Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 11 Freyjusögur Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Kristín Finnbog-adótt- ir frá Hítardal. Myndskreyting: Celia Duplock. Útgefandi: John Boulton og börn. Á dauða mínum átti ég von en ekki því, að á gamalsaldri yrði mér hlýtt til katta. Andlegt ofnæmi, kynt bernskuhræðslu við urðarketti hefir alla tíð haldið mér í flótta- stöðu, þá ég hitti þessi kvikindi, hvort sem er í stofu eða á stétt. Nú ekki bætti úr skák, að lengi átti ég garð, þar sem ég gerði plönt- um skjól, að ég hélt, en kettir hverf- isins litu á sem söngpalla, þá þeir þuldu elskunni ástarljóð sín, og karlinn með vatnsfötuna var geng- inn til náða. Enginn veit sína ævina fyrir en öll er, segir gamall málsháttur, og rætist nú á mér, þá ég les þessar bráðskemmtilegu sögur Kristínar. Á kápu er sagt, að þær séu samdar fyrir 5 til 7 ára börn. Slík hógværð hæfir ekki frásagnarsnilli höfundar, heldur ekki þeirri staðreynd, að ef saga er vel gerð fyrir barn, hæfir hún öllu heilbrigðu fólki. Hér segir frá íslenzkri fjölskyldu í útlöndum, móður og föður og Rikka syni þeirra. Þau eignast blá- an kettling, stórætta læðu, og gefa henni nafnið Freyja. Fyrir eru á heimilinu gömlu, virðuleg kisa, Sandy, og tíkin Belinda. Ærsl og íjör Freyju eru eins og ungviði sæmir, og ekki laust við, að í taug- ar Sandyar og Belindu fari öll at- hyglin er ólátabelgurinn vekur, þá hann leitar svara við gátum ævin- týrisins líf. Nú eftir að Freyja kynn- ist æskuraunum Sandyar, og eftir að Belinda bjargar Freyju úr gryfju, sem hún hafði oltið í við rannsókn- ir á broddgelti, þá held ég að gömlu brýnin hafi tekið hana í fulla sátt, og ótti hennar við gömlu frekjurnar breytzt í virðingu fyrir þekkingu og vizku. Fjölskyldan heldur heim til ís- Táknmál kirkjunn- ar á fræðslukvöldi ANNAÐ sameiginlegt fræðslu- kvöld á vegum Reykjavíkurpróf- astsdæmis vestra verður mið- vikudaginn 20. nóvember. Að þessu sinni verður fræðslukvöld- ið í Neskirkju og hefst kl. 20.30. Efni kvöldsins er táknmál kirkj- unnar, en fyrirlesari verður dr. Ein- ar Sigurbjörnsson prófessor. Einnig verður flutt tónlist undir stjórn Reynis Jónassonar organista. Eftir samveruna í kirkjunni verður boðið upp á molasopa í safnaðarheimilinu og gefst þar kostur á fyrirspumum. FJAÐRAGORMAR í ÝMSA BÍLA hríaust Sími622262 brother SAUMAVELAR n-ioso • Allir nytjasaumar • • Sjálfvirkt hnappagat • • Loksaumur • • Teygjanl. beinn saumur • •Skrautsaumar* \Verð frá kr.18.900 stgr. Námskeið innifalið I VEKSLANIR Ilans Petersen hf. selja í ár, sem undanfarin ár, jólakort sem ætluð eru til þess að setja ljómsyndir í. Margar gerðir kortanna em í boðí. í ár renna 5 krónur af hveiju seldu korti til Hjartavemdar, en á síðasta ári rann styrkurinn til Krabbameins- félagsins en á meðfylgjandi mynd sést Guðrún Petersen hjá Hans Petersen hf. afhenda Ólafi Þor- steinssyni og Almari Grímssyni hjá Krabbameinsfélaginu styrk vegna sölu jólakorta í vérslunum Hans Petersen fyrir síðustu jól. Kristín Finnbogadóttir frá Hít- ardal. lands, og dýrin tekin með. Dýrum ber hér að fara í sóttkví, því urðu tík, kettirnir báðir og afkvæmi Freyju að sæta. En slík vinátta var með dýrunum og Rikka, að hann hélt í einangrunina með þeim. Eig- endum vanhirtra flækingsdýra á íslandi holl lesning. Hér ber Önnu í Baldursey til sögu, og ævintýrin færast af enskri grund á íslenzka. Höfundur segir frá af mikilli fimi, málið liggur henni hreint og tært á tungu, þrátt fyrir áratuga dvöl sem dóttir Englands, já, stundum er stíllinn svo ljóðrænn, að hann vekur spurnir, hvort ekki séu í skúffum hennar stuðlamál á blöðum. En fyrst og síðast angar frásögnin af kærleika til.alls er lifir, er óður til sköpunarinnar. Það er því við hæfi að minning Kristínar, hún lézt 15. júní sl., sé heiðruð af ástvinum með útgáfu þessarar bókar. Myndskreyting er mjög vel gerð. Prentun ágæt, en hver vann verkið, og hver réði útliti kápu, látlausu, mjög snotru framlagi? Eg fann í sporum nafnið Ragnheiður. Hver er hún? Þökk fyrir bráðskemmtilega bók. Með þessum fræðslukvöldum er m.a. verið að efla fullorðinsfræðsl- una í kirkjunni og gefa safnaðar- fólki kost á að fræðast um grund- vallaratriði kristinnar trúar. Tákn- mál kirkjunnar er mjög ríkt og ekki víst að allir átti sig á því. En ef fólk þekkir betur táknmálið nýtur það þess mun betur að koma til kirkju og taka þátt í sameiginlegri tilbeiðslu safnaðarins, segir í frétta- tilkynningu. Þetta er einstakt tækifæri Fyrirtœki starfsmanna- til að halda árshátíð í hópar... ii-., , , , , erlendn storbore. arshatíöarhopar! 8 Árshátíðar- Þrautþjálfað starfsfólk tilboð Flugleiða , , , , slter attt út. okkar er ykkar tryggmg fyrir ógleymanlegri ferð. 20-50 manns* 50 og fleiri* Kaupmannahöfn 19.900 kr. 18.900 kr. Stokkhólmur......21.900 kr...19.900 kr. Ósló 19.900 kr. 18.900 kr. Amsterdam........19.900 kr...18.900 kr. Lúxemborg 19.900 kr. 18.900 kr. Glasgow..........17.900 kr...15.900 kr. London...........21.900 kr...19.900 kr. New York.........31.900 kr...30.900 kr. Baltimore/ Washington.......31.900 kr...30.900 kr. Árshátíðartilboð Flugleiða gildir frá 3. janúar til 4. apríl 1992. Leitið tilboða á sölu- Ferðist t skrjfstofum FlUgleióa { glœsilegum farkostum Kringlunni, Hótel Esju og Flugleiðaþar „ - __• a Lækiartorgi, hia umboos- sem oryggt og goð ’ b ’ ’ pjónusta eru t mönnum okkar um allt land Jyrirrumi. , , ,Qn,nn/ . eoa í sima 690300 (svarað M alla 7 daga vikunnar). FLUGLEIDIR •Láfíniarksdvtil/sunnudaíísreRla. Hái : , f • nut; dvöl 4 dagar/3 nætur. VerÖ á manninn m.v. staðgr. og gengi 14.11.1991: Dkr.) ekki inniíaliö. f'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.