Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Viðræður þínar við samstarfs- menn ganga vel í dag, en gættu þess að færast ekki of mikið í fang. Þú hefur gagn af ráð- leggingu sem einhver gefur þér vegna verkefnis sem þú hefur með höndum. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú undirbýrð ferðalag og reyn- ir að halda kostnaðinum innan skynsamlegra marka. Sam- starfsverkefni sem þú tekur þátt í gengur vel í dag. Reyndu að ýkja ekki í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Heilbrigð skynsemi færir þér ávinning í staríí þínu í dag. Haltu vel utan um fjármál þín núna og eyddu eins litlu fyrir fram og þú kemst af með. v ----------:----------------- Krabbi (21. júní - 22. júlí) Óvæntur fundur sem þú verður að taka þátt í setur dagskrá þína úr skorðum. Hugmynd sem þú færð í vinnunni kann að vera svolítið langsótt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú færð óvænt heimboð núna. Ljúktu við það, sem þú þarft að gera, fyrri hluta dagsins. Síðdegis verður þú fyrir trufl- unum og slakar heldur á klónni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú kannt að fá óvænta gesti í heimsókn. Sköpunargeta þín er í mikilli uppsveiflu núna. Þú átt upplífgandi viðræður við unga manneskju. Haltu utan um budduna þína seinni hluta dagsins. Vog (23. sept. - 22. október) 5?$ Þú snýrð þér ef til vill að nýju frístundaverkefni núna og tek- ur mikilvæga ákvörðun sem snertir heimilið. Einhver í fjöl- skyldunni stendur ekki við gef- in loforð. Sporódreki (23. okt. -21. nóvember) 9l|j0 Þú ert opnari og mælskari núna en þú átt vanda til. Sinntu mikilvægum símtölum og láttu letina ekki ná tökum á þér síð- degis. Haitu borðinu hreinu. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Fólki finnst mikið koma til per- sónutöfra þinna núna. Hafðu ekki hátt um fjármálaviðræður þínar núna. Sýndu festu og ábyrgð í meðferð þinni á pen- ingum í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Láttu skoðanir þínar í Ijós á félagsfundi sem þú tekur þátt í. Vinir þínir styðja vel við bak- ið á þér í dag. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þér hættir til að tala of mikið núna og segja ranga hluti á röngum stað. Sinntu hugaðar- efnum þínum og gefðu þér góðan tíma til að hugsa þitt .ráð. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !£ Þú færð aðstoð úr óvæntri átt og heyrir í einhverjum sem býr í fjariægð. Eyddu ekki of miklu ef þú ferð út á lífið í kvöld. Stjórnusþána á ad lesa sem dœgradv'ól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. 3t/0 AE> þO scs/sr TkoLorOM/nnr, HAeaLOUR- r, ■ZzsSSHCrCÍ (siö/t Vv™ tj (siómsMOcee ireeomou EtrrHuno mr 7ee/ L/'rSremyoSLuT , PAÐ J Ltrnsjr FERDINAND r SMAFOLK OR l'LL FL055 YOUR TEETH OJITH THI5 BLANKETÍ THAT 0JA5 A 600P ONE.. 5Sr Lokaðu munninum, hundur, eða ég stanga úr tönnunum á þér með þessu teppi! Hann var góður þessi. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Svíinn Svend-Áke Bjerregárd er spaugsamur náungi og skemmtilegur andstæðingur. I spili 20 í undanúrslitaleiknum í Yokohama lagði Þorlákur Jóns- son niður tígulás gegn 6 spöðum Bjerregárds: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ KDG62 VÁK54 ♦ KD8 X /* Vestur Austur ¥ G982 ♦ ÁG10942 ♦ 1083 ♦ ¥ ♦ ♦ Vestur Norður Þorl. Morath Pass 2 grönd 4 tíglar 4 grönd Pass 6 spaðar Austur Suður Guðm. Bjerreg. — 1 spaði 3 lauf 3 spaðar Pass 5 hjörtu Allir pass Svar Moraths á 2 gröndum lofaði góðum spaðastuðningi og slemmuáhuga. Síðan sýnir Bjerregárd tvö lykilspil með svari sínu á 5 hjörtum við spurn- arsögn Moraths. Þorlákur átti fyrsta slaginn á tígulás og velti svo vöngum í skamma stund. Það var ekkert annað að gera en spila tígli, en áður en Þorlákur komst til þess stakk Bjerregárd hausnum undir borðtjaldið og spurði hann: „Þú ert væntanlega að velta því fyr- ir þér að spila tígli og gefa makker stungu. Hugsanlega á hann einspil en það gerir bara ekkert til,” sagði Bjerregárd og lagði upp: Norður ♦ KDG62 ¥ ÁK54 ♦ KD8 Vestur ^ ® Austur ¥ G982 IIIIH ¥ 10763 ♦ ÁG10942 ♦ 63 ♦ 1083 ♦ DG97542 Suður ♦Á10987543 ¥ D ♦ 75 + ÁK Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen spiluðu einnig 6 spaða í AV, svo spilið féll. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson I landskeppni Svía og Finna í haust kom þessi staða upp á fyrsta borði í viðureign stórmeistaranna Ulfs Andersson (2.625), sem hafði hvítt og átti leik, og Jouni Yrjöla (2.500) og missti hér af vinningsleið. Hann lék: 25. Df4?? - Ha4! (Þetta snýr taflinu við. Andersson getur ekki varist báðum hótunum Finnans, 26. - Bxf2+ og 26. - Bc5) 26. Rxf7 - Bxf2+ 27. Kxf2 - Hxf4 28. Rxh6+ - Kh8 29. gxf4 - Df6! og svartur vann auðveldlega. Vinningsleið hvíts er hins vegar: 25. Rxf7! - Hxf7 26. Dc8+ - Kg7 27. Hxf7+ - Kxf7 28. Hb7+ með vinnandi sókn. Andersson tapaði einnig síðari skákinni fyrir Yijölá. Fráþessari landskeppni fór hann hingað til Reykjavíkur á heimsbikarmót Flugleiða þar sem hann stóð sig afar illa og vann ekki skák. Andersson hefur um árabil verið stigahæsti skákmaður Norðurlanda en eftir þessi áfðll eru allar líkur á að hann falli úr þeim sessi a.m.k. í bili. Svíar unnu samt landskeppnina við Finna, 9-7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.