Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NOVEMBER 1991 ÆkBiMK& DEGKER, ÖFLUGAR OG ENDINGARGÓÐAR HANDRYKSUGUR BIAGK&DEGKER handryksugur. Fást í öllum helstu raftækja- verslunum og stórmörkuðum. Op/ð laugtirdaga kl 10 - 16 LONDON Austurstræti 14, sími 14260 Par sem úrvalid er Hin nýja Evrópa eftír Magnús Z. Sigurðsson í Á undanförnum áratugnm hafa orðið víðtækar og djúptækar breyt- ingar á meginlandi Evrópu á sviði stjórnmála, efnahagsamála og fé- lagsmála. Og nú síðast hrun hins kommúníska þjóðskipulags í Mið- og Austur-Evrópu. Allt skapar þetta ný viðhorf í Evrópu, nýja möguleika á sviði framleiðslu á vörum og þjónustu, nýja og aukna möguleika á sviði viðskipta almennt og í öllum sam- skiptum þjóða. Náin samvinna og jafnvel sameining Evrópuþjóðanna á sviði stjórnmála og efnahagsmála er gamall draumur þessara þjóða. En aldrei hefur tekist fyrr en nú með Evrópubandalaginu (EB) og ýmsum fieiri samtökum og stofnun- um að ná þessu markmiði. 2 Með tilkomu EB hefur skapast mun meiri og virkari samkeppni á mörkuðum Vestur-Evrópu en áður var á þessu svæði, sem nú telur um 360 milljónir íbúai Tii að tryggja jafnrétti og virka samkeppni hefur orðið að samræma lög og reglur hinna ýmsu aðildar- ríkja bandalagsins. Þetta hefur ver- ið mikið starf og vandasamt. Enn er þessari samræmingu ekki að fullu lokið. En þegar hinn svokall- aði innri markaður tekur við, þann 1. janúar 1993, á þessari samræm- ingu að vera lokið að mestu. Frá þeim tíma flæða allskonar viðskipti hindrunarlaust milli hinna ýmsu ríkja bandalagsins eins og um inn- anríkisviðskipti væri að ræða. Þótt lítið sé um hindranir á landamærum nú þegar, verður flæði vöru og þjón- ustu milli aðildarríkjanna þó enn auðveldara og ódýrara en verið hefur til þessa. Þótt aðildarríki EB eigi mikil við- skipti sín á milli, selja þau öll vörur sína óg þjónustu að sjálfsögðu einn- ig til annarra heimshluta s.s. Norð- ur- og Suður-Ameríku, Asíu o.s.frv. og leita þannig þeirra markaða, sem hagkvæmast er áð skipta við hverju sinni. Auðvitað fylgir aðild að EB engin skuldbinding um að eiga ekki viðskipti við lönd utan bandalags- ins. Landbúnaðarmálin í EB eru mik- ið vandamál en erfið úrlausnar. En flestir munu vera sammála um, að á þeim málum verði að taka hið fyrsta. Af heildarútgjöldum EB mun renna árlega meira en helm- ingur til landbúnaðarins. Við þetta verður naumast unað til frambúðar. Það markaðskerfi sem ríkir innan EB er engan veginn eftirlitsiaus samkeppni, heldur er hér um félags- legt markaðskerfí (soziale Markt- wirtschaft) að ræða og þung áherzla liggur á hugtakinu félags- legt. Mikið af þeim reglum, sem EB setur, miðar að því að tryggja raunverulega fijálsa samkeppni innan svæðisins. Slíkar ráðstafanir og reglur miða,að því að gæta sem bezt hagsmuna hins almenna neyt- anda. Þær miða ekki að því, að gæta hagsmuna og tryggja aðstöðu stóru fyrirtækjanna eins og_ stund- um er látið í veðri vaka. í þessu sambandi má t.d. nefna ráðstafan- ir, sem gerðar eru til að koma í veg fyrir, að framleiðendur geti með samkomulagi sín á milli haldið verði á vörum sínum hærra en frjáls sam- keppni leyfir. Slíkt samkomulag um verð eða um skiptingu markaða milli framleiðenda eða annarra fyr- irtækja er óheimilt. Með þessum málum hafa hin einstöku aðildarríki og einnig EB sem slíkt mjög virkt eftirlit. Komist upp, að fyrirtæki hafi gert með sér slíkt samkomu- lag, verða þau beitt háum fjársekt- um og þessa eru nokkur dæmi. Allt miðar þetta að sjálfsögðu að því að gæta hagsmuna hins al- menna neytanda og að styrkja kaupgetu hans. Yfirleitt er afkoma iðnaðarfyrir- tækja í EB góð, einkum í Þýzka- landi. Á því eru þó ýmsar sveiflur eins og ætíð verður í efnahagslífi. En fyrirtækin þurfa að græða, þurfa að skila verulegum hagnaði af starfsemi sinni. Fyrirtæki, sem ekki skila hagnaði, hljóta að hverfa og önnur að rísa upp. Fyrir efna- hagslífið sem heild er verulegur hagnaður af starfsemi fyrirtækja ófrávíkjanleg nauðsyn. Annars er ekki hægt að standa undir nauðsyn- legri endurnýjun framleiðslutækja, tæknivæðingu, rannsóknarstarf- semi og markaðsmálum. Ekki síst er verulegur hagnaður fyrirtækj- anna mikils virði fyrir launþega hvers lands, til að skapa þeim góð kjör og atvinnuöryggi. Með hinum nýja samningi milli EB og EFTA tengjast þessi tvö stóru markaðssvæði hvort öðru og taka upp verulega aukna samvinnu sín á milli. Samningurinn mun auð- velda og auka viðskipti og öll sam- skipti milli svæðanna og bæta hag alls almennings á hinu Evrópska efnahagssvæði (EES). Burtséð frá ávinningi varðandi tollalækkanir og ýmsum öðrum já- kvæðum atriðum er sérstök ástæða til að fagna því, að með hinum nýja samningi tengist ísland á sinn hátt nánar efnahagslegri samvinnu Evrópuþjóðanna. Mestan hluta ut- anríkisviðskipta okkar eigum við við Evrópu og í Evrópu liggja rætur okkar sameiginlegu menningar, sem byggist á frelsi einstaklingsins og lýðræðislegu stjórnskipulagi. Tengsl okkar við hinar Evrópuþjóð- irnar mega • ekki takmarkast við sölu og kaup á vörum og þjónustu. Náin tengsl á sviði æðri menntunar og vísinda, á sviðið tækni, bók- mennta og lista eru ekki síður þýð- ingarmikil. í þessu smabandi er rétt að geta þess, að flest EFTA-ríkin stefna nú að fullri aðild EB og sækja fast að komast sem allra fyrst inn í bandalagið, bæði til að tryggja að- stöðu sína á mörkuðum Evrópu og til að verða fullgildir þátttakendur í samstarfi Evrópuþjóðanna á öllum sviðum — og jafnframt til að geta haft áhrif á ákvarðanir EB í fram- tíðinni. En jafnvel þótt öll hin EFTA-rík- in verði bráðlega fullgildir aðilar EB, er ekki þar með sagt, að EES- samningurinn geti ekki haft sína þýðingu áfram fyrir ísland, ef ís- land gerist ekki fullgildur aðili að EB. 3 Eins og sagan sýnir hafa styij- aldir milli hinna einstöku þjóða Vestur-Evrópu verið algengar og hafa orsakað gífurlegt mannfall og allskonar eyðileggingu á þeim verð- mætum, sem kynslópirnar hafa bar- izt við að skapa. í því sambandi ber þó fyrst og fremst að nefna ástvinamissi fjölskyldnanna, sem er sársaukafyllst af öllu í sambandi við styijaldir. En eins og nú er komið málum eru styijaldir milli hinna ýmsu þjóða Vestur-Evrópu útilokaðar, já óhugsandi. Þó að með hinni nánu efnahagslegu og stjórn- málalegu samvinnu Vestur-Evrópu- þjóðanna hefði ekkert áunnist ann- að en þetta, væri árangurinn ómet- anlegur fyrir þessar þjóðir og raun- ar fyrir allan heiminn! Ekki verður hjá því komist að minnast í þessu sambandi á árásar- stríð Serba gagnvart Króötum og Slóvenum í hinu fyrra ríkjasam- bandi Júgóslavíu. Sumir vilja kalla þetta dauðateygjur kommúnismans í Evrópu. Hér er ekki um borgarastyijöld að ræða, heldur heyja Serbar þetta stríð gegn tveim fyrrum sambands- þjóðum sínum, sem þegar hafa með löglegum hætti lýst yfir sjálfstæði sínu. Tito hélt á sínum tíma ríkja- sambandi Júgóslavíu saman með einræði og harðstjórn. En það er þjóðanna sjálfra að ákveða um stjórnskipulag sitt og sjálfstæði — slíkt er ekki hlutverk' ríkisins. Þjóð- in er ekki til fyrir ríkið heldur er ríkið til fyrir þjóðina! Ef hér væri um að ræða land eða lönd, sem væru fullgildir aðilar að samtökum Vestur-Evrópuþjóða, mundi þetta stríð ekki hafa verið hafið. En almenn stjórnmálaleg við- urkenning Slóveníu og Króatíu sem fullvalda ríkja, mun væntanlega mjög fljótlega binda endi á þetta miskunnarlausa og tilgangslausa stríð. Þetta mál snertir alla Eyrópu. 4 Efnahagsleg, stjórnmálaleg og félagsleg uppbygging í þeim lönd- um Mið- óg Austur-Evrópu, sem nýlega losnuðu undan kommúnísku þjóðskipulagi, mun taka nokkur ár. Raunverulegt ástand mála í þessum löndum hefur reynst vera ennþá verra en menn gerðu sér almennt ljóst fyrir breytinguna. í þessum löndum búa dugmiklar, menntaðar og vinnusamar þjóðir, sem sumar hverjar byggja á langri reynslu í iðnaði og viðskiptum. Þessar þjóðir voru orðnar mjög háðar framleiðslu fyrir Sovétríkin og viðskiptum við önnur lönd aust- urblokkarinnar (COMECON), enda var þeim gert að sníða framleiðslu sína einkum eftir þörfum Sovétríkj- anna og leppríkja þeirra. Nú verða þjóðir Mið- og Austur- Evrópu að endurskipuleggja fram- leiðslu sína og framleiða vörur og þjónustu, sem þær geta fundið markað fyrir í Vestur-Evrópu og öðrum fijálsum löndum, þar sem samkeppni ríkir varðandi gæði, út- lit og verð. Til að ná þessu marki, þarf að endurskipuleggja og bæta allt framleiðslukerfið, verksmiðjur og vélakost, — flutningatæki og fjarskipti — en allt er þetta gamal- íióúwir tirétiijf jyrir hvtttisj uJí-junn&mdur Sjálfstaeðar rannsóknastofur í Bandaríkjunum staðfesta að ALLIRICH hvítlaukurinn frá ARIZONA NATURAL hefur meira allicín innihald en nokkur önnur hvítlauksafurð. Það er einnig staðfest að hin einstaka framleiðsluaðferð ARIZONA NATURAL tryggir bestu gæðin og að kæliaðferð og geymsla hvítlauks í kælitönkum í marga mánuði, sem er aðferð margra hvítlauks- framleiðenda, eyðileggur öll virk efni í hvítlauknum og þar með er afurðin ALLISÍN snauð. Fólk, sem metur heilsu sína mikils, getur treyst hvítlauksafurðum frá ARIZONA-NATURAL en á þeim stendur ALLICÍN-RIICH ALLISÍN AUÐUGUR. Láttu þér líða vel með ALLIRICH, daglega. Eina lyktarlausa hvítlauksafurðin með ALLISÍNI. Fæst í apótekum, heilsubúöum og verslunum um land allt. Danberg - heildverslun, «,„i HsiiMíslár f,... „JU t: Skúlagötu 61. sími 626470 Magnús Z. Sigurðsson „Aldrei í sögunnni hafa þjóðir Vestur-Evrópu notið eins mikils frelsis, lýðræðis og félagslegs öryggis og aldrei hafa lífskjörin verið eins góð eins og nú. Þetta hefur náðst vegna aukinnar samvinnu og samruna V estur-E vrópuland- anna í eina efnahags- lega heild og vegna mikilla framfara á sviði tækni og vísinda.” dags, afkastalítíð og úrelt. Þessi uppbygging krefst mikils átaks viðkomandi þjóða. Allar eru þær nú að breyta hagkerfum sínum frá miðstýringu til félagslegs mark- aðskerfis að fyrirmynd Vestur-Evr- ópu. Til að flýta fyrir þessum miklu og nauðsynlegu breytingum og til að tryggja stjórnmálalegan og fé- lagslegan stöðugleika, þarfnast þjóðir Mið- og Austur-Evrópu mjög verulegrar efnahagslegrar aðstoðar Vesturlanda og nauðsynlegt er, að Vestur-Evrópa opni markaði sína fyrir útflutningsvörur þessara þjóða eins fljótt og eins víðtækt og auðið er. Vesturlöndum ber stjómmálaleg og mannleg skylda til að veita slíka aðstoð enda er þeim sjálfum fyrir beztu, að þessar miklu breytingar í Mið- og Austur-Evrópu gangi fyr- ir sig sem fljótast og öruggast svo að þessi lönd verði sem fyrst full- gildir aðilar að samvinnu vestrænna þjóða á jafnréttisgrundvelli. Þetta mun vera almennt viðurkennt sjón- armið í Vestur-Evrópu og hinar nýfrjálsu þjóðir sækjast mjög ákveðið eftir slíkri samvinnu við Vesturlöndin. í þessu sambandi er rétt að minn- ast þess, að það var ekki sök um- ræddra þjóða, að þær Ientu austan- megin við járntjaldið, sem var, og urðu þannig að búa við kommúnískt stjórnarfar í áratugi á móti vilja sínum. Það voru aðrir, sem tóku þá ákvörðun. Varðandi fall kommúnismans í Mið- og Austur-Evrópu ber að þakka varnarbandalagi hins vest- ræna heims, NATO, sérstaklega fyrir stefnu þess og staðfestu. An NATO hefði þróunin orðið á annan veg. Um það munu allir, sem til þekkja, vera sammála. Sönnun þessa er m.a. sú staðreynd, að hin ný-fijálsu ríki sækjast nú eftir ná- inni samvinnu við NATO. Alþjóðleg samtök eða alþjóðlegar stofnanir, sem hafa náð markmið- um sínum eins algerlega og NATO hefur gert, munu vandfundnar. Eftir hið gjörbreytta ástand heimsmála er NATO nú með réttu að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Eftir að löndin í Mið- og Austur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.