Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 23
t ( (■
tpn
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1'9. NÓVEMBER 1991
23
Gorbatsjov þakkað
Emírinn af Kúveit, Jabir al-Ahmad al-Sabah, hefur síðustu daga verið að vitja sumra þeirra, sem studdu Kúveit
í stríðinu við írak, og í gær kom hann til Moskvu frá Peking í Kína. Sovétmenn studdu áður íraka en á því
hefur orðið breyting eins og svo mörgu öðru. Hér býður Míkhaíl Gorbatsjov al-Sabah velkominn en þeir leið-
togarnir ræddu meðal annars framtíðarsamskipti ríkjanna.
Ríkisstjórakosningarnar í Louisiana:
Duke galt afhroð en kveðst
ekki ætla að legrgja árar í bát
New Orleans. Reuter.
EDWIN Edwards, frambjóðandi demókrata í ríkisstjórakosningunum
í Louisina á laugardag, vann yfirburðasigur á David Duke, fyrrver-
andi leiðtoga Ku Klux Klan-samtakanna, sem ofsóttu og myrtu blökku-
menn. Kjörfylgi Dukes var aðeins 39% en Edwards fékk 61% og fleiri
atkvæði en nokkur annar ríkisstjóri í sögu Louisiana. Duke kvaðst á
sunnudag ekki ætla að segja skilið við stjórnmálin þrátt fyrir tapið
og Edward hvatti bandaríska kjósendur til að vera á varðbergi gagn-
vart stjórnmálamönnum eins og Ku Klux Klan-manninum fyrrverandi.
„Við vitum ekki hvar og hvenær
maður eins og David Duke bíður sig
fram næst en við megum ekki sofa
á verðinum,” sagði Edwards er úrslit-
in lágu fyrir. „Menn eins og hann
kunna að vera í hverjum bæ í Banda-
ríkjunum. Við þurfum sérstaklega
að vera á varðbergi gagnvart þeim,
sem bera ekki kynþáttahatrið utan
á sér á jafn augljósan hátt og Duke.”
Duke bauð sig fram sem repúblik-
ani þótt frammámenn flokksins og
George Bush Bandaríkjaforseti vís-
uðu honum á bug. Hann sagði á
sunnudag að þrátt fyrir ósigurinn
hefði hann ekki í hyggju að hætta
afskiptum af stjórnmálum. „Ég vil
breyta bandarískum stjórnmálum,”
sagði hann í sjónvarpsviðtali. „Fólkið
vill það sem ég vil. Það má vel vera
að kjósendurnir hafi hafnað mér en
þeir höfnuðu ekki boðskapnum.”
I kosningabaráttunni var einkum
tekist á um kynþáttamál, skatta og
efnahagsörðugleika í ríkinu. Stjórn-
málaskýrendur segja að kjarninn í
boðskap Duke væri að*kjörum hvíta
millistéttarfólksins væri haldið niðri
með miklum sköttum til að hægt
væri að styrkja blökkumenn, sem
skorti vilja til að vinna fyrir sér sjálf-
ir.
Dan Quayle, varaforseti Banda-
ríkjanna, ■ virtist á sama máli og
Duke um að bandarískur almenning-
ur styddi stefnu hans. „Boðskapur
Davids Dukes er í meginatriðum
þessi: látið veskið mitt vera, komið
atvinnuleysingjunum aftur í vinnu.
Þetta er mjög vinsæll boðskapur,”
sagði varaforsetinn í sjónvarpsvið-
tali. „Sá sem kom boðskapnum á
framfæri er hins vegar vandamálið.”
Ron Brown, formaður Demókrata-
flokksins, gagnrýndi þessi ummæli
og sagði Quayle ekki hafa farið í
felur með stuðning sinn við boðskap
Dukes.
Edwards var ríkisstjóri Louisiana
í þijú kjörtímabil en beið ósigur fyr-
ir repúblikana í síðustu kosningum.
Hann fékk nú 1,1 milljón atkvæða,
fleiri en nokkur annar ríkisstjóri í
sögu Louisiana, þótt tveir þriðju kjós-
endanna telji hann sekan um póli-
tíska spillingu, samkvæmt skoðana-
könnun sem var gerð daginn fyrir
kjördag.
Gustaf Husak
Husak látinn
Prag. Reuter.
GUSTAF Husak, sem veitti
kommúnistasljórninni í
Tékkóslóvakíu forystu frá ár-
inu 1969 og þar til lýðræði var
komið þar á að nýju fyrir
tveimur árum, lést í gær á
sjúkrahúsi í Prag.
Husak, sem var 78 ára að
aldri, þegar hann lést, tók við
forystu kommúnistaflokksins af
Alexander Dubcek í apríl 1969,
eða fljótlega eftir að umbóta-
stefnan sem oft var nefnd „Vor-
ið í Prag” hafði verið brotin á
bak aftur. Með stuðningi Sovét-
manna hreinsaði hann til í
flokknum og hélt við lýði kom-
múnískum rétttrúnaði í Tékkó-
slóvakíu næstu 20 árin.
Gorbatsjov andvígur
framsali Honeckers
Moskvu, Bonn. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti er algjörlega andvígur því að Erich
Honecker, leiðtogi Austur-Þýskalands í tæpa tvo áratugi fyrir samein-
ingu þýsku ríkjanna, verði framseldur til Þýskalands.
Þetta kom fram í viðtali forsetans
við þýska vikublaðið Stern, sem birt
var á sunnudag. „Mál Honeckers er
fyrst og fremst spurning um mann-
úð,” sagði Gorbatsjov. „Ef við lítum
á söguna undanfarna áratugi og
höfum það sama að leiðarljósi og
notað hefur verið gegn Honecker
þyrftum við að öllum líkindum að
senda alla stjórnmálamenn og leið-
toga í fangelsi í stað þess að leyfa
þeim að setjast í helgan stein.”
Sovéski herinn flutti Honecker,
sem er 79 ára, til Moskvu í mars án
samþykkis stjórnvalda í Þýskalandi.
Þau vilja draga hann fyrir rétt vegna
fyrirskipana hans um að skotið yrði
á alla þá sem reyndu að flýja yfir
Berlínarmúrinn fyrir sameiningu
þýsku ríkjanna.
Stern sagði að viðtalið við Gorb-
atsjov hefði verið tekið á föstudag,
eða sama dag og rússneska stjórnin
ákvað að vjsa Honecker frá Rúss-
landi. Níkolaj Fjodorov, dómsmála-
ráðherra Rússlands, sagði í gær að
Honecker kynni að verða sendur til
Þýskalands á næstu dögum eða vik-
um. Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, kvaðst ætla að hafa samband
við Gorbatsjov til að ræða þetta mál.
í gær sagði svo þýska blaðið Bild
að Honecker hefði brugðist við
ákvörðun rússnesku stjórnarihnar
um að vísa sér úr landi með því að
sækja formlega um pólitískt hæli í
Sovétríkjunum.
ALMENNUR FUNDUR
UM SKATTAMÁL
verður haldinn á vegum Kaupþings hf. fimmtudaginn
21. nóvember n.k. að Holiday-lnn I. hæð kl. 20:30.
Fundurinn ber yfirskriftina „Réttur sparnaður, lægri
skattar“.
Frostí SigutiónssonW
rekstrorhagfræðingur
• Áhrif mismunandi
sparnaðarleiða á skatta.
Sigurður Jóhannesson ritstjóri
Vísbendingar, rekstrarhagfr.
• Jaðarskattar, tvísköttun
lífeyris.
Fundarstjóri:
Guðmundur Hauksson
forstjóri Kaupþings hf.
KAUPÞING HF
Löggilt verðbréfafyrirtœki
Kringlunni 5, sími 689080
Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra
• Stefha
í