Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 Valgeir Guðjónsson sendir frá sér hljómdisk: Platan Gaia - hughrif um skip á gamalli leið HLJOMPLATAN Gaia er væntanleg í hljómplötuverslanir á næst- unni en hugmyndina að piötunni átti Valgeir Guðjónsson tónlistar- maður, sem sigldi með víkingaskipinu Gaia frá Noregi til Orkneyja síðastliðið sumar. A plötunni eru átta lög og semur Valgeir fjögur þeirra einn og önnur fjögur í félagi við Eyþór Gunnarsson. Stór hópur þekktra tónlistarmanna frá íslandi og Noregi tók þátt í gerð plötunnar. Um er að ræða leikna tónlist og sagði Valgeir að Gaia væri dýr plata á íslenskan mælikvarða, hefði kostað á fjórðu milljón króna. Norski útgerðarmaðurinn Knut Kloster styrkti útgáfuna og verður hljómplötunni dreift á alþjóða- markað. Valgeir sagði að hugmyndin hefði kviknað þegar hann átti tal við Kloster sl. vor. „Hugmyndin var að gefa leiðangrinum og þess- ari norsk-íslensku samvinnu menningarlega yfirtóna - gera tónlist sem væri á umhverfisvæn- um nótum meðjDátttöku hæfustu tónlistarmanna Islands og Noregs sem í næðist,” sagði Valgeir. Átta manns komu frá útlöndum til að vinna að plötunni, sex frá Noregi, þar af einn brasflskur ásláttarleik- ari, grænlensk-dönsk söngkona frá Danmörku og síðan Skúli Sverris- son bassaleikari sem er búsettur í New York. Aðrir íslendingar á plötunni eru auk Valgeirs, Skúla og Eyþórs, Sigurður Flosason sax- afón- og flautur, Matthías Hemstock og Gunnlaugur Briem trommur og Sigrún Hjálmtýsdóttir söngur. „Við semjum þessa músík, ég og Eyþór. Þetta eru stemningar sem tengjast þeim hughrifum sem fylgja þessu tiltekna skipi á þess- ari gömlu leið - gamalt skip í leit að nýjum heimi. Ég sigldi með skipinu frá Noregi til Orkneyja og innblásturinn er fenginn frá sigl- ingunni,” sagði Valgeir. Valgeir Guðjónsson. Hann sagði að Kloster hefði strax orðið hrifinn af hugmyndinni og ákveðið að fjármagna plötuna að hluta til. „Það er þegar farið að vinna að markaðssetningu á erlendri grund og þangað er för þessarar plötu fyrst og fremst heit- ið.” Með plötunni fylgir fjórblöðung- ur með prósa á ensku eftir Thor Vilhjálmsson og myndum eftir Pál Stefánsson ljósmyndara. Pétur Halldórsson myndlistarmaður sá um myndskreytingar. Þessir lista- menn ásamt Valgeiri unnu að gerð skyggnusýningar sl. sumar vegna siglingar Gaia og sagði Valgeir að fjórblöðungurinn væri dálítið brot af þeirri sýningu. Sijórnandi hendur í Gerðuberg Morgunbl aðið/Sverri r Hjónin Valgerður Eyjólfsdóttir og Jón E. Guðmundsson hafa fært Reykjavíkurborg að gjöf tréskurðarverkið „Stjórnandi hendur”. Verkið er skorið út úr einu tré úr Hallormsstaðabirki og er af tveimur leikbrúðum í strengjum ásamt höndum stjómandans. Hulda Valtýsdóttir formaður menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar tók við gjöfinni ásamt Elísabetu Þórisdóttur forstöðumanni Gerðubergs. 112 íbúar í Seljahverfi lýsa stuðn- ingi við sambýlið BORGARSTJÓRA voru á föstu- dag afhentir undirskriftalistar frá íbúum í Seljahverfi þar sem lýst er yfir stuðningi við viðleitni Svæðisstjórnar málefna fatlaðra í Reykjavík til að búa geðfötluðu fólki heimili í sambýlum. 112 íbú- ar í Seljahverfi skrifuðu undir listana. Á undirskriftalistunum er jafn- framt lýst yfir hryggð yfir viðbrögð- um íbúa í grennd við sambýlið að Þverárseli 28. íbúar við Strandasel, Pétur Bjarnason og Ingibjörg Gunnarsdóttir, afhentu Markúsi Erni Antonssyni, borgarstjóra, list- ana. MICROLINE DAGAR OKILASER 830 POSTSCRIPT prentari á aðeins 159.900 kr. stgr.! Viö bjóðum til kynningar á OKI MICROUNE tölvu- prenturum í húsakynnum okkar aö Skeifunni 17 og stendur hún til mánaöamóta. MICROUNE hefur löngum veriö val þeirra, sem gera mestar kröfur um prentgæði og mikla endingu og segir það sína sögu að um 8000 MICROLINE prentarar hafa nú verið seldir hérlendis ! Fjölmargar prentaragerðir verða sýndar, en sér- staklega kynnum við nýja prentarann sem vakið hefur geysilega athygli: OKILASER 830 POSTSCRIPT Hann prentar 8 síður á mínútu, minnið er 2 MB (stækkanlegt í 4 MB) og honum fylgja 17 POST- SCRIPT leturgerðir, sem hægt er að fjölga í 35 með litlum tilkostnaði. Við hvetjum tölvunotendur til að nota þetta tæki- færi til að kynnast því nýjasta frá OKI MICROLINE. Hjá okkur er opið frá kl. 9 -18 og laugardaga frá kl. 10-14. VERIÐ VELKOMIN! OICI TÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 1 08 R. • S. 681665

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.