Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 ÍÞRÚmR FOLK ■ KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Blackburn Rovers, tók fram ávísanaheftið í gær og keypti Gordon Cowans frá Aston Villa fyrir 200 þús- Frá und pund. Cowans Bob er 33 ára miðvallar- Hennessy leikmaður og lék um /Eng/andí tíma með Bari á ít- alíu. Þetta er fjórði leikmaðurinn sem Dalglish festir kaup á síðan hann hóf störf hjá félaginu fyrir mánuði síðan. ■ GARRY Parker, miðvallarleik- maður Nottingham Forest, var í gær seldur til Aston Villa á 650 þúsund pund en hefur ekki komist í liðið í vetur. Hann er 26 ára, skrif- ar undir samning í dag og leikur með Villa gegn Oldham á morgun. ■ STEVE Sutton, hinn gamal- reyndi markvörður Nott. Forest, hefur verið lánaður til Luton í mánuð. Sutton, sem hefur verið 11 ár hjá Forest, hefur ekki náð að komast í aðalliðið þar sem Mark Crossley er þar fyrir. ■ GARY Lineker, markavélin mikla hjá Tottenham og enska landsliðinu, leikurekki með Totten- ham gegn Arsenal á sunnudaginn. Ástæðan er sú að sonur hans Ge- orge, sem er aðeins 8 vikna, er al- varlega veikur og var fluttur á spít- ala í gær. BLAK Skeiðamenn kæra lið KA SKEIÐAMENN hafa kært úr- slit leiks síns við íslands- og bikarmeistara KA í 1. deild karla í blaki sl. föstudag. KA sigraði en Skeiðamenn telja að í leiknum hafi hinn kín- verski þjálfari og leikmaður KA, Shao Baolin, verið ólög- legur með liðinu og krefjast þess að úrslit leiksins verði dæmd ómerk. Skeiðamenn lögðu inn kæru til íþróttadómstóls HSK. KA sigraði í leiknum með þremur hrinum gegn engri. Ef undirréttur samþykkir kröfu Skeiðamanna mun KA tapa leiknum og Skeiða- mönnum verður væntanlega dæmdur 3:0 sigur í héraði, (15:0, 15:0, 15:0) eins og lög Blaksam- bandsins segja til um. Hreinn Erlendsson, formaður íþróttadóm- stóls HSK, hefur staðfest það við Morgunblaðið að málið verði þing- fest á morgun, laugardag, kl. 14. á Selfossi en þá ber málsaðilum að leggja fram skriflegar greinar- gerðir máli sínu til stuðnings og dómur verður endanlega kveðin upp seinnipart næstu viku. Fari svo að KA-liðinu verður dæmdur leikurinn tapaður þá mun það þýða að Skeiðamenn upp- skera fyrstu stig sín í íslandsmót- ^ inu með kæru og KA-menn tapa tveimur dýrmætum stigum í keppninni um íslandsmeistaratit- | ilinn. En þeir hafa að vísu rétt á því að skjóta málinu til Blakdóm- stóls sem kveður upp endanlegan úrskurð. FIMLEIKAR Fjóla og Biyndís hættar að keppa BESTU fimleikakonur landsins, Fjóla Ólafsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, eru hættar að keppa ífimleikum. Þær hafa verið í nokkrum sérflokki ífim- leikum undanfarin ár og höfðu báðar náð þeim lágmörkum sem FSÍ setti fyrir HM ífimieik- um sem fram fór í september. Þær voru hins vegar ekki sendar á HM vegna þess að þjálfari þeirra taldi þær ekki hafa neitt þangað að gera. í framhaldi af því ákváðu þær að hætta. Fjóla og Bryndís töldu sig hafa öðlast keppnisrétt á HM sem fram fór í Indianapolis í Bandaríkj- unum í september. Þær ætluðu sér að keppa á HM og hætta keppni efstir það mót. „Við voru ákveðnar í því að hætta eftir heimsmeistara- mótið, enda búnar að vera í þessu á fullu í 10 ár. Það urðu því miklum vonbrigðum fyrir okkur að fá ekki að keppa þar,” sagði Fjóla Ólafs- dóttir í samtali við Morgunblaðið. „Þegar við komum heim úr æf- inga- og keppnisferð frá Spáni í júní sagði þjálfarinn okkar að við Wj Pi ||5j| Fjóla Bryndís yrðum að æfa betur og ná betri árangri, en við þegar höfðum náð, til að geta keppt á HM. Við urðum mjög sárar og ákváðum þá að keppnsiferlinum væri lokið og við hættum að æfa. Við trúðum því alltaf að við hefðum öðlast þátt- tökurétt með því að ná iágmörkun- um og kom þetta því mjög flatt upp á okkur,” sagði Fjóla. Fjóla sagði að þær æfðu þrisvar í viku hjá Ármanni svona rétt til að æfa sig niður eins og hún orð- aði það. Eins væru þær að þjálfa yngri flokka hjá félaginu. KNATTSPYRNA / HM KVENNA GETRAUNIR 48. Heimaleikir frá 1979 1 X 2 Mörk =7$W— Chelsea Nott'm Forest 3 2 1 13-13 Coventry Southampton 8 2 2 21-12 Crystal Palace Manchester Utd. 2 1 1 5-3 Leeds Everton 3 1 0 6-1 Liverpool Norwich 4 4 2 18-7 Manchester City Wimbledon 2 2 0 8-3 Notts County Queens Park R. 2 0 1 3-4 Oldham Aston Villa 0 0 1 0-1 Sheffield Utd. Luton 1 0 0 2-1 West Ham : Sheffield Wed. 2 2 3 4-7 Blackburn Middlesbro 3 1 3 8-8 Bristol City : Charlton 0 0 1 0-1 Derby Leicester 1 0 1 3-5 Urslit Mín spá 1 x 2 Bandaríkin og Noregur leika til úrslita á morgun IJandarísku stúlkurnar hafa verið í sérflokki á fyrsta opinbera heimsmeistaramóti kvenna í knatt- spyrnu, sem fer fram í Kína og lýkur á morgun. Þær hafa sigrað örugglega í öllum leikjum sínum og leika til úrslita við norsku stúlk- urnar á morgun, en Þýskaland og Svíþjóð keppa um bronsverðlaunin í dag. Bandaríkin fóru óvenju létt í gegn- um forkeppnina, léku fímm leiki, GrétarÞór Eyþórsson skrifarirá Svíþjóö fengu 10 stig og markatalan var 49:0. í úrslitakeppninni voru þrír ijögurra liða riðlar og byrjuðu Bandaríkin á því að vinna Svíþjóð 3:2, síðan Japan 3:0 og loks Brasilíu 5:0. í átta liða úrslitum unnu banda- rísku stúlkurnar mótheijana frá Tævan 7:0 og í undanúrslitum í gær fór 5:3 gegn Þýskalandi. Norsku stúlkurnar léku opnunar- leik mótsins og töpuðu fyrir Kína 4:0 að viðstöddum 60.000 áhorfend- um, en síðan hafa þær verið ósigrað- ar. Þær unnu dönsku stúlkumar 2:1 og lið Nýja - Sjálands 4:0. Noregur og Ítalía mættust í undanúrslitum og vann Noregur 3:2 eftir framleng- ingu, en síðan vann' Noregur Svíþjóð 4:1 í undanúrslitum. Gífurlega mikill áhugi hefur verið á keppninni í Kína og sérstaklega voru leikir kínversku stúlknanna vel sóttir, en 55.000 manns sáu Svía vinna Kína 1:0 í átta liða úrslitum. Um 15.000 áhorfendur voru á hvor- um undanúrslitaleiknum. Þægileg rúm fyrir jólin ! j 3. A: KLÆÐNING. B . TREFJAR. C : POLYESTER. D: STÁLÞRÁÐUR. - TOÉFYLLT YHRDÝNA. - ÁKLÆÐIÚR100% BÓMLLL í r Jmrn i L, KING UNILUX E : GORMAR. F : TREFJ ADÚ KU R. G : TRÉLISTI. H : TRÉRAMMI. - TVÖFALT GORMLAG. - EFRA CjORMLAG HANDHÍTTAÐ. Þar sem góð húsgögn eru betri...gks. Athugasemd Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi frá Handknattleikssambandi íslands: „Vegna umræðna í fjölmiðlum undanfarið um heimsmeistaramótið í handknattleik árið 1995 á íslandi vill HSÍ koma á framfæri eftirfarandi lagfæringum á tveimur mikilvægum atriðum: í sjónvarpi nýlega sagði Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópa- vogs, að Svíar byggjust við 100 millj- óna króna tapi á HM 1993. Sannleik- urinn er hins vegar sá, skv. fram- kvæmdastjóra sænska handknatt- leikssambandsins, að þeir gera ráð fyrir minnst 50 milljóna króna hagn- aði. Gunnar hefur tjáð HSÍ að þetta sé haft eftir íslenskum heimildar- manni sem hann vill ekki nafngreina. í kvöldfréttum í gær [fyrradag] sagði Bjarni Felixson að ekkert heimsmeistaramót síðan 1974 hefði skilað mótshöldurum hagnaði. Bjarni Felixson hefur tjáð HSI að þetta sé haft eftir íslenskum heimildarmanni sem hann ekki vildi nafngreina. Sann- leikurinn er hins vegar sá að heims- meistaramótið í Tékkóslóvakíu 1990 skilaði hagnaði og heimsmeistaramó- tið í Sviss 1986 skilaði svissneska sambandinu miklum hagnaði auk heilmikilla tekna sem það hafði i ýmsum tengslum við það fyrir mótið. Handknattleikssamband íslands mun leggja fram á næstu dögum yfirlit yfir þessi mál og harmar rangfærslur Gunnars Birgissonar og Bjarna Felix- sonar, og harmar að þeir hafi ekki leitað til Handknattleikssambandsins eftir sönnum upplýsingum.” i i í í í i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.