Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Norðurtanginn og Frosti fá 60 millj. kr. lán: Vanskil Frejgu hf. greidd með lánsfé NORÐURTANGINN hf. og Frosti hf. hafa fengið 60 milljóna króna lán, eða 30 miHjónir hvort, frá Byggðastofnun. Lánið mun verða notað til að greiða upp mikil vanskil hjá Freyju hf. svo hægt verði að ganga formlega frá kaupum þessara tveggja aðila á Freyju. Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri Norðurtangans seg- ir að Freyjá sé gjaldþrota og eigi ekki nein veð fyrir þessum vanskil- um sem nema nokkrum tugum milljón króna. Því hafi Norður- tanginn og Frosti ákveðið að leggja fram veð í sínum eignum fyrir þessu láni svo hægt yrði að greiða vanskilin upp. „Með þessu vonum við að engar aðrar hindran- ir standi i vegi fyrir kaupum okk- ar á Freyju og að það mál sé end- anlega komið í höfn,” segir Jón Páll. Aðspurður um hver heildar- kostnaður Norðurtangans og Frosta verði af kaupunum á Freyju segir Jón Páll að erfitt sé að meta það á þessari stundu. Ekki liggi ljóst fyrir hvað hægt sé að selja togarann Elínu Þorbjarnardóttur fyrir mikið né hvað sé hægt að selja af taprekstri Freyju til aðila sem hugsanlega vildu nota hann sem skattafrádrátt. Aðalfundur hefur verið boðaður hjá Freyju á föstudag í næstu viku. A dagskrá þess fundar er að lækka eldra hlutafé í verði, tillaga um aukið hlutafé og kosning nýrrar Stjórnar. Eftir þann fund ættu Norðurtanginn og Frosti að verða orðnir eigendur fyrirtækisins. Lyftarinn dýr- ari en Ljósifoss Eimskipafélag íslands hefur keypt 65 tonna þungan gámalyft- ara af gerðinni Hyco IH 145. Lyftigeta fækisins er 45 tonn og er hann búinn bómu sem gerir kleift að nálgast gáma í þriðju gámaröð fyrir framan lyftarann án þess að umstafla gámunum. Lyftarinn kostaði um 24 milljónir kr., en í samanburði má geta að eitt skipa Eimskips, Ljósifoss, sem er á söluskrá, og metið á 20 miilj- ónir kr., að sögn Knúts G. Haukssonar, forstöðumanns flutningamiðstöðvar Eimskips, sem hér er á myndinni annar frá hægri, ásamt Þórði Hilmarssyni forstjóra Globus, sem er lengst til hægri, Svavari Ottóssyni, deildarstjóra tæknideildar Eim- skips og Siguijóni P. Stefánssyni sölustjóra Globus. Lyftarinn með hámarksbyrði vegur um 110 tonn og er sá sinnar tegundar á Norðurlöndum. Knútur sagði að að tækið réði við meiri þyngd en gámakrani félagsins. Lyftarinn hefur verið í notkun í eina viku og reynst vel, að sögn Knúts. I I I VEÐUR S DAG kl. 12.00 f Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 f gœr) VEÐURHORFUR I DAG, 29. NOVEMBER YFIRLIT: Yfir landinu og hafinu suðvesturundan er 967 mb lægð, sem þokast norðaustur, en 1030 mb hæð yfir Suður-Evrópu. SPÁ Sunnan og suðaustan átt sumsstaðar stinníngskaldi_ eða all- hvass sunnan- og vestanlands, hægara annars staðar. Á Suður- og Vesturlandi og einnig á sunnanverðum Austfjörðum, annars staðar úrkomulaust og skýjað. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: .. I . HORFUR Á LAUGARDAG: Vestan- og suövestanátt, kaldi eða stinn- ingskaldi vestanlands en hægara norðan- og austanlands. Vestan- lands verða él, en úrkomulaust annars staðar. Frost 2-4 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan hvassviðri vestan til á landinu, en hægari annars staðar. Rigning eða slydda sunnan- og vestan- Iands, en að mestu úrkomulaust annars staðar. Hiti 1-3 stig. Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN. Heiðskírt Léttskýjað Halfskyjað Skyjað Alskyjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda ' * r * * * * * * * Snjókoma 1 o Hitastig: 10 gráður á Celsíus Y Skúrir * V El r= Þoka = Þokumóða 5 , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur ("7 Þrumuveður vm j VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri +1 alskýjað Reykjavík 3 slydduél Bergen 9 rlgning og súld Helsinki 6 þokumóða Kaupmannahöfn 6 þokumóða Narssarssuaq +14 heiðskírt Nuuk +12 skýjað Osló 7 súld Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn 5 haglel Algarve 16 alskýjað Amsterdam 4 þoka Barcelona 15 rykmistur Berlín 7 mistur Chicago 1 slydda Feneyjar vantar Frankfurt 1 þoka Qtasgow 8 úrkoma í gr. Hamborg 5 þokumóða London 11 skýjað Los Angeles 13 heiðskfrt Lúxemborg 2 þoka Madríd 9 mistur Malaga 18 skýjað Mallorca 18 alskýjað Montreal 2 snjóél á s. klst. New York 4 skýjað Orlando vantar Parfs 6 þoka í gr. Madelra 18 hálfskýjað Róm 13 þokumóða Vfn 6 þokumóða Washington 3 alskýjað Winnipeg +10 snjókoma Byggðastofnun lánar Bol- i ungarvík 50 milljónir kr. BYGGÐASTOFNUN hefur lánað bæjarsjóði Bolungarvíkur 50 millj- ónir króna og segir Ólafur Kristjánsson bæjarsfjóri að nota eigi féð til að treysta atvinnulif á staðnum. „Þessi upphæð er ekki sérstaklega eyrnamerkt fyrir Einar Guðfinnsson hf. þótt slíkt liggi í loftinu en fyrst verðum við að sjá skilyrði okkar fyrir þátttöku í þeim rekstri uppfyllt,” segir Ólafur. I máli bæjarstjórans kemur fram að helstu skilyrði bæjarstjónjar fyrir þátttöku í rekstri Einars Guðfinnss- onar séu að vandamál fyrirtækisíns verði Ieyst til lengri tíma litið en ekki verði að gripið til skammtímala- usna. Sjálfur hefur Ólafur lagt þá hugmynd fram að skuld E.G. við Atvinnutryggingarsjóð, sem nemur um 300 milljónum króna, verði með samkomulagi við ríkisvaldið breytt í hlutafé í eigu bæjarsjóðs. „Ég vil taka það fram að hér er aðeins um eina af þeim hugmyndum sem verið er að ræða,” segir Ólafur. Ólafur segir að vandi E.G. sé það mikill að hann verði ekki leystur nema með samkomulagi milli stjórn- valda, lánastofnana, sjóða og bæjar- sjóðs Bolungarvíkur. „En það sem i þarf helst til er að koma þessari 300 milljóna króna skuld af borðinu með samkomulagi við Atvinnutrygging- arsjóð sem yrði viðunandi fyrir bæj- arsjóð,” segir Ólafur. Morgunblaðið/KGA Rækjusjómennirnir á fundi Þorsteins Pálssonar í sjávarútvegsráðu- neytinu í gær. Rækjusjómenn frá Bfldudal ræða við ráðherra: Gera kröfu um frelsi í viðskiptum með rækju NÍU rækjusjómenn frá Bíldudal gengu á fund Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra í gær og kröfðust frelsis í viðskiptum sínum með rækju. Nú er þeim gert skylt að selja afla sinn til Rækjuvers á Bíldudal en fyrirtækið hefur ekkert keypt af rækju frá þeim frá því vertíð hófst. Snæbjöm Árnason útgerðarmað- ur á Bíldudal er í forsvari fyrir hópinn. Hann segir að þegar ljóst lá fyrir að rækjuvinnslan myndi ekki kaupa af þeim rækju hafi þeir kvartað við ráðuneytið. I framhaldi af því fengu þeir sent skeyti þess efnis að þeim væri fijálst að ráð- stafa rækju sinni fram til árámóta. „Það sem við viljum ræða um við sjávarútvegsráðherra er hvort ekki hafi verið um prentvillu að ræða í skeyti þessu,” segir Snæbjörn. „Okkur finnst það móðgandi að fá þetta frelsi aðeins til áramóta en ekki til frambúðar. Þyí ef við .höfum ekki frelsi til að ráðstafa afla okkar eins og við viljum sjálfir sitjum við alls ekki við' sama borð og aðrir útgerðarmenn á landinu.” Kvóti rækjusjómanna á Bíldudal er 550 tonn á þessari vertíð en hann var rúmlega 600 tonn í fyrra. í fyrra var þetta vandamál ekki til staðar því þá keypti Rækjuver allan aflann. Nú hefur dæmið hinsvegar snúist við óg rækjusjómennirnir hafa hingað til ekki getað selt neitt af afla sínum á Bíldudal. Sjávarútvegsráðherra ætlar- að svara Bílddælingum í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.