Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Hannes Rafn Jóns son — Minning Fallinn er í valinn fyrir illvígum sjúkdómi Hannes Rafn Jónsson, starfsmaður íslenska Álfélagsins hf. Hannes var á sextugasta aldursári er hann lést þann 19. þessa mánað- ar á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hannes var fæddur 19. apríl 1932 og var fráfall hans bæði óvænt og ótíma- bært að mati þeirra sem hann starf- aði með, að heita mátti fram á síð- asta dag. Hannes réðst til ÍSAL í febrúar 1973 og starfaði þar alla tíð síðan í bókhaldsdeiid fyrirtækisins. Þótt Hannes hefði hvorki mikla starfsreynslu né undirbúnings- menntun tengda bókhaldi, varð hann brátt einn aðal máttarstólpi fyrir- tækisins á sínu sviði. Hann var afburða fljótur að til- einka sér nýja þekkingu og naut þess að leysa flókin verkefni. Jafnan var því leitað til hans, ef nokkurs þurfti við í því efni, og stóð þá sjald- an á skýrum svörum og snjöllum lausnum. Til að sýna hve mikið traust var borið til Hannesar má geta þess, að sumarið 1974 leysti hann af í þrjá mánuði aðalbókara báxítnámufyrirtækis Alusuisse í Afríkuríkinu Sierra Leone. Birtist skemmtilega skrifuð grein eftir Hannes í Jólablaði ísal tíðinda það ár, er hann sagði frá kynnum sínum af landinu og innfæddum íbúum þess. Hæfileikar Hannesar til þess að tileinka sér fljótt og vel nýjar aðferð- ir nutu sín sérlega vel, þegar ISAL hóf fyrir 2-3 árum að koma á hjá sér nýju bókhaldskerfi, sem gerir auknar kröfur um kunnáttu í tölvu- vinnslu og meðferð kerfisins. Auk þess að vera virkur í framþróun á sínu starfssviði tók Hannes einnig mikinn þátt í félagsmálum starfs- manna ISAL. Bókhald starfsmanna- félagsins (STÍS) annaðist hann um mörg ár og var gjaldkeri í stjórn þess síðustu árin. Hannes tók mikinn þátt í tómstundastarfi á vegum STÍS, sérstaklega þar sem brids var annars vegar, enda var hann í hópi bestu bridsspilara landsins og spilaði meðal annars með landsliðinu á Norðurlandamóti fyrir nokkrum árum. Brids hefir löngum verið í hávegúm haft hjá ISAL starfsmönn- um. Þeir keppa reglulega við brids- sveitir annarra fyrirtækja og spilaði Hannes jafnan á fyrsta borði fyrir ISAL, og hafði þá oft Ragnar S. Halldórsson sem meðspilara. Einnig var Hannes ydyngur laxveiðimaður og eigum við veiðifélagar hans ijölda ánægjulegra minninga úr ferðum okkar með honum. Hannes varþann- ig ekki einungis góður starfsmaður heldur einnig góður félagi, sem við minnumst með söknuði og virðingu. Þegar við, nánustu samstarfsmenn Hannesar, riíjum nú upp kynni okk- ar af honum verður okkur glögglega ljóst, að stórt skarð er fyrir skildi í okkar röðum, sem vandfyllt verður svo vel sé. Auk þess að vera afburða töluglöggur og fjölhæfur starfsmað- ur, gat hann einnig, að mörgu öðru leyti verið fyrirmynd annarra til orðs og æðis. Þeir sem þetta rita minnast þess t.d. ekki, að hann tæki sér nokkumtíma blótsyrði í munn. Á sama hátt var hann ávallt varfærinn í orðum um ávirðingar annarra, og sá aldrei ástæðu til þess að upphefja sjálfan sig á annarra kostnað. Hann aðstoðaði ávallt með ljúfu geði þá, sem minna kunnu fyrir sér, og það var honum fjarri að hreykja sér á nokkurn hátt af kunnáttu sinni og færni. Nú, er leiðir skiljast, viljum við, sem þetta ritum, þakka Hannesi fyrir þann skerf, sem hann lagði til með starfi sínu hjá ISAL og þær ánægjustundir, sem við áttum með honum í leik og starfi. Við munum minnast hans með virðingu og þökk. Börnum hans svo og öðrum ástvin- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd samstarfsmanna, Björgvin O. Kjartansson. Mig langar til að setja á blað nokkur kveðju- og þakklætisorð um mág minn, Hannes Rafn Jónsson bókahaldara. Hann var fimmti í röð sjö barna hjónanna Jóns Þorvarðs- sonar og Vigdísar Helgadóttur, sem kennd eru við Mið-Meðalholt í Flóa, fæddur á Ragnheiðarstöðum í sömu sveit. Hann sótti barnaskóla frá Mið-Meðalholtum fram að Gaul- vetjabæ, ca. 5—6 km veg og þannig var með skólagöngu á hans uppvaxt- arárum, ekki voru þá skólabílar. Hannes átti sérlega gott með að læra, lá í bókum eins og hann frek- ast komst upp með og að loknu skyldunámi fór hann í gagnfræða- skóla. Hugur hans stóð til fram- haldsnáms í æðri skóla eins og margra ungra manna en það fór svo sem oft áður að efni vantaði svo að eftir gagnfræðapróf varð hann að leita sér að atvinnu. Réðst hann til verslunarstarfa hjá Hirti Hjartarsyni á Bræðraborgarstíg 1 þar sem hann starfaði við afgreiðslu á svonefndum nýlenduvörum (nú matvöru) um tíma. Taldi hann sig þar hafa lært mikið og margt gagnlegt fyrir ungan verslunarmann. Eitthvað fékkst hann við eigin verslunarrekstur áður en hann réðst til Sláturfélags Suður- lands, fyrst í Reykjavík en síðar sem verslunarstjóri SS á Akranesi, en þar var hann nokkur ár uns hann réðst til íslenska álfélagsins í Straumsvík og starfaði þar meðan heilsan leyfði. Eins og fyrr sagði var Hannes bókamaður. Hann átti mikið og gott safn bóka um hin margvíslegustu efni og mun hann hafa lesið allflest- ar bækur sínar enda var hann fjöl- fróður vel og hafði á reiðum höndum svör við hinum ólíklegustu spuming- um. Skemmtilegur var hann í við- ræðum og hnittinn í svörum. Hann sá skoplegu hliðina á umræðunni og þá hló hann hjartanlega. Hann ferðaðist talsvert, bæði innanlands og utan, vann t.d. hluta úr ári í Sierre Leone í Vestur-Afríku við bókhald og endurskoðun á vegum vinnuveitanda síns, ÍSALs, og ber það vott um það traust sem hann naut hjá stjórnendum fyrirtækisins. Hann var mikill unnandi íslenskrar náttúru og honum var, eins og flest- um góðum áhugaveiðimönnum, annt um íslensku veiðiárnar og umgengni manna við þær, bæði árnar sjálfar, umhverfi þeirra og fuglalíf. Á þeim árum er hann starfaði á Akranesi var hann einn af forvígismönnum stangveiðifélags þeirra Akurnesinga og í þeirra hópi átti hann margar ánægjustundir. Snemma bar á því að hann hafði áhuga fyrir spila- mennsku og varð snemma liðtækur í brids, varð enda í hópi bestu brids- spilara landsins og hlaut ijöída við- urkenninga á því sviði. Vegna ólíkra aðstæðna í lífshlaupi okkar Hannesar urðu samverustund- ir okkar færri en við hefðum báðir viljað, helst var það í fjölskyldufagn- aði hjá hvorum öðrum og úti í náttúr- unni sem leiðir okkar lágu saman. Hann var glaður og skemmtinn í vinahópi og manni leið vel í návist hans. Eftirlifandi ástvinum hans og börnum sendum við hjónin okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum þeim huggunar Guðs á stund sorg- arinnar. En ljúfar minningar um góðan dreng eru huggun harmi gegn. Erlingur Dagsson Dauðinn er fyrir okkur flestum hversdagslegt fyrirbæri, en allt í einu heggur dauðinn nærri manni sjálfum og hrár hversdagsleikinn hverfur fyrir sorginni og missinum. Sú varð raunin 19. nóvember sl., en þá lést á Landspítalanum, eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu, Hannes Rafn Jónsson. Við systkinin áttum því láni að fagna að kynnast Hannesi. Hann tók saman við móður okkar fyrir nokkr- um árum og eins og gengur vorum við systkinin í senn forvitin og í varnarstöðu gagnvart hinum nýja fjölskyidumeðlim. En strax við fyrstu viðkynni braut Hannes sér leið að hjartafylgsnum okkar og vann sér fastan sess sem hluti af ijölskyldunni. Hannes var ekki maður masgef- inn, þess þurfti heldur ekki með, þar eð allt hans viðmót bar með sér hlýju og jákvæða strauma. Þannig leið okkur ávallt vel í návist Hannesar. Þó feiminn væri, var Hannes ávallt léttur í lund, enda grunnt á góðu skopskyni. Vart er hægt að hugsa um Hann- es án þess að minnast keppnisskaps- ins. Hann var í senn mikill keppnis- maður og mikill áhugamaður um íþróttir og leiki. Hann hafði áhuga á nánast öllum íþróttum, en berg- numinn var hann þó af spilamennsk- unni; brids. Það yljaði honum því um hjartarætur á erfiðum stundum að fylgjast með fyrrum félögum sín- um við spilaborðið ná þeim frækilega árangri að verða heimsmeistarar. En þrátt fyrir óbilandi keppnisskap, varð Hannes að lúta í lægra haldi fyrir þeim sem hefur alla undir fyrr eða síðar. Við systkinin viljum þakka Hann- esi fyrir góð en alltof stutt við- kynni. Viðnátta hans var okkur mik- ils virði og skilur hann eftir sig skarð í huga okkar sem aldrei verður fyllt. Við söknum hans. ' Ættingjum og vinum Hannesar sendum við hugheilar samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að styrkja þau í sinni sorg. Dísa, Lúlli, Andri og Katla. Hannes R. Jónsson, vinur minn og félagi, er allur. Hann fæddist 19. apríl 1932, því fimmtíu og níu ára að aldri. Við sem fæðumst í þennan heim, megum örugglega reikna með því að þurfa að hverfa héðan aftur. Þó má með sanni segja, að manni verð- ur oftast orða vant, þegar skyndilega er kallaður af vettvangi vinur manns á góðum aldri. Hannes giftist Ólafíu S. Helga- dóttur og eignaðist með henni þijú börn, sem öll eru fullorðin og búin að stofna heimili. Þau Hannes og Ólafía slitu samvistir fyrir nokkrum árum. Börn þeirra eru: Anna, búsett í Svíþjóð og á tvær dætur, Ólöfu Röfn og Rakel Lindu, Ásdís Eva, flugfreyja, gift Jónasi Kristinssyni og eiga þau einn ungan son, Jónas Óla að nafni, og Jón Hafsteinn, gift- ur Brinu Bjömsdóttur og eiga þau eina dóttur, Heru Björk. Hannes eignaðist tvö börn utan hjónabands, þau Ingimund og Evu Björk, sem eru um tvítugt. Óll eru börn hans myndarleg og vel af Guði gerð. Sem hann var líka mjög stoltur af að eiga. Ef ég ætlaði að fara út í það, að lýsa ítarlega persónunni Hannesi Jónssyni, gæti það orðið efni á marg- ar blaðsíður, en það ætla eg mér ekki í grein, sem þessari. Ég, sem þessar línur rita, tel mig hafa kynnst Hannesi nokkuð vel. Við tókum sam- an íbúð á leigu í Vesturbænum og bjuggum þar samfleytt í sjö ár, og er mér ljúft að segja, að aldrei slett- ist upp á vinskapinn allan þann tíma. Þó við að vísu héldum fram hvor sinni skoðun á viðhorfum til lífsins sem og á landi og lýð. Hannes fluttist síðar í Grafarvog- inn, þar sem hann festi kaup á Bú- setaíbúð í Frostafold 20 og átti þar heima síðustu árin. Hannes var á margan hátt litríkur persónuleiki. Hann var vel meðalmaður á vöxt, svaraði sér vel, myndarlegur og greindur ágætlega. Hafði hann gam- an af ferðalögum, bæði innan lands, og utan, fór nokkrum sinnum til annarra landa og dvaldi þar þá nokkrar vikur í senn. Hann hafði sérstakt yndi af veiðiskap, þó helst af laxveiði. Gat staðið tímunum sam- an við ár og vötn og glímt við þann silfurlitaða. Óhætt er að segja, að hann hafi verið „heimámaður”, í þess orðs skilningi. Hafði gjarnan gaman af að taka tappa úr flösku og láta gamminn geysa. Líka er óhætt að nefna, að hann var vel upp á kvenhöndina, enda mjög vinsæll í þeirra hópi, sem og annarra. Hannes var mikill unnandi íþrótta alls kon- ar. Þær voru ófáar stundirnar, seinni árin sérstaklega, sem hann eyddi í að horfa á kappleiki, sem háðir voru, í handbolta og ekki síður í knatt- sjiyrnu, bæði erlendis sem hérlendis. Ég sá oftsinnis að honum gat hlaup- ið kapp í kinn, ef hans lið fór halloka í þeim hildarleik. Þá hef ég ekki enn minnst á hans uppáhalds íþrótt, brids. Þar var Hannes meðal fremstu kappa um langt árabil. Keppti oft á stórmótum hér innanlands, með ágætis árangri. Sömuleiðis keppti hann tvívegis erlendis, bæði í tví- menningi og sveitakeppni, sem full- trúi íslendinga, þá móti Þóri Leifs- syni. Og nú er Hannes vinur okkar margra skyndilega horfin sjónum okkar. Við sem þekktum hann vel, söknum hans öll, en sárastur er söknuður hans nánustu. Börn og barnabörn syrgja góðan föður og afa. Afabörnin sjá að baki ástríkum afa, sem ekki getur lengur lagt lítil- ræði í lófana. Synir mínir báðu mig fyrir kveðju og þakklæti fyrir margar góðar sam- verustundir. Áð lokum flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðjur til barna og barnabarna og hans nánustu. Fari góður vinur í friði. Lárus Hermannson Að morgni 19. nóvember 1991 lést á Landsspítalanum Hannes Rafn Jónsson. Á síðastliðnu sumri kenni hann þess sjúkdóms sem enn er oft- ar en ekki ólæknandi og engan læt- ur óhultan. Þó ekki sé vafi hvert stefnir, verðum við oft sem eftir stöndum eins og slegin undrun og söknuði, þegar burtu hverfur náinn ættingi eða vinur. Hannes var fæddur 19. apríl 1932 á Ragnheiðarstöðum í Gaulveijabæj- arhreppi, sonur hjónanna Jóns Þor- varðssonar, f. 3. ágúst 1891 í Mið- Meðalholtum í Gaulveijabæjarhrepp og Vigdísar Helgadóttur, f. 20. fe- brúar 1898, á Ósabakka á Skeiðum. í Gaulveijabæjarhrepp fluttu þau árið 1922 frá Reyðarmúla, nýbýli á Laugarvatnsvöllum, en þar hófu þau búskap 1918 og bjuggu í 4 ár, en fluttu þá suður í Flóa. Á Ragnheiðarstöðum bjuggu þau í 5 ár en fluttu þá að Mið-Meðalholt- um, fæðingarstað Jóns. Á þeim árum var barnakennsla á þremur bæjum í sveitinni: Fljótshólum, Gaulveijabæ og í nokkur ár í Mið-Meðalholtum. Kennt var tvær vikur í senn á hveij- um stað í formi fjarkennsiu. Barna- kennari var þá Guðmundur Frí- mannsson, síðar skólastjóri í Grinda- vík í S-Þingeyjarsýslu. Með hans til- sögn var pilturinn ungi orðinn fluglæs 5 ára. Lét hann fátt trufla sig við lestur og þar sem var bók, þar var einnig barn. Ekki vantaði lesefni því bókasafnið í Gaulveijabæ hafði að geyma margt góðra bóka sem voru til útlána fyrir hreppsbúa. Nýtti hann sér það vel og varð hon- um gott veganesti út í lífið. Þá átti tónlistin sinn sess á heimilinu og var æft og leikið á hljóðfæri þegar tóm- stundir gáfust. En heimilisfaðirinn hafði ungur maður lært nótnalestur og orgelleik og nutu nú börnin góðs af því námi. Urðu sum þeirra allleik- in í þeirri list og lék Hannes bæði á harmoniku og orgel. Þau æsku- og unglingsár sem mest móta og þroska hvern einstakl- ing, naut hann uppeldis og um- hyggju góðra foreldra og nokkurs aðhalds eldri systkina, sem töldu sig hafa sitt að segja um uppeldismál, en hann var fimmti í röð sjö syst- kina. Elst er Ragnheiður, þá Magn- ús, Hrafnhildur Asta, Guðrún, Krist- ín Erla og yngstur er Þorvarður Vignir. Hannes kvæntist 19. júlí 1958 Ólafíu Sigríði Helgadóttur, sjúkra- liða. Börn þeirra eru: Anna Helga, cand phil., f. 13. nóvember 1£>52, var gift Arnari Þ. Sigúrðssyni, efna- verkfræðingi og eiga þau tvær dæt- ur, Ólöfu Röfn, f. 16. apríl 1969, og Rakel Lindu, f. 20. janúar 1974. Ásdís Eva, fjölmiðlafræðingur, f. 7. október 1958, gift Jónasi Kristins- syni forstöðumanni. Þeirra sonur er Jónas Óli, f. 30. apríl 1986. Jón Hafsteinn, háskólanemi, f. 30. apríl 1964, kvæntur Birnu Björnsdóttur og þeirra dóttir er Hera Björk, f. 17. október 1969. Barn Hannesar og Erlu Ingimundardóttur, fóstru, er Ingimundur Heimir, verkstjóri, f. 28. nóvember 1961, kvæntur Þór- laugu B. Stefánsdóttur. Barn Hann- esar og Helgu Guðjónsdóttur, skrif- stofumanns er Eva Björk, f. 2. nóv- ember 1972. Eftir nám í gagnfræðaskóla starf- aði Hannes lengst af við verslunar- og skrifstofustörf og vann um tíma að eigin verslunarrekstri. Frá 1960 til 1972 var hann í starfí verslunar- stjóra við matvörubúð SS á Akra- nesi. Sat þar í bæjarstjóm fyrir Fijálslynda og vinstri menn og í stjórn Stangveiðifélags Akraness í nokkur ár. Árið 1973 hóf hann störf hjá ÍSAL og var til æviloka fulltrúi á skrifstofu fyrirtækisins í Straum- svík. Ein er sú hugaríþrótt er heillaði hann svo sem og marga aðra, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.