Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 HELGARTILBOÐ SKRÚFUSTYKKI4” NÚ KR. 3.735.- ÁÐUR KR. 5.055.- HJOLATJAKKAR NÚ KR. 3.984.- ÁÐURKR. 5.980.- RYÐVARNAREFNI 1 LÍTRI NÚ KR. 249.- YFIRBREIÐSLUR A BILINN ÝMSAR STÆRÐIR VERÐFRÁKR. 4.233.- hagen I 1 mm i m RAFGEYMAR 55A NÚKR. 3.999.- ÁÐURKR. 6.169.- Föstudaginn 29. nóv. Laugardaginn 30. nóv. VERKFÆRASETT 11 hluta NÚKR. 1.992.- ÁÐURKR. 2.764,- naust sími622262 Hraunbúðum þar sem hún bjó vel um sig í rúmgóðu herbergi sem var búið fallegum húsgögnum og var stolt hennar og einnig starfsfólks heimilisins. Og á ævikvöldum naut hún vináttu og virðingar ættingja og samferðarferðarfólks. Aðeins 19 ára að aldri giftist amma Páli Jónassyni skipstjóra, sem var ættaður frá Eskifirði, en hann var þá 22 ára. Hjónabnd þeirra var ákaflega farsælt og lýsir það betur en mörg orð samheldni og dugnaði þeirra að Páll settist í Stýrimannaskólann í Reykjavík þegar hann var 44 ára gamall til að afla sér meiri réttinda. Það þurfti áræði og kjark á þeim tíma að setjast á skólabekk frá stórri fjölskyldu og fráleitt mögulegt nema vegna þess að húsmóðirin var dugandi og ákveðin. Amma og afi eignuðstu 16 börn. 13 komust til fullorðinsára. En þáu eru: Emil, sem fórst af slysförum 28. október 1983, Kristinn, Þórunn, Guðni, Jón, Mar- grét, Kristín, Hulda, Sævald, Hlöð- ver, Birgir, Þórsteina og Emma. Afkomendur eru orðnir 139 talsins. Á lífsleiðinni tók amma mikinn þátt í uppeldi barnabarna sinna og fjög- ur þeirra dvöldu um lengri tíma á heimili hennar en það voru: Hávarð- ur, Hrafnhildur, Birgir Þór og Sig- urbjörn. Það er einkenni Þingholtsfjöl- skyldunnar að börnin og tengda- börnin tengjast meira eða minna sjómennsku og útgerð. Fjórir sona ömmu hafa verið skipstjórar og kunnir aflamenn og þrír tengdasona hennar sömuleiðis. Og af barna- börnunum hafa 15 aflað sér skip- stjórnaréttinda. Sannarlega er það mikils virði með þjóð sem á allt undir því að vel gangi við sjávarsíð- una að eiga menn sem vilja takast á við náttúröflin og færa lífsbjörg- ina að landi. Amma varð fyrir þungum áföll- um í lífinu. Hún missti eiginmann sinn í hörmulegu flugslysi á milli lands og Eyja 31. janáur 1951. Það var ömmu þungbært að horfa á eftir kærum eiginmanni á þennan sviplega hátt frá öllum börnunum eftir 28 ára farsælt hjónaband. Þann 28. október 1983 missti amma elsta son sinn Emil í hörmulegu slysi þegar Sandey II hvolfdi á Við- eyjarsundi. Amma varð einnig fyrir því að dóttursonur hennar og auga- steinninn ömmu sinnar, Baldvin Þór aðeins 2 'h árs gamall, drukknaði í Vilpunni austur á Eyju, 8. desem- ber 1970. Það var oft gestkvæmt hjá ömmu í Hraunbúðum. Þangað kom Þing- holtsfjölskyldan og margir fjöl- skylduvinir og var það ömmu mik- ils virði. Seinustu árin var heilsan tekin að bila en hún naut góðrar umönnunar á Hraunbúðum og leið þar vel og var ánægð með lífið og tilveruna. Frá því á seinni hluta síðasta árs hefur amma verið á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þar sem hún lést södd lífdaga 23. nóvember sl. Nú verðum við að svara börnun- um og útskýra fyrir þeim að amma Þórsteina sé farin og ekki lengur mögulegt að fara í heimsókn — en minningin lifir. Við leiðarlok kveð ég, og fjöl- skylda mín, ömmu með söknuði og með þakklæti fyrir alla hlýju og góðar minningar um jákvætt lífsvið- horf lífsreyndrar konu sem er hollt veganesti á vegferðinni. Guð blessi minningu Þórsteinu Jóhannsdóttur. Magnús Kristinsson og fjölskylda. Þórsteina Jóhanns- dóttir, Vestmanna- eyjum - Minning Þórsteina Jóhannsdóttir frá Þing- holti í Vestmannaeyjum lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugar- daginn 23. nóvember sl. Þórsteina hafði dvalið á sjúkrahúsinu síðast- liðið eitt og hálft ár en heilsu henn- ar hafði smá hrakað. Dagsverki hennar í þessum heimi er lokið en eflaust bíða hennar ný verkefni í nýjum heimkynnum. Það gustaði alltaf af Þórsteinu. Hún var húsmóðir af gamla skólan- um sem vildi hafa lag á hlutunum enda var betra að svo væri því heim- ili Þórsteinu var mannmargt og þörf á að stjórnandinn á heimilinu héldi öllu í röð og reglu. Þórsteina fæddist í Vestmanna- eyjum 22. janúar 1904. Foreldrar hennar voru Kristín Árnadóttir og Jóhann Jónsson frá Brekku í Eyj- um. Ung fór Þórsteina í fóstur til föðursystur sinnar Þórunnar í Þing- holti og ólst upp hjá henni. 17. maí 1923 giftist Þórsteina Páli Jónassyni, skipstjóra, frá Eski- firði og hófu þau búskap í Þing- holti hjá Þórunni. Þar bjuggu þau síðan allan sinn búskap og eignuð- ust stóran barnahóp. 16 böm eign- uðust þau og komust 13 þeirra á legg. Það hefur því oft verið líflegt í Þingholti og ærinn starfi hjá hús- móðurinni að hugsa um heimilið. Þar kom röggsemi Þórsteinu í góð- ar þarfir og bömin fengu fljótt að hjálpa til við húsverkin. 31. janúar 1951 varð Þórsteina fyrir miklu áfalli er Páll eiginmaður hennar fórst í flugslysi. Þórsteina stóð þá uppi ekkja með stóran barnahóp. Þá reyndi á húsmóðurina í Þingholti en hún lagði ekki árar í bát. Með vilja og dugnaði hélt hún heimilinu saman og smám saman fóru ungarnir að fljúga úr hreiðr- inu. Stofnuðu heimili og þar sem bamahópurinn var stór urðu barna- bömin fljótlega mörg. Það fækkaði því lítið í Þingholti þó börnin færu að heiman, því þá tóku barnabörnin að venja komur sínar þangað. Það var gott að koma í Þingholt til ömmu og fá kökur og mjólk enda fjölmenntu krakkarnir þangað. Þór- .steina tók vel á móti öllum en leyfði þó engin læti. Hún var ströng á að þær reglur sem hún setti væru í heiðri hafðar og gekk eftir því. Það vissu allir krakkarnir og reyndu að fara eftir því sem hún vildi því ann- ars gat hvesst á loftinu í Þingholti. í Þingholti hélt Þórsteina heimili til ársins 1968 er hún flutti í kjallar- ann hjá Maddý dóttur sinni á Bú- staðabrautinni. Og oft var gaman að heimsækja hana í kjallarann því þar var sama stemmningin ríkjandi og í Þingholti og alltaf eitthvað gott að finna i kökustömpunum. í kjallaranum hjá Maddý bjó Þór- steina fram að eldgosinu 1973. Hún hafði haldið upp á 69 ára afmæli sitt að kvöldi 22. janúar. Að venju var margt um manninn hjá Þór- steinu í afmælinu og voru gestirnir rétt ný farnir heim og Þorsteina í uppvaskinu er gosið braust út. Þórsteina bjó á fastalandinu um hríð meðan gosið varði en kom fljótt aftur heim til Eyja. Er Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra í Eyjum, voru teknar í notkun fluttist Þórsteina þangað og undi þar hag sínum vel. Þrátt fyrir að hún gæti verið föst fyrir var hún léttlynd og sló oft á létta strengi. Kynslóðabilið hvarf þegar hún sat í miðjum hópi barna- barnanna og gantaðist við þau. Hún skildi hugsanir þeirra og gat tekið þátt í fjörugum umræðum um það sem efst var á baugi hveiju sinni. Síðustu ár hafði Þorsteinu hrak- að nokkuð. Minnið gaf sig smátt og smátt en þrátt fyrir að hún tæki ekki orðið réttan pól í hæðina hvað umræðuefni varðaði sló hún á létta strengi á sinn hátt. Þó hugurinn var oft mannmargt í Þingholti, gest- risni í hávegum og heimili ömmu miðstöð fjölskyldunnar. Árið 1968 flutti amma í litla íbúð hjá dóttur sinni og tengdasyni að Búastaða- braut 15 í Eyjum. Það heimili missti amma í eldgosinu sem hófst aðfara- nótt 23. janúar 1973 stuttu eftir að afmælisgestir ömmu, se/n sam- fögnuðu henni á 69. afmælisdegi hennar, höfðu tekið á sig náðir. Eldgosið hafði mikil áhrif á hagi ömmu eins og annarra Eyjamanna. Hún flutti á „fasta” landið til Reykjavíkur en það var aðeins um stundarsakir því að um leið og um hægðist og hún hafði fundið sér heimili úti í Eyjum flutti hún aftur heim á Heimaey. Síðustu árin var amma á dvalarheimili aldraðra í væri á reiki um aðrar víddir mátti enn þekkja persónuleikann og reisn- ina sem honum fylgdi. Oftast var logn en það gat hvesst ef henni lík- aði ekki eitthvað, alveg eins og í Þingholti forðum. Þorsteina hefur nú lokið dags- verki sínu í þessum heimi. Hennar bíða eflaust önnur verkefni á nýjum tilverustigum. Minningin um ömmu Þórsteinu mun lifa í hugum okkar. Minning um merkilega konu, sem gaf okkur öllum mikið. Megi góður Guð varðveita minn- ingu ömmu Þórsteinu frá Þingholti. Bryndís, Grímur, Kristín Inga og Erna Ósk. I dag, föstudaginn 29. nóvember, er kvödd frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum kær amma mín, Þór- steina Jóhannsdóttir. Farsæll ævi- dagur er liðinn og vissulega er margs að minnast og margt að þakka á kveðjustund. Amma var lífsglöð og jákvæð kona sem ávallt gat séð björtu hliðarnar á tilverunni og lét aldrei bugast þó stundum hvessti í lífi hennar og leiðin væri ekki alltaf greiðfarin. En hún var stærst á þeim stundum þegar erfíð- ast var. Hún tók fast og ákveðið á þegar það átti við en átti einnig í ríkum mæli mýktina og hlýjuna þegar þess þurfti með. Hún var ástvinum sínum og fjölskyldu ákaf- lega kær og mikils virði og verður eftirminnileg öllum sem kynntust henni og gengu með henni lengri eða skemmri veg. Amma var fædd á Brekku í Vest- mannaeyjum 22. janúar árið 1904 og voru foreldar hennar hjónin Kristín Árnadóttir og Jóhann Jóns- son smiður. Föðursystir ömmu, Þór- unn Jónsdóttir veitingakona, tók hana í fóstur og gekk henni í móð- ur stað þegar hún var þriggja ára gömul. Þórunn bjó í Þingholti og rak þar veitingasölu. Átti amma heima í Þingholti í meira en 6 áratugi. Á heimili ömmu í Þingholti var ávallt gott að koma og vera. Þar ríkti glaðværð og létt spjall og gjarnan snerist talið um sjósókn og sjómennsku enda hafa margir afkomendur hennar reynst dugandi sjómenn og aflamenn. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.