Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991
Mannbjörg
er trilla sökk
TVEIMUR sjómönnum frá Hofsósi
var bjargað eftir að sex tonna
plastbátur þeirra, Sigrún, fylltist
af sjó mitt á milli Málmeyjar og
Hrollaugshöfða í Skagafirði á
sunnudag.
Einar Jóhannsson, formaður
björgunarsveitarinnar Grettis á
Hofsósi, sagði að björgunarsveitar-
menn hefðu verið komnir á slysstað
á sómabátnum Geisla hálftíma eftir
að hjálparbeiðni barst. Hann sagði
að báturinn hefði marað í hálfu kafi
þegar að var komið en ljós loguðu
um borð. Allt í kringum bátinn flaut
mikið af drasli, færum og kossum,
en mennirnir voru að koma úr línu-
róðri. Þeir voru komnir í björgunar-
bát og voru báðir í vinnuflotgalla.
„Við tókum þá strax um borð en
við gátum ekki skilið bátinn eftir á
reki svo við reyndum að taka hann
í tog. Ekki vildi betur til en að við
fengum línudræsu í skrúfuna á
Geisla. Það tókst að skera frá en við
töfðumst nokkuð við það. Við tókum
hann aftur í tog og höfðum dregið
hann í 10-15 mínútur þegar slynkur
kom og hann lagðist á hliðina. Þá
skárum við hann frá en hann var
ekki sokkinn þegar við yfirgáfum
hann,” sagði Einar.
-----*-*-*-----
Laminn í
rot og skil-
inn eftir
Fuglabrauð í frosthörkum
Morgunblaðið/Júlíus
Með auknum frosthörkum í borginni hefur harðnað á dalnum hjá fugl-
um þeim sem hafa vetursetu á Tjörninni. Af þeim sökum hafa borgar-
starfsmenn gefið fuglunum reglulega og hér sést einn þeirra við þá
iðju. Hamagangurinn er oft mikill þegar von er á brauðinu og munar
ekki sumar dúfurnar um að dýfa sér beint í hendur þeirra sem deila
því út.
UNGLINGUR hefur kært til lög-
reglunnar árás sem hann varð
fyrir í Furugrund í Kópavogi um
klukkan sex á sunnudagsmorg-
un. Hann segir að fimm leður-
klæddir unglingar sem hann
mætti þar á gangi hafi ráðist að
sér fyrirvaralaust og barið og
sparkað í sig og síðan skilið sig
meðvitundarlausan eftir.
Vegfarandi gekk fram á piltinn
rænulausan og alblóðugan, vakti
hann og kom honum í hús og
hringdi sfðan á lögreglu. Þijártenn-
ur eru brotnar í piltinum og hann
er tognaður á hálsi, auk þess sem
hann er með 7 sentimetra skurð á
höfði, glóðarauga, skrámur og mar
víðsvegar um líkamann.
Pilturinn var fluttur á slysadeild
á sunnudagsmorgun og þar var
gert að sárum hans og í framhaldi
af því lagði hann fram kæru hjá
lögreglunni í Kópavogi en segist
lítið muna eftir atburðinum og get-
ur ekki gefið glögga lýsingu á árás-
armönnunum.
Sambandsstjórnarfundur ASÍ:
Viðræður við sljórnvöld um
grunn nýrra kjarasamninga
Sérkjaraviðræðum verður haldið áfram jafnhliða
Sambandsstjórnarfundur Alþýðusambands íslands samþykkti í gær
tillögu Ásmundar Stefánssonar, forseta sambandsins, um að óska eftir
viðræðum við sljórnvöld um efnahagsgrundvöll nýrra kjarasamninga.
Gert er ráð fyrir að vinnuveitendur komi einnig að þessum viðræðum,
en jafnframt reiknað með að þeim sérkjaraviðræðum, sem í gangi
hafa verið milli einstakra félaga og landssambanda ASÍ annars vegar
og félaga vinnuveitenda hins vegar, verði fram haldið jafnhliða.
Ásmundur sagði við umræður um við gerð nýrra kjarasamninga áður
kjaramál þar sem hann hafði fram-
sögu að það væri einkum fernt sem
ræða þyrfti við stjórnvöld í tengslum
Læknar á Landspítala
á móti stimpilklukkum
LÆKNARÁÐ Landspitalans hefur ákveðið að fara þess á leit við lækna
spítalans, kð þeir stimpli sig ekki inn til vinnu að svo komnu máli.
Stimpilklukkur hafa verið í notkun á nokkrum deildum spítalans til
reynslu undanfarna mánuði og segir Davíð Á. Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri spítalans, að ákveðið hafi verið að selja upp klukkur á
öllum deildum.
Þorvaldur Veigar Guðmundsson,
formaður læknaráðs Landspítalans,
sagði að ákveðnir hópar innan spítal-
ans hefðu ekki notað þær stimpil-
klukkur sem settar hafa verið upp.
Það ætti ekki eingöngu við um lækna
Launavísitala
lækkar um 1,2%
HAGSTOFA íslands hefur reikn-
að út launavísitölu nóvember-
mánaðar miðað við meðallaun í
október og reyndist hún vera
1,2% lægri eða 127,8 stig.
Þessi lækkun stafar af því að
áhrif eingreiðslu vegna viðskipta-
kjarabata frá því í sumar hverfa
út úr vísitölunni.
Samsvarandi launavísitala sem
gildir við útreikning greiðslumarks
fasteignaveðlána tekur sömu breyt-
ingu og er því 2.795 stig í desember.
en fjárlög yrðu samþykkt. I fyrsta
lagi væru það ýmis atriði í fjárlaga-
frumvarpinu, svo sem ríkisábyrgð á
launum, þjónustugjöld og skattar. í
öðru lagi óhemjuháir raunvextir og
leiðir til þess að ná þeim niður. Þeir
þyrftu á næstunni að lækka um að
minnsta kosti 2-3% og helst meira.
í þriðja lagi þyrfti að ræða verðlags-
horfur og hvað framundan væri í
verðhækkunum .hjá ríki og öði-um
aðilum, en það væri forsenda þess
að samningar gætu tekist. í fjórða
lagi þyrfti að ræða stöðuna í atvinnu-
málum og hvað væri framundan.
Eðli málsins samkvæmt væri ljóst
að atvinnurekendur kæmu að þessum
yiðræðum að meira eða minna leyti,
en sérkjaraviðræðum yrði að halda
áfram þar til niðurstaða fengist. Að
svo komnu væri ekki grundvöllur til
að taka upp viðræður á vettvangi
heildarsamtakanna. Það yrði að hans
mati aðeins til þess að sum félög
myndu fella þá samninga.
Björn Grétar Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavíkur,
sagðist vera sammála þessari máls-
meðferð, en það mætti ekki koma í
veg fyrir sérviðræður einstakra fé-
laga og að þær bæru árangur. Ef
þess yrði ekki gætt væri viðbúið að
slíkur almennur samningur yrði felld-
ur nema hann væri þeim mun betri.
Hann benti á að samkvæmt tölum
kjararannsóknanefndar hefði ein
stétt, verslunarfólk, setið eftir í
launahækkunúm á sama tíma og það
lægi fyrir að góð afkoma væri hjá
versluninni. Það kæmi ekki til greina
Verkamannasambands íslandsj að semja um taxta fyrir verslunar-
sagðist vera sammála því að hafnar
yrðu viðræður samhliða sérkjaravið-
ræðum. Verkamannasambandið
hefði átt í viðræðum við vinnuveit-
endur um sérkröfur í sex daga og
þeim miðaði með hraða snigilsins.
Það væri nauðsynlegt fyrir verka-
lýðshreyfinguna að láta í ljósi skoðun
á því hvernig hún vildi hafa efna-
hagsumhverfið.
Magnús L. Sveinsson, formaður
fólk sem væru reiknigrundvöllur bón-
uskerfa. Bónus bætti laun í fisk-
vinnslu en um það væri ekki að ræða
í verslun.
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður
Landssambands iðnverkafólks, sagð-
ist sammála því að ganga til við-
ræðna við stjórnvöld. Hins vegar lýsti
hann yfir efasemdum um að viðræð-
urnar skiluðu árangri nema þær
tækju á öllum þáttum málsins.
heldur einnig aðra starfshópa.
Læknaráð hefði síðan samþykkt að
fara þess á leit við lækna spítalans
að þeir notuðu ekki stimpilklukku
að svo komnu máli. „Þetta er einung-
is ábending til lækna,” sagði Þor-
valdur. „Yið viljum taka upp viðræð-
ur í samráði við Læknafélag íslands
við stjórnendur spítalans um
þessa framkvæmd.”
Davíð Á. Gunnarsson sagði að
allar nýjungar væru viðkvæmar en
allir ríkisspítalar myndu taka upp
stimpilklukkur. „Við erum ekki að
flýta okkur,” sagði hann. „Það ligg-
ur fyrir að taka upp stimpilklukku
en við verðum að eiga viðræður við
okkar starfsfólk svo að hægt verði
að ná þokkalegri sátt.”
Rétt ár er liðið síðan fýrstu klukk-
urnar voru settar upp. Davíð sagði
að markmiðið með uppsetningu
þeirra væri ekki fyrst og fremst
sparnaður heldur hagræðing í launa-
vinnsln. ------
Fiskveiðasjóði slegið frystihús HÓ
á 30 millj. á nauðungaruppboði
Bústjóri gengur að samningi um 154 millj.
kr. bætur og endurgreiðslur Tungufells
FISKVEIÐASJÓÐUR bauð einn í frystihús Hraðfrystihúss Ólafsvíkur
á nauðungaruppboði sem haldið var hjá bæjarfógeta Ólafsvíkur í gær,
og var sjóðnum slegið húsið á 30 milljónir króna. Á skiptafundi þrota-
búsins sem haldinn var að loknu uppboðinu var fjallað um tilboð útgerð-
arfélagsins Tungufells hf., sem er í eigu Snæfellings hf., um uppgjör
á skuldum og riftunarbótum og var bústjóra falið að ganga til samn-
inga við útgerðarfélagið, að sögn Péturs Kristinssonar, fulltrúa bæjar-
fógeta.
Á skiptafundi lagði Jóhann Níels-
son bústjóri fram tillögpi að umboði
til að gera samning við Tungufell
um bætur og endurgreiðslur að upp-
hæð 154 millj. til þrotabúsins. Talið
var að búið hefði verið hlunnfarið
þegar Hraðfrystihúsið seldi báta til
Tungufells. Jóhann sagði að af þeirri
upphæð hefðu bætur numið 110
milljónum kr., staðgreiðsluvirt skuld
42 milljónum og tvær milljónir væru
hlutafé í Tungufelli. Var bústjóra
veitt heimild til að ganga að tilboð-
máli, sem búið höfðaði, lokið með
þessum samningum.
Már Elísson, forstjóri Fiskveiða-
sjóðs, sagði í samtali við Morgunblað-
ið, að sjóðurinn hefði átt nokkuð
hærri kröfu en 30 milljónir í búið en
enginn hefði boðið á móti sjóðnum.
Aðrir stærstu kröfuhafar þrotabúsins
eru Landsbankinn og Byggðasjóður.
„Við munum yfirfara eignina og gera
skrá yfír fylgifé, síðan munum við
auglýsa frystihúsið til sölu og selja
það bestbjóðanda,” sagði Már.
Heildarkröfur í búið námu 734
milljónum kr. Auk frystihússins, sem
selt var í gær, eru aðrar stærstu eign-
ir þrotabús HÓ saltfískverkunarhús
og fískimjölsverksmiðja.