Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991
• •
Onnur umræða um frumvarp til fjáraukalaga 1991:
Minnihluti fj árlaganefndar
með fyrirvara við niðurskurð
Frumvarp til fjáraukalaga var til annarrar umræðu í gær. Karl Stein-
ar Guðnason (A-Rn) formaður fjárlaganefndar gerði grein fyrir áliti
nefndarinnar. Allir nefndarmenn undirrita álitið en fulltrúar minnihlut-
ans hafa fyrirvara um boðaðan niðurskurð og einnig hvernig skuldbind-
ingar ríkissjóðs eru bókfærðar.
Frumvarp til ijáraukalaga fyrir
árið 1991 var lagt fram á Alþingi í
upphafi þings, þar kom fram að út-
gjöld ríkissjóðs breyttust frá ákvæð-
um 2. greinar fjárlaga fyrir árið
1991 um rúmar 5.067 milljónir.
Karl Steinar Guðnason (A-Rn)
formaður fjárlaganefndar mælti fyrir
áliti sem er undirritað af öllum nefnd-
armönnum en þó með fyrirvara af
hálfu fulltrúa minnihluta. Hann sagði
að í nokkrum tilvikum væri tilgreind
lækkun heimilda eða niðurskurður
en í flestum tilfellum væri um tals-
verðar hækkanir að ræða. í ræðu
Karls Steinars kom m.a. fram að fjár-
greiðslur úr ríkissjóði 1991 umfram
lögbundnar íjárheimildir voru: Lána-
sjóður íslenskra námsmanna: 200
milljónir króna, voru þær veittar að
höfðu samráði við fjárlaganefnd.
Aðstoð við kúrdíska flóttamenn: 70
milljónir króna, samkvæmt ákvörðun
fyrri ríkisstjórnar. Kynningarátak
um Leif Eiríksson: 25 milljónir króna,
samkvæmt ákvörðun fyrri ríkis-
stjórnar. Ríkisábyrgð á líiunum: 130
milljónir króna. Samtals næmi þetta
425 milljónum.
Formaður fjárlaganefndar gerði
grein fyrir þeim breytingartillögum
sem nefndin gerði við frumvarpið,
m.a. samþykkti nefndin 18,6 milljóna
króna hækkun á aukaijárveitingu til
Alþingis sem verður þá samtals 37,7
milljónir króna. Mun hér vera um
að ræða breytingar á skipulagshátt-
um Alþingis og kostnað sem leiddi
af nýafstöðnum Alþingiskosningum
s.s. biðlauna o.fl.
Ópera
Tekinn er inn nýr liður í frumvarp-
ið. Islenska óperan 10 milljónir
króna. I fjárlagafrumvarpi ársins
1991 var heimild til að semja við
Reykjavíkurborg og aðra aðila um
lausn á fjárhagsvanda íslensku óper- •
unnar. Nú lægi fyrir samkomulag
þar sem gert væri ráð fyrir að ríkis-
sjóður greiði Óperunni árlega 30
milljónir í fast framlag, þessu til við-
bótar veiti ríkissjóður mótframlag
jafnhátt söfnuðum styrkjum að há-
marki 5 milljónir króna á ári. Þá
væri í samningnum ákvæði er bönn-
uðu íslensku Óperunni að afla fjár
með lántökum og ákvæði er efldu
stöðu fjármálastjóra. Samhliða þessu
lægi fyrir yfirlýsing frá Reýkjavíkur-
borg um að borgin muni auka stuðn-
ing sinn við Leikfélag Reykjavíkur,
þannig að fyrirhugað framlag til
Leikfélags Reykjavíkur í frumvarpi
til fjárlaga 1992 geti flust til ís-
lensku Óperunnar, án þess að heild-
arstuðningur við Leikfélag Reykja-
víkur skerðist.
Ríkisspítalar
Framlag til Ríkisspítala hækkar
um 21 milijón og er það vegna sér-
stæðra sjúkdómstilfella. Það kom
•'tn.a. fram í ræðunni að í íjáraukalag-
afrumvarpinu væri gerð tillaga um
að veita framlag að ijárhæð 129
milljónir króna til Rikisspítalanna
sem uppgjör vegna rekstrarhalla á
árinu f991. Þar með hefðu Ríkisspít-
alar fengið svo til alla þá upphæð
^em þeir hefðu óskað með bréfi 10.
október 1990 vegna rekstrarhalla
þess árs. En nú hefðu Ríkisspítalarn-
ir farið fram á 220 milljóna króna
viðbótarframlag með bréfi dagsettu
23. október. Meirihluti fjárlaga-
nefndar telur að Iegið hafi fyrir í
upphafi þessa árs að þáverandi
stjórnvöld hafi ekki verið reiðubúin
til að auka framlag til spítalanna og
þeim verið ætlað að mæta sjálfir
nokkrum kostnaði sem t.a.m. hlaust
af kjarasamningum sem þáverandi
fjármálaráðherra gerði við aðstoðar-
lækna. Þá gæti nefndin ekki fallist
á að stjórnendur spítalans tækju sér
ákvörðunarvald um aukin útgjöld
vegna aukinnar þjónustu án fyrir-
fram heimilda. í heilbrigðisráðuneyt-
inu væri verið að skoða beiðni Rík-
isspítalanna sérstaklega og þess
vegna væri ekki tekin afstaða til
málsins að þessu sinni. Formaður
fjárlaganefndar boðaði að nefndin
myndi ekki una við síendurteknar
aukafjárveitingar. Hver einasta
stofnun yrði að sníða sér stakk eftir
vexti.
Það kom einnig fram í ræðu Karls
Steinars að eftir að ijárlaganefnd
hafði lokið tillögum sínum og athug-
un á frumvarpinu fyrir 2. umræðu
urðu nokkrar umræður á Alþingi um
Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þá
hafi og forsvarsmenn sjóðsins komið
til viðræðu við íjárlaganefndina í síð-
ustu viku. Fram hafí komið að nú
skorti sjóðinn samtals 300 milljónir
til að geta staðið við skuldbindingar
sínar til áramóta. Hér væri vissulega
um stóra upphæð að ræða en
væntanlega óhjákvæmilega. Nefndin
muni ræða þessi mál fyrir þriðju
umræðu og skila tillögum.
Formaður fjárlaganefndar gerði
grein fyrir því að samkvæmt tillögum
meirihluta nefndarinnar hækkaði lið-
ur sem gerir ráð fyrir „útgjöldum
samkvæmt heimildarákvæðum” um
700 milljónir. Hér mun vera um að
ræða útgjöld vegna fasteignakaupa.
Það mun vera álit meirihluta nefnd-
arinnar að færa til gjalda þann hluta
kaupverðs sem greiddur var með lán-
um eða öðrum eignum. I fjárlaga-
nefndinni væri ágreiningur um þessa
færslu. Meirihlutinn teldi brýnt að
sýna á hveijum tíma allar lántökur
sem ríkissjóður hefði undirgengist
með formlegum hætti til greiðslu á
vöru og/eða þjónustu sem fært er í
ríkisbókhaldi innan ársins. Fulltrúar
stjórnarandstöðunnar telji álitamál
hvort eigi að færa skuldbindingar
ríkissjóðs vegna fasteignakaupa sér-
staklega með þeim hætti sem hér
væri lagt til, enda væru þessi upp-
gjörsmál ríkissjóðs í nánari athugun.
Með nefndarálitinu fylgir einnig
yfirlit um lækkun framlaga til fram-
kvæmda, m.a. við skóla, sjúkahús
og vegagerð.
Ekki sammála öllu
Guðmundur Bjarnason (F-Ne)
lagði áherslu á að þótt minnihluti
fjárlaganefndar undirritaði nefnd-
arálitið og stæði að flestum breyting-
artillögum væri ekki víst að sú yrði
reyndin hvað snerti fjárlagafrum-
varpið enda væru þar settar fram
margar nýjar hugmyndir sem stjóm-
arandstæðingar vildu ekki né gætu
tekið undir.
Guðmundur taldi nauðsynlegt að
skoða nokkuð málefni Ríkisspítal-
anna nánar við afgreiðslu fjárlaga,
ef til niðurskurðar kæmi, væri líklegt
að sparnaði yrði helst náð skjótt með
því að draga úr hjartaskurðlækning-
um og bæklunaraðgerðum og þar
væri tæpast á biðlistana bætandi.
Guðmundur gerði grein fyrir fyr-
irvörum minnihlutans, m.a. þeim
ágreiningi sem væri um færslu á
greiðslum vegna ýmissa heimilda,
um 700 milljónir. Hér væri ekki um
að ræða djúpstæðan ágreining heldur
ágreining um málsmeðferð núna. Það
hefði lengi verið til athugunar og
umræðu breytingar hvernig færa
skyldi skuldbindingar ríkissjóðs til
bókar. En málið væri enn í undirbún-
ingi og minnihlutinn teldi óeðlilegt
að taka aðeins einn þátt út úr.
Minnihlutinn gerir einnig fyrirvara
um niðurskurð á fjárveitingum til
opinberra framkvæmda s.s. til fram-
haldsskóla um 40 milljónir, 350 millj-
ónir til vegagerðar, 10 milljónir til
hafnargerðar.N iðurskurðarlistar
með nefndarálitinu væru algjörlega
á ábyrgð ríkisstjómar. Jóna Val-
gerður Kristjánsdóttir (SK-Vf) tók
Karl Steinar Guðnason
undir fyrirvara fyrra ræðumanns.
Hún gagnrýndi einnig eyðslu í aðal-
skrifstofum ráðuneyta sem hún taldi
koma fram í frumvarpinu. Hvenær
ætluðu þeir Sem ákafast predikuðu
niðurskurð að byija á sjálfum sér?
Hún taldi einnig að hækkun á heim-
ildum vegna jöfnunar á raforku-
kostnaði vægi lítið á móti gjaldskrár-
hækkunum.
Pálmi Jónsson (S-Nv) taldi að
þetta frumvarp til fjáraukalaga stað-
festi þær spár sem hann hefði haft
uppi fyrir ári. Við afgreiðslu fjárlaga
þessa árs hefði verið gert ráð fyrir
4,1 milljarða halla. Hann hefði áætl-
að hann varlega, vegna ýmissa
óvissuþátta, 6-7 miþjarða, en nú yrði
hann 9,8 milljarðar. Þetta væri alvar-
leg staða og yki vanda ríkisstjórnar
við fjárlagagerðina næstu árin.
Stuttar
þingfréttir
Hagræðingarsj óðurinn
Sjávarútvegsráðherra hefur lagt
fram áður boðað frumvarp uin
breyting á lögum nr. 40, 15. maí
1990, um hagræðingarsjóð sjáv-
arútvegsins.
Þær breytingar sem sem frum-
varpið gerir ráð fyrir hafa nú þegar
verið nokkuð til umræðu. Sérstak-
lega hefur verið deilt um þá breyt-
ingu að allar tekjur sjóðsins af
framsali aflaheimilda renni til Haf-
rannsóknastofnunarinnar í sam-
ræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinn-
ar að láta atvinnuvegina bera í rík-
ari mæli en nú kostnað af því rann-
sóknar- og þjónustustarfi sem unn-
ið er í þeirra þágu á vegum ríkisins.
í bráðabirgðaákvæði er gert ráð
fyrir að á fiskveiðiárinu 1. septem-
ber 1991 til 31. ágúst 1992 skuli
aflaheimildum sem hagræðingar-
sjóður fær til úthlutunar samkvæmt
5. grein laganna varið til hækkunar
á aflamarki einstakra skipa í hlut-
falli við aflahlutdeild hvers skips
af þeim fisktegundum sem sjóður-
inn hefur til umráða.
Ainnci
Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun:
Skuldabasl er engin lausn
segir Vilhjálmur Egilsson
ÁTJÁN og hálf klukkustund nægja ekki til að ræða skýrslu Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra um Byggðastofun. Ráðherrann mælti
fyrir skýrslunni fjórða nóvember siðastliðinn en þá tókst ekki að ljúkja
umræðum. Síðastliðinn fimmtudag var aftur tekið til við að ræða
skýrsluna og byggðamálin almennt í víðu samhengi. Fundi var fre-
stað um kvöldmatarleytið en. hófst aftur kl. 21. Fundi var slitið kl.
00.30. Umræðunni er enn ólokið og eru fimm þingmenn á mælenda-
skrá.
.no-w'uiiadöl • li'.I
Þegar kvöldfundur hófst var
Kristinn II. Gunnarsson (Ab-Vf)
fyrstur á mælendaskrá. Ræddi þing-
maðurinn m.a. málefni og vanda
sjávarútvegsins og útgerðarfyrir-
tækja. Hann vildi benda ríkisstjórn-
inni á að allar aðgerðir sem gripið
yrði til að aðstoða sjávarútveginn
hlytu að fela í sér einhverja afskrift
skulda. Hann ítrekaði andstöðu sína
við kvótakerfið en það kom einnig
fram í hans máli að miðað við að-
stæður í dag, samdrátt í veiðheim-
ildum, væri hann því ekki mótfallinn
að byggðalögin sameinuðust um
rekstur útgerðarfélaga. En þá yrðu
öll byggarlög að hafa eignahlut,
með öllu óþolandi væri fyrir byggð-
arlag að vera öðrum háð um afla.
Guðjón Guðmundsson (S-Vl) taldi
furðulegt að kenna ríkisstjóm sem
setið hefði í 'h ár um byggðavand-
ann. Rakti hann með tölurn og rök-
um hvernig sigið hefði á ógæfuhlið-
ina síðustu áratugi. Matthías
Bjarnason (S-Vf) taldi ríkari
ástæðu vera til að flytja aðrar stofn-
anir á landsbyggðina heldur en
Byggðastofnun til Akureyrar. Matt-
híasi þótti slæmt að sumir sjálfstæð-
ismenn, þ. á m. Björn Bjarnason,
horfðu í að 12 milljarðar hefðu ver-
ið færðir úr vasa skattgreiðenda út
á land á tuttugu árum. Sagði Matt-
hías þetta vera sömu upphæð og
runnið hefði til húsbréfakerfisins á
10 mánuðum. Einnig vildi ræðumað-
ur segja Birni Bjarnasyni þá skoðun
sína að því færi fjarri að Framsókn-
arflokkurinn gæti eignað sér heiður-
inn af byggðastefnunni, þar væri
Sjálfstæðisflokkurinn brautryðj-
andi, sagðist hann minnast með
stolti myndarl^ra framlaga til
byggðamála, allt frá Viðreisnarár-
unum.
Vilhjálmur Egilsson (S-Nv)
rakti erfiðleika og almenna stöðnun
í atvinnulífínu. Viðvarandi við-
skiptahálla o.fl. Við hefðum skráð
gengi krónunnar rangt gengis-
skráningin hefði tekið mið af hinni
„frægu núllstefnu”; sjávarútvegur-
inn ætti að meðaltali að vera um
núllið. Helst hefði ekki mátt hagn-
ast á sjávarútvegi. Við hefðum látið
þessa höfuðatvinnugrein lands-
byggðarinnar safna skuldum. En
þessi stefna væri ekki lengur fær.
Við hefðum á síðasta áratug farið
í gegnum þijá „meiriháttar skuld-
breytingarrúnta”; nú væru flest fyr-
irtæki veðsett upp í topp. Vilhjálmur
taldi engar einfaldar lausnir vera
til á vanda mjög skuldsettra fyrir-
tæka. það yrði að meta hvert ein-
stakt fyrirtæki, og þar yrði fyrst
og fremst að meta hvert mál útfrá
viðskiptalegum forsendum. Og í
mörgum tilvikum myndi sú staða
koma upp, að það væri betra fyrir
alla að fyrirtækið færi í gjaldþrot
og byijaði uppá nýtt. Það væri ekki
endilega víst að rekstur stöðvaðist
um aldur og ævi. Það bæri að líta
á gjaldþrot sem tæki til að koma
rekstri aftur af stað. Það versta sem
fólki væri gert, væri að halda því í
þeirri stöðu, að verða að basla áfram
í rekstrinum án þess að eiga nokk-
urn tímann möguleika á því að
gréiða niður sínar skuldir. Slíka nið-
urlægingu væri ekki á nokkurn
leggjandi.
Kvótaleiga
Gunnlaugur Stefánsson (A-Al)
sagði að landsbyggðafólk þy^ftiekki
að afsaka sína tilveru og ef einhver
„björgunarstefna” hefði verið rekin
í landinu, þá hefði það verið stuðn-
ingur við höfuðborgina, m.a. í glæsi-
legum opinberum byggingum.
Gunnlaugur gerði að umtalsefni
frumvarp um breytingu á lögum um
hagræðingarsjóð sem lagt hefði ver-
ið fram á þinginu þá um kvöldið.
Hann sagðist skilja áhyggjur manna
þegar ætlunin væri að leigja 12
þúsund tonn á fijálsum' markaði.
Alþýðuflokkurinn hefði alltaf lagt á
það áherslu að þegar ríkið hæfi þá
starfsemi að leigja kvótann yrði
hvort tveggja að gerast um leið.
Rekstrarskilyrði útgerðarinnar yrðu
bætt, og að þetta yrði gert í áföng-
um. Þarna væri rætt um 12 þúsund
tonn sem byija ætti að leigja frá
1. sept á næsta ári. Það yrði að
fara hægt af stað. Einnig yrði að
huga að því hvernig að því yrði stað-
ið að bjóða útgerðum forleigu. Hann
hefði efasemdir urh að sú stefna sem
mörkuð væri í 4. grein laganna
væri rétt og hefði hann haft fyrir-
vara þegar frumvarpið hefði verið
afgreitt í þingflokki Alþýðuflokks-
ins. Hann hafði efasemdir um að
bjóða útgerðum sem lönduðu í er-
_ lendum höfnum forleigurétt á þess-
um heimildum. Það væri athugunar-
efni hvort ekki ætti að veita þeim
skipum sem lönduðu í heimahöfn
fyrsta rétt á leigu veiðiheimiidanna.
Egil Jónsson (S-Al) taldi víst að
stjórnarandstæðingar myndu snúa
út úr ummælum Vilhjálms Egilsson-
ar um gjaldþrot. Við gjaldþrot yrðu
aðrir fyrir áföllum og væri hroðalegt
að hugsa til þess að slíkir hlutir
gætu talist bjargráð. Egil taldi að
þrátt fyrir margvíslegan ágreining
væri meiri samstaða um byggðamál-
in en menn ætluðu. Þingmaðurinn
varaði við of miklum ákafa og oforsi,
hvatti til þess að menn gætu að sér
og virtu vilja manna, t.a.m. yrði að
vera sátt og samlyndi þegar sveitar-
félög sameinuðust.
Kl. 00.30 frestaði Björn Bjarna-
son varaforseti Alþingis umræðun-
um og sleit fundi.
Oi; ■ingiijrnJ enioój; ■ :l nufi^de'UB