Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 Reuter Eng'inn venjulegur farangur Króatar, sem búsettir eru á Vesturlöndum, og fólk, sem er af króatísku bergi brotið, gerir ýmislegt til að styðja við bakið á Króötum í heimaland- inu en stundum er þó kannski fulllangt gengið. Þeim fannst það að minnsta kosti tollvörðunum á Miinchenarflugvelli þegar þeir fundu þennan varning í fórum tveggja Bandaríkjamanna, sem voru á leið til Júgóslavíu: 71 skamm- byssu, einn M-16-riffil, eina hríðskotabyssu og 1.470 byssukúlur. James Baker utanríkisráðherra Banda- ríkjanna að lokinni Kínaheimsókn: Minni árangur 1 mannréttindamál- um en vonir stóðu til Peking. Reuter. The Daily Telegraph. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði við lok heim- sóknar sinnar til Kína á sunnudag að augljós árangur hefði náðst á sumum sviðum en honum hefði orðið minna ágengt hvað mann- réttindi varðar en vonir stóðu til. George Bush Bandaríkjaforseti sagð- ist þó líta svo á að heimsókn Bakers væri upphafið að viðræðum ríkj- anna um mannréttindi milli. Líkti hann þessum þreifingum við sam- skipti Bandaríkjamanna og Sovétmanna árið 1985 þegar viðræður sem áttu eftir að skila árangri í mannréttindamálum hófust loks fyrir al- vöru. Baker sagði að eftir 18 klukku- stunda erfiðar viðræður hefðu Kín- verjar fallist á að skrifa undir alþjóð- asáttmála um takmörk-un eldflauga- sölu til þriðjaheimsríkja að því gefnu að bandarísk stjómvöld afléttu banni við sölu hraðvirkra tölva og gervi- tungla til Kína. Baker sagði að bandarísk stjórnvöld myndu athuga þennan möguleika. Ennfremur hefðu Kínverjar lagt fram jákvæðar tillög- ur um vemdun höfundarréttar og samkomulag hefði náðst um orðalag minnisblaðs um hömlur á sölu vam- ings til Bandaríkjanna sem fram- leiddur er í fangelsum Kína. Opin- bera fréttastofan Nýja Kína sagði England: IRA-menn létust í sprengingu Belfast. Reuter. ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, hefur viðurkennt, að tveir liðsmanna hans hafi látið lífið þegar sprcngja, sem átti að granda breskri herhljómsveit, sprakk í höndum þeirra. Sprengingin varð í mannlausri bankabyggingu í bænum St. Albans, skammt frá hljómleika- húsinu þar sem herhljómsveitin var að leika fyrir um 300 áheyr- endur. Voru IRA-mennirnir tveir saman, líklega karl og kona, en þau tættust sundur í sprenging- unni. Snemma á árinu stóð IRA fyrir tveimur sprengjutilræðum á brautarstöðvum í London og þá lét einn maður lífið. Um svip- að leyti reyndi hreyfingin að ráðast gegn bústað breska for- sætisráðherrans með sprengju- vörpu og mátti litlu muna, að illa færi fyrir John Major og stríðsráðuneyti hans í Persaflóa- stríðinu. hins vegar um elflaugamálin að kín- versk stjómvöld hefðu gefið til kynna að þau myndu e.t.v. íhuga að fara eftir reglum sáttmálans. En engin eining ríkti um mann- réttindamál frekar en búast mátti við en þau hafa verið helsti ásteyt- ingarsteinninn í samskiptum ríkj- anna frá fjöldamorðunum á Torgi hins himneska friðar í júní 1989. Sendiráð Bandaríkjanna í Peking hafði komið því í kring að Baker hitti andófskonuna Dai Qing sem var í haldi í nokkurn tíma eftir blóð- baðið í Peking. Hún er kunnasta blaðakona Kína en hefur ekki fengið að skrifa í blað sitt, Dagblað Gu- angming, síðan. Af fundi hennar og Bakers varð þó ekki og segja heim- ildarmenn breska dagblaðsins The Daily Telegraph að kínversk örygg- islögregla hafi handtekið hana um helgina. Baker sagði að ef þetta væri rétt þá væri það vissulega áhyggjuefni. Hann sagðist hafa beð- ið starfsmenn bandaríska sendiráðs- ins að taka málið upp í viðræðum við kínverska embættismenn. Kín- versk stjómvöld neituðu því í gær að Dai hefði verið handtekin en bandarískir sendiráðsmenn segjast ekki hafa náð sambandi við hana ennþá. Óstaðfestar fregnir herma að Hou Xiaotian, önnur andófskona, hafi einnig horfið um helgina. Eigin- maður hennar, Wang Juntao, afplán- ar nú þrettán ára fangelsisdóm vegna þátttöku í mótmælunum fyrir tveimur og hálfu ári. James Baker réttlætti för sína til Kína með þessum orðum: „Nú eru tvö og hálft ár liðið frá harmleiknum á Torgi hins himneska friðar. Ef samskipti ríkjanna eiga ekki að liggja niðri um ókomna framtíð þá verða viðræður að hefjast.” Hann sagðist ekki hafa búist við miklum árangri. „Bilið var of breitt til þess að við slíku mætti búast af einni heimsókn.” Engu að síður hefðu kín- versk stjórnvöld tekið vel í að ættingjar þekktra andófsmanna sem búa erlendis fengju að fara úr landi. Einnig hefðu stjórnvöld veitt upplýs- ingar um örlög 800 manna á lista yfir pólitíska fanga sem Bandaríkja- menn létu í té fyrr á þessu ári. Thomas Sutherland, deildarforseti við Bandaríska háskólann í Beirút: Stundaði líkamsþjálfun og kenndi samfanga frönsku Beirút. Reuter. ENGINN gísl í Líbanon hefur verið lengur í haldi en Thomas Sutherland, sem sleppt var í gær, að undanskildum Terry Anderson, fréttaritara banda- rísku fréttastofunnar AP. Sut- herland var rænt í júní 1985 er hann var á leið heim til sín frá Beirút-flugvelli. Thomas Sutherland fæddist í Falkirk á Skotlandi árið 1931. Ólst hann upp á kúabúi. Hann lauk prófi í landbúnaðarfræðum við Glasgow-háksóla og fór í framhaldsnám til Iowa Univers- ity í Bandaríkjunum. Þar lauk hann doktorsprófi í búfjárrækt. í Bandaríkjunum kynntist hann eiginkonu sinni Jean og gerðist bandarískur ríkisborgari. Hann var um skeið prófessor við há- skólann í Colorado. Árið 1983 fluttu þau hjón til Líbanon þar sem Sutherland varð forseti land- búnaðardeildar Bandaríska há- skólans í Beinít. Ári áður höfðu ísraelar ráðist inn í Líbanon og ofbeldi færðist stöðugt í vöxt í Beirút. í janúar 1984 var Malc- olm Kerr, rektor háskólans, myrtur. Samtökin Heilagt stríð (íslamska Jihad) lýstu ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Jean Sutherland segir að morðið hafi fengið mjög á bónda sinn og hafi hann gert sér grein fyrir að Thomas Sutherland hann væri næstur í röðinni. Hann vildi þó ekki yfirgefa starf sitt í Beirút en réð sér lífvörð sem var með honum allan sólarhtinginn. Það kom þó ekki í veg fyrir að mannræningjar rændu honum 9. júní 1985 þar sem hann var á leið heim frá Beirút-flugvelli. Engin samtök lýstu ábyrgð á hendur sér og það var ekki fyrr en þremur mánuðum síðar að eiginkona hans fékk fréttir af honum. Þá létu samtökin Heilagt Terry Waite, sendimaður Ensku biskupakirkjunnar: Hafði tryggt frelsi tíu gísla þegar hon- um var sjálfum rænt Beirút. Reuter. The Daily Telegraph. BRETINN Terry Waite, sendimaður Ensku biskupakirkjunnar, hafði náð miklum árangri í samningaviðræðum við mannræn- ingja í Beirút, Líbýu og íran þegar honum var rænt í Beirút 20. janúar 1987. Tíu gíslum hafði verið sleppt fyrir hans tilstilli. Fyrstu förina fór Waite árið 1980 er hann fékk lausa þrjá starfsmenn biskupakirkjunnar sem voru í haldi í Teheran, höfuð- borg írans. Er haft fyrir satt að Waite, sem er maður hávaxinn og þrekinn, hafi bætt fyrir litla þekkingu á írönskum málefnum með því að fara í sjómann við byltingarverðina í því augnamiði að byggja upp traust. Fjórum áðum síðar fór hann til Líbýu og hitti Moammar al Gaddafi vegna fjögurra Breta sem voru þar í haldi af pólitískum ástæðum. Waite vakti hrifningu Gaddafis í umræðum um áhrif grískrar hugsunar á íslam og föngunum var sleppt. Kunningjar Waites í Beirút sögðu að hann væri rekinn áfram af ævintýraþrá og þeirri sann- færingu að eina leiðin til að frelsa gíslana í þessum heimshluta væri að leggja sig í mikla hættu. Sjálf- ur lýsti hann ferðum sínum inn í undirheima Vestur-Beirút svo: „Venjulega er farið með mig að nóttu í bíl í yfirgefna byggingu. Ég geng einn inn í húsið. Ein- hver tekur á móti mér og bindur fyrir augu mér. Þá er farið með mig eitthvert annað og viðræður hefjast á meðan hlaðinni bys.su er beint að mér.” Þegar honum var rænt var hann að reyna að fá Bandaríkja- mennina Terry Anderson og Thomas Sutherland lausa. Hann átti að hitta mannræningjana á læknastofu og bað lífverði sína, drúsa, að leyfa sér að fara einum. Áður hafði hann sagt að yrði honum rænt ætti ekki að greiða lausnarfé. Engin samtök lýstu ábyrgð á hendur sér á hvarfi Waites. Ekki bárust neinar fregnir af honum fyrr en í ágúst 1990 þegar írinn Brian Keenan var látinn laus. Sagði hann að í næsta klefa við sig hefði verið maður í haldi sem gekk í stórum ilskóm og talaði þýðri röddu. Keenan sagðist vera viss um að þetta væri Waite, hefði hann verið sjúkur en ekki mjög alvarlega. Þegar umræða fór af stað í Bandaríkjunum um leynilega samninga um vopnasölu til írans í skiptum fyrir lausn gísla vökn- uðu grunsemdir um að Waite væri flæktur í málið ekki síst vegna þess að hann hafði átt fundi með Oliver North starfs- manni Þjóðaröryggisráðs Banda- ríkjanna áður en hann hélt til Líbanons. Ekkert hefur þó sann- ast í þessu efni en þó virðist að rekja megi lausn eins gísls til viðskipta Norths fremur en til framgöngu Waites. Terry Waite stríð lausan bandaríska prestinn Benjamin Weir og hafði hann meðferðis bréf frá Sutherland. Heilagt stríð hefur aldrei getið þess í yfirlýsingum sínum að samtökin hafi haft Sutherland í haldi en gíslar sem sleppt hefur verið undanfarin ár hafa flutt fréttir af honum. Bandaríkjamað- urinn Frank Reed sem sleppt var í apríl 1990 sagðist hafa verið í haldi á sama stað og Sutherland í nokkra mánuði. Hefði Suther- land stundað líkamsþjálfun í prí- sundinni. írinn Brian Keenan sem einnig var sleppt í fyrra sagðist hafa lært frönsku af Sutherland en hann væri „hörmulegur póker- spilari”. Jean, eiginkona Suther- lands, lýsir honum sem vingjarn- legum og félagslyndum manni með mikla kímnigáfu. GISLAR, SEM SLEPPT HEFUR VERIÐ í ÁR 12. JANUAR ■ Byltingarráð Fatah leysir Belgann Emmanuel Houtekins. konu hans og tvær dætur úr haldi, en þeim var rænt 1987. 8. ÁGÚST ■ Skæruliðasamtökin Heilagt stríð i sleppa Bretanum John McCarthy. 'I sem var rænt i april 1986. 11.ÁGÚST ’ Byltingarsinnuðu réttlætissamtökin sem fylgja írönum að málum. sleppa sextugum Bandaríkjamanni.C Edward T racey, sem rænt var i október 1986. Baráttusamtök fyrir réttargæslu fanga og gisla leysa Frakkann Jeromeleyraud úr haldi eftir % þriggja daga prísund. 11. SEPTEMBER i Suöur-líþanski herinn. sem er hallurff undir ísrgel sleppir 51 Líbanaúr haldi og Israel afhendir 9 lík skæru-:. liða Hizbollah. 13. SEPTEMBER «Palestínuarabar. sem eru hlið- hollir Sýrlendingum. afhenda lik ísraelska liðþjáifans Samir Assad, sem var tekinn til fanga 1983. 24. SEPTEMBER > Byltingarsinnuðu réttlætissamtökin sleppa hinum 77 ára gamla Breta Jack Mann. en hann hafði verið í s gíslingu frá maí 1989. 21. OKTÓBER »ísraelar sleppa 15 arabískum föngum úr Khiam-fangelsinu í Suður-Libanon. Bandariska stærðfræði- oa tölvu- fræðiprófessornum JesseTurner er sleppt af Heilögu stríði eftir 1.731 daga prísund. 18. NÓVEMBER • Mannræningjar í Líbanon leysa Bretann Terry Waite og Bandaríkjamanninn Thomas Sutherland úr haldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.