Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 ■ IÐUNN hefur gefíð út nýja bók eftir Phyllis A. Whitney. Nefnist hún Orlagasöng- ur og er átjánda bók höfundarins sem kemur út í íslenskri þýðingu. I kynningu Útgef- Phyllis A.Whitney anda segir: „Óvænt bréf liggur í póstkassa Lynn McLeod einn dag- in, bréf sem vekur upp sárar minn- ingar og dregur hana nauðuga vilj- uga aftur á fomar slóðir, heim til Stephens, fyrrverandi eiginmanns sín. Hún fer til að hjálpa dóttur- inni sem hann átti með annarri konu, en um leið og hún kemur aftur heim til Stephens dregst hún inn í flókinn vef dularfullra atburða og leyndardóma fortíðarinnar, og inn í nútíð, þar sem skelfing og dauði bíða í leynum. Lynn verður að finna lausn leyndarmálanna ef henni á að takast að bjarga Steph- en og dóttur hans.” Þórey Frið- björnsdóttir þýddi. Bókin er prentuð í Prentbæ hf. ASIU Já, jólin koma líka í Asíu ! Gimilegt austurlenskt hlaöborö meö 18 réttum frá Indónesíu, Malasíu og Japan Framreitt af frábæmm matreiöslumönnum frá Malasíu og Japan. HEITIR RÉTTIR Indónesískt Rendangkarrý - m/nauta, lamba eða kjúklingakjöti Mie-Goreng - steiktar núðlur meö grænmeti Gado Gado - Indónesíusalat Ikan Bandeng - djúpsteiktur fiskur Lao An - djúpsteiktar rækjur Babi Melayu - steikt svínakjöt m/lauk aö hætti Malasíubúa Soðin tælensk hrísgrjón Súrsæt sósa og karrýsósa KALDIR RÉTTIR Ofnbökuð Pekingönd Ristaöur kjúklingur m/soya Heilsteiktur grísavöðvi m/engifer Sushi - (3 tegundir) m/rækjum, lax og eggjum Súrsað Malasíusalat Japanskt sesamsalat m/soya Kathu Fulai - svínakjöt, humar og hörpuskel i brauðraspi m/Ton Kathu sósu Sunomono - rækjuréttur m/kínahreðkum og gulrótum Söltuð egg Expressó-kaffi, capuccino og heitt súkkulaði alla daga allan daginn , framað jólum. Hópafsláttur - tilvalið fyrir vinnufélagana, saumaklúbbinn eða spilaklúbbinn að fara út að borða á aðventunni. Verið velkomin * Signrður Olafsson Ragnheiður Davíðsdóttir Ævmúnningar Signrðar Olafssonar ÚT ER komin hjá Fróða hf. bókin I söngvarans jóreyk - Æviminn- ingar Sigurðar Olafssonar eftir Ragnheiði Davíðsdóttur. Á bókarkápu segir m.a.: „Sigurður Ólafsson er einn fárra íslenskra söngvara sem látið hefur jafn vel að syngja allar tegundir tónlistar. Á lið- lega 50 ára söngferli sínum söng hann í kórum, við jarðarfarir, með danshljómsveitum og á söngskemmt- unum víða um land. Þá söng hann í þekktum leikhúsverkum á 6. ára- tugnum. Auk þess söng hann inn á fjölda hljómplatna. En Sigurður Ólafsson er ekki ein- ungis þekktur sem söngvari; hann var ekki síður þekktur sem hesta- maður þar sem skeiðið var sérgrein hans. Þar ber hæst hlutur „postulíns- hiyssunar” Glettu en í áratugi var hún nær ósigrandi á kappreiðar- brautinni. Margjr minnast Sigurðar einnig sem bónda í Laugamesinu en þar bjó hann ásamt eiginkonu sinni, Ingu, og börnunum í samfellt 34 ár. I bókinni segir Sigurður frá litríku lífshlaupi sínu þar sem söngurinn og hestamennskan eru allsráðandi.” Bókin er 223 blaðsíður. Ný skáldsaga eftir Þorvarð Helgason „FLÝTUR brúða í flæðarmáli”, nefnist nýjasta skáldsaga Þor- varðar Helgasonar, sem út er komin hjá Fjölvaútgáfunni. í kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Þorvarður hefur venjulega haft þann hátt á, að hann líkt og velur sér persónur ákveðins tilveru- forms og æviskeiðs og sýnir hvernig þær takast á við lífsörlög sín. Þann- ig fjallaði Bleikfjörublús miskunnar- laust um þá hnignun og dauðadýrk- un, sem oft fylgir hinum gráa fiðr- ingi. Nú tekur hann fyrir gerólíkt svið, lífsbaráttu og tilveruleit unga fólks- ins. Eins og jafnan áður rís hann sem sjálfstæður höfundur upp gegn þeim föstu frösum sem vanþroskaðar tískubókmenntir lenda í. I þessari sögu sem er léttari og unaðskennd- ari en Bleikfjörublús finnur unga fólkið, hvað sem hver segir, að það er kominn tími til að bera ábyrgð. Það stendur andspænis erfiðu vali, verður samtímis að leita sér að stað í tilverunni og að lífsförunaut.” Bókin er 160 bls. Káputeikningu Þorvarður Helgason gerði Halldór Baldursson, grafísk gerð kápu hjá Prentmyndastofunni, en prentun og bókband hjá Prent- stofu G. Ben. Lífsháskinn - Minning- ar Jónasar Jónassonar BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bókina Lífsháskann, minningar Jónasar Jónassonar eftir Svanhildi Konráðsdóttur. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Jónas Jónasson er maður margra blæbrigða. Tilfinningaríkur, fagur- keri, skapríkur, nautnamaður, hörk- utól sem sífellt storkar sjálfum sér og heiminum. Um hann hefur blásið hressilega og margsinnis hefur hann orðið efni í sögur samferðamannanna sem sumar voru beittar og særðu djúpt. Hér segir hann hispurslaust frá lífí sínu og samtímafólki og slær til skiptis á blíða og stríða strengi. En við hvert fótmál vofir lífsháskinn yfir, lífsháski þess manns sem leitast við að horfast í augu við sjálfan sig og ljá lífi sínu merkingu.” Höfundur bókarinnar, Svanhildur Konráðsdóttir, starfaði um fímm ára skeið við blaðamennsku í Reykjavík og á síðasta ári sendi hún frá sér fyrstu bók sína, Neistar frá sömu sól, sem hefur að geyma fimm samt- öl um andleg efni. Jónas Jónasson og Svanhildur Konráðsdóttir. Lífsháskinn er 236 bls., prýdd miklum fjölda mynda. Sigurgeir Siguijónsson tók Ijósmyndir á kápu, en Essemm/Tómas Hjálmarsson ananðist hönnun. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.