öfgasamtakanna og yfirlýstur aðdáandi Adolfs Hitlers, skuli hafa fengið tæp 40% greiddra atkvæða í kosningum í Bandaríkjun- um. Þetta sýnir að sjónarmið hans eiga fylgi að fagna. Er Duke bauð sig fram í kosningum til öldunga- deildar Bandaríkjaþings í fyrra hlaut hann 44% greiddra atkvæða. Nú bárust honum fjárframlög úr 46 af 50 ríkjum Bandaríkjanna og munu um 40% upphæðar þeirrar, sem hon- um tókst að safna, hafa borist frá stuðningsmönnum utan Louisiana. Það er vissulega fagnaðarefni að kjósendur í Louisiana skuli hafa hafnað David Duke þrátt fyrir að stefna hans hafi sýnilega höfðað til margra á því samdráttarskeiði sem nú einkennir bandarískt efnahagslíf. Boðskapur hans í kosningabarátt- unni var sá að aukinn kostnaður við velferðarkerfið, ekki síst aðstoð við blökkumenn og innflytjendur,1 væri orsök þess ófremdarástands sem nú ríkti. Þessum rökum Davids Dukes höfnuðu kjósendur í Louisiana enda eru þau öldungis fráleit. Fleiri kom- ust að þeirri niðurstöðu að illskárra væri að hafa siðleysingja I embætti ríkisstjóra en öfgamann. Sú niður- staða, sem er vafalaust rétt, gefur hins vegar til kynna að kreppa ríki á-fleiri ’ sviðnfti í Bandaríkjunum en k Y7tWíingi .afnahag'smála.. ,» Smærri fiskseljendur á Bandaríkjamarkaði: Skilum hærra verði en stóru sölusamtöki Selja oft á lægra verði en við greiðum frystihúsunum, segir Magnús Gústafsson hjá Coldwater DEILDAR meiningar eru meðal fiskseljenda á Bandaríkjamarkaði um þá gagnrýni, sem Þórir S. Gröndal, ræðismaður íslands í Flórída, setti fram í grein í Morgunblaðinu sl. laugardag. Þórir sagði þar að frjáls útflutningur á Bandaríkjamarkað stofnaði markaðnum í hættu. Hann gagnrýndi smærri fiskútflyljendur fyrir að undirbjóða stóru sölusamtökin (Islenzkar sjávarafurðir og Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna) að bjóða aðeins auðseljanlegustu vöruna, fara fram- hjá gæðaeftirliti sölusamtakanna og selja fisk í lélegum umbúðum. „Mér fínnst þessi ræðismaður tæpast með réttu ráði,” sagði Guð- mundur IngaSon, sem flytur út fisk undir vörumerkinu Iceland Prima. „Hann er umboðsaðili Sambandsins þarna úti í Flórída og margt í þess- ari grein er mjög misfært.” Guð- mundur sagði að Þórir ruglaði sam- an öllum fisktegundum í grein sinni. „Staðreyndin ér að við höfum verið að skila 20-30% hærra verði fyrir humarhala en stóru samtökin, og höfum átt í verulegum vandræðum vegna þess hvað þeir eru með lágt verð út úr sínum frystigeymslum í allt sumar og haust,” sagði hann. Guðmundur sagði að stóru sölu- samtökin væru einfaldlega íneð óraunhæfan verðlista, einkum ís- lenzkar sjávarafurðir. „Þetta virðist vera vandamál Sambandsins. Þeir setja á verðlista einhver verð, sem standast ekki. Þeir kvótera fisk á verði, sem er 20% yfir markaðs- verði, en selja hann ekki á því verði og safna birgðum,” sagði Guðmund- ur. „Það er líka misskilningur að við fáum fisk úr húsum, sem eru að framleiða fyrir Sölumiðstöðina. Samfcandshúsin hafa hins vegar lek- ið og selt framhjá.” Guðmundur heldur því fram að smærri útflytjendurnir skili hærra verði heim til frystihúsanna en stóru samtökin. „Við fáum enga vöru nema við skilum hærra verði. Hvaða framleiðandi ætti að hafa áhuga á að láta okkur hafa vöruna ef við værum að skila minna?” sagði hann. Hann sagði að hafa yrði í huga að Bandaríkjamarkaður væri að verða erfíðari en áður. Fiskur væri í sam- keppni við kjöt og kjúklinga og fleiri lönd kepptu á markaðnum en áður. Kaupendur horfðu nú frekar á verð en uppruna vörunnar. „Við getum ekki flutt út þessa innbyrðis sam- keppni, sem er um kvóta og físk á fiskmarkaðnum. Erlendi markaður- inn samþykkir það ekki. íslenzki fískurinn er að verða ósamkeppnis- hæfur og of dýr. Við flytjum ekki út allar verðhækkanir í lokuðu hag- kerfí.” Guðmundur segir að það sé til í dæminu að smærri framleiðendur selji fískinn á lægra verði en sö- lusamtökin, vegna þess að þau hafi ákveðið forskot, með sín þekktu merki. „Menn reyna að vinna upp merkið, en- munurinn er ekki 20% eins og Þórir segir,” sagði Guð- mundur. Hann sagði að ásakanir um verri pakkningar og minni gæði væru líka fráleitar, allir væru með sömu öskjurnar frá Kassagerðinni. Jón Guðlaugur Magnússon, sem flytur út á Bandaríkjamarkað undir merkinu Marbakki, segir að það þurfi ekki mjög skýran mann til að sjá að ekki sé um nein undirboð að ræða, sem séu 20% undir markaðs- verði. „Við þessir smærri fáum enga vöru nema greiða sambærilegt eða hærra verð. Svo segir Þórir að við séum með auðseldustu vöruna. Dettur nokkrum manni í hug að við fáum auðseldustu vöruna frá þess- um húsum á 20% lægra verði?” sagði Jón. „Ég held að ég geti full- yrt að við erum nær því að selja á 20% hærra verði. Hvað Marbakka varðar erum við aðallega í humri, og það verð, sem við skilum heim, er talsvert hærra en hjá stóru sam- tökunum.” Jón sagði að auðvitað hefðu stóru samtökin talsvert forskot eftir að hafa verið ein á markaðnum um árbil. „En þau eru þá ekki mikils virði ef við þessir litlu kallar getum velt þeim um koll.” Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood, dótturfyrirtæk- is SH, sagðist sammála því, sem Þórir Gröndal segði í grein sinni. „Það ber meira og meira á því á hverjunrdegi að menn, sem sigla í kjölfar okkar og segjast líka vera Heimir Pálsson formaður BHM um úrsögri HÍK: Grandvellimim kippt undan bandalaginu Framboðsmál Alþýðubandalagsins ekki ástæða tillögimnar, segir í yfirlýsingu formanns IIIK HEIMIR Pálsson, formaður Bandalags háskólamanna, segir ljóst að ákvörðun aðalfundar Hins íslcnska kennarafélags að hætta beinni þátttöku í BHM, kippi grundvellinum undan bandalaginu eins og það hafi verið. „Það verður ekki lengur hægt að tala um það sem heildar- samtök háskólamanna og þar að auki er rekstrargrundvellinum kippt undan því,” segir Heimir. Eggert Lárusson, formaður HÍK, segir sparnað ástæðu úrsagnarinnar. Hefur hann sent frá sér yfirlýsingu þar sem gegir að raunveruleg ástæða úrsagnarinnar hafi ekki verið óánægja með að tveir stjórnarmanna BHM [Heimir Pálsson og Gunn- laugur Ástgeirsson] hafi tekið sæti á lista Alþýðubandalagsins fyrir síðustu kosningar. Elsa Þorkelsdóttir lögfræðingur sagði sig úr laga- nefnd BHMR í gær og sagðist ekki treysta sér til að vinna fyrir HIK eftir að komið hefði í ljós að sljórn HIK hefði byggt sína ákvörðun á því að stjórnarmenn í BHM hefðu nýtt sér sljórnarskrárvarinn rétt sinn til kjörgengis. „Það er verið að brjóta leikreglur lýðræðis- ins með því,” sagði hún. I yfirlýsingu Eggerts segir að til- lagan um úrsögn úr BHM hafí ver- ið rökstudd með tilvísun til að undanfarin fjögur ár hafí verið tap á rekstri félagsins og hafi það verið greitt úr eina varasjóðnum sem félagið eigi, vinnudeilusjóði. „Að auki kom fram að HÍK er með að- ild að BHM, faglegu bandalagi há- skólamanna, BK, bandalagi kenn- arafélaga og BHMR, stéttarfélög- um háskólamanna. Niðurstaða stjórnar og aðalfundar Hins íslenska kennarafélags var sú að minnstur skaði væri af því að segja skilið við BHM,” segir í yfírlýsingu formanns- ins. Eggert segir að framboðsmál kjördæmi hafi ekki komið til um- ræðu á aðalfundinum, hvorki í nefnd sem fjallaði um tillöguna né annars staðar. „Að gefa í skyn að Hið ís- lenska kennarafélag sé að segja sig úr BHM núna vegna þeirra mála er því algerlega út í hött,” segir hann. HÍK er stærsta aðildarfélag BHM með um 1.200 félagsmenn en um 7.800 félagsmenn eru í BHM. Úr- sögnin á að taka gildi við fyrstu hentugleika miðað við lög og aðal- fund BHM, sem fer fram haustið 1992. Heimir Pálsson sagðist ekki trúa því sem fram hafí komið í fjölmiðl- ástæðui'- , úrsagnarinnar mætti rekja til reiði félagsmanna vegna þátttöku hans í framboði Alþýðubandalagsins sl. vor. „Laganefnd BHMR fjallar um ágreining sem upp kemur á milli aðildarfélaga BHMR og íjármála- ráðuneytisins um túlkun á vinnu- löggjöfinni og kjarasamningum. Flest mál sem við höfum fengið hafa verið frá HÍK og FÍN sem eru stærstu félögin. Ég hef unnið að þessu af bestu samvisku en treysti mér ekki til að vinna fyrir svona fólk eftir þetta,” sagði Elsa Þorkels- dóttir. Hún sagði að stjórnamenn HÍK hefðu ekki farið dult með hver hin raunverulega ástæða fyrir ákvörðun um úrsögn úr BHM hefði verið í fjölmiðlum. „Þar með taldi ég að þessir menn hefðu farið yfir strikið. Ég er ekki að gagnrýna úrsögnina úr BHM heldur hvaða ástæða er lögð til grundvallar,” sagði Elsa. Tillagan um úrsögn var borin upp af stjóm HÍK á fundinum og greiddu 39 atkvæði með en 20 voru á móti. Eggert sagði að rekstur félagsins hefði verið kostnaðarsam- ur að undanförnu og töluverðar fjár- hæðir rynnu til BHM, 900 kr. frá hverjum félagsmanni árlega eða samtals rúmlega 1.100 þúsund á ári. Heimir sagði að BHM hefði haft það hlutverk að vera samræðuvett- vangur háskólamanna úr ólíkum greinum og að vinna að vextj og ■viðgangú háskóliimonntunar., - i auk is.. í. Ruykjanes;., ,um . .að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.