Morgunblaðið - 29.11.1991, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.11.1991, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Umræður um þingsköp: Þing-menn vilja tala við forsætisráðherra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í niorgunútvarpi Rásar 2 m.a: „Sumir finna að því að ég tjái mig of ákveðið jafnvel þó að mér sé Ijóst að mín skoðun kunni að vera óvinsæl um stund- arhríð. Eg ætla ekki að hætta því, ég ætla ekki að falla í þetta klúbbástand sem var þarna niðri í þingi.” Þær skoðanir sem forsæt- isráðherrann lét í ljós eru ekki vinsælar meðal allra þingmanna. „Orðaskeyti” eða ýmis ummæli isráðherra hefðu heyrst í morgun- Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra hafa valdið sumum þing- mönnum og þá sérstaklega stjórn- arandstæðingum verulegum áhyggjum, mæðu og jafnvel reiði. í upphafi þingfundar í gær kvaddi Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Rn) og fyrrverandi ráðherra sam- göngu- og landbúnaðarmála, sér hljóðs um þingsköp. Steingrímur vildi „eiga orðastað” við forsætis- ráðherra. Ráðherrann varpaði hverri sprengjunni á eftir annarri. Það mátti merkja að Steingrímur taldist særður eftir síðasta sprengjukast. Þau ummæli forsæt- útvarpi að Alþingi væri líkt við klúbb í gagnfræðaskóla, þessu til viðbótar væri að skilja að ráðherr- um fyrri ríkisstjómar væri líkt við „sjúka menn”. Þingmaðurinn taldi óviðunandi að búa við þessar ávirðingar dag eftir dag og krafð- ist þess að forsætisráðherra kæmi til þings svo hægt væri að tala við hann, annaðhvort utan dag- skrár eða undir liðnum þingsköp. Við lok þingfundar í gær kvaddi Steingrímur J. Sigfússon sér aftur hljóðs. Og spurði eftir því, hvort þingforseti hefði einhveijar fregnir af forsætisráðherra. Salome Þor- kelsdóttir greindi frá því að sam- band hefði verið haft við forsætis- ráðherra en hann hefði því miður verið upptekinn en ætlað sér að reyna að koma til þingfundar. En hún benti jafnframt á að þessi fundur hefði nú staðið nokkra stund fram yfir áætluð og umsam- in fundarlok. Steingrímur J. Sigfússon kvaðst ekki gera kröfur um að fundur yrði lengdur. En áskildi sér rétt til að taka þetta mál upp síðar. Hann las nokkrar tilvitnanir í við- talið í morgunútvarpinu, m.a. um klúbbástand og að „nokkrir ráð- herrar úr fyrri ríkisstjórn væru með svona fráhvarfseinkenni”. Steingrímur afhenti þingforseta ' útskrift af þessu viðtali í morgun- útvarpinu og bað hann um að íhuga með hvaða hætti væri að taka á þessu máli, annaðhvort á næsta fundi eða við fyrsta tæki- færi. Þingforseti vildi taka það skýrt fram að það hefðu verið annir vegna fundarhalda sem hefðu hamlað því að forsætisráð- herra hefði ekki getið komið til þings. Hún bauð þingmönnum að fresta fundi og reyna að ná í for- sætisráðherra til viðtals, annars yrði það tækifæri að koma síðar. Páll Pétursson (F-Nv) kvaðst ánægður að forseti myndi sjá til þess að þingmenn gætu átt orða- stað við forsætisráðherrann á næsta fundi. Ingi Björn Alberts- son (S- Rv) tók undir beiðni Stein- gríms; hann væri einn af nemend- um í gagnfræðaskólanum og vildi fá að tala við formann nemendar- áðs. Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) vildi einnig tala við for- sætisráðherra vegna ummæla sem fallið hefðu í síðustu umræðum um byggðamál. Vel hugsanlegt að fiskveiðisamn- ingi við Belga verði sagt upp ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra og Ossur Skarphéð- insson telja báðir íhugunarvert að segja upp fiskveiðisamningnum við Bclga, m.a. vegna sérstakrar stöðu í tvíhliða viðræðum milli Islands og Evrópubandalagsins um gagnkvæmar vciðihcimildir. Össur Skarphéðinsson (A-Rv) gerði fyrirspurn um hvort fyrirhug- aðar væru breytingar á heimildum Færeyinga_ og Belga til veiða á botn- fiski við ísland. Það kom fram í ræðu Össurar að ástand fiskstofna hefði hrakað verulega og því væri eðlilegt að spyija eftir því hvort fyrir- hugað væri að breyta þessum veiði- heimildum en þær næmu nú sameig- inlega 14.000 tonnum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra greindi frá því að að sam- ráðsfundur væri fyrirhugaður með Færeyingum í lok janúar. En ráð- herrann kvaðst hafa gert ráðstafanir til þess að færeysku landstjórninni yrði gerð grein fyrir því að búast Breytingar á lögnm um Hagræðingarsjóð: Ekkert skylt við auðlindaskatt segir Þorsteinn Pálsson UMDEILT frumvarp Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins var til fyrstu umræðu í gær. Halldór Asgrímsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að hann og hans flokksfélagar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að þetta frumvarp verði að lögum óbreytt. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í sinni framsöguræðu að hlutverk sjóðsins yrði einfaldað verulega frá því sem gildandi lög um sjóðinn gerðu ráð fyrir. Tilgangur lagabreytinganna væri að stuðla að raunhæfri fækkun fiskiskipa en slík fækkun væri ein af forsendum þess að hægt yrði að stuðla að bættri afkomu í sjávarútveginum. Einnig væri lagt til að allar tekjur sjóðsins af framsali aflaheimiída rynnu til Hafrannsóknastofnunar. Væri það í samræmi við þá stefnu ríkisstjómarinnar að láta atvinnu- vegina bera í ríkari mæli en nú kostn- að af þvi rannsóknar- og þjónustu- starfi sem fram færi í þeirra þágu. Þetta ætti ekkert skylt við þá kröfu- gerð sem haldið hafi verið á loft varðandi sérstakan auðlindaskatt á sjávarútveginn til að standa undir almennri tekjuöflun ríkissjóðs. Aðstoð við loðnuflotann Sjávarútvegsráðherra lét þess get- ið að fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra hefði nýtt veiðiheimildir Ha- græðingarsjóðs með sérstökum lög- um til aðstoðar loðnuskipum vegna aflabrests. Nú ríkti mikil óvissa um loðnuveiðar á þessu fískveiðiári og rættist ekki úr væri ljóst að útgerðir loðnuskipa og loðnuverksmiðjur yrðu fyrir verulegu áfalli. Það kæmi fram í ákvæði til bráðabirgða við frum- varpið, að gert væri ráð fyrir því að aflaheimildum Hagræðingarsjóðs á yfirstandandi fiskveiðiári, um 11.500 þorskígildum, yrði varið án endur- gjalds, til hækkunar á aflamarki ein- stakra skipa í hlutfalli við aflahlut- deild hvers skips af þeim físktegund- um sem sjóðurinn hefði til umráða. Aflaheimildir sjóðsins mýndu því að hluta bæta upp þann mikla aflasam- drátt sem sjávarútvegurinn hefði orðið fyrir. En jafnframt kom fram í ræðu ráðherra að þessar viðbótar- heimildir opnuðu möguleika til þess að beita ákvæðum 9. gr. laga um stjórn fiskveiða, yrði verulegur loðnubrestur, án þess að skerða þyrfti aflaheimildir annarra skipa. Að endingu lagði sjávarútvegsráð- herra til að málinu yrði vísað til sjáv- arútvegsnefndar. Halldór Ásgríms- son (F- Al) fyrrum sjávarútvegsráð- herra lýsti andstöðu sinni og sinna flokksfélaga við þetta frumvarp. Hann lagði m.a. áherslu á mikilvægi þess að hafa sjóð að grípa til, til aðstoðar einstökum byggðarlögum sem stæðu höllum fæti en með þess- ari lagabreytingu væri þetta hlutverk sjóðsins fellt niður. í greinargerð með frumvarpinu segði m.a. að eðlilegra væri að Byggðastofnun eða öðrum stjórn- völdum yrði falið að grípa til þeirra ráðstafana sem taldar væru nauð- synlegar til að hafa áhrif á byggða- þróunina. Ræðumaður þóttist ekki hafa orðið var við mikinn áhuga ríkis- stjórnarinnar á því að efla Byggða- stofnun. Halldór var sjávarútvegs- ráðherra sammála um það að nauð- synlegt kynni að reynast að aðstoða útgerðir loðnuveiðiskipa með því að nýta heimildir Hagræðingarsjóðsins. Halldór vonaði að loðnuveiðin glædd- ist, svo sjávarútvegsráðherra stæði ekki frammi fyrir því að þurfa að skerða veiðheimildir til fiskveiðiflot- ans. En með því að gert væri ráð fyrir því að heimildir Hagræðingar- sjóðs með ákvæðum til bráðabirgða bættust við til alls flotans í heild, væri það sem sagt „inn og út”; þann- ig að um nettóskerðingu væri ekki að ræða. Halldór Ásgrímsson lagði áherslu á að þetta frumvarp kallaði á góða og ítarlega umfjöllun, sagðist vilja ræða við mjög marga aðila um þetta mál þegar það kæmi til sjávarútvegs- nefndar. Ræðumaður sagði í lok ræðunnar að hann vonaði að ríkis- stjómin ætlaðist, ekki til að þetta mál fengi skjótan framgang og hann Halldór og þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir að þetta frumvarp næði fram að ganga. Umræðu um frumvarpið var frestað. — ------- mætti við verulegri takmörkun á þeirra veiðum. Um samninginn við Belga sagðist Þorsteinn Pálsson hafa haft það í huga að við hefðum staðið í viðræð- um við Evrópubandalagið að undan- fömu og utanríkisráðuneytið hefði talið að eðlilegt að sá samningur fengi að standa áfram, í Ijósi þeirra saminga sem við hefðum átt við Evrópubandalagið. En nú væri það svo að Evrópu- bandalagið hefði sett okkur þá úr- slitakosti að það fengi fram öllum sínum samningskröfum að því varð- aði þann tvíhliða samning sem á döfinni hefði verið um fískveiðisam- skipti, til þess að við fengjum að njóta ávaxtanna að aðalsamningn- um. Hér væri komin upp nokkuð sér- stök aðstaða. Þótt hann hefði hingað til talið eðlilegt að taka tillit til þess að við ættum í viðræðum við Evrópu- bandalagið, þá gerði hann ráð fyrir endurskoðun, ef Evrópubandalagið stillti okkur upp við vegg með þessum hætti. Það gæti komið til endurskoð- unar; að við nýttum okkur ákvæði sem heimiluðu okkur að segja samn- ingi upp. Óssur Skarphéðinsson (A-Rv) sagði Belgar hefðu um 4.400 tonna kvóta en þeir nýttu ekki nema 1.200- 1.400 tonn. Hann tók undir það með forsætisráðherra að við íhuguðum hvort rétt kynni að vera að segja upp þessum samningi við Belga ef Evr- ópubandalagið ætlaði að nota þá samingatækni sem nú virtist ríkja í þeirra húsum. Össur taldi nauðsynlegt að tak- marka eða jafnvel heldur afnema algerlega kvóta til Færeyinga. Össur lagði áherslu á að sjávarútvegsráð- herra ætti að nota þær veiðiheimild- ir, ails 9.000 tonn til að auka hlut smábáta á íslandi, enda yrði reglum og lögum breytt á þá leið að smábát- um yrði ekki kleift að framselja kvói° sinn nema til annarra smábáta. X\\»'eita '*°mar kra"abílar relknibretts °9 SIGGE SNAGG 2 stk. handklæbi og þvottapoki 550.- , PENSEL korktafla ínA V I - ^ ; <■ FALE Ieikfangahestur 450.- PENSEL snagafjöl i 950.- SNF.SEN B ungbarnahandklæbi m/hettu og þvottapoki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.