Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 41 Eitt atriði úr myndinni. Regnboginn sýnir mynd- ina „Kraftaverk óskast” REGNBOGINN liefur tekið til sýningar myndina „Kraftaverk óskast”. Með aðalhlutverk fara Shirley MacLaine og Terri Garr. Myndin fjallar um skyndilegt kraftaverka æði í Bandaríkjunum eftir að Zena frænka ásamt frænd- bömum sínum framkvæmir dular- fullt töfrabragð til að hrekkja ná- granna þeirra. Vegafarendur verða vitni að þessu og halda að kraftaverk hafi gerst og fljótt flýg- ur fiskisagan. Skyndilega standa öll Bandaríkin á öndinni, bíðandi eftir öðru kraftaverki. 011 þessi athygli er góð fyrir viðskiptin á litla kaffihúsinu á horninu og því þá að kjafta frá? Stjömubíó sýn- ir myndina „Svik o g prettir” STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýningar myndina „Svik og prettir”. Með aðalhlutverk fara Gene Wilder og Richard Pryor. Leikstjóri er Maurice Phillips. Gene Wilder leikur vitfirringinn George sem dvalið hefur langdvöl- um á geðveikrahæli þar sem hann er haldinn sjúklegri lygaáráttu. Richard Pryor leikur tukthúsliminn Eddie Dash sem fær reynslulausn Gömul verk á upp- boði Klausturhóla Eitt atriði úr myndinni. gegn því skilyrði að vinna þegn- skylduvinnu. Vinnan er í því fóginn að gæta George og hjálpa honum að fóta sig í lífinu. Þegar þessi kumpánar lenda saman er auðvitað voðinn vís og fyrr en varir eru þeir flæktir í óleysanlegan lygavef sem gæti kostað þá lífið því milljónir dala eru í húfi. Háskólabíó sýnir myndina „Tvöfalt líf Veroniku” HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýn- inga myndina „Tvöfalt líf Veron- iku”. Með aðalhlutverk fara Iréne Jacob og Philippe Volter. Leik- stjóri er Krzysztof Kieslowski. Veronika og Véronique eru tvær ungar stúlkur sem ei-u um margt lík- ar. Þær fæddust báðar sama dag, eru eins útlits og hegða sér á líkan hátt í mörgu. Samt hafa þær aldrei hist. Veronika er pólsk og Véronique er frönsk. Þeim finnst báðum eins og þær gangi ekki einar gegnum líf- ið, skoðun sem fjölskyldur beggja eru sammála um. Sagan hefst hjá Veron- iku í Póllandi. Hún syngur af mikilli innlifum í stúlknakór og henni er boðið að syngja með hljómsveit sem ætlar að frumflytja nýuppgötvað tón- verk eftir hollenskt tónskáld sem var uppi fyrir tveim öldum. Áður en tón- leikamir eru haldnir fer hún til Kraká þar sem hún verður vitni að óeirðum á torgi einu. Hún sér hvar verið er að forða ferðamönnum um borði í rútur og meðal þeima er ung stúlká, nánast hennar eigin tvífari. Tvífarinn tekur mynd af henni ásamt öðru en virðist ekki hafa séð hana. Veronika syngur á tónleikunum en hnígur skyndilega til jarðar, örend. Sögunni víkur nú til Frakklands þar sem Veronique upplifir skyndilega mikla tómleikatilfinningu. I framhaldi af því afræður hún að hætta í tónlistar- náminu sem hún er í, kennara sínum til mikillar armæðu. Eitt atriði úr myndinni. KLAUSTURHÓLAR, listaverka- miðstöð, heldur fullveldisdaginn 1. desember nk. hátíðlegan með uppboði á Hótel Sögu, Súlnasal. Uppboðið hefst kl. 16. Þama verða boðin til sölu tæplega 80 listaverk. Þar verða myndir eftir Erró, Hring Jóhannesson, Kristján Davíðsson, Jón Engilberts, Gunnlaug Blöndal, Eyjólf Eyfells, Jóhann Bri- em, Eirík Smith, og Magnús Jónsson prófessor. Margar myndir verða eftir Krist- ínu Jónsdóttur, einnig verk eftir Ás- grím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval. Málverkin verða til sýnis í sal Klausturhóla á Laugavegi 25 í dag, föstudag, kl. 1-6 og laugardag á sama tíma. Dómkirkjan í Reykjavík. Basar Dóm- kirkjunnar HINN árlegi basar Kirkjunefndar kvcnna Dómkirkjunnar verður haldinn á morgun, laugardaginn 30. nóvember í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Gamla Iðnskó- lanum, La'kjargötu 14a, og hefst liann kl. 2 e.h. Á basarnum eru að venju margir hlutir svo sem ýmsar föndurvörur, jólaskraut, hannyrðavörur og prjóna- vörur. Einnig eru á basamum heima- bakaðar kökur. Andvirði basarsmuna rennur til Dómkirkjunnar og Safnaðarheimilis- ins og líknarmála. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURVEIG HELGA THORLACIUS JÓNSDÓTTIR frá Patreksfirði, Heiðnabergi 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 2. desem- ber kl. 13.30. Pétur Sveinsson, Jón Pétursson, Edda Sigurðardóttir, Sveinn Pétursson, Svava Þorbjörg Óladóttir, ArnfríðurThorlacius Pétursdóttir, Sörli Ágústsson, Pétur Ingi Pétursson og barnabörn. t jBjj Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- N® :\x-4 amma og systir, JH HULDA Þ. BJÖRNÆS, ■ Dalbraut 27, • Æ verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 2. desember kl. 10.30. fl^v '■C0^4B Marít Davíðsdóttir, Hildur H. Davíðsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Gri'mur Pálsson, Stefan Greif, Ebba Björnæs Ólafur Sveinsson, Jón Þ. Björnsson, Hilmir Hilmisson, Kristjana Sigurðardóttir, Orn Greif, og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og 1 langömmu, SIGRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. Jóhanna Þorsteinsdóttir, Sveinn Þorsteinsson, Berta Jóhannsdóttir, Fanney Þorsteinsdóttir, Hilmar Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BERGÞÓR K. M. ALBERTSSON bifreiðastjóri, Norðurvangi 31, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, föstudaginn 29. nóvember, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd eða Krabba- meinsfélagið. Maria Jakobsdóttir, Jóhann G. Bergþórsson, Arnbjörg G. Björgvinsdóttir, Kristján G. Bergþórsson, Sóley Örnólfsdóttir, Bergþóra M. Bergþórsdóttir, Björn Sveinsson, Steindóra Bergþórsdóttir, Sæmundur Stefánsson og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GÍSLA KRISTJÁNSSONAR skólastjóra á Hvolsvelli, verður gerð frá Háteigskirkju í Reykjavík laugardaginn 30. nóvem- ber kl. 10.30. Jarðsett verður í Stórólfshvolskirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag íslands. Guðrún Ormsdóttir, Kristín Helga Gfsladóttir, Vilmundur Árnason, Ásgeir Gíslason, Angela Kellý Abbott, Jóhanna L. Gisladóttir, Valgeir Guðmundsson, Gísli Freyr, Trausti Már og Heiðrún Ýr. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sambýlis- manns míns, sonar og bróður, ÞORLEIFS ARASONAR slökkviliðsstjóra, Skúlabraut 2, Blönduósi. Hildur Gunnarsdóttir, Guðlaug Nikódemusdóttir og systkini hins látna. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur minnar, N ÁGÚSTU SIGURÐARDÓTTUR, Droplaugarstöðum, áður Hátúni 10b. Guð blessi ykkur öil. Jóhanna Þorsteinsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ÁSU SIGURÐARDÓTTUR, Öldrunarstofnun Flateyrar. Sérstakar þakkir sendum við læknum og starfsfólki Öldrunarstofn- unar Flateyrar og Sjúkrahúss ísafjarðar fyrir einstaklega góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Gunnlaugur P. Kristjánsson og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR kennara. Guð blessi ykkur öll. Sæmundur Bjarnason, Sævar Sæmundsson, Elín Björg Jóhannsdóttir, Sæmundur Sævarsson, Marta Gunnarsdóttir, Guðrún Ösp Sævarsdóttir, Sigurður Eyþór Valgarðsson, María Sif Sævarsdóttir, Jón Ægir Jóhannsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og hlý- hug vegna andláts SVÖVU GUÐJÓNSDÓTTUR, Ránargötu 44. Hrefna Oddgeirsdóttir, Hildur Oddgeirsdóttir, Hafsteinn Guðfinnsson, Sara Hafsteinsdóttir, Þórólfur Guðnason, Svava Hafsteinsdóttir, Ólafur Hreinn Sigurjónsson, Oddgeir Eysteinsson, Leifur Geir Hafsteinsson, Birgir Hrafn Hafsteinsson og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.