Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 NeyoarÞionusfa um nætur 02 hetear Uið bjóðum neyðarÞiónustu fyrir raf- masnsviðfierðir í heimahúsum ofi í fyrirtæki* um á höfuðborfiarsvæðinu. Sú Þjónusta sem í boði er tekur ti( allra biiana sfórra ofi smárra. í stærri bilunum er Þó miðað við að um bráðabirfiðaviðfierð verði að ræða. en endan- lefi viðfierð fari fram á dagvinnutíma. HAUKUR & ÓLAFUR RAFUERKTAKAR 674506 Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins: Ríkisstjómin hefur torveldað skynsamlega kjarasamninga MIÐSTJÓRN Framsóknarflokksins telur að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar- hafi með verkum sínum og yfirlýsingum torveldað skyn- samlega kjarasamninga. Hún bjóði aðeins samninga um minnkandi kaupmátt, og stefni þjóðfélaginu þannig í kjaradeilur og jafnvel verkföll með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið. Þetta kemur fram í stjórnmálayfirlýsingu, sem samþykkt var á aðal- fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins síðastliðinn laugardag. í stjórnmálaályktuninni segir meðal annars að miðstjórn Fram- sóknarflokksins telji lækkun vaxta og fjármagnskostnaðar atvinnu- veganna lykilatriði ef takast eigi að tryggja áframhald þeirrar þjóðarsáttar sem tekist hafi í tíð ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Jafnframt verði ríkis- stjómin að sýna skilning á mikil- vægum þörfum atvinnulífsins í stað þess að boða afskiptaleysi og gjaldþrotastefnu. Aðeins með þess- um hætti sé unnt að tryggja kaup- mátt og hækka lægstu launin. Jafnframt sé nauðsynlegt með til- færslum í skattkerfinu að jafna ráðstöfunartekjur landsmanna, en til að skapa svigrúm til slíkra að- gerða beri að leggja skatt á fjár- magnstekjur. Miðstjórn Framsóknarflokksins telur rétt að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði verði lagður undir þjóðaratkvæði að undangenginni ítarlegri kynningu á kostum hans og göllum. Aðild að EES geti því aðeins orðið til farsældar fyrir land og þjóð að íslenskt atvinnulíf sé heilbrigt og sterkt, og íslendingar hafí sjálfir tryggilega í eigin hendi öll grund- vallaratriði þess og fullveldis þjóð- arinnar. Því hljóti endanleg afstaða ekki síst að byggjast á aðgerðum ríkisstjómarinnar til að skapa at- vinnuvegunum góðan rekstrar- grundvöll, og til að tryggja skilyrð- islaus yfirráð íslendinga yfir land- inu, auðlindum þess og fiskimiðum. Stjömubíó sýnir myndina „Ban- vænir þankar” STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýninga myndina „Banvænir þankíir”. Með aðalhlutverk fara Demi Moore og Bruce Willis. Leikstjóri er Alan Rudloph. Myndin segir frá tveimur vinkon- um, Moore og Headly. Önnur er vel gift, hin situr uppi með ónytjung og eiturlyfjaneytenda, andstyggi- legan fant sem á ekkert gott skilið. Kvöld eitt hverfur hann. Þær vin- konur tilkynna hvarfið. Þegar lík hans finnst síðan á floti í mýrarfeni beinist grunurinn að vinkonunum sem báðar hafa sömu sögu að segja. Þær eru báðar saklausar. En er, það -sWo? 11 lí ” 'li* 11 i xAfl3J3T- ssstw imU; >ivAb>Y3n- r 1. úMflA| 800 vörutegund- ir í Barnaheimi VERSLUNIN Barnaheimur, Síðumúla 22, var stofnuð í fyrra og er versiunin eins árs um þessar mundir. í versluninni eru m.a. seldir sænsku BRIO-barnavagnarnir og -kerrurnar, einnig leikföng og dúkkuvagnar frá sama framleiðanda. Þá eru seld baðborð og barna- rúm úr beyki og öðrum harðvið. í versluninni fást um 800 vöru- tegundir, svo sem leikföng, föt, skór og barnabílstólar, bæði banda- rískir og evrópskir. í tilefni af afmæli Barnaheims verður boðinn 10% afsláttur af öll- um BRIO-vörum þessa viku. Eigendur Bamaheims eru Guð- mundur Ásgeir Geirsson og Ingi- björg Ásgeirsdóttir. Afgreiðslu- stúlka er Guðrún Pálsdóttir. (Fréttatilkynning) íslensk útgáfa hjá Steinum hf. STEINAR hf. gefa út nú á haust- mánuðum ýmist íslenskt tónlist- arefni, bæði nýmeti, safnútgáfur og endurútgáfur á geisladiskum ofl, í fréttatilkynningu frá Steinum hf. segir að Karl Örvarsson hafi verið að vinna að fyrstu einheija- plötu sinni í tæp tvö ár, og hafi nú sett á stofn hljómsveitina Eldfugl- inn og ber hljómplata nafn hljóm- sveitarinnar. Einnig segir að Todmobile hafi að undanförnu verið að smíða efni sem er á nýjustu hljómplötu hljóm- sveitarinnar, sem heitir Ópera. Þriðja hljómplata hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns, sem ber nafn hljómsveitarinnar, er einnig vænt- anleg. Hljómsveitin Ný dönsk hefur ver- ið að vinna að gerð nýrrar plötu, en hún heitir De luxe. Stóru börnin leika sér, heitir ný barnaplata sem væntanleg er á markað í haust. Meðal þeirra sem syngja lögin á plötunni eru Andrea Gylfadóttir, Sigríður Beinteindóttir, Eyþór Arn- alds, Stefán Hilmarsson og Egill Ólafsson. Hljómplatan inniheldur marga þekkta barnasöngva. Steinar hf. gefa út plötu Bubba Morthens, Ég er!, sem eru hljóm- leikaupptökur frá tónleikum hans, ásamt Kristjáni Kristjánssyni, Þor- leifí Guðjónssyni og Reyni Jónas- syni, á Púlsinum í nóvember á síð- asta ári. Gaia er nafn á geisladiski, segir í fréttatilkynningunni, sem Steinar hf. gefi út í félagi við norska útgerð- armanninn Kloster, sem hafi kostað Sálin hans Jóns míns. ferðalag víkingaskipsins Gaia. Tón- listina á plötunni hafí Valgeir Guð- jónsson samið, útsett og hljóðritað í samvinnu við Eyþór Gunnarsson. Um er að ræða tónlist án orða. í bæklingi með geisladisknum er hugleiðing Thors Vilhjálmssonar. Fortissimos, hljómplata Mezzo- forte, inniheldur lög frá fyrri tíð, segir í tilkynningunni. Sé platan fyrst og fremst hugsuð til útgáfu m.a. í Evrópu og Bandaríkjunum, en verði þó fáanleg hér á landi. Af safnútgáfum Steina hf. má nefna Aftur til fortíðar - þriðji hluti, en hún inniheldur dægulög frá 1950 til 1980, Þitt fyrsta bros, safnplata Gunnar Þórðarsonar, Harmóniku- tónar, þar sem flytjendur eru ýms- ir, íslenskar söngperlur, þar sem nokkrir óperusöngvarar flytja söng- lög eftir íslenska höfunda og Jóla- snær, en það eru ýmsir sem flytja jólalög á þeirri plötu. Auk þess verða nokkrar af barna- kassettum Steinars hf. endurútgef- inn á geisladiskum, sem og Kvöld- vísa, með lögum Torfa Ólafssonar. Tveir af aðalleikurunum, Demi Moore og Bruce Willis. Eigendur og afgreiðslustúlka verslunarinnar Barnaheims. Islandica á Laugarbakka TÓNLISTARFÉLAG Vestur-Húnvetninga býður Austur- og Vestur- Húnvetningum, Skagfirðingum, Strandamönnum og öðrum nær- sveitarmönnum til tónlistar- og skemmtiveislu miðvikudaginn 20. nóvember í Félagsheimilinu Ásbyrgi, Laugarbakka, kl. 21.00. Um er að ræða vísnakvöld. Hljómsveitin Islandica leikur en hana skipa Herdís Hallvarðsdóttir bassaleikari, Gísli Helgason sem leikur á flautu, melódíku og ýmis slagverkshljóðfæri, Ingi Gunnar Jóhannsson á gítar og Eggert Páls- son á hljómborð og mandólín. Ýmis fyrirtæki og einstaklingar á Laugarbakka styrkja þessa tón- leika, en það eru Verslunin Trölla- garður, Húnaprent, Bílaverkstæði HT og Flosi Eiríksson. Kaffisala verður á vegum kirkjukórs Víðidalstungukirkju, en allur ágóði af henni rennur í orgel- sjóð kirkjunnar. Þetta eru þriðju reglulegu tónleikar á vegum félagsins, en annars eru tónleikar á þess vegum a.m.k. einu sinni í mánuði. (Úr fréttatilkynningu.) HEIMAHLYNNINGU Krabbameinsfélags íslands hefur borist peningagjöf til tækjakaupa frá Lionsklúbbnum Eir. Heimahlynning er þjónusta fyrir sjúklinga með krabbamein á lokastigi og aðstand- endur þeirra og er bæði Iæknis- og hjúkrunarþjónusta starfrækt allan sólarhringinn. Einnig er þeim sem eru í lyfja- og/eða geislameðferð veittur stuðningur, ráðgjöf og eftirlit heima. Gjafir sem þessar eru starfsem- inni mjög mikill styrkur og hvatn- ing til áframhaldandi þróunar, seg- ir í fréttatilkynningu frá Krabba- meinsfélaginu. Gjöf til Heimahlyimingar Frá afhendingu gjafar til Heimahlynningar; á myndinni eru konur úr Lionsklúbbnum ásamt starfsfólki Heimahlynningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.