Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 39 Nemendur Iðunnar sýna í Vín SÝNING á verkum nemenda sem sótt liafa námskeið hjá Iðunni Ágústsdóttur, myndlistarmanni verður opnuð í Blómaskálanum Vín á morgun, laugardag, en sýn- ingin stendur fram á sunnudag. Hún er opin á sama tíma og blóma- skálinn, frá kl. 13 til 19. Á sýningunni er handmálað post- ulín og verk unnin á silki með bland- aðri tækni, m.a. fatnaður, myndverk og kort. Þetta eru verk eftir nemend- ur sem sótt hafa námskeið hjá Ið- unni bæði í vetur og eins undanfarna vetur. Auk þessa verða einnig á sýning- unni 15 pastelmyndir eftir Iðunni Ágústsdóttur og nokkur kort unnin á silki með blandaðri tækni. Sýningin verður aðeins opin þessa einu helgi. Stofnfundur samtaka um listastarfsemi í Grófargili STOFNPUNDUR samtaka um lista- og menningarstarfsemi í Grófargili verður haldinn í Gagn- fræðaskóla Akureyrar á morgun, laugardag, og hefst hann kl. 16. Nefndin hefur unnið að undirbún- ingi þessa máls um skeið. Á fundi áhugafólks vegna þessa máls voru kosnir í undirbúningsnefnd þeir Guðmundur Ármann Sigurjóns- son, myndlistarmaður, Hlynur Halls- son, myndlistamemj og Haukur Ág- ústsson, kennari. Á stofnfundinum verður gerð grein fyrir viðræðum nefndarinnar við ýmsa aðila, eins og starfshóp bæjarstjórnar um starf- semi Listamiðstöðvar í Grófargili, skipulagsstjóra, tónlistarfólk og fleiri sem tengjast væntanlegri starfsemi í Grófargili. Vonast er til að í gilinu geti orðið mjög íjölbreytt starfsemi á sviði allra lista- og menningargreina. í fréttatil- kynningu vegna fundarins, segir að það sé mat nefndarinnar að veruleg- ur akkur sé að því fyrir alla sem vilja framgang lista og menningar á Akureyri sem mesta, að sameinast í samtökum um menningar og lista- starfsemi í Grófargili, sem fyrirhug- að sé að stofna og þeir sem áhuga hafi á þessum málefnum því hvattir til að mæta á stofnfundinn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gunnar Egill Sigurðsson hefur starfað í Siippstöðinni síðustu 14 ár, en var sagt upp störfum ásamt fleirum um síðustu mánaða- mót. Hann lætur af störfum um mánaðamót febrúar og mars og sagðist hann ekki geta horft björtum augum til fraintíðarinnar, hann hefði ekki að neinu starfi að hverfa, það væru fá störf á lausu á hans vettvangi. Islandsmót- ið í íshokký að hefjast íslandsmótið í íshokky, Bauer- deildiu hefst á Akureyri á morg- un, laugardaginn 30. nóvember, kl. 16. Að íslandsmótinu standa skauta- nefnd ISI ásamt Skautafélagi Akur- eyrar, Skautafélagi Reykjavíkur og ísknattleiksfélaginu Birninum. Leiknar verða fjórar umferðir eða átta leikir hjá hverju iiði. Leikin verður ein umferð á mánuði, en mótiiíu lýkur í mars. Samkvæmt samningi félaganna þriggja og Macom hf. sem er um- boðsaðili fyrir Bauer skauta og skautavörur er íslandsmótið nefnt Bauerdeildin og keppt verður um Bauerbikarinn. Fyrsti leikurinn verður á skauta- svellinu á Akureyri á morgun, laug- ardag, en þar munu eigast við Skautafélag Akureyrar og Skauta- félag Reykjavíkur og hefst leikurinn kl. 16. Bæði Skautafélag Reykjavíkur og Björninn hafa erlenda leikmenn sem keppa munu með þeim í vetur, en í liði SR eru tveir Rússar, sem væntanlega styrkja liðið mjög. Erfiðleikar blasa við Slippstöðinni: Fjárþörf fyrirtækisins talin nema um 130 til 190 milljónum Gert ráð fyrir um 180 milljóna tapi á þessu ári, einkum vegna nýsmíðaverkefna STJÓRN Slippstöðvarinnar kynnti bæjarráði úttekt sem gerð hefur verið á stöðu fyrirtækisins á fundi í gær. Miklir erfiðleikar blasa við í rekstri Slippstöðvarinnar og er gert ráð fyrir að tap hennar á þessu ári verði um 180 milljónir króna, en þar er einkum um að ræða uppsafnaðan vanda vegna nýsmíðaverkefna. Auka þarf eigið fé stöðvarinnar, en það er nú I kringum 60-70 milljónir króna. Ákveð- ið hefur verið að selja hlutabréf Slippstöðvarinnar í Útgerðarfélagi Akureyringa. Hólmsteinn T. Hólmsteinsson formaður stjórnar Slippstöðvarinn- ar sagði að útlitið væri ekki bjart, úttekt á stöðunni sýndi svo ekki yrði um villst að miklir erfiðleikar blöstu við, þannig að grípa þyrfti til mikillar endurskipulagningar í rekstrinum. Um síðustu mánaðamót var um 50 manns sagt upp störfum, m.a. mikið af fólki í stjórnunar- og skrif- stofustörfum hjá fyrirtækinu. Starfsmenn voru 177 talsins í haust, en reiknað er með að þeir verði í kringum 130 eftir að upp- sagnir taka gildi eftir áramót og hafa þeir aldrei verið færri. Þegar mest var árið 1982 störfuðu um 300 manns í Slippstöðinni. Talið er að um 130 milljónir króna vanti í reksturinn á þessu ári, eða um 190 ef ekki tekst að koma tveimur skipum sem stöðin tók upp í vegna nýsmíði í verð, en þar er um að ræða Þórunni Sveins- dóttur VE og Bylgjuna VE. Eigið fé Slippstöðvarinnar er í kringum 60-70 milljónir króna, en var í lok síðasta árs um 230 milljón- ir króna samkvæmt ársskýrslu. Þá er gert ráð fyrir að tap Slippstöðv- arinnar verði um næstu áramót verði rétt um 180 milljónir króna, en þar vegur þyngst að stöðin hefur tapað umtalsverðum fjármunum vegna nýsmíðaverkefna. Reiknað er með að tap vegna smíði Þórunn- ar Sveinsdóttur VE sem afhent var síðasta vor nemi um 30 til 40 rriillj- ónum króna, en heildartap vegna nýsmíðaskipsins B-70 er áætlað um 185 milljónir króna. Þar er um að ræða halla sem tekur til tveggja til þriggja síðustu ára. Eitt þeirra ráða sem stjórnin hyggst grípa til vegna bágrar fjár- hagsstöðu fyrirtækisins er að selja hlutabréf Slippstöðvarinnar í Út- gerðarfélagi Ákureyringar ef viðun- andi verð fæst fyrir bréfin. Bréfin eru að nafnvirði rúmar 24 milljónir króna, en reiknað er með að sölu- v verð þeirra verði um 113 milljónir króna. KG-BÓLSTRUN Fjölnisgötu 4I\1 Nýsmíúi - viðgerðir VS. 96-26123, hs. 96-26146. „ót sem krakfcar kunna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.