Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NOVEMBER 1991
39
í huga okkar. Við þökkum sam-
fylgdina.
Blessuð sé minning Þórðar Arnar
Karlssonar.
Elsku Beggý, Hafþór, Heiðrún
og aðrir ástvinir, Guð veiti ykkur
styrk í sorg ykkar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Arni og Friðbjörg
í dag kveðjum við kæran mág
og vin okkar, Þórð Örn Karlsson.
Það er svo margt sem við mennirn-
ir ekki skiljum og oft fínnst okkur
lífið vera miskunnarlaust. Hvað
getur maður annað en gripið til
minninganna og reynt að ylja sér
við þær. Við minnumst með þakk-
læti síðustu ferðarinnar sem við
áttum saman síðastliðið sumar. í
þeirri ferð sem og oft áður var það
Þórður sem leiddi hópinn, því hann
var alvanur að ferðast um ísland
og var hann jafnframt mjög fróður
um land og þjóð. Þórður Örn var
giftur systur okkar og mágkonu,
Sigurbjörgu Guðmundsdóttur, og
eignuðust þau tvö börn, Hafþór Örn
og Heiðrúnu Rós. Þórður var höfð-
ingi heim að sækja og mátti glöggt
sjá á heimili þeirra hversu samhent
þau voru.
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður,
og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið
hefur hryggð þinni gerir þig glaðan. Þegar
þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess sem var gleði þín.
(Spámaðurinn.)
Elsku Beggý, Hafþór, Heiðrún
og aðrir ástvinir. Guð gefi ýkkur
styrk og okkur öllum á þessari sorg-
arstundu.
Halldór, Hallgrímur, Rúnar,
ívar, eigínkonur og börn.
Gamall kennari, sem þulið hefur
yfir þúsundum nemenda, gleymir
flestum, en man nokkra sem á eftir-
minnilegan hátt skáru sig úr. Það
gerði Þórður Öm Karlsson.
Frá fyrstu kynnum uns ég fékk
honum stúdentsskírteini fannst mér
Þórður Örn bjartur og skír. Hann
var í senn hæverskur og djarfur og
talaði gott mál.
Eg vissi að góðum manni ríkari
yrði sú starfsgrein, sem hann veldi,
og í samræmi við uppmna og um-
hverfi gerðist hann sjómaður, lauk
glæsilegu skipstjórnarprófi og varð
lærifaðir ungra manna á þeim vett-
vangi. Nú er hann dáinn.
Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt, hvað fyrir er.
Grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör, sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.
(Halljp'mur Pétursson.)
Mikill hlýtur að vera missir ást-
vina sem næstir stóðu. Megi tíminn
sefa sorg þeirra svo hún verði mild
en ekki beisk.
Jón Böðvarsson
Þórður Örn Karlsson, skipstjóri á
skólaskipinu Mími fórst mánudag-
inn 28. október er skipinu hvolfdi
við Hornarijarðarós. Um borð voru
ásamt Þórði og vélstjóranum Bjarna
Jóhannssyni, fimm fimmtán ára
drengir sem voru á sjóvinnunám-
skeiði á bátnum ásamt skipverjum.
Drengirnir björguðust úr greipum
Ægis en frændi minn Þórður Örn
Karlsson og Bjarni Jóhannsson fór-
ust í brimgarðinum.
Starfsvettvangur Þórðar heitins
var á hafinu og hann mun þegar á
unglingsárum hafa ákveðið að gera
sjómennsku að ævistarfí. Hann var
drengur góður, sannur og réttsýnn
og það þykist ég vita að beinlínis
hafí verið sóst eftir því að vinna
undir hans stjórn og auðvitað hlaut
að koma að því að hann hefði með
mannaforráð að gera.
Þórður heitinn var áhugasamur
um allt er varðaði sjómennsku, sjáv-
^rútveg,’hafið, atvinnuvegi og lífs^-
afifom«*fólk«=og varJieiU-ogowimir
í öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann var ljósskolhærður,
fríður sýnum og handtakið hlýtt og
innilegt. Allt hans viðbót bar vott
um traustan og heilsteyptan dreng.
Ég á einungis góðar minningar
um frænda minn. Þórður var þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að alast upp
hjá móðurömmu sinni og afa, Sól-
veigu Ólafsdóttur og Guðjóni Jóns-
syni og það man ég vei að afi minn
Ólafur Ormsson sem dvaldi á æsku-
heimili Þórðar á Heiðarvegi 19a í
Keflavík, þá orðinn aldraður maður
fylgdist með Þórði í leik og starfi
og lét sér annt um velferð hans alla.
Og við frændfólkið sáum hann
vaxa og dafna og snemma var
frændi minn mér kær. Aldrei hitti
ég hann svo að ég færi ekki betri
maður af hans fundi. Hann hafði
þá eiginleika að sýna skilning og
góðvild til allra samferðarmanna.
Starf íslenskra sjómanna hefur
ávallt verið áhættusamt og Þórður
er nú kominn í hóp þeirra mörgu
íslensku sjómanna sem ljúka ævi
sinni á hafínu umhverfis landið.
Hans er sárt saknað af öllum þeim
sem höfðu af honum einhver kynni
og verður okkur ávallt ógleyman-
legur vinur. Ástvinum votta ég sam-
úð mína, eiginkonu Sigurbjörgu
Guðmundsdóttur, börnum hans
Hafþóri og Heiðrúnu og foreldrum
og bið þeim Guðs blessunar. Með
Þórði Erni Karlssyni er góður
drengur genginn. Guð blessi minn-
ingu Þórðar Arnar Karlssonar.
Ólafur Ormsson
Kveðja frá Kiwanisklúbb-
num Keili
Það er erfítt að lýsa þeim tilfinn-
ingum og fátt varð um orð þegar
okkur Kiwanisfélögum barst sú
harmafregn að félagi okkar og vin-
ur Þórður Örn Karlsson hefði farist
af slysförum við störf sín á skóla-
skipinu Mími RE 3.
Þórður gekk í klúbbinn okkar
árið 1987. Okkur félögúnum varð
það strax ljóst, að þar fór afburða-
maður og góður drengur, sem lét
sig flest varða, enda var hann strax
valinn til ábyrgðar- og forystu-
starfa. Hann gegndi fyrst starfí
meðstjórnanda, varð síðan ritari og
hóf síðan undirbúning sinn til að
taka við sem forseti klúbbsins með
því að vera varaforseti og síðan
kjörforseti. í september síðastliðn-
um tók hann síðan við æðsta emb-
ætti klúbbsins sem forseti.
Auk þessara starfa sinnti hann
fjölmörgum nefndarstörfum og tók
virkan þátt í öllum þeim verkefnum,-
sem við tókumst á hendur, nú sið-
ast í sumar þegar við stóðum í
byggingu félagsheimilis okkar var
hann valin í húsnefnd og sinnti því
starfi með þeim krafti og samvisku-
semi, sem einkenndi hann. Það leið
heldur ekki á löngu þar til hann
var valinn til ábyrgðarstarfa á vejg-
um Kiwanishreyfíngarinnar á Is-
landi, þar starfaði hann í ritnefnd
Kiwanisfrétta og síðan sem blaða-
fulltrúi hreyfingarinnar.
Til allra þessara starfa gekk
Þórður með miklum dugnaði og
vandvirkni svo eftir var tekið og
fyrir það þökkum við nú þegar leið-
ir skiljast.
Þrátt fyrir. starf hans, sem oftast
var fjarri heimili, vantaði hann
sjaldan, þegar eitthvar var um að
vera. Hann lét sig ekki muna um
að fljúga heim til að taka þátt í
starfinu og hitta okkur félagana.
Þórður var víðlesinn og fróður
og vel máli farinn og við sem áttum
með honum góðar stundir nútum
þessa fróðeiks um nánast allt milli
himins og jarðar. Oft var stutt í
húmorinn og gleðina og sem veislu-
stjóri á 20 ára afmæli klúbbsins
okkar sýndi hann á sér þá hliðina
með þeim hætti að seint gleymist.
Við félagarnir eigum nú minning-
ar um góðan dreng og góðan fé-
laga, sem er huggun okkar í sorg-
inni. Hans er sáit saknað og skarð
hans vandfyllt. Við sendum Beggý,
Iiafþóri, og Heiðrúnu og öllum ást-
vinum hans okkar bestu kveðjur og
biðjum guð að gefa þeim huggun í
þeirra miklu sorg.
Ástkæri bróðir okkar, Þórður
Örn, er dáinn. Þórður sem var skip-
stjóri á kennslu- og rannsóknaskip-
inu Mími fórst við skyldustörf 28.
október sl. þegar skipi hans hvolfdi
við Iiornafjarðarós.
í okkar huga var Þórður ímynd
alls þess góða sem býr með hverjum
manni. Hann var okkur réttsýnn
leiðbeinandi í uppvextinum og gjaf-
mildur á sinn tíma. Þórður var góð-
ur námsmaður og duglegur til allra
starfa og nutum við systurnar góðs
af hans fórnfýsi.
Þau fátæklegu orð sem við setj-
um hér saman geta aldrei lýst þeim
söknuði sem nú fylla okkar huga
og hjörtu enda þeim einum ljós sem
misst hafa þá sem þeir elska.
Spurningar hrannast upp en engin
svör finnast við því hvers vegna
Drottinn kallaði hann til sín svona
ungan frá yndislegri konu og tveim-
ur ungum börnum. Við fáum aldrei
svör við því í okkar heimi en við
trúum því og treystum að Drottinn
ætli honum nú annað og meira sér
við hlið.
Minningu Þórðar geymum við í
hjörtum okkar bjarta og tæra,
minningu um traustan og hreiii-
skiptinn bróður.
Elsku Beggý, Hafþór Örn og
Heiðrún Rós, ykkar missir er mik-
ill, Guð veit að við viidum geta
gert meira sem gæfi ykkur styrk í
ykkar sorg, en orðin eru léttvæg
þegar sárin eru djúp. Við biðjum
þess að góður Guð fylgi okkur öllum
og styrki á þessum erfiðu tímum.
Elsku bróðir hvíl þú í friði.
Þínar systur, Sollý, Jenný og
Irmý Rós.
Fleiri greinar um Þórð Örn
Karlsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
t
Faðir okkar,
KRISTINIM M.SVEINSSON,
Hrafnistu v/Kleppsveg,
áður Austurbrún 25,
lést 15. nóvember.
Sveinn Kristinsson, Þorkell Kristinsson
og fjölskyldur.
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalang-
amma,
SÓLVEIG LÚÐVÍKSDÓTTIR,
Smiðshúsi,
Álftanesi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. nóvem-
ber kl. 13.30.
Erla Sigurjónsdóttir, Manfreð Vilhjálmsson.
Sólveig Manfreðsdóttir,
Vilhjálmur Már Manfreðsson, Jóhanna M. Diðriksdóttir,
Gunnhildur Manfreðsdóttir, Rúnar Hjartar,
Sigurjón Már Manfreðsson, Svandís Tryggvadóttir,
Valdís Fríða Manfreðsdóttir,
Rakel Ólafsdóttir, Stefán Gunnlaugsson,
Sigurjón Örn Ólafsson,
Erla Jóhannsdóttir,
Danival Guðjón Stefánsson, J{_, .t,t -S U DQ
itrmtm itnuntwtWMHfiiiiimiii—i ■>■———I
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BERGUR PÁLSSON
skipstjóri,
lést 14. þessa mánaðar.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 21. nóvember
kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
Guðmundur Bergsson,
Guðný Bergsdóttir,
Páll Bergsson,
Þórunn Bergsdóttir,
Guðrún Bergsdóttir,
Bergur Bergsson
Helga Guðnadóttir,
Helgi Þorsteinsson,
Páll Sigurðsson,
og barnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN
fyrrverandi leiklistarstjóri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn
20. nóvember kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess.
Dóróthea Guðmundsdóttir Stephensen,
Guðrún Þ. Stephensen,
Ingibjörg Þ. Stephensen,
Stefán Þ. Stephensen,
Kristján Þ. Stephensen,
Helga Þ. Stephensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hafsteinn Austmann,
Siglaugur Brynleifsson,
Arnfríður Ingvarsdóttir,
Ragnheiður Heiðreksdóttir,
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞÓRÐUR ÖRN KARLSSON
skipstjóri,
Heimavöllum 15,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 19. nóvember
kl. 14.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en hans hjartans mál
var öflug björgunarþyrla og því er þeim, sem vildu minnast hans,
bent á Björgunar- og slysavarnasjóð Kristjáns Ingibergssonar,
skipstjóra, reikningsnúmer 1109-18-660009.
Fyrir hönd ástvina,
Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Hafþór Örn Þórðarson,
Heiðrún Rós Þórðardóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug við andlát og útför
FJÓLU GÍSLADÓTTUR
frá Háagerði.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð
við andlát og útför eiginmans míns,
SVEINS GUÐMUNDSSONAR
húsasmiðameistara,
Norðurbrún 8.
Jónina Sturlaugsdóttir
og f jölskylda.
t
Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTJÁNS STEINGRÍMSSONAR
bifreiðastjóra.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Steingrímur Kristjánsson,
Margrét Ág. Kristjánsdóttir, Júlíus Hinriksson,
Gissur V. Kristjánsson, Dóra L. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum samúð og vinarhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
JÓNS GUÐMUNDSSONAR,
áður Þingholtsbraut 19,
Kópavogi.
Guðrún Karlsdóttir,
börn, tengdabörn
og barnabörn.