Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VmSKTPn MVTWWIILÍF ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 Skýrslutœknlíólag Islands Hallvelgarstíg 1 101 Reykjavík Flug Námstefna Skýrslutæknifélagsins ■ Siðamál og viðskiptahættir á tölvusviði Holiday Inn, Hvammi, fðstudaginn 22. nnvember 1991. 13:30 Setning námstefnunnar. Oddur Benediktsson, formaður Siðanefndar SÍ. 13:50 Siðamál. Sigurjón Pétursson, fyrrverandi formaður SÍ. 14:20 Gæðastjórnun og gæðavottun. Gunnar H. Guðmundsson, rekstrarráðgjafi. 14:50 Kaffihlé. 15:20 Lagaákvæði er varða viðskipti með tölvubúnað. Hróbjartur Jónatansson, lögfræðingur. 15:50 Höfundarréttur að hugbúnaði. Erla S. Árnadóttir, lögfræðingur. 16:20 Umræður. Fundarstjóri: Halldór Kristjánsson, formaður Sf. Námstefnugjald er aðeins kr. 1.500,- kaffi og meðlæti innifal- ið. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að ská sig eigi síðar en 21. nóvember á skrifstofu félagsins í síma 27577. Air France heldur ein okunaraðstöðu ÞRÁTT fyrir að framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins hafi krafist þess að ýmsum einkaleyf- um ríkisflugfélagsins Air France yrði aflétt og frönskum flugfé- lögum í einkaeign leyft að keppa við félagið, hefur Áir France í raun ennþá einokunaraðstöðu. Fyrr á árinu var einkaleyfi Air France á 37 alþjóðlegum flugleiðum ett og frönskum flugfélögum í einkaeign boðið að keppa við Air Fyrirtæki France á þessum leiðum. í dag hef- ur þetta tækifæri aðeins verið nýtt á 7 af þessum flugleiðum. Franska flugfélagið TAT sem einkum sinnir innanlandsflugi hefur meðal annars fengið leyfí til að fljúga á leiðinni milli Parísar og Kaupmannahafnar. í markaðsdeild TAT fást þau svör að félagið byrji í fyrsta lagi áætlunarflug á leiðinni í september 1992 og enn er alls óljóst hversu oft verður flogið í viku. Það var í kjölfar sameiningar Air France og innanlandsflugfé- lagsins Air Inter sem framkvæmda- stjórn EB krafðist þess að sam- keppni yrði aukin og einokun á viss- um flugleiðum aflétt. Sú staðreynd að Air France hefur í raun enn ein- okunaraðstöðu á 30 af þessum 37 flugleiðum hefur í frönsku press- unni verið kallað mikill ósigur fyrir skrifræðið í Brussel. Þýsk stórfyrirtæki sameinast ÞÝSKU stáliðnaðarstórfyrirtækin Krupp og Hoesch hafa komist að samkomulagi um að ljúka viðræðum um sameiningu fyrirtækjanna fyrir miðjan febrúar. Ef af sameiningunni verður myndast nýtt fyrir- tæki með um 18 milljarða dollara ársveltu. Á sama tíma og þessi ákvörðun var tilkynnt lýsti stjórn Hoesch því yfir að fyrirtækið væri nægilega öflugt til að bjarga sér sjálft, en fréttir um að Krupp hefði eignast 24,9% hlut í Hoesch komu stjórn félagsins mjög á óvart. Krupp kaus að svara þessu með að undirstrika áhuga sinn á samein- ingu og tilkynnti að þeir hefðu tryggt sér stuðning banka og ýmissa stofnana sem alls ættu 30,4% hlut í Hoesch til viðbótar. Stærsti hluthafi Hoesch, West- deutsche Landesbank, á um 12% hlut og hefur enn ekki ákveðið hvaða afstöðu hann tekur til sam- einingarinnar heldur ætla þeir að bíða og sjá hvað kemur úf úr við- ræðunum. Þrátt fyrir að hafa tryggt sér stuðning 55,3% hluthafa hefur Krupp ekki lagt fram tilboð um yfirtöku. Hoesch hefur því lagt áherslu á að félagið ætti alla mögu- leika á að halda sjálfsfæði sínu, þó svo þeir viðurkenni að Krupp standi betur að vígi. Aðalframkvæmda- stjóri Hoesch hefur þegar lýst því yfir að ef af sameiningunni verði muni hann segja af sér, og stjórn félagsins hefur þegar vikið einum af framkvæmdastjórunum frá starfi þar sem hann hafði farið út fyrir valdsvið sitt með samningaviðræð- um við Krupp. Olía Norsk olíufélög selja olíu frá írak NORSKU olíufélögin Statoil og Saga Petroleum eiga að sjá um að Saddam Hussein borgi reikningana sína. Oliufélögin tvö hafa fengið það hlutverk að selja olíu frá írak, en greiðslurnar verða að hluta notaðar til að borga stríðsskaðabætur vegna Persaflóa str’iðsins. MARMARI Eitt fegursta efni í byggingum er marmari. Marmari er listasmíð náttúrunnar í öllum sínum margbreytileik. Eigum fyrirliggjandi ítalskan og portúgalskan marmara á gólf og veggi. Nýborgp# Skútuvogi 4, sími 812470. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað nýlega að selja skyldi íraska olíu fyrir 1,6 milljarð dollara og að fénu skyldi varið til að kaupa lyf og matvæli handa hinum stríðs- hijáðu íbúum landsins, sem og að greiða hluta stríðsskaðabóta til Kúvæt. Sameinuðu þjóðirnar fóru þess á leit við norsku olíufélögin að þau tækju að sér að selja olíuna á alþjóðlegum markaði. Sú ákvörð- un kom fáum á óvart. Fyrrum for-( stjóri Statoil, Arne Johnsen, á sæti í nefndinni sem var skipuð af SÞ til að meta stöðuna í Irak og hug- myndin að olíusölunni er frá þeirri nefnd komin. Johnsen, sem varð að segja af sér forstjórastöðunni í Statoil árið 1988 í kjölfarþess að fjárhagsáætl- anir stóðust ekki, verður nú yfir- maður verkefnisins en hann nýtur enn mikillar virðingar sem og norski olíuiðnaðurinn. Fleiri Norðmenn fá störf við verkefnið, bæði í aðal- stöðvum SÞ í New York sem og á olíusvæðunum sjálfum. Aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ sagði að mörg önnur lönd hefðu komið til greina en Noregur hefði að lokum orðið fyrir valinu vegna góðrar samkeppnisaðstöðu innan olíuiðnaðarins og góðs alþjóðlegs orðspors. Stjórnvöld í írak hafa enn ekki samþykkt áætlunina en aðstoðar- framkvæmdastjórinn telur þau til- neydd að samþykkja þessa lausn, þó svo að hluti teknanna verði not- aður til að fjármagna starf SÞ við að kórtleggja og eyða gjöreyðingar- vopnum Iraka. Hýjfl KORSTAR símaherfið kemiir kér strax í samband við Iramtíðina Northern Telecom hefur hannað einfalt og þægilegt stafrænt símakerfi sem nýtir kosti nútíma tölvutækni til hins ýtrasta. Símakerfið er sniðið fyrir fyrirtæki með allt að 6 bæjarlínur og 16 innanhússlínur. Sannkallað framtíðar símakerfi á hagstæðu verði. notsiar iar rvt northcm tcíccom PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og póst- og símstöðvar um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.