Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 43 Franskir kvikmyndadagar Tvöfalt líf Veroniku leg atriði sem sneiða nett hjá skeij- um væmninnar og leikurinn er hreinasta afbragð. Dreyfuss fer á kostum sem ofurmenni með þá glaðbeittu og kjaftaglöðu fram- komu sem kanar nefna „bílasölu- mannssjarma”. Og sækjast mikið eftir á margslungnum karnegínám- skeiðum. Þegar við bætist óhemju ríkidæmi og takmarkalaus sjálfum- gleði og tillitsleysi verður hann ein af þeim persónum sem áhorfendur þrá mest af öllu að taka og mis- þyrma! Hunter gelur honum lítið eftir, hinsvegar er hún svo afskap- lega sæt og flott að maður á erfitt með að kyngja svartsýni hennar og raunum í karlamálum. En þau virð- ast ekki mega hittast, Dreyfuss og hún, án þess að verða dulítið væm- in, sbr. Always, sællra minninga ... Hópur aukaleikaranna er sterkur og Aiello þeirra bestur þó Rowlands gefi honum lítið eftir. Giacomo og Guinee eru ekki langt undan. Þessir þættir bjarga Hríngnum frá því að velgjan nái yfirtökunum. Sumir kafiamir eru ótrúlega vemmilegir en eru alls ekki yfir- gnæfandi - til allrar guðslukku. Þá er myndin laus í rásinni, gaman- ið og alvaran vill skarast, hún rokk- ar lengst af á milli drama og gam- anmyndar og svo koma næstum afkáralega magnaðir mannlegir ástar- og fjölskyldubandaþættir inn í spilið þegar minnst varir. Brokk- geng skemmtun, svo ekki sé tekið dýpra í árina og framtíð Svíans ótrygg á Kyrrahafsströndinni. Sýnd í Háskólabíó. Leikstjóri Krzysztoi' Kieslowski. Aðalleikendur Iréne Jacob. Frakkland. 1991. Höfundur Tvöfalds lífs Veróniku, athyglisverðustu myndar þessarar „Frönsku bíóveislu”, er nýjasta tískufyrirbrigði evrópskar kvik- myndagerðar. Enda Stutt mynd um dráp óvenjuleg og góð mynd í flesta staði. Lítið síðri voru nokkrir þátt- anna sem leikstjórinn gerði og byggði á boðorðunum. Þá áskotnað- ist Veróniku sá heiður að vera valin besta mynd á Cannes í vor af sam- tökum gagnrýnenda í álfunni og jafnframt var hin unga og efnilega Iréne Jacob (Au revoir, les enfants kjörin besta leikkona hátíðarinnar. Tvöfalt líf Veróniku er harla óvenjuleg mynd í alla staði. Fjallar um tvær stúlkur, tvífara, aðra póiska, hina franska. Báðar heita þær Verónika, eru örvhentar, mús- íkalskar með afburða söngrödd og með hjartagalla sem verður bana- mein þeirrar pólsku. Ekki eru færð ■ fram nein rök fyrir hugsanlegum skyldleika þeirra en franska Verón- ika finnur fyrir tengslum - einkum eftir fráfall tvífara síns - sem hún fylgir næstum ómeðvitað á örlaga- stundum. Efnið er torrætt og daufir litatón- ar myndarinnar auka enn á dulúð- ina. Er Verónika hin pólska tákn smáðar þjóðar sinnar sem er loksins að eygja vonina að verða einn af hornsteinum evrópskar menningar, komast á þann stall sem henni ber en hefur verið í órafjarlægð handan járntjalds? Það er ævintýraskáld og leikbrúðumeistari sem tengir nöfn- urnar saman og hreinasti galdra- maður sem sýnir okkur inní þessa kynngimögnuðu furðuveröld. BAi AUGLYSÍNGAR A TVINNUAUGL YSINGAR KVOTI KENNSLA í Sparisjóður Hafnarfjarðar Forstöðumaður hagdeildar Óskum að ráða forstöðumann til starfa í hagdeild Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Starfssvið forstöðumanns felst í umsjón með uppgjöri, áætlanagerð, útlánaeftirliti, tölfræðilegri úrvinnslu, ráðgjöf o.fl. Við leitum að manni með viðskiptafræði- menntun og haldgóða þekkingu á bankamál- um. Góð tölvukunnátta er æskileg. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og fyrri störf, sendist starfsmannahaldi Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 13. desember nk. Upplýsingar eru ekki veittar í síma. Tap óskast Óska eftir að komast í samband við fyrirtæki, sem á ónotaðan tapsfrádrátt, helst á sviði verslunar- og innflutnings, þó ekki skilyrði. LÖGMENN VIÐ AUSTURVÖLL SIGMUNDUR HANNESSON HRL. Pósthússtræti 13, P.O.Box476, 121 Reykjavík, S 28188 Til sölu fasteignir á ísafirði og Selfossi Kauptilboð óskast í eftirtaldar húseignir: Hluta verkstæðishúss við Skeið á Isafirði. Stærð eignarhlutans er 690 m3, brunabóta- mat kr. 7.673.000,- Gagnheiði 20, Selfossi, iðnaðarhúsnæði. Stærð hússins er 1.073 m3, brunabótamat kr. 17.261.000,- Eignirnar eru til sýnis á venjulegum afgreiðsl- utíma Bifreiðaskoðunar íslands, sem er til húsa á báðum stöðunum. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofan- greindum aðilum og á skrifstofu vorri. Tilboðum sé skilað til skrifstofu vorrar, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þann 13. desember 1991. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuveyi 3 Simi 2b800 11 Kvótar í boði Gott framboð - flestar kvótategundir. Sala - leiga - kvótaskipti. KVÓTAMARKAÐURINN HF. SÍMI: 614321 - MYNDSENDIR: 614323. NA UÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð þriðja og siðasta á eigninni Fiskeldisstöð Bakka I, Ölfushr., þingl. eigandi Vatnarækt hf., fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 3. desember 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Jón Kr. Sólnes hrl., Guðjón Ármann Jónsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Jón Magnússon hrl., Eggert B. Ólafs- son hdl. og Hróbjartur Jónatansson hrl. Sýslumaðurinn i Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu 140 fm húsnæði á Smiðjuvegi 36. Upplýsingar gefur Gunnsteinn í síma 43988. Hótelrekstur-Blönduós Til sölu er hlutur K.H. og S.A.H. í Hótel Blönduósi hf. Um er að ræða 57% hlutafjár að nafnvirði kr. 8.175.000.- Rekstur hótelsins hefur gengið þokkalega, og væri rekstur þess upplagður fyrir sam- hent hjón. Nánari upplýsingar veitir Guðsteinn Einars- son, kaupfélagsstjóri, í síma 95-24200. Kaupfélag Húnvetninga, Biönduósi. Frá Flensborgarskólanum Umsóknarfrestur um skólavist í dagskóla á vorönn 1992 rennur út föstudaginn 6. des- ember. Frestur þessi gildir bæði um nýja nemendur og þá, sem áður hafa verið í skól anum. Nemendur, sem stunda nú nám í dagskóla, þurfa að hafa gengið frá vali sínu fyrir vorönn 1992 í síðasta lagi 19. desember. Að öðrum kosti geta þeir ekki vænst skóla- vistar á næstu önn. Skólameistari. íbúð óskast í Reykjavík Óskum eftir að taka á leigu 3ja-4ra herb. íbúð eða raðhús í Reykjavík, til lengri tíma frá 15. janúar. Erum þrjú fullorðin í heimili. Mjög góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Tilboð merkt: „Góð umgengni - 14855” óskast send auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. desember. Kvöldfagnaður Sjálfstæðiskvennafélag Árnessýslu, sjálfstæðisfélagið Óðinn og Hersir, félag ungra sjálfstæðismanna i Árnessýslu, efna til fagnaðar í kvöld, föstudagskvöldið 29. nóvember, á Austurvegi 38, Selfossi. Söngur, upplestur, glens og grin. Við opnun hússins kl. 21.00 verða fram bornar léttar veitingar i boði félaganna. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Skemmtinefndin. I.O.O.F. 12=17311298’ÁSE.T. II I.O.O.F. 1 = 17311298’/2 = E.T.II-9.0* FERÐAFELAG © ÍSLANDS ”>LDUGÖTU 3 & 11798 19533 Aðventuferð í Þórsmörk 30.11.-01.12. Brottför í fyrramálið kl. 08. Þetta verður sannkölluö aðventu- stemmning í Mörkinni. Göngu- ferðir, kvöldvaka, jólaglögg og piparkökur. Tryggið ykkur miða fyrir hádegi föstudag. Örfá sæti laus. Lifgið upp á skammdegið með þátttöku i skemmtilegri ferð. Góð gisting í Skagfjörðs- skála Langadal. Ágæt færð - leiðin greið. Munið gönguferð um Elliðaár- dalinn kl. 14 og opið hús í Mörkinni 6 laugardaginn 30.11. og sunnudagsferðina kl. 13: Hafravatn - Reykjaborg. Allir eru velkomnir í Ferðafélagsferðir. Ferðafélag Islands. Jólafundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur verður haldinn í Domus Medica við Egilsgötu fimmtudaginn 5. desember kl. 20.00. Dagskrá- in er fjölbreytt að vanda: Fluttur verður skemmtiþáttur. Danssýn- ing. Glæsilegt jólahappdrætti. Flutt verður jólahugvekja. Kaffi- hlaðborð. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ágóði rennur til liknarmála. / Samvera fyrir fólk á öllum aldri í kvöld i Suðurhólum 35. Bænastund kl. 20.05. Samveran hefst kl. 20.30. Gestir kvöldsins: Ragnar Gunn- arsson og Hrönn Sigurðardóttir. Ungt fólk á öllum aldri er velkomið. iJ-H iMI' JU FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 & 11798 19533 Laugardagur30. nóv. Kynning á félagsheimili Ferðafélagsins í Mörkinni 6. Kl. 14 Gönguferð um Elliða- árdalinn. Kl. 15-16 Opið hús. Mæting í Mörkinni 6 v/Suð- urlandsbraut (austan Skeiðarvogs). Gengið sem leið liggur frá Mörk- inni 6 inn í Elliðaárdal (eða rúta að Rafstöðinni) og áfram hring- ferð eftir göngustígum austan og vestan áa. Gönguferðin end- ar svo við Mörkina 6. Þar verður opið hús og kynntar verða fram- kvæmdir við hið nýja félags- heimiii Ferðafélagsins, sem er fokhelt núna. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Gangið í Ferðafélagið! Spil Feröafélagsins verða til sölu! Ferðafélag íslands. UTIVIST HALLVEIGARSTÍG 1 • SÍM114606 Sunnudaginn Ldesember Kl. 10.30 Póstgangan 24. áfanghFrá Kambabrún að Kolviðarhóli. Sjáumst! Útivist. Frá Guöspeki- félaginu Inqólf—trti 22. AskHftaraiml I kvöld kl. 21.00 ræða Úlfur Ragnarsson og Einar Aðal- steinsson um „að horfa raun- sætt til framtíðar" í húsi félags- ins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15.00 til kl. 17.00 með stuttri fræðslu og umræðum kl. 15.30. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. _ * 1 i _ ■—ii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.