Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991
Evrópska efnahagssvæðið:
Afstaða Evrópudómstóls-
ins tefur staðfestinguna
Stefnir samningnum ekki í hættu, segir Andriessen
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
AÐILDARRÍKI Evrópubandalagsins (EB) ákváðu á föstudag að
fresta því að staðfesta samkomulagið um Evrópska efnahagssvæð-
ið (EES) um óákveðinn tíma. Ekki var hins vegar greint frá þess-
ari ákvörðun EB fyrr en síðdegis á laugardag. Samkvæmt heimild-
um í Brussel er ástæðan fyrir frestuninni neikvæð afstaða Evrópu-
dómstólsins í Lúxemborg gagnvart þeim köflum samkomulagsins
sem fjalla um sameiginlegan dómstól EES. Evrópudómstóllinn
hefur lagt fram spurningar um fimm atriði sem varða dómstól
EES en um þær verður fjallað á lokuðum fundi í dómnum 26.
nóvember nk.
Drög að samningi EB og Frí-
verslunarbandalags Evrópu
(EFTA) voru send Evrópudóm-
stólnum til umsagnar í ágúst síð-
astliðnum. Álit dómstólsins er
bindandi fyrir EB og þarf því að
breyta þeim samningsákvæðum
sem dómstóllinn telur sig ekki geta
Fyrrum yfirlyfjafræðing-ur Landa-
kots og St. Jósepsspítala ákærður:
Talinn hafa komizt yfir
8-9 milljónir ólöglega
á árunum 1986-1990
RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað mál fyrir sakadómi Seltjarn-
arness gegn fyrrum yfirlyfjafræðingi Landakotsspítala og St. Jós-
epsspítala í Hafnarfirði fyrir ólöglega lyfsölu og lyfjadreifingu, fjár-
svik, fjárdrátt og skjalafals á árunum 1986-1990. Avinningur manns-
ins er talinn nema 8-9 milljónum króna, þar af um 7 milljónum
vegna ólöglegrar lyfjadreifingar og lyfjasölu.
sætt sig við. Sú ákvörðun að fresta
því að staðfesta samkomulagið
þykir benda til þess að álit dóm-
stólsins sé mjög neikvætt. Frans
Andriessen, sem fer með utanrík-
issamskipti innan framkvæmda-
stjórnar EB, kvaðst á blaðamanna-
fundi í gær ekki telja að þessi
ákvörðun dómstólsins stefndi EES-
samningnum í hættu.
Ljóst er að ekki getur orðið af
undirritun EES-samningsins í des-
ember eins og gert hefur verið ráð
fyrir en heimildarmenn Morg-
unblaðsins segja að álit dómstóls
EB ætti að liggja fyrir innan
tveggja mánaða. Samkvæmt því
verður samningurinn ekki undirrit-
aður fyrr en í fyrsta lagi í janúar.
Hugsanlegt hefði verið að stað-
festa samkomulagið í gær eins og
ti! stóð en bent er á að það hefði
verið til lítils ef álit dómstólsins
stangast mjög á við innihald þess.
Ákvörðun aðildarríkja EB á föstu-
dag þykir staðfesta að svo sé.
Talsmenn dómstólsins og fram-
kvæmdastjórnarinnar veijast allra
frétta um þetta mál en ljóst þykir
að dómarar í Lúxemborg óttast
að með samningnum um EES sé
verið að skerða sjálfstæði Evrópu-
dómstólsins á óviðunandi hátt.
Nordiaensamblen hljómsveitin sem heldur tónleikana í Norræna
húsinu.
Tónleikar í Norræna húsinu:
Verk eftir norræn-
ar konur á dagskrá
DÆTUR Norðurljósanna er yfirskrift dagskrár í Norræna hús-
inu, miðvikudaginn, 20. nóvember, en þá flytur Nordiaensamblen
hljómsveitin tónverk eftir konur á Norðurlöndunum. Nordiaens-
amblen er samsett af strokkvartett, blásarakvintett og píanói og
var stofnuð árið 1985. íslensk kona, Klara Óskarsdóttir, hornleik-
ari, hefur leikið með hljómsveitinni síðan 1987.
Á efnisskrá eru einungis verk
eftir konur frá Norðurlöndunum,
og eru þær Karólína Eiríksdóttir,
Elfrida Andrée og Karin Rehnqu-
ist frá Svíþjóð, Pauline Hall og
Ruth Bakke frá Noregi og Kaija
Saariaho frá Finnlandi. í fréttatil-
kynningu frá Norræna húsinu
segir að tónverk Karólínu,
„Rhapsody in C”, hafi verið sér-
staklega pantað hjá henni og sé
þetta frumflutningur verksins.
Það eru Nomus og Norræni
menningarsjóðurinn sem studdu
hljómsveitina til tónleikahaldsins,
en Lansmusik i Vásemorrland
skipuleggur tónleikana.
Manninum, sem er rúmlega fer-
tugur, er gefið að sök að hafa í
trássi við lög selt fólki Iyf úr lyfja-
búri sjúkrahússins gegn framvísun
lyfseðla og greiðslu. Lyfseðlunum
hafí hann síðan framvísað í tveimur
apótekum í borginni og leyst út lyf
til að skila í lyfjabúr spítalans. Þar
sem þessi viðskipti mannsins við
apótekin hafí verið allumfangsmik-
il hafí hann notið þar afsláttarkj-
ara. Afsláttur var greiddur út í
peningum sem talið er að hafí runn-
'O
INNLENT
ið í vasa lyfjafræðingsins.
í öðrum tilvikum er talið að apó-
tekin hafi greitt manninum í pen-
ingum fyrir þá lyfseðla sjúklinga
sem hann framvísaði þar og er tal-
ið að þ'eir peningar hafí einnig
runnið í vasa hans. Samtals er
þarna um nær 7 milljónir króna
að ræða.
Þá er lyijafræðingurinn talinn
hafa stungið í eigin vasa rúmlega
300 þúsund króna afsláttargreiðsl-
um vegna mikilla viðskipta sjúkra-
hússins við tvö lyfjafyrirtæki og
einnig fyrir að hafa slegið eign sinni
á 400 þúsund króna lyljasendingu
frá þýsku lyljafyrirtæki sem barst
spítalanum, endurgjaldslaust sem
afsláttur vegna mikilla viðskipta.
Maðurinn er talinn hafa látið spítal-
ann greiða fyrir þessa sendingu og
selt lyfin fyrir rúmlega 200 þúsund
krónur.
Ekki ríkisstyrkur
heldur matvælaaðstoð
- segir varabæjarfulltrúi á Seyðisfirði
SIGFINNUR Mikaelsson, forstjóri Strandarsíldar sem situr sem vara-
maður í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, bar upp tillögu sem samþykkt var
á fundi bæjarstjórnarinnar þess efnis að ríkisstjórnin greiði fyrir salt-
síldarsamningum við Rússa með fjárhagsaðstoð. Hann segir að ekki
sé verið að fara fram á ríkisstyrk heldur sé hugmyndin sú að ríkis-
stjórnin láti eitthvað af hendi rakna í matvælaaðstoð við Rússa og
aðstoði um leið síldarsaltendur. Síldarsöltunin var rekin með 9,3% tapi
í fyrra.
Sigfinnur sagði að Rússar hefðu
lýst yfir vilja til að kaupa mikið af
saltsíld en verðið sem þeir byðu væri
hins vegar langt undir því sem fram-
leiðendur gætu selt á. „Eru þetta
ekki hagsmunir allra að við náum
A
Skíðasvæði Isfirðmga opnað
ísafiröi.
SKÍÐASVÆÐIÐ á Seljalandsdal var opnað
á laugardag og verður opið til áramóta um
helgar og virka daga ef hópar óska þess
sérstaklega. Skíðaskálinn verður ekki opn-
aður fyrr en eftir áramót en hægt verður
að fá gistingu eftir samkomulagi.
Starfsmenn skíðasvæðisins í Seljalandsdal
undir stjórn Hafsteins Ingólfssonar hafa unnið
að því undanfarið að þjappa snjó og laga til,
þannig að nægur skíðasnjór er nú við allar lyft-
urnar á dalnum, en fyrst í stað verða tvær lyft-
ur í gangi. Hafsteinn sagðist eiga von á hópum
skíðamanna víðsvegar af að landinu á næstu
vikum til að æfa, en hvergi á landinu er komið
álíka skíðafæri og í Seljalandsdal. Þá eru troðn-
ar fjölbreyttar göngubrautir um svæðið, nefndi
hann Kvennabrúnir, Miðsfellsháls, Búrfell og
Botnsheiðina í því sambandi.
Fjöldi manna naut lífsins í blíðviðrinu og
sólskininu í dalnum um helgina, en í skammdeg-
inu fækkar stöðugt þeim húsum sem sól sést
úr, en úr efstu hlíðum skíðasvæðisins hverfur
hún aldrei.
Oftast miða ísfírðingar sólarkomuna við dag-
inn sem hún sést á nýju ári í Sólgötu, en það
er 24. janúar. Hún hverfur hins vegar úr Sólgöt-
unni næsta þriðjudag, 16. nóvember.
- Úlfar
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Það voru jafnt ungir sem aldnir er notuðu tæki-
færið og brugðu sér á skíði við fyrsta tækifæri.
samningum við Rússa? Sjálfsagt
hækkar verðið þegar ástandið batnar
í Rússlandi. Rússar hafa farið fram
á matvælaaðstoð og það mætti
tengja hana sölu á síld þangað. Mis-
munurinn yrði greiddur á því verði
sem Rússar eru tilbúnir að greiða
og því sem síldarsaltendur þurfa að
fá þannig að sala á síld til þeirra
dytti ekki út annað árið í röð,”
sagði hann.
„Þessi ríkisstjórn hefur rætt um
að koma styrkari stoðum undir at-
vinnuveginn úti á landi. Við erum
stöðugt í samkeppni við Norðmenn
og Kanadamenn sem eru með bul-
landi niðurgreiðslur á öllum sínum
afurðum, þar á meðal saltsíld. Norð-
menn komu inn á Póllandsmarkað
og bjóða 30% lægra verð og það
getur enginn skilið hvernig Norð-
menn geta staðið við þessi verð.
Þetta er svokallað heimsmarkaðs-
verð. Hvað er heimsmarkaðsverð?
Eigum við að missa allt út úr höndun-
um á okkur hér á íslandi vegna þess
að við getum ekki keppt við ná-
grannaþjóðir okkar sem eru með
bullandi ríkisstyrki,” sagði Sigfinnur.
íris Erlingsdóttir Lára Rafnsdóttir
íris og Lára
á Háskóla-
tónleikum
FJÓRÐU Háskólatónleíkar vetr-
arins verða í Norræna húsinu mið-
vikudaginn 20. nóvember kl.
12.30. Iris Erlingsdóttir sópran og
Lára Rafnsdóttir píanólcikari
flytja lög eftir Stefano Donaydy,
Mozart og Ravel.
íris hóf nám í Tónlistarskólanum
í Kópavogi og lauk einsöngvaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
1989. Kennari hennar var Elísabet
Erlingsdóttir. Sl. sumar hlaut hún
styrk úr óperudeild Söngvarasjóðs
Félags íslenskra leikara og tók þátt
í námskeiði hjá Orin Brown í Osló.
Síðustu ár hefur íris verið í Þjóðleik-
húskórnum og tekið þátt í ýmsum
leiksýningum. Hún nýtur nú leið-
sagnar Sieglinde Kahman.
Lára Rafnsdóttir hóf píanónám á
Isafirði. Að loknu einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
stundaði hún nám við Guildhall Scho-
ol of Music and Drama í London og
lauk þaðan einleikara- og píanóprófi.
Lára starfar nú við Tónlistarskólana
í Reykjavík og Garðabæ.
Tæp 43% styðja stjórnina
42,9% þeirra sem tóku afstöðu til ríkisstjórnarinnar í skoðana-
könnun Skáíss fyrir Stöð 2 15.-17. nóvember segjast styðja hana.
Hins vegar segjast 57,1% ekki styðja ríkisstjórnina. 88,7% tóku
afstöðu.
Þá var fólk spurt hvaða flokk 11,1% Kvennalistan og 0,7% aðra
það myndi kjósa ef kosið væri til flokka. 71,4% tóku afstöðu.
alþingis núna. Af þeim sem tóku Hringt var í úrtak 750 síma-
afstöðu sögðust 8,6% kjósa Al- númera og 18 eða eldri spurðir.
þýðuflokkinn, 23.0% Framsóknar- Af þeim svörðuð 604 eða 80,5%
flokkinn, 37,6% Sjálfstæðisflokk- úrtaksins.
inn, 19,0% Alþýðubandalagið,