Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 Sjálfstæðismenn á Austurlandi: Stuðningi lýst við ríkissljórnina EFTIRFARANDI stjórnmála- ályktun Kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Austurlandskjördæmi var samþykkt fyrir skömmu: „Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins lýsir yfir fullum stuðningi við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Ríkisstjómin tók við störfum á umbrotatímum. Grónar atvinnu- greinar eiga í erfiðleikum og nýjar eiga alltaf erfitt uppdráttar. Verkefni ríkisstjórnarinnar er að snúa vörn í sókn og bæta lífskjörin í landinu. Það verur best gert með aðhaldi í opinberum rekstri þannig að raun- vextir geti lækkað til framtíðar og að atvinnuvegimir fái að búa við eðlileg og jöfn rekstrarskilyrði. Bætt búsetuskilyrði og nýsköpun í atvinnulífi em mikilvægustu verk- efni í landsstjórninni. Forsenda marktækra breytinga er að endur- skoðun fiskiveiðistefnunnar verði hraðað og áhersla lögð á að draga úr verslun með óveiddan fisk og inn- lendir fiskimarkaðir efldir. Sjálfstæð- ismenn á Austurlandi vilja að hval- veiðar verði leyfðar sem fyrst, ha- frannsóknir verði auknar og aukið verði leyfilegt aflahámark. Aðalfundur kjördæmisráðs leggur á það áherslu að ríkisstjómin skapi hinum dreifðu byggðum nýja vaxtar- Til kaups óskast gott húsnæði 150-300 fm miðsvæðis í borginni. Margt kemur til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 17.00 föstudaginn 22. þ.m. merkt: „Rétt eign - 11865”. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSOM framkvæiwdastjóri KRISTIMN SIGURJÓNSSOM. HRL, loggiltur fasteignasali Á fasteignamarkaðinn er að koma til sölu: Góð íbúð við Gautland á 1. hæð 52,9 fm nettó. Nýmál. Sólrík. Sérhiti. Sérlóð. Sólverönd. Ágæt sameign. Laus strax. Glæsileg ný íbúð með bílskúr á 1. hæð v/Sporhamra 118,3 fm. Sérþvhús. Svalir. Sérlóð. Fullg. sam- eign. Húsnlán kr. 5,0 millj. til 40 ára. Suðuríbúð við Fellsmúla á vinsælum stað 4ra herb. íb. á 3. hæð um 100 fm. 3 svefnherb. þar af 1 forstherb. Mikil og góð sameign. Laus strax. Einbhús - hagkvæm skipti Til sölu nýendurbyggt og stækkað einbhús i Hafnarfirði m/5 herb. íb. og 36 fm bílsk. Skipti æskil. á sérb., má vera í byggingu, t.d. í Grafarvogi. Fyrir smið eða laghentan steinhús (parhús) á eignarlóð í Skerjafirði. m/5 herb. íb. á hæð og í risi 106,9 fm nettó. Góð lán áhv. „Stúdíó”íb. í lyftuhúsi 1 herb. íb. m/stórum suðursv. og góðum innr. í nýendurbyggðu lyftu- húsi v/Tryggvagötu. Á vinsælum stað við Barðavog vel byggt og vel með farið einnar hæðar steinh. 165 fm auk bílsk. 5 svefnherb. m.m. Skipti mögul. á góðri 3ja-4ra herb. ib. m/bílsk. • • • Leitum að 3ja-4ra herb. kjall- araíb. íVogum, Heimum, nágr. Traustur kaupandi. ALMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGÁvÉGM8,SÍMAR2mÖ^2Í3W Islenski hlutabréfasjóðurinn hf. T?Jn -jj 71 Pi T Ö f/A j Bj4\i3irin iÖJJ _r 1 Kmily Stjórn íslenska hlutabréfasjóðsins hf. boðar til hluthafafundar í félaginu 27. nóvember 1991 og verður fundurinn haldinn að Suðurlandsbraut 25, 5. hæð, Reykjavík, kl. 16:00. Fyrir fundinn verður lögð tillaga stjórnar um breytingu á 6. gr. samþykkta félagsins. Efni tillögunnar er að stjórninni verði heimilað að hækka hlutafé félagsins í einu lagi, eða í áföngum, í allt að kr. 500.000.000,-. 1 LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Sudurlandsbraut 24, 100 Raykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. ......... ...............\iíÁililílM(u.Ú L'L1 ÍAt/í möguleika með uppbyggingu tryggra samgangna á landi, í lofti og á legi með uppbyggingu skóla og heilbrigð- iskerfis sem geri það eftirsóknarvert að búa sem víðast á landinu. Rekstr- arskilyrði verslunar á landsbyggðinni verður að bæta og jafna vöruverð til dæmis með því að heildsalar og fram- leiðendur greiði flutningskostnað vörunnar til smásala. Fundurinn skorar á stjórnvöld að standa vörð um hagstæða lokaniður- stöðu varðandi samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði um leið og lögð er áhersla á að samningurinn verði kynntur ítarlega fyrir þjóðinni. Aðalfundur kjördæmisráðs hvetur stjórnvöld til að efla bjartsýni með þjóðinni með því að standa að já- kvæðri umræðu um þjóðmálin og efla frelsi þegnanna til framtaks og framkvæmda. Sjálfstæðismenn á Austurlandi vilja treysta byggð og búsetu í ijórðungnum og nýta þá möguleika sem þar bjóðast. Með samvinnu og samstöðu íbú- anna verður Austurland eftirsóknar- vert til búsetu.” 51500 Birkimelur - Rvík Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð á þessum vinsæla stað, auk herb. í risi. Eign í ágætu ástandi. Ekk- ert áhv. Hafnarfjörður Álfaskeið Góð 3ja herb. ca 83 fm íb. á 2. hæð auk bílsk. Víðivangur Mjög gott ca 220 fm einbhús auk bílsk. Goðátún - Gbæ Gott ca 156 fm timburhús. Ekk- ert áhv. Ræktuð lóð. Sævangur Gott einbhús á mjög fallegum stað ca 280 fm m/bílskúr. Drangahraun Höfum fengið til sölu gott iðn.- og/eða versl.-/skrifsthúsn., 382,5 fm. Fokhelt. Vantar - vantar Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. í Hafnarfirði. Kópavogur - Álfabrekka Gott einbhús á góðum stað á tveimur hæðum ca 270 fm þ.m.t. bílsk. ! Arni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafn., símar 51500 og 51501. Spaugararnir að tafli. Böm mánans Leiklist Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leikfélag Verslunarskólans, Allt milli himinis og jarðar, sýn- ir „Börn mánans”. Höfundur: Michael Weller. Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson Leikstjóri: Þorsteinn Bac- hmann Útvíðar buxur, friðarmerki um hálsinn og ótrúlega hallærislegir skór eru efnislegar menjar hippa- tímabilsins sem gengið hafa aftur. Börn hippanna hafa sótt í hirslur foreldranna fötin, sem eitt sinn voru ögrun eru nú töff, og plöturn- ar, sem veittu pólitískan innblást- ur eru nú dægravöl. Fötin og plöt- urnar voru geymdar en hugsjón- irnar gleymdust. Leikritið „Börn mánans” er tuttugu ára gamalt og gerist þeg- ar blóma- og friðartíminn í Banda- ríkjunum er í algleymingi. Það varpar ljósi á tíðarandann sem ríkti hjá ungu fólki á þessum tíma og eitthvað glimtir í baráttumálið sem bar hæst; Víetnamstríðið. Nokkur ungmenni, flest í mennta- skóla, leigja saman íbúð í einn vetur og leikritið fjallar í stórum dráttum um samskipti þeirra, ólík viðhorf til lífsins og samskipti kynjanna. Þrátt fyrir að efnið sé með alvörukenndum blæ er gam- ansemin ríkjandi og leikritið bygg- ist upp á tiltölulega stuttum og hröðum atriðum. Sniðug tilsvör og líflegur leikmáti halda uppi góðum dampi í sýningunni. Skemmtileg leikmynd og tónlist tímabilsins setja svo punktinn yfir i-ið. Leikritið hentar afar vel til Sýn- ingar í framhaldsskóla þar sem flestar persónurnar eru á sama aldri og leikararnir og þeir eiga 'auðvelt með að setja sig inní hugs- unargang þeirra og tilfinningar. Það skilar sér aftur í áreynslu- lausari og tilgerðarminni leik en oft vill verða í skólasýningum þeg- ar leikararnir þurfa að leika mikið upp fyrir sig í aldri. Það er skemmst frá því að segja að leik- arar í „Börn mánans” stóðu sig með prýði og léku af innlifun og einbeitni. Leikstjórinn hefur greinilega náð vel utan um hópinn og laðað fram leikarann í hverjum og einum. Aðalpersónurnar eru sjö: Mike (Óttar Pálsson), Ruth (Alda Sig- urðardóttir), Cootie (Rúnar Freyr Gíslason), Dick (Jakob Ingimund- arson), Bob (Guðni Amar Guðna- son), Norman (Finnur Þór Birgis- son) og Kathy (Eva Margrét Ævarsdóttir). Einnig koma við sögu kærasta Normans, Shelly, lögregluþjónar, jólasveinn, kók- póstur o.fl. Þeir Mike og Cootie eru óttalegir grallarar og slá flestu upp í grín. Leikur þeirra Óttars og Rúnars var skemmtilegur og þeir náðu upp fínum samleik. Jak- ob var hressilegur í hlutverki gösl- arans Dicks og Eva Margrét var ágæt Kathy sem miklar öll mál fyrir sér og er í sífellu að greina samband sitt og Bobs. Hann er lokaður og kaldhæðinn með af- brigðum og Guðni náði prýðilega að túlka þennan dula tónlistar- mann. Alda var afslöppuð í leik- túlkun sinni á Ruth, kærustu Mi- kes og þöngulhausinn Norman var skemmtilega hallærislegur í með- förum Finns en hann þyrfti þó að vanda framsögnina betur. Fífa Konráðsdóttir var yndislega svíf- andi og hamingjusöm í hlutverki Shelly friðarsinna sem sat upp á ísskáp og blés sápukúlur. Aðrir leikarar gerðu hlutverkum sínum góð skil og í heild var sýningin skemmtileg og aðstandendum sín- um til sóma. Það var mikið hlegið á frumsýn- ingu og spilaði þar án efa inní húmorinn að sjá félagana á svið- inu. Það merkilega er þó að ekki var síður hlegið að þeim atriðum þar sem alvaran var ráðandi og persónurnar að glíma við erfið til- finningamál en sýningin hitti greinilega beint í mark. Bílasala Til sölu vinsæl bílasala á góðum stað í ódýrri leigu. Næg útistæði. Tölvu- og bílasöluforrit. Eignist eigið fyrirtæki á auðveldan hátt. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. F.YR IRTÆ KIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Gott tækifæri Til sölu lítil og falleg gjafa- og blómabúð fyrir aðeins kr. 600 þús. Það er jafnvel möguleiki að eignast þá peninga til baka með góðri jólasölu í næsta mánuði. Laus strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. F.YRIRTÆKIASALAIM SUÐURVERI SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGFjÍMSSON. Tveir af aðalleikurum myndar- innar „Hringurinn”. Laugarásbíó sýnir myndina „Hringurinn” LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýningar myndina „Hringur- inn”. Með aðalhlutverk fara Rie- hard Dreyfuss og Holly Hunter. Leikstjóri er Lasse Hallström. Sam Stone kemur stormandi inn í fjölskyldu Renötu. Hann baðar fjölskyldu Renötu í peningum og gjöfum og Sam þarf einnig að fylgjast með öllu.og.öllum, ep með því virðistfjölskyldaj^||||t í áund-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.