Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 Kennaraháskóli íslands: Nemendur mótmæla harð- lega hækkun skólagjalda I ályktun fundar nemenda Kennaraháskóla Íslands um fyrirhug- aða álagningu skólgjalda segir meðal annars að útgjöld nemenda vegna náms sem þegar séu orðin ærin munu aukast verulega við þessa breytingu og gera mörgum nemendum erfitt um vik að mennta sig. Nemendur mótmæla harðlega hækkuðum skólagjöldum og treysta því að Alþingi hafni fyrirhuguðum breytingum á skólagjöld- Nemendur hafa sent frá sér til- kynningu þar sem segir að þeir hafí borgað skráningargjöld fyrir skólaárið 1991-1992 að upphæð 2.200 kr. Áformað sé að þessi gjöld verði felld niður og þess í stað inn- heimt skólagjöld af nemendum að upphæð 17.000 kr. fyrir árs skóla- vist. Á vormisseri sé áætlað að inn- heimta gjöld fyrir hálft skólaár þ.e. 8.500 kr. þrátt fyrir að nemendur hafi borgað skráningargjöld fyrir skólaárið ’91-’92. Á fundi nemenda Kennarahá- skólans um fyrirhugaða álagningu skólagjalda var samþykkt eftirfar- andi ályktun:„í frumvarpi til íjár- laga 1992 er gert ráð fyrir skóla- gjöldum í Kennaraháskóla íslands sem nema 10,8 milljónum króna. Utgjöld nemenda vegna náms sem þegar eru ærin, munu aukast veru- lega við þessar breytingar og gera mörgum nemendum erfitt um vik að mennta sig. Skerðing sú, sem varð á námslánum nemenda í haust og þær hugmyndir sem nú eru uppi um framtíð Lánasjóðsins bæta ekki úr skák. Skólinn á með þessum breytingum að innheimta skatt fyr- ir ríkissjóð, þar sem nemendum er gert að borga fyrir menntun sína, menntun sem nýtist þjóðfélaginu ekki síður en nemendum. Auk þess hafa nemendur KHÍ borgað skrán- ingargjöld fyrir allt skólaárið 1991- 1992. Við mótmælum þess vegna hækkuðum skólagjöldum og treyst- um því að Alþingi hafni þessum breytingum.” I bókun skólaráðsfundar KHÍ er tekið undir andmæli nemenda skól- ans gegn þeirri álagningu skóla- gjalda sem gert er ráð fyrir í frum- varpi til fjárlega. Skólaráðið skorar á Alþingi að hafna álagningu hinna nýju skólagjalda. Morgunblaðið/SHÞ Frá skólastjórafundinum. F.v.: Ragnhildur Birgisdóttir skólastjóri við Finnbogastaðaskóla, Erlingur E. Halldórsson skólastjóri við Broddanesskóla, Sigurður H. Þorsteinsson skólastjóri við Klúku- skóla, Skarphéðinn Jónsson skólastjóri við Grunnskólann á Hólma- vík, Victor Örn Victorsson yfirkennari við Grunnskólann á Hólma- vík. Á bak við standa, f.v.: Matthías Kristinsson skólastjóri við Borð- eyrarskóla og Bragi Melax skólastjóri við Drangsnesskóla. Strandasýsla: Skólamenn funda Haskólabíó sýnir .myndina HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga myndina „Löður”. Með aðalhlutverk fara Sally Field, Kevin Kline o.fl. Leikstjóri er Michael Hoffmann. Myndin hefst á því að Celeste (Field) er að koma í mikla veislu þar sem úthluta á verðlaunum fyrir leik í dagþáttum sjónvarpsins og eins og vænta má er mikið um að vera. En þótt Celeste vinni að sjálf- sögðu verðlaunin skortir mikið á að allt sé í ást og einlægni meðal „Löður” leikhópsins í þáttunum. Höfuð- fjandinn er Montana (Moriarty), gríðarmikil Ijóska sem vill allt til vinna að koma Celeste úr þáttunum og hefur í því skyni gefið framleið- andanum (Downey Jr.) ótvírætt í skyn að hans bíði mikill unaður ef hann fari að óskum hennar. Inn í sjónvarsstöðina ryðst ung stúlka (Shue) sem þráir að verða leikkona. Þær þekkjast Celeste og Lori og er hún vön að líta á Celeste sem góða frænku sína. Montana er ekki HAGSTÆTT VERÐ! Takmarkað upplag Fjórir ógnvaldar ryksins. Aquamaster Vatnssuga Teppaþvottur þrjár í einni! Turbomaster Uppistandandi ryksuga með innbyggðum teppabankara. krj&^40,- kr. 19.990,- kr. 24*696. kr 19.990,- kr.jXgO,- kr 11.990,- þurrt og blautt. HEIMILISKAUP H F • HEIMILISTÆKJADEILD FÁLKANS • Suðurlandsbraut 8 - Sími 814670 FUNDUR allra skólastjóra í Strandasýslu var haldinn nýlega í skólan- um á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Það voru skólastjórarnir við Klúkuskóla og Drangsnesskóla sem til fundarins boðuðu og var efni hans um samræmingu námskrafna hjá skólanemendum í sýslunni og kjör skólastjóra við litla skóla, en allir skólar sýslunnar nema Grunnskólinn á Hólmavík teljast til fámennra skóla. Aðalleikarar myndarinnar Löð- urs. af baki dottin. Hún fær David til að kalla á leikarann Jeffrey (Kline) að leika hlutverk Rods læknis en að undirlagi Celeste hafði hann verið skrifaður út úr þáttunum 20 árum áður. Kænskúbrögð Montönu virðast ætla að takast en þegar í ljós kemur að Lori er í raun dóttir þeirra Celeste og Jeffreys og við liggur að illa færi fyrir þeim feðgin- um virðist fokið í flest skjól. TZlítciiZCL Heílsuvörur nútímafólks Það var föstudaginn 25. október sem allir skólastjórar _grunnskóla- stigsins í Strandasýslu mættu til fundar um málefni skóla sinna í boði Grunnskólans á Drangsnesi, skólastjóra hans, Braga Melax, og foreldrafélags skólans, sem sá um veitingar í tilefni af fundinum. í sýslunni eru starfandi sex grunn- skólar, en aðeins við einn þeirra er einnig starfandi yfirkennari, eða við Grunnskólann á Hólmavík. Er þetta fyrsta árið sem yfirkennari er starf- andi þar. Efni fundarins var fyrst og fremst að kynna hvernig starfs- áætlanir og námsskrár væru unnar hjá hveijum skóla og athuga um samræmingu þeirra. Ennfremur að gera könnun á kjörum og aðbúnaði þeirra sem með stjórnun menntastofnana í sýslunni fara. Allir skólarnir senda út starfs- áætlanir fyrir næsta starfsár við lok hvers starfsárs og einnig gefa þeir út námsvísa. Eftir nokkrar umræð- ur var samþykkt að vinna að sam- ræmingu námsefnis í öllum skólun- um, að minnsta kosti í þeim er senda börnin til framhalds við skólann á Hólmavík. Var samþykkt að mæt- ast þar til næsta fundar um málið, sem þá yrði vinnufundur í þá átt að samræma þessa hluti. Munu skólastjórinn og yfirkennarinn á Hólmavík, Skarphéðinn Jónsson og Victor Örn Victorsson, annast und- irbúning þess fundar. Þá varð nokkur umræða um starfssvið og kjör skólastjóranna og reyndist þar vera um ýmislegt • forvitnilegt að ræða. Þegar farið var niður í kjölinn á málunum, virð- ist þó um nokkuð svipaðar ráðning- ar og vinnuskyldu að ræða. Þó munu vissir þættir teknir upp við stéttarfélög. Að loknum fundi skólastjóranna var svo haldið í Grunnskólann að Klúku í Bjarnarfirði og þar var verið langt fram á kvöld á fundi um umhverfismál og umhverfis- mennt. Það var Þorvaldur Örn Árn- ason, frá menntamálaráðuneytinu, sem hélt þennan fræðslufund, en frá Fræðsluskrifstofu Vestfjarða- umdæmis, sem stóð fyrir fundinum, var Hjördís Hjartardóttir, kennslu- fulltrúi. Mættu 20 kennarar og leið- beinendur á þennan fund og gerðu góðan róm að máli Þorvaldar Arn- ar. Voru þarna mættir nær allir þeir er fást við kennslu í Stranda- sýslu og á fundi skólastjóranna var 100% mæting. - SHÞ Suzuki Swift Rúmgóður og sparneytinn Suzuki Swift 5 dyra GLi er sérstaklega rúmgóður og sparneytinn bíll. Hann er með aflmikilli vél, búinni rafstýrðri bensíninnsprautun og mengunarvarnarbúnaði af fullkomnustu gerð. Eyðslan er líka í sérflokki, frá 4.0 I á 100 km. SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00 NOKKRIR BÍLAR Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI Kr. 798.000. " stgr. eða útborgun kr. 208.000.- og 20.860,- króna afborgarnir í 36 mánuði. $ SUZUKI iW<« SUZUKI BÍLAR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.