Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 33 HLJOÐFÆRAHUS 96 's 600935 L M U ti Kína: Heimilt að kæra emb- ættismenn Peking. Reuter. UM þessar mundir rignir kærun- um yfir kínverska embættismenn en með nýjum lögum leyfist al- menningi að leita úrskurðar dóm- stóla uni hann ekki úrskurðum þeirra. Sagði frá þessu í gær í Kínverska dagblaðinu. Lög þessa efnis tóku gildi í októb- er fyrir ári og síðan hafa dómstólam- ir haft í nógu að snúast. Á síðasta ári voru kærurnar 18.300 en eru 13.500 það, sem af er þessu. Hafa dómar gengið gegn embættismönn- um í 2.800 málum en flest varða þau framferði lögreglunnar eða skipu- lagsyfirvöld. Sagði dagblaðið, að kærum myndi vafalaust fjölga mikið þegar fólk áttaði sig á þessum rétt- indum sínum. -----» ♦ ♦---- Kokou Koffígoh steypt í Togo Lome. Reuter. HERMENN steyptu bráðabirgða- sljórn Josephs Kokou Koffigoh, forsætisráðherra í Vestur-Afr- íkuríkinu Togo, í mannskæðu valdaráni í gær og boðuðu bann við starfsemi stjórnmálaflokka. Talið var að hermennirnir væru á bandi Gnassingbe Eyadema, sem var einráður í landinu í 20 ár þar til hann var gerður valdalaus að mestu á þjóðfundi, sem efnt var til í ágúst. Stjórn Koffigoh tók þá við völdunum til bráðabirgða, eða þar til efnt yrði til fijálsra kosninga. Áður en hermennirnir létu tii skarar skríða hafði bráðabirgðaþing lands- ins bannað flokk Eyadema. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Karl Johannes Nepomuk Joseph Friedrich Antonius Vratislav Menaso 12. fursti frá Schwarzen- berg, forsetaritari Tékkóslóvak- íu. 1947. Fjölskyldan flutti til Austur- ríkis í desember 1948 þegar Karl var 11 ára. Hann erfði föðurbróður sinn sem átti miklar eignir í Austur- ríki og er milljónamæringur. Hann var formaður Helsinki-mann- réttindasamtakanna og barðist fyrir réttindum Vaclavs Havels og ann- arra andófsmanna á síðasta áratug. Havel réð hann sem forsetaritara og fól honum að skipuleggja og reka forsetaskrifstofuna fyrir sig eftir að hann varð forseti. Schwarzenberg líkti efnahags- ástandinu í Tékkóslóvakíu við ástandið í Þýskalandi eftir stríð. „Nema hvað Marshalláætlunin kom Þjóðveijum til hjálpar, þekking og mannafli voru fyrir hendi og verk- smiðjurnar voru í rúst. Við stöndum hins vegar frammi fyrir fjármagnss- korti, mannafla sem hefur orðið fyr- ir kommúnistaáróðri í fimmtíu ár - þeir sem tóku síðast stúdentspróf og hlutu menntun sem var ekki lituð hugmyndafræði í Tékkóslóvakíu eru komnir yfir sjötugt - og verksiniðj- urnar standa en eru gamaldags og löngu úr sér gengnar.” Hann sagði að lífsgæðin í Tékkóslóvakíu fyrir fimmtíu árum hefðu verið svipuð og í Belgíu og Sviss á þeim tíma. „Við erum nú eins og vanþróað land. Það mun taka okkur 25 ár að ná Belgíu í lífsgæðum,” sagði hann. Forsetaritarinn spáði að Tékkó- slóvakía yrði áfram eitt ríki og vildi ekki gera of mikið úr sjálfstæðis- hreyfingunni í Slóvakíu. Skoðarna- kannanir sýna að aðeins 18% þjóð- arinnar vilja að sambandsríkið verði leyst upp. „Stjórnmálamennirnir draga viðræður um nýja stjórnarskrá og skiptingu valdsins á langinn til að komast hjá umræðum og óvinsæl- um ákvörðunum um efnahagsvand- ann,” sagði hann. „Sumir einstakl- ingar vekja einnig athygli á sér og afla sér vinsælda með harðri þjóð- ræknistefnu. Margir þeirra eru fyrr- verandi kommúnistar og starfsmenn öryggislögreglunnar. Það er kannski skiljanlegt. Þessir menn þurfa að finna sér eitthvað að gera.” Schwarzenberg sagði að Evrópa væri nú á tímum eins og lítið þorp og það gengi ekki lengur að íbúar eins hluta álfunnar lokuðu augunum fyrir erfiðleikum íbúa annars hluta hennar. „Ef skipið er ekki rétt hlað- ið þá sekkur það,” sagði hann. HLJÓMBORÐ: Vinsælu KAWAI hljómboröin meö óendanlegum möguleikum, s.s. trommuheila, hljómagangi, upptökuminni o.s.frv. Verö frá kr. 5900,- TROMMUSETT: Vinsæl trommusett á borð við Remo og Sonor. Verö frá kr. 69000,- Einnig úrval fylgihluta. SENDUM f PÓSTKRÖFU KASSAGfTARAR: Hágæöa Rodrigues og Washburn kassagftarar og mandolín. Margar stærðir og gerðir við allra hæfi. Verð frá kr. 13900,- EFFEKTATÆKI: Úrval D.O.D. effektatækja frákr.3900,- MAGNARAR: Magnaramir sem kröfuhörðustu hljómsveitimar nota. M.a. Peavey og Fender. Verð frá kr 14900,- Lockerbie-málið: Líbýiunenn neita að fram- selja leyniþjónustumenn RAFGfTARAR: Allir helstu gftaramir: M.a. Fender, Washburn og Blade. Verð frá kr. 14900,- TAKTMÆLAR: Hinir viðurkenndu þýsku Wittner taktmælar. Verð frá kr. 2600,- Washington. Reuter. LÍBÝUMENN höfnuðu í gær þeirri kröfu stjórna Bandaríkjanna og Bretlands, sem sett var fram á miðvikudag að Líbýumenn fram- seldu tvo leyniþjónustumenn sem sakaðir eru um að hafa komið sprengju um borð í júmbóþotu Pan Am-flugfélagsins sem sprakk á flugi yfir bænum Lockerbie í Skotlandi í dessember 1988. Harð- ar aðgerðir hafa verið boðaðar framselji Líbýumenn ekki mennina og bendir ýmislegt til að þeir kunni að breyta afstöðu sinni. Auk framsals leyniþjónustu- mannanna kröfðust Bretar og Bandaríkjamenn að Líbýumenn borguðu fjölskyldum og aðstand- endum þeirra 270, sem týndu lífi af völdum sprengingarinnar, skaðabætur. Ennfremur kröfðust bandarísk og bresk stjórnvöld þess að líbýsk yfirvöld létu í té alla þá vitneskju Friðarumleitanir í Kambodíu: Fundað í Tælandi eft- ir árásina á Sampan Phnom Penh, Bangkok, Peking. Reuter. SÁTTANEFND deiluaðila í Kambódíu mun koma saman í Tælandi í stað Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, eins og ráðgert hafði verið. Var þess ákvörðun tekin eftir að ráðist var á Khieu Sampan, leiðtoga Rauðu khmeranna, skömmu eftir að hann kom til borgarinn- ar á miðvikudag. Þúsundir andstæðinga gengu nær að honum dauð- um en hermenn komu Sampan til bjargar og hjálpuðu honum að komast úr landi. Khieu Sampan er talin bera ábyrgð á ógnarverkum Rauðu khmeranna eftir að þeir komust til valda 1975. Hor Sothoun, yfirmaður upplýs- ingadeildar kambódíska utanríkis- ráðuneytisins, sagði í gær að líklega myndi sáttanefndin koma saman í tælensku borginni Pattaya 3. des- ember nk. Ekki væri hægt að funda í Kambódíu þar sem ekki væri hægt að tryggja öryggi leiðtoga Rauðu khmeranna í Phnom Penh. Ellefu embættismenn Rauðu khmeranna sögðu í Bangkok í gær að árásin á Sampan væri hluti af skipulagðri herferð á hendur þeim en virtust hins vegar ekki vilja gera of mikið úr atburðinum. „Þetta var minniháttar atvik,” sagði háttsettur leiðtogi Rauðu khmeranna, sem ekki vildi láta nafn sitt koma fram, við Reuíers-fréttastofuna þegar hann kom til Bangkok í gær. Kínversk stjórnvöld sögðust í gær hafa „þungar áhyggjur” af árásinni á leiðtoga Rauðu khmer- anna og lýstu því yfir að ofbeldið væri bakslag fyrir friðarumleitanir í landinu. Kínveijar hafa verið með- al helstu stuðningsmanna Rauðu khmeranna á alþjóðavettvangi og segja stjórnarerindrekar í Peking þá eiga í erfiðleikum með að gera upp hug sinn hvernig best sé að bregðast við atvikinu. „Annars veg- ar vilja þeir ekki styggja vini sína í Rauðu khmerunum en hins vegar vilja þeir ekki heldur glata stöðu sinni sem miðlarar í friðarumleitun- unum,” sagði einn vestrænn stjórn- arerindreki. um atburðinn sem þau byggju yfir. Aukinheldur að þau lýstu yfir ábyrgð sinni á gjörðum líbýsku leyniþjónustumannanna tveggja. Fyrr í mánuðinum ásökuðu bandarísk og bresk stjórnvöld formlega tvo líbýska leyniþjón- ustumenn, Abdel Baset ali Mo- hamed al-Megrahi og Al-Amin Khalifa Fhimah, um að hafa kom- ið sprengju fyrir í Pan Am-þotunni. í fréttatilkynningu sem sendi- nefnd Líbýu hjá Sameinuðu þjóðunum sendi frá sér í gær seg- ir að ekki verði gengið að kröfun- um og að kröfugerð Breta og Bandaríkjamanna sé hluti af sam- ræmdri krossferð á hendur Líbýu. Egypskur embættismaður sagði hins vegar við Reuters-fréttastof- una í gær að Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hefði átt leynilegan þriggja klukkustunda fund með Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands, í bænum Bour al-Árab, skammt frá Alexandríu. Sagði embættismaðurinn að umræðuefn- ið hefði verið hvort Líbýumenn ættu að framselja menninna. Emb- ættismaðurinn vildi hins vegar ekkert tjá sig um hver hefði verið niðurstaða fundarins. Gaddafi hafði fyrr um daginn sagt í viðtali við ítölsku sjónvarps- stöðina Telemontecarlo að ekki væri hægt að framselja mennina þar sem engir samningar væru í gildi milli ríkjanna um slíkt. Hann sagði ennfremur að ekki hefði ver- ið hægt að hafa uppi á öðrum manninum þar sem mjög margir Líbýumenn bæru sama nafn en hinum hefði verið sagt að „axla ábyrgð ef hann væri sá sem við væri átt”. Líbýska fréttastofan JANA skýrði í gær frá því að Ahmed Taher al Zawi, sem er dómari sem kannar ásakanimar á hendur Líbý- umönnunum tveimur, hefði farið þess á leit við Breta og Bandaríkja- menn, að þeir létu honum í té þau gögn þar sem sannanirnar um aðild þeirra að ódæðisverkinu koma fram. Bandarískur embættismaður sagði við Reuters-fréttastofuna í gær að verið væri að íhuga ýmsar aðgerðir gegn Líbýumönnum færu þeir ekki að kröfum Breta og Bandaríkjamanna. Meðal þess sem rætt væri um væru umfangsmiklar viðskiptaþvinganir, olíusölubann og jafnvel beiting hervalds. Talsmaður Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að Frakkar myndu rjúfa tengsl við Líbýu ef sannað yrði að Líbýumenn hefðu staðið á bak við Lockerbie-málið. Gaddafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.