Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 55 og Lárus afhenti hann í hendur okkar Önnu Möggu fyrir 18 árum. Lárus var víðförull utan lands sem innan. Hann talaði og skrifaði ágætlega dönsku og ensku og á miðjum aldri settist hann á skóla- bekk til að læra þýsku. Tungumála- kunnátta og meðfædd kurteisi, kæti, hlýja og hispursleysi unnu honum marga erlenda vini sem til skamms tíma áttu við hann bréfa- skriftir á sínum tungumálum, Ein- um vinum sínum, hjónum búsettum austan járntjalds, bjargaði hann bókstaflega vestur fyrir ásamt því að flytja nokkra verðmæta smá- muni fyrir þau til þess að andvirði þeirra gæti orðið þeim stuðningur við að stofna til nýs og betra lífs meðal fijálsra þjóða. Enda þótt Lárus vissi að hann braut lög lands þeirra með aðgerðum sínum taldi hann frelsið æðra þeim herlögum og kúgun sem þau bjuggu við og með þá fullvissu lagði hann út í þetta ævintýri sem alls ekki var honum hættulaust þótt vel færi. Sá kafli sem mestur er í lífi Lár- usar og sá sem ég þekki einna best af eigin raun er hlutur hans sem faðir, afi, langafi, fjölskyldumaður og barnagæla. Hann er kominn af stórri og samheldinni fjölskyldu og þann arf flutti hann áfram til barna sinna, maka þeirra og afkomenda. Lárusi og Önnu þóttu ferðir og dvalir í sumarbústaðnum tilgangs- litlar nema börn væru með í för. Lærdómur sá sem börn okkar fengu þar í fijálsu umhverfi og af því að fá að vera með afa sínum og ömmu í friði hefur reynst þeim ómetanleg- ur. Á veturna kom Lárus öllum á skíði og kenndi byijendum í fjöl- skyldunni undirstöðuatriði svigs því gönguskíði voru honum aldrei sér- staklega að skapi. Hlutur Lárusar lá hvergi eftir þótt hann væri einni 'fc GBC-Pappírstætarar Þýsk framlelðsla Ýmsar stœrðlr og gerðlr fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 kynslóð eða tveimur eldri en hinir og ætti stundum við ofurefli barna- barnanna að etja. Ungur andi hans og baráttugleði við brattar brekkur voru ósigrandi. Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna að verða um tvítugt inn- limaður í fjölskyldu Lárusar. Að flestu vorum við ólíkir og virtist því í fyrstu ekki vera mikil von til sam- vista utan hefðbundins fjölskyldu- lífs. En tvennt var það sem við notuðum báðir okkur til hvíldar og ánægju frá erilsömum störfum, skíðaiðkanir og smíðar. Þar náðum við saman og bundumst þeirn vin- áttuböndum sern sérstök urðu. Marga helgarmorgna eftir að snjóa festi var beðið með eftirvæntingu eftir að Lárus hringdi til þess að fá samfylgd á skíðasvæðin. Einu gilti hvort sól skein í heiði eða varla grillti í næsta leiti fyrir hríðarkófi. Bara ein ferð niður brekkuna bjarg- aði deginum, fannst okkur öllum. Smíðarnar í sveitinni áttu hug okk- ar beggja á sumrin og eftir að við Anna Magga tókum við búskap í Bláskógum þurfti ekki að leita langt að aðstoðarsmið eða aðstoðarmál- ara, því hann fylgdi með í kaupun- um og tók engar greiðslur aðrar en ánægjuna af vinnu og samveru. Áfram var mikið smíðað af nýju upp úr gömlu, engri spýtu eða nagla hent og bestu dögunum lauk þegar nýting gamals efnis var fullkomin. Eftir að Lárus hætti störfum gat hann helgað sig meira áhugamálum sínum, félagsstörfum, íþróttum og útivist og í vaxandi mæli snerist líf hans um ijölskylduna, sérstaklega barnabörn og barnabarnabörn. Þá gafst nægur tími fyrir þau og nutu þau hlýju hans og bamslegrar gleði af samverustundunum á heimilum fjölskyldunnar og sérstaklega hjá afa Lalla og ömmu Önnu í Sæviðar- sundi. Lengi eftir að andlegt þrek Lárusar var að mestu þrotið mátti sjá blossa af gamla lífinu í augum hans og svip þegar litlu börnin hans komu í heimsókn. Lárus og Anna brugðu búi snemma árs 1988 og fluttust í umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól. Dæmafá umhyggja starfs- fólksins og nærvist Önnu var hon- um besta skjólið. Síðustu stund sína átti hann með fjölskyldunni og með hlýju augnaráði sínu kvaddi hann okkur og þennan heim, sem hann kunni svo vel að meta og var honum svo kær. Jónas Hallgrímsson Mikið úrval speglum í römmum og eftir þinni hugmynd Ljósmyndarammar, margar gerÖir. Málverka- og myndainnrömmun. Opið laugardaga frá kl. 10-14. Innrömmun Sigurjóns, Fákafeni 11 - 31788. Oddný Stelhi Oskars- dóttír - Mínning Hún Stella frænka er dáin. Þrautum er lokið. Þó að við vissum hversu veik Stella var héldum við í þá von að hennar andlegi og líkam- legi kraftur gæti sigrað. Okkur langar til að kveðja hana og þakka henni fyrir allar þær stundir sem við áttum með henni og Skara. Upp koma minningar í hug okk- ar, t.d. síðan í fyrrasumar, þegar við fluttum til hennar. Stella og Skari höfðu góða lausn á okkar vanda þegar þau fengu lánað hjólhýsi handa okkur og leyfðu okkur að hafa það við húsið sitt. Gott var að koma inn til Stellu á morgnana þegar mamma var far- in í vinnu. Þá hafði hún alltaf eitt- hvað í svanga maga. Nú þegar við kveðjum Stellu frænku okkar er okkur efst í huga hversu mikils virði það var að fá að kynnast henni. Við munurn sakna hennar sárt en jafnframt geyma allar þær góðu minningar sem við eigum um hana í hugum okkar. Elsku Skari, Nikulás, Óskar, Þurí og Una amma, missir ykkar er mikill en við verðum að vera dugleg og standa öll saman og styrkja hvert annað. Þú græddir alla auma menn, sem á þig trúðu, Jesú minn. En söm er líkn þín sífellt enn, og samur enn er máttur þinn. stundir saman þegar við vorum að sauma dansfötin á Nikka á Hellis- götunni. Þar loguðu kertaljós og jólaplatan var á fóninum því yfir- leitt var þetta gert nokkrum vikum fyrir jól. Allir á heimilinu fylgdust með af áhuga og Skari tók virkan þátt í okkar saumaskap og sá um að kaffikannan yrði aldrei tóm. Þegar ég hugsa til baka finnst mér heimili þeirra vera baðað ljósi og yl. Alltaf var hún kát og glöð á hverju sem gekk. Ef eitthvað var að reyndi hún að tala urn hlutina og fara þá einu leið sem er fær, samningaleiðina. Eftir að hún veiktist var hún allt- af viss urn að hún mundi sigrast á sjúkdómnum, hún ætlaði ekki að gefast upp. En því miður hafði hann betur. Engin orð geta huggað manninn hennar, börnin og móður- ina sem öll horfa nú á eftir yndis- legri konu en ég veit að minningin um hana mun lifa og hjálpa þeim á þessari erfiðu stundu. Eg bið góðan Guð að gefa ykkur styrk, elsku Óskar minn, Nikki minn, Ósk- ar Kristinn, Þurí og Una, í ykkar miklu sorg. Ég kveð kæra vinkonu með þessari litlu kvöldbæn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. . Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Höf. ókunnur.) Því skal það einkathvarf mitt í allri lífsins neyð og þrá, til þin að hverfa og hjálpráð þitt í heitri trú að kalla á. (B.H. frá Laufási) Frænkurnar, Fríða, Jóna Kristín og Una. Mig setti hljóða þegar ég frétti að hún Stella væri dáin. Hvers vegna þurfti að taka hana, svona unga og lífsglaða, frá manni og börnum. Maður skilur ekki alltaf skaparann en hann hlýtur að hafa ætlað henni æðra hlutverk annars staðar. Ég kynntist Stellu í gegnum elsta son hennar og hans áhugamál, dansinn. Við áttum margar góðar Fríða Fyrstu fréttir í morgun 20. nóv- ember voru þær að „Stella dó í morgun”. Við höfum þekkt Stellu í u.þ.b. 8 ár og því eru slíkar frétt- ir þungbærar, sérstaklega þegar kona á besta aldri hefur komið á endamörk lífs síns. Oddný Stella Óskarsdóttir var manngerð sem gott var að lynda við, ávallt létt í skapi, eða sýndi aldrei annað. Spurningarnar sem vakna við slíkar frétt eru um liðnar stundir. Hvernig er hægt að hripa niður allgóð margra ára kynni í örfáar línur? Það er ekki hægt, efn- ið er svo mikið, en samt viljum við kveðja Stellu með þessum fátæk- legu orðum. Stella var góð kona sem hugsaði vel um börn sín og bónda, ásamt gamalli móður sinni sem var henni mjög kær. Ekki má gleyma kær- leika hennar til systkina, vanda- manna og vina, en vinahópurinn var stór. Stella duldi ávallt mesta ótta sinn, sem var að hljóta sömu örlög og systir hennar, sem einnig lést úr krabbameini, ung kona. Þegar fyrst varð vart við þennan hræði- lega sjúkdóm hjá Stellu staðfestist ótti hennar sem hún huldi vel, flest- urn sem hún þekkti. Við eydduro mörgurn kvöldstundum þar sem þessi mál hennar voru rædd af trún- aði, en ótta sinn vildi Stella ekki sýna sinni fjölskyldu, og reyndi að hylja þessa þungbæru byrði sínum ástvinum. Hugleiðing okkar er um hve erf- itt það sé að fá staðfestan grun um sín eigin örlög og vera með sjúkdóm sem þann, er dró okkar ástkæru vinkonu yfir landamæri lífs og dauða, hafa áhyggjur af örlögum fjölskyldunnar, hver hugsar um þau, eftir kveðjustundina. Slíkar hugs- anir hafði Stella, ekki óttaðist hún um sig sjálfa, heldur fjölskylduna. Þegar við sem eftir stöndum, kveðjum vin eða ættingja, _ kemur alltaf sama hugsun fram: Ég vildi að það væri meiri tími, það var svo margt sem átti að gera, eða svo margt sem átti eftir að segja. Með harm í hjarta kveðjum við Stellu og sendum Óskari, bömum, móður og ættingjum, okkar samúð- arkveðjur. Níels, Rakel, Esther, Haukur og Heiðrún. SAGA VESTMANNAEYJABÆJAR HARALDUR GUÐNASON Glœsilegt rit um sögu Vestmannaeyjabœjar, prýtt fjölmörgum myndum, kortum og teikningum. Tvö bindi í veglegri öskju. Ómissandi bœkur hverjum þeim sem Eyjum ann. ÍSLENSK BÓKADREIFING — Hmq s 1 m iiqr, Sérstakt jjólatilboð Mitsubishi FZ-129 D15 íarsími ásamt símtóli, lólfestinau, iólleiðslu (5 m), sleða, rafmagnsleiðslum, handfrjálsum hljóÖnema, loftneti og ioftnetsleibslum. Vero áÖur 115.423,- Vero nú aÓeins 89.900,- eÓa SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.