Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Að skilja mál afrískra augna Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Stefán Jón Hafstein: Guðirnir eru geggjaðir. Ferðasaga frá Afríku. Utg. Mál og menning 1991 Stefán Jón Hafstein skrifar hér um veru sína á vegum Rauða krossins í Afríku tímabundið á árunum 1985-1988. í formála er sagt að hann hafi verið upplýs- ingafulltrúi Alþjóðasambands Rauða kross félaganna og síðar fór hann til að vinna að sérstökum verkefnum fyrir íslenska Rauða krossinn. Um það hvemig hann upplifir tímann í Eþíópíu og Súdan fjallar þessi bók. Hún er mjög fjarri því að vera hefðbundin ferð- asaga og hún er ekki skráð í neinni afmarkaðri tímaröð. Það er kostur að mínu viti. Aftur á móti liggur ekki alltaf ljóst fyrir hvað þessi hvíti guð er að gera, stundum fannst mér hann hefði mátt lýsa verkum og verkefnum nánar; hvaða skýrslur, hvaða vinnu var hann að vinna. Hann fer ekki ýkja mikið út í þá sálma en við nánari rannsókn má lesa það út úr sam- skiptunum við fólkið. Og í þessari bók er það fólkið sem er númer eitt og tvö og Stefán Jón kemur ekki fyrr en númer þrjú. Það þótti mér ansi sniðugt. Mér fínnst ekki ótrúlegt að þeir sem þekkja Stefán Jón Hafstein, einkum og sér í lagi sem hinn töffa og frakka og freka útvarpsmann úr dagskrá dægurmálaútvarps Rásar ” og oft og tíðum óþolinmóð- an (og lái honum hver sem vill) stjórnanda hinnar lygilegu þjóðar- sálar, muni oft hrista höfuðið í undrun við lestur bókarinnar „Guðirnir eru geggjaðir.” Hann kemur ekki beinlínis fyrir eyru sem lýrískur og viðkvæmur. Þar sem ég heyrði ýmsa pistla hans frá því er hann fór til íraks á vegum Rauða krossins sl. vor kom það ekki alveg flatt upp á mig hvað hann fer létt með að lýsa stemmn- ingu. Og þó. í sögunni hér frá starfsdögum í Eþíópíu, einkum og sér í iagi, leyfír hann enn nýjum manni að komast í gegn. Og það er gaman. Það er gaman að finna hversu hann er naskur og næmur á fólkið og aðstæðurnar. Hvað litlu atvikin verða oft stór og eftir- minnileg og hvað hann hefur fjör- uga og lifandi frásagnargáfu. Hver mynd annarri eftirtektar- verðari. Og er þó fjarri að hér sé nein vella á ferðinni. Það fer auð- vitað ekkert á milli mála að þessi hvíti guð er töff. En hann kann líka að skynja fólk og skila því svo að^það snertir mann. í seinni hluta bókarinnar þegar höfundur fer dálítið að gera ómeð- vitað eða meðvitað úttekt á hjálparstofnanastarfí og því fólki Stefán Jón Hafstein sem við þau vinnur gætir víða nokkurrar gremju. Það kemur harðari tónn í frásögnina og það er kannski matsatriði hvort mýkja hefði átt þennan hluta. Kannski ekki. Kannski er full þörf á að fjalla um þetta eins og gert er. Það er að minnsta kosti víst og satt að á sinn hátt kom þessi kafli ýmsu til skila sem ekki er að jafn- aði vikið að; bruðl, skipulagsleysi, skilningsskortur á því sem honum finnst skynsamlegast að gera. Sagan öll er vel skrifuð og læsi- leg, örstutti lokakaflinn einkar snöfurlegt og í bland lýrsikt niður- lag bókar sem ég las af áfergju og ég held að sé ekki bara lærdóm- ur heldur ákveðin upplifun. Það má gleðjast yfir því að hvíti guðinn skildi mál augna og sagði söguna. BRYANADAMS TónleikaríLaugardalshöll 17.desember1991 Húsid^opnarkl. 19°° upp y Æ aBteh*' w Jii :MiM /L PEF5I > - .f.-rr ______ FWGLEIDIR ÆF FORSALA AÐGONGUMIÐA: WSH/f ■ " “ ™ ReykjavíinSfeinar, Laugavegi 24, Glæsibæ, Strandgata 37, Mjódd, Borgarkringlunni og Augíírstræti; Skífan, Kringlunni, Laugavegi 33, Laugavegi 96 og Laugavegi 26. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Húsavík: Símí 9£:41362. Akureyri: KEA-Hljómdeild. Neskaupstadur: Tónspil. Selfoss: Verslunín ösp. Akranes: Bókaskemman. Skagafirdi: Kaupfélag Skagfirdin§a. Hornafirdi: KASK. ísafjördur: Hljómborg. Keflavfk: K-Sport. Einnig er hægt að panta mida í síma 91 -677750. Gírósedill verdur sendur m hæi og er hann hefur verid greiddur verda midarnir seiuliriini hæl. Munid aó greida strax. PEP5I Skrifstofa Borgarfoss hf., Geröubergl 1, sími 677750. DLMMLEITAR FURÐUSÖGUR Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Gyrðir Elíasson er stórvirkur í ritsmíðum um þessar mundir. Ný- lega sendi hann frá sér þýðingu á Vatnsmelónusykri Richards Brautigans, ljóðabókina Vetrar- áform um sumarferðalag og einn- ig smásagnasafnið Heykvísl og gúmmískór sem hér er tekin til umfjöllunar. Bókin er 89 blaðsíður. I henni er 21 smásaga auk þess sem hún er prýdd níu tréristum eftir Elías B. Halldórsson. Flestar sögurnar í bókinni eru mjög stuttar. Þær eru oftar en ekki undarlegar sögur og stundum furð- usögur því að hugarheimur og hlut- heimur renna gjarnan saman í eitt. Þess vegna er allt mögulegt og ekkert fráieitt. Það fáránlega og óvenjulega verður sjálfsagt. Þannig er sagt frá hesti sem er dyggur útvarpshlustandi, manni sem lætur græða á sig hreindýrshorn og ger- ist drykkjufélagi hrúts, gömlum uppgjafarpresti sem safnar klám- blöðum og gamalli konu sem deyr og flýgur burt á hrossagauksvængj- um í samfylgd fugia. Sögumenn sagnanna eru oftar en ekki dularfullir. Köttur á heitu þaki fylgist með því hvernig níutíu daga regn fyllir allar götur af vatni sem stöðugt stígur. Meðaladraugur vokir yfír feðginum í húsi einu og laumast til að sinna húsverkum á meðan þau eru að heiman og dáið barn sem grafið er í óvígðri mold horfir á ferðir þriggja manna úr gröf sinni. Tilefni sagnanna er sjaldan stór- vægilegt né er greint frá mikilsverð- um tíðindum. Karlar rabba saman, fólk fer í veiðiferð, draugar koma í heimsókn eða sögumaður gengur í fjöru. Það er einnig dálítið ein- kenni á persónum sagnanna að þær eru sjaldnast til stórræða. Verk þeirra er fá og aðgerðaleysið og úrræðaleysið stundum með endem- um. Gott dæmi um þetta er í sög- unni Einveruhúsið. Þar segir frá manni sem situr að sumbli en hefur gleymt að skrúfa fyrir krana á bað- inu svo að vatnið nær honum í ökkla. Hann gerir ekkert í málinu en veltir fyrir sér hvort ekki sé far- ið að rigna á íbúa hæðarinnar fyrir neðan. Sögurnar eru fullar af draumum og martröðum. Draugar, ófreskjur og fylgjur fylla síðurnar og oft ge- rast sögumar að kvöld- eða nætur- lagi. Sumar eru verurnar þó raunar vemdarandar. Sögusviðið er gjaman svipað í sögunum. Það er oftast þorp eða smáskór Loðfóðruð barnastígvél. St. 23-35. Verð kr. 1990. Barnainniskór i mörgum litum. St. 20-27. Verð kr. 1185. Opið laugard. Itl. 10-16 — sunnud. kl. 14-17 SMÁSKÓR Skólavörðustíg 6, simi 622812 Gyrðir Elíasson smábær og nágrenni, einkum íjör- ur, tjarnir og vötn þar sem hægt er að rölta um eða veiða hornsíli og silung. Silungsveiðar eru nefni- lega mikið áhugamál Gyrðis ef marka má þessa bók. Það á hann sameiginlegt með Richard Brautig- an sem skrifaði heila bók þar sem silungsveiði var leiðarminni en um sumt svipar skrifum Gyrðis til rita Brautigans, ekki síst hinn dulræni tónn sem viða örlar á í þessu verki. Margar sögurnar fjalla einmitt um dauðann. Þar eru dauðatákn, t.d. feijumaðurinn í samnefndri sögu, sömuleiðis er fjallað um dauða menn og fólk sem er að deyja eða ná sambandi við guð sinn með jafn- ólíklegum hætti og að klöngrast himnastiga upp á húsþak og iáta þar rigna upp í sig. Það er mun dimmara yfir þessari bók en ljóðabókinni sem Gyrðir sendir frá sér um þessar mundir. Einsemd og fírring eru orð sem auðvelt er að tengja við margar sögurnar. Samt er margt í textan- um sem gleður augað. Hann er gjarnan ljóðrænn og myndríkur og oft teflir Gyrðir saman ólíkum myndsviðum. í sögunni Sólarljós er t.a.m. þessi efnisgrein: Ég geng einsog Bashö með poka á baki snoðklipptur upp að tijárækt- inni en kann ekki að semja hækur og vonlaus í öllum rólegheitum, fyrr en varir er ég farinn að greikka sporið inn á milli dimmleitra tijánna. Tvo hesta kvöldsvæfa dreymir við vegarbrún nætursvarta, dreymir grænar morgunengjar í Wales, og svani að fljúga að blý- gráu fjalli. (s. 29.) „Fantasían býr í deginum, alveg eins og nóttunni,” segir Gyrðr í nýlegu Morgunblaðsviðtali. Ég vona að ég snúi ekki allt of mikið út úr orðum hans með því að gera þau að einkunnarorðum hinna nýút- gefnu bóka hans. í mínum huga er ljóðabókin fantasía dagsins en sögubókin fantasía næturinnar. -------» ♦ ♦-------- ■ FERÐAFÉLAGIÐ ætlar laug- ardaginn 30. nóvember að hafa opið hús í Mörkinni 6 kl. 15-16 þar sem fólki gefst tækifæri til þess að kynna sér framkvæmdir við hið nýja félagsheimili ferða- félagsins. Fyrst verður boðið upp á létta gönguferð sem hefst við Mörkina 6 kl. 14. Gengið verður inn í Elliðaárdal, sem er eitt af fegurstu útivistarsvæðum höfður- borgarinnar. Liggur leiðin með- fram Suðurlandsbrautinni og und- ir brúna yfir Elliðaámar eftir göng stíg austan megin við árnar og yfir hólmann á vesturbakkanum, að undirgöngum sem tengjast göngustíg að Miklubraut. Enn liggur stígur yfir Sogamýrina að Suðurlandsbraut og verður svo hringnum lokað við Mörkina 6. Allir eru velkomnir að taka þátt í þessari dagskrá, félagar og aðrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.