Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 17
ÍSLENSKA AUCLÝSINCASTOFAN HF.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991
17
F SVIDHQRF
rnitt
LÍFSVIDHORF
mitt
Nöfn þeirra og andlit þekkja allir. Þau eru
þekkt og áhrifamikil. Þó vitum við fátt um
þau og þann jarðveg sem þau eru sprottin
úr, þá lífsreynslu sem sett hefur mark sitt
á þau. í bókinni Lífsviðhorf mitt segja
átta þekktir íslendingar frá reynslu sinni,
skoðunum og áhrifavöldum; staldra við,
líta um öxl og rekja sporin sem þeir hafa
stigið og arfinn sem þeir hlutu í veganesti.
í bókinni skrifar Guðjón Arngrímsson um
Guðiaug Þorvaldsson; Jóhanna Kiistjóns-
dóttir um Guðrúnu Agnarsdóttur; Jónína
Michaelsdóttir um Hörð Sigurgestsson;
Sigmundur Ernir Rúnarsson um Jónas
Kristjánsson; Helgi Már Arthursson um
Markús Örn Antonsson; Atli Magnússon
um Steingrím Hermannsson; Einar Kára-
son um Thor Vilhjálmsson; og Illugi
Jökulsson um Ögmund Jónasson.
Með sverðið
í annarri
hendi
og plógiiui
í hinni
Jónas frá Hriílu var dáður og
hataður, dýrkaður og dæmdur,
brautryðjandi og afturhaldsmað-
ur, stór í sniðum og ógleyman-
legur öllum sem honum kynnt-
ust; maður sem markaði dýpri spor í sögu þjóðar
sinnar en flestir samtíðarmenn.
Hér rekur Guðjón FYiðriksson mótunarsögu
Jónasar á lifandi og gagnrýninn hátt, segir frá
þroskaárum Jónasar, áhrifavöldum í lífi hans og
afskiptum hans af stjórnmálum og þjóðmálum á
umbrotatímum og sýnir hvernig Jónas þjálfaðist
í þeirri list að stýra samherjum og andstæðing-
um á taílborði mannlífsins. Bókin varpar leiftr-
andi ljósi á líf Jónasar frá Hriílu, hæfileika hans
og bresti. Hér er dregin upp sönn
mynd af umdeildum athafnamanni,
sem ætíð barðist af eldmóði f'yrir
því sem honum þótti horfa til
framfara, en sást ekki alltaf fýrir.
IÐUNN
RINASFRAIIRIIUl