Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991
SANDPAPPÍR
jMjSCBnnBa!
ÁRViK
ARMÚLI 1 -REYKJAVÍK- SÍMI 687222 -TELEFAX 687296
Bára Sigurjóns-
dóttir — Mmning
Fædd 16. júlí 1912
Dáin 8. nóvember 1991
* Sjaldnast erum við viðbúin fregn-
inni um andlát góðs vinar, jafnvel
þó hinn sami hafí átt við langvar-
andi veikindi að stríða.
Bára Sigutjónsdóttir ólst upp á
Rafnkelsstöðum í Garði hjá móður
sinni, Guðbjörgu Þorsteinsdóttur og
manni hennar ísaki Bjarnasyni og
hálfbróður sínum Eggerti ísakssyni.
Hingað til Hafnarfjarðar kom hún
um tvítugt og var hér við ýmis störf.
Hún var þá um tíma í vist hjá for-
eldrum mínum. Sterk vináttubönd
bundust milli hennar og fjölskyldu
minnar og þau entust alla tíð. Ég
var töluvert inni á heimili þeirra
hjóna Báru og manns hennar Har-
aldar Axels Guðjónssonar, og naut
ég þar hlýju og ástúðar frá þeim
báðum. Þau hjón eignuðust eina
dóttur, sem lifði ekki nema nokkra
mánuði og það var mikill söknuður
þegar hún dó. Þau eignuðust ekki
fleiri börn. Árið 1947 tóku þau kjör-
i dóttur sem Guðbjörg heitir. Bára
missti mann sinn árið 1964 eftir að
hann hafði barist við veikindi í tölu-
| verðan tíma.
Á milli ijölskyldu okkar voru allt-
af góð kynni. Bára var mjög vel
gefin og vel gerð kona. Hún var
búin að ganga í gegnum ýmis veik-
indi allt frá unga aldri, en þrátt fyr-
ir það var alltaf sama rólyndið yfir
henni.
Síðustu árin sem hún lifði dvaldi
hún á Hrafnistu í Hafnarfírði og var
hún starfólkinu á Hrafnistu mjög
þakklát fyrir hve það var ætíð gott
og hjálpsamt við hana. Eggert bróð-
ir hennar og Sesselja Erlendsdóttir
kona hans voru henni mjög góð og
artarleg. Bára sagði líka oft, að
gott væri að eiga góða að og átti
hún þá við þessi heiðurshjón.
Við hjónin og böm okkar þökkum
Báru fyrir góða vináttu í gegnum
árin og biðjum Guð að geyma hana.
4 - Ættingjum vottum við samúð
°kkal- Ásta og Júlli
^ Föðursystir mín, Bára Siguijóns-
dóttir, lést í Borgarspítalanum eftir
langvinn veikindi 8. nóvember sl.
Bára fæddist í Viðey 16. júlí 1912.
Foreldrar hennar voru Guðbjörg
Þorsteinsdóttir frá Holtsmúla í
Landsveit og Sigutjón Gunnarsson
frá Hafnarfirði. Guðbjörg giftist síð-
ar Isak Bjarnasyni útvegsbónda í
Garði og ólst Bára upp hjá þeim.
Hún dvaldist þó stundum á heimili
föður síns og hélt alla tíð góðu sam-
bandi við hálfsystkini sin, sem hafa
reynst henni ákaflega vel gegnum
tíðina. Einkum var kært með Báru
og Margréti, systur hennar.
Bára stóð á tvítugu, þegar hún
fluttist til Hafnarfjarðar. Bjó hún
fyrst hjá Sigurði Þorlákssyni og Ól-
öfu konu hans á Skerseyrarvegi 1
og var þar tekið sem einni af íjöl-
skyldunni. Voru þau hjón og börn
þeirra einlægir vinir Báru alla tíð
síðan. í Hafnarfírði kynntist Bára
Haraldi Axel Guðjónssyni bílstjóra,
sem varð eiginmaður hennar. Eign-
uðust þau tvær dætur, Margréti og
Guðbjörgu. Eldri dóttirin lést aðeins
þriggja mánaða gömul, en Guðbjörg
lifir móður sína.
Bára og Alli, en svo kallaðist
Haraldur Axel alltaf, byggðu á
stríðsárunum hús við Skerseyraiveg
í Hafnarfírði, ásamt Eggert föður
mínum. Bjuggu þau systkin þar á
sitt hvorri hæðinni, ásamt móður
sinni. Árið 1943 veiktist Bára af
berklum og lá um nokkurra mánaða
skeið á Vífilsstaðahælinu. Þar lá
móðir mín, Sesselja Erlendsdóttir,
þá einnig og urðu þær Bára miklar
vinkonur, þótt tólf ára aldursmunur
væri á þeim. Bar aldrei skugga á
vináttu þeirrra. Móðir mín var vön
saumakona, þótt ung væri að árum,
og tók hún að sér að hjálpa Báru
að sauma gardínur fyrir nýja húsið.
Tókust þannig kynni með henni og
föður mínum, sem leiddu til hjóna-
bands. Það urðu því fljótlega tvær
íjölskyldui' í húsinu við Skerseyrar-
veg 5 og þijár kynslóðir, því Guð-
björg amma bjó fyrst hjá foreldrum
mínum, en eftir að við systkinin
vorum orðin þijú flutti hún upp til
Báru og Alla. Eins og nærri má
geta var mikill samgangur milli fjöl-
skyldnanna, og við frændsystkinin
nánast alin upp sem systkini.
Um miðjan sjötta áratuginn fóru
fjölskyldurnar að huga að því að
verða sér úti um rúmbetra húsnæði.
Byggðu Bára og Alli þá myndarlegt
hús á Strandgötu 79, þar sem Bára
bjó næstu 20 árin. Því miður fór
heilsu þeirra beggja að hraka stuttu
eftir að þau fluttu í nýja húsið. Alli
lést 23. september 1964, fáeinum
dögum eftir áð hann varð fímmtug-
ur. Varð hann öllum harmdauði,
enda hrókur alls fagnaðar, hvar sem
hann kom. Voru þær mæðgur þá
orðnar einar og Bára átti sífellt við
mikla vanheilsu að stríða. Mæddi
því mikið á Guðbjörgu, sem var að-
eins 17 ára gömul, þegar faðir henn-
ar dó. Bjó hún alltaf af og til hjá
móður sinni, einnig eftir að hún
hafði stofnað eigin fjölskyldu. Guð-
björgu hefur orðið 6 barna auðið.
Bára starfaði lítið utan heimilis-
ins, enda leyfði heilsa hennar það
ekki. Hins vegar var hún afskaplega
myndarleg í höndunum og hafði
gaman af handavinnu. Var undra-
vert að sjá, hversu vel henni tókst
til, jafnvel hin síðari ár, þegar hún
var búin að missa sjónina að mestu.
Bára fluttist á Hrafnistu í Hafnar-
firði og var þar til heimilis eftir það,
síðustu árin á sjúkradeild. Undi hún
þar hag sínum vel og fannst Hrafn-
ista vera sitt heimnili. Var hún af-
FRABÆR HONNUN
skaplega ánægð með alla aðhlynn-
ingu og þótti vænt um starfsfólkið,
sem sýndi henni líka mikla ræktar-
semi í langvinnum veikindum henn-
ar. Á það miklar þakkir skildar.
Þótt Bára væri þannig tiltölulega
ung komin á elliheimili litum við
aldrei á hana sem gamla konu.
Vissulega höfðu aldurinn og veikind-
in sett sitt mark á útlit hennar, en
Bára var alltaf ung í anda og hélt
andlegri reisn og heilsu til dauða-
dags. Það kom því nokkuð á mig,
þegar ég spurðist fyrir um líðan
Báru, nokkru áður en hún lést, og
starfsfólkið á spítalanum talaði um
hvernig „gamla konan” hefði það.
Ég hafði aldrei hugsað um hana sem
gamla konu, þótt hún væri vissulega
orðin 79 ára gömul. Hún hafði líka
hugann alltaf við nútímann, en ekki
fortíðina, eins og algengt er hjá
gömlu fólki.
Síðastliðið sumar, er ég var í
heimsókn hjá Báru, fór hún þó aldr-
ei slíku vant að rifja upp gamla
daga. Hafði hún orð á því, hversu
mikið lán það hefði verið að kynnast
móður minni á hælinu forðum. Hún
hefði reynst mesta hjálparhella alla
tíð síðan. Sagðist hún ekki vita,
hvernig farið hefði fyrir sér, ef móð-
ur minnar hefði ekki notið við. Að
vísu kæmi alltaf maður í manns stað,
en enginn jafnaðist þó á við hana.
Langar mig líka til að þakka henni
fyrir alla hjálpina við Báru gegnum
tíðina.
Lífíð hjá Báru frænku minni var
enginn dans á rósum. Sífelld veik-
indi hijáðu hana mestan hluta
ævinnar. En hún tók því af miklu
æðruleysi og kvartaði aldrei. Það
eina, sem hún óttaðist var að tapa
sambandinu við umheiminn og vita
hvorki í þennan heim né annan. Svo
var Guði fyrir að þakka, að þá raun
þurfti hún aldrei að þola.
Að lokum vil ég bera kveðjur frá
Erlu Maríu systur minni og hennar
fjölskyldu. Vegna námsdvalar er-
lendis geta þau ekki fylgt Báru síð-
asta spölinn. Við systkinin og fjöl-
skyldur okkar þökkum samfylgdina.
Blessuð sé minning Báru Siguijóns-
dóttur.
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir
ÚLPUR
Gustavsberg
Btöndunartækin frá damixa
tryggja rétt vatnsmagn og
hitastig með einu handtaki.
Veljið aðeins það besta
- veljið damixa blöndunartæki
fyrir eldhúsið og baðherbergið.
damixa
///
Fæstihelstu
ígarvöruvens
umlandallt.
1. Verð 23.500,- Litur: Svartur + mynd, M-XXL, ekta skinn í hettu,
m/leður á öxlum og ermum.
2. Verð 22.610,- Tvær í einni. Litur: Blár + mynd, köflóttur mittisjakki innan undir.
3. Verð 12.985,- Litur: Vínrauður + mynd, M-XXL.
4. Verð 15.990,- Dúnúlpa - hægt að taka ermar af - S-XXL. Litir: Sjá mynd.
CE
Einnig fyrirliggjandi fleiri gerðir. Sendum í póstkröfu.
/ Reykjavik:
A Akureyri:
SPORTHÚSID AKUREYRI
HAFNARSTRÆTI 96 • SÍMI 96-24350
ii mn
SPORTBÚÐI
ÁRMÚLA 40 SÍMI 813555
v .
lir Lárus Karl