Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 57 hreppi á Snæfellsnesi 24. desember 1918. Foreldrar hennar voru Hann- es Guðnason, bóndi þar, og kona hans, Ágústa Sigríður Magnúsdótt- ir. Hannes var Borgfirðingur, fædd- ur á Kaðalstöðum 15. nóvember 1869, en Ágústa fæddist á Skarfs- stöðum í Dalasýslu ll.ágúst 1876, en hún var ættuð úr Strandasýslu. Hannes og Ágústa áttu tvo syni, sem báðir voru eldri en Þórey, Hjört Líndal, f. 18. apríl 1899, og Guðna, f. 15. desember 1912. Hjörtur var bóndi á Stóru-Þúfu og síðar búsett- ur á Akranesi, eða frá 1946. Kona hans var Sigríður Einarsdóttir frá Skáney, f. 21. júlí 1896. Guðni var klæðskeri í Reykjavík. Kona hans er Valgerður Ólafsdóttir frá Skjald- ar-Bjarnavík, f. 12. maí 1911. Hannes og Ágústa fluttust til Akra- ness árið 1927, ásamt Guðna og Þóreyju og ólst Þórey því upp á Akranesi að hluta til. Arið 1937 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Árna Breiðfjörð Gíslasyni, en hann er fæddur á Hellissandi 18. ágúst 1913. Foreldrar hans voru Gísli Árnason, sjómaður þar, og Kristjánsína Bjarnadóttir. Árni hefur lengst af stundað vörubílsakstur. Börn Árna og Þór- eyjar eru: Eðvarð Lárus, f. 18. des- ember 1936, Sæunn, f. 19. júní 1940, og Gísli Breiðfjörð, f. 12. desember 1957. Eðvarð Lárus er búsettur í Stykkishólmi og er lög- regluvarðstjóri þar. Kona hans er Anna Ólöf Kristjánsdóttir úr Arnar- firði, f. 1. maí 1934. Börn þeirra eru: Þórdís Ásgerður, f. 1955 gift Gylfa Jónssyni. Börn: Sólveig Katr- ín, f. 1977, Ólafur Lárus, f. 1982, og Einar Ágúst, f. 1982; Árni Ey- þór, f. 1956, látinn. Kristján Arn- dal, f. 1950, kvæntur Kristínu Jóns- dóttur. Börn: Ingvar og Ómar, f. 1988, og Hannes Örn, f. 1991; Eyþór, f. 1961, kvæntur Rannveigu Harðardóttur. Barn: Díana Björk, f. 1983; Guðni, f. 1962, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur. Barn: Öm Ingi, f. 1990; Anna Lára, f. 1965, gift ívari Guðmundssyni. Börn: Lára, f. 1988, og Hannes Örn, f. 1991: Örn Arndal, f. 1968, látinn. Sæunn er búsett á Akranesi. Maður hennar er Sigmundur Ingi- mundarson frá Drangsnesi, f. 11. febrúar 1929. Börn þeirra eru: Ámi Þór, f. 1956, maki hans var Guð- finna H. Hjartar. Börn: Berglind, f. 1974; Sigmundur Þór( f. 1978, og Ingi Þór, f. 1986; Ágústa, f. 1958, gift Garðari H. Garðarssyni. Börn: Þórey Guðný, f. 1976, Sævar Líndal, f. 1978, og Þórdís Ánna, f. 1985; Ingimundur, f. 1970, kvænt- ur Guðrúnu Jónsdóttur, þau eru barnlaus. Gísli Breiðfjörð er búsettur á ísafírði og rekur þar bílasölu. Kona hans er Jórunn N. Sigtryggsdóttir frá Siglufirði, f. 12. nóvember 1960. Börn þeirra eru: Árni Eyþór, f. 1980, Axei, f. 1985, og Bjöm, f. 1988. Árni og Þórey hafa verið á Akra- nesi alla sína búskapartíð, fyrst á Skólabraut 20 til 1947, þá að Vesturgötu 109 til 1967 og síðan á Suðurgötu 90. Þau áttu alla tíð fallegt og gott heimili og vom mjög samhent um það, enda bæði smekk- vís og hög í höndum. Nú, þegar Eyja, en svo var hún ætíð nefnd í vinahóp, er öll, eru viss tímamót í mínu frændliði og á ég þá við for- eldra mína og föður og móðursyst- kin. Eyja kveður síðust af þessum hóp, enda langyngst. Hún var 29 árum yngri en sú elsta í þessum hóp, Ingiríður Einarsdóttir, móður- systir mín, og aðeins 4 árum eldri en elsta systir mín, Magnes Signý, sem einnig er komin yfir móðuna miklu. Á þessum tímamótum vakna margar minningra, bjartar og ljúf- ar, en þær verða ekki raktar hér enda væru þær bókarefni. Við systkinin, börn Hjartar og Sigríðar, og okkar fjölskyldur, þökkum að leiðarlokum elskulegri frænku fyrir öll samskipti á liðnum árum. Árna, börnunum og fjölskyldum þeirra vottum við innilega samúð okkar. Einnig fylgja þessum línum hjartans kveðja frá Önnu Ólöfu og þakklæti fyrir samleiðina með hinni látnu á Iiðnum árum. Með Þóreyju frænku minni er góð kona gengin. Blessuð sé minning hennar. Hannes A Hiartarson t HILDUR HJÖRLEIFSDÓTTIR lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans þriðjudaginn 26. nóvember. Þorgerður Einarsdóttir, Hjörleifur Stefánsson, Stefán Hjörleifsson. t Elskuleg fósturmóðir mín, tengdamóðir og amma, MARGRÉT BJARNADÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður Vesturgötu 66, andaðist að kvöldi 26. nóvember. Bjarni Vésteinsson, Steinunn Sigurðardóttir, Margrét Bjarnadóttir, Sigurður Bjarnason. t Ástkær stjúpmóðir okkar, KATRÍN SVAVA ALEXANDERSDÓTTIR, Ofanleiti 21, Reykjavík, lést í St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, 27. nóvember. Margrét Halla Jónsdóttir, Elín Áróra Jónsdóttir. Systir okkar og frænka, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR kennari frá Tungu í Fljótum, Safamýri 44, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 27. nóvember '91. Ólöf Jónsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir og systkinabörn. t Útför KARÓLÍNU JÓHANNSDÓTTUR veitingakonu frá Stykkishólmi, fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 9.00 f.h. Fyrir hönd ættingja og vina hinnar látnu, H vítasunnusöf nuðurinn, Stykkishólmi. t Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, HANS BJARNASON húsgagnasmíðameistari, Tryggvagötu 9, Selfossi, er lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 22. nóvember, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 30. nóvem- ber kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigríður Emma Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR G. SIGURGÍSLADÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 30. nóvember. Jón Skúlason, Skúli Skúlason, Baldur Skúlason, Anna Skúladóttir, Sígurgísli Skúlason. Guðrún Skúladóttir, Arna Skúladóttir, Hrefna Margrét Skúladóttir, Katrín Freyja Skúladóttir, LOKAÐ Lokað verður eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar MARGRÉTAR ÁSGEIRSDÓTTUR. Endurskoðunarskrifstofa Björns E. Árnasonar, Sætúni 8. Spádómarnir rætast I v Canoii ^ ^ÉÁHJTUNARV Éífiu SUÐURLANDSBRAUT 22 SÍMI 91-685277 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT • Stækkar/minnkar (70-122%) • 5 litamöguleikar • Fast Ijósritunarborð Aðeins kr. m/vsk. 98.200 CAN0N-PC-11 Þar sem öllum nauðsynlegum Ijósritunarþáttum er komið fyrir í einu hylki, þá er CANON-PC-11 raunverulega viðhaldslaus. Þegar blekið er búið þá skiptir þú einfald- lega um hylki. Canon SKRIFVELIN H/F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.