Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 25 heim ngera íslenzkir, undirbjóða okkur. Þetta er sá tími ársins sem eftirspurn er dræm. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr virðist vera nóg fram- boð af fisk'i í heiminum núna. Mark- aðurinn er viðkvæmur og það er mjög auðvelt fyrir einstaklinga að koma inn á hann með undirboð, sem verður til þess að allt verð lækkar,” sagði Magnús. Hann sagði að það stæðist ekki að smærri innflytjendur skiluðu hærra verði til frystihúsa heima en stóru sölusamtökin. „Við vitum að verðið, sem þeir selja viðskiptavin- unum hér úti á, er oft talsvert lægra en það, sem við skilum heim,” sagði Magnús. „Það er einhver maðkur í mysunni þar.” Magnús sagði að það, sem smærri útflytjendur væru í raun að gera, væri að nýta sér það sölu- og markaðsstarf, sem sölusamtökin hefðu unnið, og slá sig til riddara á því í bili. „Við sögðum á sínum tíma, þegar þessi leyfi voru gefin, að það lægi ljóst fyrir að seldist ekki jafnóðum allt, sem framleitt væri, myndi það verða til þess að hætta væri á að verð lækkaði þegar eftirspurn væri slök um skamman tíma.” Magnús sagði að áhyggjur af verðinu væru eitt, en annað, sem hann hefði áhyggjur af, væri að sú gæðaímynd, sem íslenzkur fiskur hefði í Bandaríkjunum og hefði skil- að íslendingum hæsta verði, gæti skaðazt. „Samræmt gæðaeftirlit sölusamtakanna hefur tryggt gæð- in, en slíku eftirliti er ekki til að dreifa hjá þessum einstaklingum, sem hingað eru að flytja fisk núna,” sagði Magnús. Heimir Pálsson þess að standa vörð um faglega hagsmuni háskólamanna en BHMR hafi haft kjaramálin á sinni könnu. „Ég skil vel að stjórn Hins íslenska kennarafélags geti vel notað eina milljón til viðbótar þeim peningum sem hún hefur haft til ráðstöfunar hingað til. Hins vegar er ljóst að þarna er ekki verið að spara fyrir félagsmenn. Það er verið að nota peninga þeirra til annars en hingað til,” sagði Heimir. Sigmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri BHM, sagði að upp- hæðin sern rynni til BHM hefði far- ið lækkandi að raungildi á síðustu árum og væri um 3% af heildar- gjöldum HIK. Að sögn Eggerts er upphæðin um 6% af útgjöldum fé- lagssjóðs HÍK. Boðað hefur verið til stjórnarfundar í BHM í dag vegna þessa máls. Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur ákveðið að viðhafa allsheijar- atkvæðagreiðslu á næstu mánuðum um úrsögn félagsins úr BHM en það er fimmta stærsta aðildarfélag bandalagsins með um 500 félags- ienn. laiiiii 1111!i" íIÍ11 11 s r Morgunblaðið/Þorkell Allen Born, stjórnarformaður Ainax samsteypunnar, sem á bandaríska álfyrirtækið Alumax. Morgunblaðið/Þorkell Paul Drack, aðalforstjóri Amax og stjórnarformaður Alumax. Morgunblaðið/Þorkell Bond Evans forstjóri Alumax. Helstu yfirmenn Alumax: Okkur er dauð- ans alvara í að byggja hér álver ALLEN Born stjórnarforinaður Amax, bandarísku samsteypunnar sem m.a. á Alumax, Paul Drack aðalforstjóri Amax og stjórnar- formaður Alumax og Bond Evans forstjóri Alumax komu hingað til lands í fyrrakvöld í þeim erindum að hitta íslenska ráðamenn, álvið- ræðunefndarmenn og fleiri. Samkvæmt viðtali sem þeir veittu blaða- manni Morgunblaðsins seint í fyrrakvöld, laust eftir komuna hingað til lands, er sá ásetningur Alumax að reisa og reka álbræðslu á Keilisnesi með öllu óbreyttur. „Það er aðeins spurning um tíma, hvenær við hefjumst handa,” sagði Born. Born sagðist þegar vera farinn að reikna með íslandi i framleiðsluáætlunum Alumax fyrir næstu 5 til 6 árin. Drack bætti við: „Þú mátt trúa því að ekkért bandarískt fyrirtæki legði í þann inilljóna dala kostnað til undirbún- ings á svona verkefni eins og við höfum gert, án þess að dauðans alvara væri að baki ásetningnum um að ráðast í framkvæmdir.” Born var spurður hver ásetning- ur forsvarsmanna Alumax væri að baki því að heimsækja íslánd nú, aðeins viku eftir að formleg ákvörð- un hefði verið tekin um að fresta frekari ákvörðunum um byggingu álvers á Keilisnesi í eigu Atlantsál- fyrirtækjanna þriggja: „Markmiðið með heimsókn minni má segja að sé að kynna sjálfan mig fyrir við- semjendum okkar hér á landi. Ég kem hingað til þess að fullvissa viðsemjendur okkar um mikinn og einlægan áhuga okkar á þessu verkefni og að við viljum halda því áfram um leið og efnahagsaðstæð- ur í heiminum leyfa. Um leið og Sovétríkin hætta að dæla álbirgðum í þessum mæli inn á heimsmarkað- inn, munum við halda áfram okkar striki hér á landi. En við getum ekki keppt við það álverð sem Sov- étmenn bjóða á áli, ekki frekar en aðrir. Ég get ekki nefnt neina tíma- setningu í þessu sambandi, en ég fullvissa þig um að hér mun rísa ný álbræðsla sem við munum eiga hlut að.” Born var spurður hvoit hann væri ósammála því sjónarmiði sem reifað hefur verið hér á landi und- anfarna daga: Að þrátt fyrir lágt álverð á heimsmarkaðinum í dag, þá bentu spár til þess að álverð myndi hækka á ný innan tíðar og eftirspurn fara vaxandi. Af því leiddi að viturlegra væri fyrir Atl- antsálfyrirtækin að ráðast sem fyrst í framkvæmdir, þannig að verksmiðjan væri tilbúin til fram- leiðslu, þegar álverð hefði hækkað wBb* k ^§ 11j íwt Ti á nýjan leik: „Það er einfalt við- skiptalegt sjónarmið hjá okkur, að það er markaðurinn sem stjórnar. Það væri ekki samkvæmt neinum viðskiptalegum markmiðum að taka ákvörðun um að byggja verk- smiðju, í óvissu um hveijar mark- aðsaðstæður yrðu, þegar byggingu væri lokið, og þurfa hugsanlega að bíða með gangsetningu, þar til markaðurinn kallaði á ál. Þannig gerast hlutirnir einfaldlega ekki í hinum harða heimi viðskiptanna.” Drack bætir við orð stjórnarfor- manns síns og segir: „Það má ekki gleyma því að þetta strandaði jú endanlega á því að við fengum ekki lánsfé á þeim kjörum sem við gátum sætt okkur við.” Og Bond hefur þessu við að bæta: „Það er kannski rétt að setja þessa spurningu þína í beint sam- hengi við það sem gerist á hveijum tíma á hinum almenna neytenda- markaði. Fólk fer ekki út á þreng- ingatímum og eyðir miklum fjár- munura, því það hefur áhyggjur af minnkandi tekjum sínum - svo ein- falt er það.” - Ég hef upplýsingar um að þeg- ar þið tókuð ákvörðun um að fresta frekari áformum um útvegun lánsfjármagns til álbræðslunnar hafi einungis borið einn hundraðs- hluta á milli þess sem þið tölduð ásættanleg lánskjör og þess sem lánastofnanirnar voru reiðubúnar að bjóða. Hér á landi þykir 1% sjaldnast skipta sköpum. Var þetta einhver sýndarástæða hjá Atlants- ál? liÍ'Íllii llnii) Það er Bond Evans, forstjóri Alumax, sem nú svarar: „Heyrðu mig nú. 1% er geysilega há upp- hæð, þegar við erum að tala um verkefni af þeirri stærðargráðu sem ný álbræðsla er. Við erum hér að ræða um 8 til 900 milljónir dollara, og 1% af 900 milljónum dollara er 9 milljónir dollara (540 milljónir króna). Þegar þú horfir til þess að endurgreiðslutími lánsins er 12 ár, þá sérðu að þetta eina prósentustig þýðir útgjaldaauka fyrir Atlantsál upp á 50 til 60 milljónir dollara (3 til 3,6 milljarðar króna), sem hefur verulega neikvæð áhrif á alla arð- semisútreikninga okkar fyrstu starfsár verksmiðjunnar. Einn hundraðshlutL getur virkilega gert gæfumuninn.” - Drack sagði hér í Morgunblað- inu þann 9. október síðastliðinn að Alumax hefði engin áform uppi um að fresta ákvörðun um álver á ís- landi. Fréttin var andsvar Atlantsál við þeirri staðhæfingu VSÍ að eng- ar framkvæmdir yrðu á Íslandi á næsta ári vegna nýs álvers á Keilis- nesi. Drack sagði í sömu frétt að honum væri ekki ljóst á hvaða upp- lýsingum VSÍ byggði staðhæfingu sína, en það væru ekki upplýsingar frá Atlantsál. Drack var spurður hvaða stórkostlegu breytingar hefðu orðið á aðstæðum á þeim fímm vikum sem liðu frá því hann lét ofangreind orð falla, þar til formleg ákvörðun var tekin um frestun álversins: ”Ég tel nú reyndar að með þess- ari spurningu þinni takir þú málið úr samhengi. Ef ég rifja upp hvern- ig ég svaraði þér snemma í októ- ber, þá sagði ég að við hefðum fullan ásetning til þess að ráðast í þessa framkvæmd, svo fremi sem fjármögnun hennar yrði með þeim hætti sem við teldum ásættanlega. Sá þáttur - geysilega mikilvægur þáttur, var einfaldlega ekki lengra kominn en svo á þessum tíma. Jafn- vel á þessum fáu vikum hefur ástandið versnað. Framboð hefur aukist á áli, fjármagnskostnaður hefur farið hækkandi og efnahags- ástandið í heiminum er okkur virki- lega óhagstætt um þessar mundir. Núna er tíminn okkur geysilega óhagstæður. Margir eru að loka verksmiðjum sínum eða hluta þeirra. Við vitum það af reynsl- unni, trúðu mér, að nú er ekki tíminn fyrir okkur að fara fyrir stjórn fyrirtækisins og biðja um leyfi og peningaAil þess að byggja álbræðslu á Islandi.” - Að lokum var þessari spurn- ingu beint til Alumaxtoppanna þriggja: Allar götur frá því Alumax kom inn í þessar samningaviðræður fyrir tæpum tveimur árum má segja að mjög vinsamlegur andi hafí ver- ið í viðræðunum, á báða bóga, sem er kannski ekki hið hefðbundna þegar svona stórir viðskiptasamn- ingar eru annars vegar, og geysi- legir hagsmunir í húfí. Það er ekki fyrr en þessa síðustu viku sem segja má að verulegs vantrausts í ykkar garð hafí farið að gæta, að minnsta kosti í máli ákveðinna manna. Vor- um við kannski bara höfð að ginn- ingarfíflum þriggja alþjóðlegra stóriðjufyrirtækja? Paul Drack er fyrstur til svara: „Ég skil fyllilega þau vonbrigði sem þessi niðurstaða hefur vakið hér á landi. Ég er viss um að Atlantsál- verkefnið er íslandi mjög þýðingar- mikið, en það má ekki gleyma hinu: Það verður ekki síður mikilvægt þegar verksmiðjan verður að lokum byggð. Við gátum allt eins átt von á því að einhveijir hér á landi segðu: Þið meintuð aldrei neitt með þessu. En við því er einfalt svar: Við höf- um eytt óhemjufjármunum í þennan undirbúning - óhemjufjármunum. Ég get ekki sagt þér nákvæma upphæð í Bandaríkjadölum, en ég get sagt þér að þeir skipta milljón- um. Ekkert fyrirtæki, að minnsta kosti ekkert sem við þekkjum til, eyðir slíkum upphæðum í undirbún- ing, nema því sé dauðans alvara - dauðans alvara. Við höfum alveg jafnmikinn hug á að ráðast í þetta verkefni nú og við höfum hingað til haft. Ég trúi því og treysti að þegar menn skoða málið í rólegheit- um og af sanngirni, þá sjái þeir að í þessari stöðu áttum við engra annarra kosta völ.” Bond Evans bætir þessu við: „Ég skil einnig þau vonbrigði sem þessi ákvörðun okkar hefur vakið hér á landi, en þá er á það að benda að það eru erfiðir tímar sem hijá okk- ur sem erum í áliðnaðinum í dag. Líttu á félaga okkar í Atlantsál: Hoogovens og Electrolux/Granges. Við ákváðum á sínum tíma að koma inn í viðræðurnar vegna þess að við töldum stjórnmálalegan stöðug- leika á íslandi af hinu góða, við töldum orkunýtingarmöguleika ís- lands sömuleiðis góða, okkur líkaði staðsetning íslands og nálægð þess við Evrópu, þar sem við höfum stöð- ugt aukin umsvif. Ekkert af þessu hefur breyst á nokkurn hátt. Við þrír komum ekki hingað til íslands í kvöld til þess að kveðja þetta verk- efni - við erum hingað komnir til þess að gera hvað við getum til þess að sannfæra íslenska viðsemj- endur okkar um það hversu mikil alvara býr að baki hjá okkur. Það er í rauninni alveg sama hvað þið heyrið og hvað þið lesið. Við ætlum okkur að byggja hér nýja ál- bræðslu, það er bara tímaspursmál hvenær við getum hafist handa.” Lokaorðin á Allen Born stjórnar- formaður Amax: „Kannski sann- færir þetta þig og lesendur þína. Ég þarf að flytja mikið af fyrirlestr- um um öll fyrirtæki okkar víða um Bandaríkin. Síðast núna á föstudag þá flutti ég einn slíkan. Þar sýndi ég meðal annars áætlunarkort fyrir framtíðarframleiðslu okkar og hvaðan hún mun koma á næstu fimm til sex árum. Og eini framleið- andinn okkar á kortinu í þessum heimshluta er ísland. Við erum ekki hingað komir til þess að blása af þetta verkefni á Keilisnesi. Við erum hingað komnir í dauðans al- vöru en við hvorki getum né viljum ráðast í frekari ákvarðanir á meðan aðstæður eru þessar - en þær munu breytast, það er öruggt.” Viðtal: Agnes Bragadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.