Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 I minníngu Guð- mundar Ingólfssonar Jazzvakning stóð fyrir minning- artónleikum á Hótel Sögu sl. sunnu- dagskvöld um Guðfnund Ingólfsson píanóleikara sem lést síðsumars. Uppselt var á tónleikana tveimur tímum áður en þeir hófust. Sá áhugi sem almenningur sýndi tónleikun- um lýsir kannski best þeim áhrifum sern Guðmundur hafði á sína samt- íð. í Súlnasal var sá harði kjarni jassáhugamanna sem sækir jafnan jasstónleika en auk þess þeir sem kynnst höfðu Guðmundi yfir máls- verði, kynnst honum á kránum, á golfvellinum, eða einfaldlega þeir sem hrifust af goðsögninni um pían- ósnillinginn sem lifði lífinu hratt og átti sér engan herra nema listina. Um 50 tónlistarmenn komu fram og var dagskráin afar fjölbreytt. Fyrstir stigu á svið gamlir spilafé- lagar Guðmundar, Guðmundur Steingrímsson, Björn Thoroddsen og Bjarni Sveinbjömsson auk Stef- áns Stefánssonar. Guðmundur hélt þessari sveit úti um árabil á Kringlukránni. Þegar hann féll frá bættist Stefán í hópinn og leikur sveitin á hveiju miðvikudagskvöldi á kránni. Auk þess stigu nokkrar söngkonur á svið sem höfðu leikið og lært af Guðmundi, þær Andrea Gylfadóttir, Linda Gísladóttir og Björk Guðmundsdóttir, en hún ásamt hljómsveit Guðmundar Ing- ólfssonar gerði fyrstu íslensku jass- plötuna sem hlaut gullsölu, Gling gló. Guðmundur var óragur við að gefa yngri tónlistarmönnum tæki- færi til að spreyta sig og var að því leyti ekki ólíkur Art Blakey sáluga sem aldi upp margan mann- •^inn. Þrír firnagóðir bassaleikarar Árni ísleifs afhendir Jazzvakn- ingu mynd af Guðinundi Ingólfs- syni. hófu sinn feril undir handaijaðri Guðmundar, þeir Skúli Sverrison, Bjami Sveinbjömsson og Þórður Högnason. Bjarni og Þórður minnt- ust meistara síns þetta kvöld. Bjarni með Bubba Morthens þegar hann tryllti alla með Burgeisablúsnum. Bubbi er líklega, af öðrum ólöstuð- um, sá íslendingur sem best syngur blús - taumlaus ofsinn og hrá rödd- in og sú fagmannlega sviðsfram- koma sem hann sýndi í Burgeisa- blúsnum er það sem gerir einfalt blússtef að smágerðu listaverki. Bubbi framfkitti einnig lag í flam- enco-anda sem hann samdi í minn- ingu Guðmundar, Þínir löngu fing- ur. Frændi hans Haukur blúsaði líka og steig nokkur létt dansspor við góðan róm. „Sveiflan í fótum mér”, Haukur Morthens. Guðmundur Steingrímsson, sem manna lengst lék með Guðmundi Ingólfssyni, var í stóra hlutverki þetta kvöld. Auk þess að tromma með hinum og þessum las hann hugleiðingu sem Þorsteinn Erlings- son textahöfundur samdi í minn- ingu Guðmundar, hugleiðingu um einfarann í lífinu og listinni, ritsmíð sem ætti að koma fyrir sjónir al- mennings. Þá lék hann á bongó- trommur með syninum Steingrími sem lék á tabla, og Áskeli Mássyni tónskáldi, sem barði tyrkneska bumbu, í verki sem nefndist íris. Loks er að nefna hljómsveit Árna ísleifssonar, en góð kynni tókust með Guðmundi og Árna á jasshátíð- um sem sá síðarnefndi hefur staðið fyrir á Egilsstöðum. Árni afhenti síðan Vernharði Linnet forstjóra Jazzvakningar ljósmynd sem hann tók af Guðmundi fyrir austan og varðveita á í skrifstofu Jazzvakn- ingar, „sem er í hjörtum jassgeggj- ara”, eins og Vernharður orðaði það. Texti: Guðjón Guðmundsson. Þrjú prósent í vanda Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Lífshlaupið („Defending Your Life”). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri og handritshöfund- ur: Albert Brooks. Aðalhlut- verk: Albert Brooks, Meryl Streep, Rip Torn, Lee Grant. Dómsdagsborg er ekki slæmur staður. Þar getur þú t.d borðað eins mikið af feitum og óhollum og um leið auðvitað ljúffengum mat og þú vilt án þess að fitna hið minnsta. Þar era fínustu hótel og túristaþjónusta á heimsmæli- kvarða. Dómsdagsborg er e.k. himnaríki. Þar era allir látnir. Borgin er staður þar sem líf þitt er tekið til nákvæmrar skoðunar áður en ákveðið er hvort senda eigi þig aftur til jarðar í öðru lífi eða áfram til meiri þroska. Þetta er dreifíngarkerfi karmans. Dómsdagsborgin er sögusvið gamanmyndar Albert Brooks, Lífshlaupið, en auk þess að skrifa handritið og leikstýra fer Brooks með aðalhlutverk auglýsinga- manns sem lendir í bílslysi í upp- hafí myndarinnar og fer til Dóms- dagsborgar þar sem framhaldslíf- ið skal ákveðið. Borginni virðist stjórnað af mönnum sem nota meira en 50 prósent heilans en Brooks notar ekki nema þijú pró- sent eins og hver annar aumur jarðlingur, svo leikurinn er ójafn. Kemur enda í ljós að hann hefur lifað lífi sínu þannig að næsta víst er að hann verður sendur aftur til jarðar - í tuttugasta skiptið. Hann er fallkandídat framhaldslífsins. Eins og sjá má er Brooks háðskur mjög og stundum mein- fyndinn og hugmyndin að baki Lífshlaupsins er bráðsnjöll, eins og myndin sjálf þegar best lætur. Hún er fyndin og skemmtileg og oft grátbrosleg þegar verri stund- ir Brooks í lífinu eru afhjúpaðar frammi fyrir dómurum borgarinn- ar. Brooks tekur sjálfan sig og efnið mátulega alvarlega til að maður geti hlegið að allri saman fantasíunni. Hún er smekklega gerð og rennur ljúflega oní mann sem skondið léttmeti með boðskap í stíl. Það er aldrei of seint að bæta sig, ekki einu sinni eftir að maður er dauður. Lífsþroskinn er mældur eftir óttanum við eigin takmarkanir í fyrra lífí nú eða bara hreinni heimsku. Þeir látnu fá að veija líf sitt áður en ákvöðun um fram- haldslíf er tekin og það kemur í ljós að auglýsingamaðurinn var gunga að flestu leyti og lítt skarp- ur í þokkabót. Lee Grant leikur sækjandann í máli hans og opin- berar veikleika hans grimmilega en Rip Thorn leikur veijanda hans, sem reynir að lappa upp á lífsferilinn. Meryl Streep leikur konuna sem Brooks verður ást- fangin af í Dómsdagsborginni. Hún reynist fullkomin og víst er að Streep er fullkomin í hlutverk- inu. Brooks er líka góður gaman- leikari, lágstemmdur og hnyttinn. Fyndinn er hann og gerir margt grínið að karmanu m.a. með innanhúsbrandara eins og Shirley MacLean og dásamlegri senu þar sem hann fær að sjá hveijir hann hefur verið í fyrri lífum. A morgun, laugardag, verður stórsýning ÖNNU VILHJÁLMS í allra, allra síðasta sinn. Miða- og borðapantanir í símum 685090 og 670051. Aðgöngumiðaverð: Á sýningu kr 2000,- écshí Á dansleik kr. 800.- Icd MOULIN ROUGE BREIÐDALSSYSTUR FÖSTUDAGS OG LAUGARDAGSKVÖLD KL. 01:00 I vemig væri að líta inn í Naustið um | helgina, láta dekra við sig í mat og drykk, fá sér ef til vill lítinn snúning á dansgólfinu undir ljúfum tónum Hauks Morthens og hljómsveitar. Dansað fram á nótt Laugavegi 45 - s. 21 255 DUNDURDANSLEIKUR í KVÖLD: SÍDAN SKEIN SÖL Björgvin Gísla, Svenni Guðjóns, Halli Olgeirs, og Siggj Björgvins halda uppi fjörí til kl. 3 iBOGQA - BÍBÍ - BAPDÝI Haukur Morthens og hljóm- sveit laða fram ljúfa tóna við dansgólfið fram eftir nóttu. Dýrðlegur kvöldverður Dásamleg skemmtun úJöj'JööLfyú'J DANSBARINN Grensásvegi 7, símar 33311-688311 Vesturgötu 6-8 . Reykjavík • Borðapantanir í síma 17759
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.