Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 15 rétti og sjálfstæði þjóða hefur af- staða Islands verið hvað mest frá- brugðin afstöðu annarra norrænna 9g vestrænna þjóða. Þrátt fyrir að íslendingar hafi oftlega samsinnt hinum vestræna heimi í slíkum málum eru á því margar og merki- legar undantekningar. Söguleg reynsla íslands hefur því, í mörgum tilvikum, verið tekin fram yfir aðra lykilþætti, svo sem tillitssemi við NATO og norræna samvinnu. Kýpurmálið Um margra ára skeið, en þó sér- staklega á sjötta áratugnum, hafði Island aðra afstöðu í Kýpurmálinu en flest önnur Vesturlönd. íslenska sendinefndin var ekki sammála því áliti flestra annarra vestrænna full- trúa, að Sameinuðu þjóðirnar væru ekki færar um að fást við málið. Islendingar sögðu að líta yrði á Kýpur sem eitt land og eina póli- tíska og landfræðilega einingu, þar sem öllum íbúum væri gert kleift að búa við sjálfsákvörðunarrétt. Þar sem ísland studdi grundvallarregl- una um sjálfsákvörðunarrétt, og þær ályktanir sem gengu út frá henni, voru Islendingar stundum tilneyddir að greiða atkvæði á ann- an hátt en önnur Vesturlönd í Sam- einuðu þjóðunum. Daginn áður en Allsherjarnefnd- in ræddi málið hélt fastafulltrúi Bretlands, Sir Pierson Dixon, fund með fulltrúum Norðurlandanna, þar sem hann útskýrði viðhorf Bretaýil málsins og benti á að afstaða ís- lendinga væri mikilvæg, þar sem þeir ættu fulltrúa í Allsherjarnefnd- inni. Þegar nefndin hafði, árið 1954, samþykkt að taka Kýpurmálið á dagskrá hélt Bretland áfram að þrýsta á íslendinga til að reyna að fá þá til að breyta afstöðu sinni. í bréfi breska sendiráðsins í Reykja- vík til íslenska utanríkisráðuneytis- ins var afstaða Breta skýrð og þess farið á leit við íslendinga að þeir styddu Bretland í þessu máli. Full- trúi Grikklands hafði einnig rætt málið við Thor Thors, þannig að þrýst var á ísland frá báðum hlið- um. Þegar þeir útskýrðu afstöðu sína í Kýpurmálinu sögðu Islendingar að þeir væru bundnir sannfæringu og sögu íslensku þjóðarinnar til að styðja ályktanir sem lögðu áherslu á grundvallarregluna um sjálfs- ákvörðunarrétt kýpversku þjóðar- innar. Söguleg reynsla íslands af því að vera nýlenda útskýrir að nokkru þessa afstöðu. Þegar Alls- hetjarnefndin, til dæmis, samþykkti árið 1954 að taka Kýpurmálið á dagskrá flutti Thor Thors, fastafull- trúi íslands, ræðu og 'sagði meðal annars: Úr því þetta mál er nú kornið til kasta okkar, og þar sem við íslend- ingar erum dyggir stuðningsmenn grundvallarsjónarmiðsins um sjálfs- ákvörðunarrétt — við hljótum að vera það vegna sögu þjóðarinnar — greiðum við atkvæði með því að málið verði tekið á dagskrá. Á sama tíma og söguleg sjónarm- ið höfðu vafalítið áhrif á afstðu ís- lands, eru vísbendingar um að við- skiptasamband við Grikkland hafi einnig haft nokkur áhrif. Árið 1955 fór Grikkland fram á að 10. Allsheijarþingið fjallaði um Kýpurmálið. Þingið ákvað að taka málið ekki á dagskrá. ísland greiddi atkvæði gegn þeirri ákvörðun og hið sama gerði Grikkland vitaskuld. Öll önnur Vestur-Evrópulönd og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn því að málið væri tekið á dagskrá. Island skipaði sér við hlið Sovétb- lokkarinnar og nokkurra ríkja róm- önsku Ameríku auk nokkurra ríkja Afríku og sín. ísland varð fyrir vaxandi þrýstingu frá nokkrum vestrænum ríkjum í málinu. Fulltrúi Bandaríkjanna reyndi til dæmis mjög að sannfæra Islendinga um að styðja það ekki að málið væri tekið á dagskrá. íslendingar á hinn bóginn, héldu fast við fyrri skoðan- ir og sögðu Bandaríkjamönnum að þeir gætu ekki breytt afstöðu sinni þar sem þeir væru skuldbundnir til að styðja rétt þjóða til sjálfsákvörð- unar. Grikkir voru mjög þakklátir Islendingum fyrir þá afstöðu sem þeir höfðu tekið og létu það í ljós við jslensku sendinefndina. Ólíkt fulltrúum annarra Vestur- landa taldi íslenska sendinefndin að Sameinuðu þjóðirnar væru fylli- lega færar um að fást við málið. íslendingar bentu á, að Kýpur væri bresk nýlenda og að grein 73 í stofnskrá Sameinuðu -- þjóðanna kvæði á um að virða bæri það grundvallarsjónarmið að hagsmunir íbúa svæða sem ekki byggju við sjálfsstjórn, væru afar mikilvægir. I samræmi við fýrstu grein Stofn- skrárinnar, studdi íslenska sendi- nefndin rétt Kýpurbúa til að ákveða eigin örlög, enda bæri að líta á Kýpur sem eina pólitíska og land- fræðilega heild og að öllum íbúum hennar skyldi gert kleift að beita sjálfsákvörðunarréttinum. Þessi skýra afstaða íslands í Kýpurmálinu virðist, að hluta til að minnsta kosti, vera tilkomin vegna sterkra áhrifa Thors Thors. Svo virðist sem hann hafi gegnt lykil- hlutverki í að móta stefnu íslands í þessu máli, eins og reyndar öðrum sem vörðuðu afnám nýlenduhalds og rétt þjóða til sjálfsákvörðunar og sjálfstæðis. Til dæmis lagði Thor það oft til við íslensk stjórnvöld, að þau héldu við afstöðu sína, burt- séð frá því hvað hin Norðurlöndin kysu að gera. Þegar svo stóð á benti hann á, að sjálfstæði Islend- inga hvíldi á þeirri staðreynd að þeim hefði verið veittur réttur til sjálfsákvörðunar og þeim hefði auðnast að framfylgja honum rétti- lega. Grikkir sýndu oft þakklæti við íslendinga fyrir afstöðuna í málinu og í grískum dagblöðum birtust vin- samlegar greinar um hana, Auk þess bárust íslensku sendinefndinni vinsamleg bréf frá grískum yfir- völdum og frá Makarios erkibisk- upi, þar sem þakkaður var skilning- ur Islendinga ‘og stuðningur við málstað Kýpurbúa. Einnig er rétt að minnast á, að þegar Makarios erkibiskup, sem leiddi Kýpurbúa í deilu þeirra við Breta, heimsótti New York árið 1954, var eitt af því fyrsta sem hann gerði að heim- sækja íslensku sendinefndina og færa henni þakkir fyrir fijálslynda afstöðu í Kýpurmálinu. Ekki skyldi vanmeta mikilvægi slíkra samskipta. Það var mjög mikilvægt fýrir Islendinga að við- halda vingjarnlegum samskiptum við Grikkland. í því sambandi verð- ur að hafa í huga að á Grikklandi var mikilvægur markaður fyrir ís- lenskár fiskafurðir. Thor Thors gerði sér ljósa grein fyrir mikilvægi þess, enda hafði hann áður verið framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskiramleiðenda. _ Þetta þýðir þó ekki að afstaða íslands hafi ráðist eingöngu af viðskipta- hagsmunum. Þó má með nokkurri vissu álykta, að þessir hagsmunir hafi haft áhrif á og styrkt afstöðu íslands, sem þó átti rætur í sögu- legri reynslu þjóðarinnar — afstöðu sem stundum var gagnrýnd af öðr- um vestrænum ríkjum. Enn var afstaða íslands frá- brugðin afstöðu annarra Vestur- landa í málinu árið 1957. Þá studdi fulltrúi íslands í fyrstu nefnd álykt- unartillögu, sem var lögð fram af Grikklandi, og lagði áherslu á grundvallarréttinn til sjálfsákvörð- unar og lýsti þeirri von að Kýpurbú- um væri gefið tækifæri til að ákveða eigin framtíð. íslenski full- trúinn sagði sendinefnd sína skuld- bundna sannfæringu og sögulegri reynslu til að styðja slíka ályktun. Með ályktuninni lýsti Allsheijar- þingið áhyggjum af því að enginn árangur hefði náðst í að leysa vand- amálið. ísland, Grikkland og írland voru einu Vesturlöndin sem greiddu ályktunartillögunni atkvæði sitt. Öll önnur vestræn ríki, þar með talin Norðurlöndin, greiddu annað- hvort atkvæði gegn ályktuninni eða sátu hjá. Sum lögðu á það áherslu, að Kýpurmálið væri utan lögsögu Sameinuðu þjóðanna og að íhlutun SÞ gæti flækt, miklu fremur en auðveldað, lausn þessa viðkvæma og hættulega deilumáls. - Árið 1958 Við höfum þegar ijallað um nokkur mál frá sjötta áratugnum þar sem kosningahegðun íslands SJÁ NÆSTU SÍÐU Þjónustan við landsbyggðina eykst stöðugt: 23% AUKNING Á VIÐKOMU SKIPA INNANLANDS Á ÞESSU ÁRI! EIMSKIP heldur uppi öflugri þjónustu við landsbyggðina með áætlunarsiglingum til helstu strandhafna landsins og landflutningaþjónustu í tengslum við þær ferðir. Á undanförnum árum hefur átt sér stað ótrúlega hröð uppbygging innanlandsþjón- ustunnar: Fullkomnari skipa- stóll, stærri bílafloti, gáma- væðing, fjölgun viðkomustaða og aukinn viðkomufjöldi skipa. Sem dæmi um hina öru þróun má nefna að áætlaður heildar- viðkomufjöldi skipa í innan- landssiglingum mun aukast á þessu ári úr 846 í 1037 eða um 23%. Kynntu þér hagræðið sem þér býðst með því að skipta við innanlandsdeild okkar. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM RÉR LEIÐ HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.