Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 48
SYKURLAUSfWj^ MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 601100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Forsvarsmenn Alumax: ísland þegar komið inn í framleiðsluáætlanir Eins prósent vaxtamunur hefði kostað Atlantsál 50 til 60 milljónir dala ÞEIR Allen Born, stjórnarfor- maður Amax, samsteypunnar sem á bandaríska álfyrirtækið Hlaup í Skeiðará HLAUP er komið í Skeiðará og mældist það um 1.200 rúmmetrar á sekúndu I gær- dag. Að sögn Odds Sigurðs- sonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun, hófst hlaupið að einhverju marki fyrir sex dögum og leggur mikla fýlu af jöklinum. Miðað við önnur hlaup má nefna að hlaupið árið 1986 mældist mest 2.100 rúmmetrar á sek. Sagði Oddur að þetta hlaup gæti orðið svipað. „Það hagar sér eins og vex jafn hratt og þá en það er aldrei að vita hversu hátt það kemst,” sagði Oddur. „Það óvenjulega við þetta hlaup er að það byijaði í september og stóð fram í októ- ber en datt svo niður. Má því segja að þetta sé eitt og sama hiaupið en með hléi.” Alumax, Paul Drack, aðalfor- stjóri Amax og sljórnarformað- ur Alumax, og Bond Evans, forstjóri Alumax, segja að ásetningur Alumax um að reisa og reka álbræðslu á Keilisnesi sé með öllu óbreyttur. „Það er aðeins spurning um tíma, hve- nær við hefjumst handa,” sagði Allen Born í samtali við Morg- unblaðið. Born sagðist þegar vera farinn að reikna með ís- landi í framleiðsluáætlunum Alumax fyrir næstu 5 til 6 árin. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri ánægður mcð heimsókn þeirra Alumaxmanna og samtöl sín við þá Born, Drack og Evans. „Ég tel að heimsókn þeirra staðfesti ásetning þeirra að vilja bvggja hér álver, þegar markaðs- aðstæður leyfa,” sagði iðnaðarráð- herra. Paul Drack sagði m.a. „Þú mátt trúa því að ekkert bandarískt fyrirtæki legði í þann milljóna dala kostnað til undirbúnings á svona verkefni eins og við höfum gert, án þess að dauðans alvara væri að baki ásetningnum um að ráðast í framkvæmdir.” I svörum álforstjóranna kom fram að þótt einungis eitt pró- sentustig hefði borið á milli þess sem álfyrirtækin töldu ásættan- lega vexti og þess sem lánastofn- anir voru reiðubúnar að bjóða, þá hefði þetta eina prósentustig getað kostað álfyrirtækin allt að þremur og hálfum milljarði króna. Bond Evans sagði: „Við erum hér að ræða um fjárfestingu upp á 800 til 900 milljónir dollara, og 1% af 900 milljónum dollara er 9 milljón- ir dollara (540 milljónir króna). Þegar þú horfír til þess að endur- greiðslutími lánsins er 12 ár, þá sérðu að þetta eina prósentustig þýðir útgjaldaáuka fyrir Atlantsál upp á 50 til 60 milljónir dollara (3 til 3,6 milljarðar króna).” Sjá viðtal við Born, Drack og Evans á niiðopnu. Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson forsætisráðherra bauð forsvarsmönnum Alumax til hádegisverðar að Þingvöllum í gær. Hér eru Allen Born, stjórnar- formaður Amax, Davíð Oddsson forsætisráðherra og dr. Jóhannes Nordal, formaður íslensku álviðræðunefndarinnar, við Þingvallabæ- inn. Seðlabankinn: IiuilánSvStofiiaiiir hafa greitt um 178 milljónir í refsivexti Á tímabilinu jan.-sept. 1 fyrra var upphæðin 27,3 milljónir kr. INNLANSSTOFNANIR borg- uðu til Seðlabankans 177,9 milljónir króna í refsivexti á tímabilinu janúar-september í ár. Refsivextir þessir voru sök- um þess að innlánsstofnunum tókst ekki að uppfylla skyldur sínar um lausafjárstöðu. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabank- astjóri sagði í gær að á sama Vilja selja síld í skipt- um fyrir jarðgöng ERINDI tveggja íslendinga þess efnis að fram fari vöruskipti á síld og jarðgangagerð hefur nú legið nokkurn tíma hjá stjórnvöld- um og Síldarútvegsnefnd, sem hefur einkaleyfi á útflutningi salt- síldar. Talað er um sölu á um 50.000 tonnum af síld, til helminga saltaðri og frystri og greiðsla komi að hálfu í gjaldeyri og hálfu í gerð jarðganga. Endanleg afstaða hefur ekki verið tekin til þcssa máls. Það var í haust að íslendingarn- tk' náðu samkomulagi við. júgó- slavneska aðila þess efnis að þeir keyptu héðan um 50.000 tonn af síld, saltaðri og frystri. Síldin yrði síðan seld áfram í Austur-Evrópu, en þangað hefur ekki tekist að selja síld á þessari vertíð enn sem komið er. Tvímenningarnir telja fcig vera með góðar 'tryggingar fyrir því að greiðsla komi fyrir síldina og benda á, að með því að selja hana á þennan hátt, megi auka verðmætin verulega miðað við að hún yrði annars brædd. í erindi sínu gera þeir ráð fyrir verð- mætaaukningu upp á um tvo millj- arða króna, en það svarar að þeirra sögn til 7 til 8 kílómetra í jarð- göngum eins og hér hafa verið gerð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, hafa ráðherrar ríkis- stjórnarinnar tekið misvel í erindi þetta. Forsætisráðherra mun and- vígur því að blanda saman opin- berum framkvæmdum og sölu sjávarafurða úr landi. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um frek- ari jarðgangagerð, en þegar er hafin á Vestfjörðum og því hefur samgönguráðuneytið ekki talið sig geta greitt fyrir síldarsölunni með samningum um gerð jarðganga. Hjá Síldarútvegsnefnd munu menn vera jákvæðir gagnvart til- raunum til að auka verðmæti út- fluttrar síldar, en telja sig ekki geta krafizt ákveðinna opinberra framkvæmda til að greiða fyrir þeim. Af ráðherrum ríkisstjórnar- innar hefur utanríkisráðherra ver- ið jákvæðastur, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, en hann liefur þó ekki tekið neina afstöðu til erindis þessa. tímabili í fyrra hefðu þessir refsivextir numið 27,3 milljón- um króna. Samkvæmt reglugerð um Seðlabanka íslands er bankanum heimilt að setja innlánsstofnunum reglur um lágmarkshlutfall lausafjár sem skuli bundið í bank- anum. Er nú miðað við að hlutfall þetta sé 12% af ráðstöfunarfé inn- lánsstofnana. Uppfylli innláns- stofnun ekki þessa skyldu koma til viðurlög af hendi Seðlabankans í formi refsivaxta á þá upphæð sem á vantar til að réttu hlutfalli sé náð. Birgir ísleifur Gunnarsson segir að bankanum sé gefið sjálf- dæmi um að ákveða hverjir refsi- vextirnir skuli vera en nú er miðað við að þeir séu hinir sömu og 30 daga vanskilavextir. Frá og með 1. nóvember eru þeir því 27% á ári eða 2,25% á mánuði. Refsivext- irnir eru reiknaðir út mánaðarlega. Af þeim tekjum sem Seðlabank- inn innheimtir í formi refsivaxta fara 75% til ríkissjóðs en 25% til bankans. Birgir ísleifur segir að þær tekjur bankans séu flokkaðar sem almennar rekstrartekjur en á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu þær 44,5 milljónum króna. 1 máli Birgis ísleifs Gunnars- sonar kemur fram að þessir miklu refsivextir endurspegli erfiða stöðu innlánsstofnana um þessar mundir. Af þeim sökum hafi Seðla- bankinn gripið til þess ráðs að minnka bindiskyldu innlánsstofn- ana úr 7% í 6% og tók sú ákvörð- un gildi þann 31. október sl. Um bindiskylduna gilda þær reglur að hún á að vera ákveðið hlutfall af aukningu ráðstöfunarfjár. Við breytinguna runnu um 1,6 millj- arðar króna til innlánsstofnana úr Seðlabankanum. Fjölgar í Viðey ÍBÚUM Viðeyjar fjölgaði úr tveimur í þrjá í fyrrinótt er ráðsmannshjónunum, þeim Bjarna Sigurbjörns- syni og Guðrúnu Lilju Ar- nórsdóttur, fæddist lítil stúlka. I rúma fjóra áratugi liefur ekki fæðzt barn með lögheimili í Viðey. Ráðsmannshjónin hafa átt heimili í Viðey um þriggja ára skeið, en eyjan hafði áður ver- ið óbyggð í áratugi. Frum- burður þeirra, sem kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans, var 13 merkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.