Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Hin hispurs- lausa frásögn ________Myndlist Bragi Asgeirsson Erró — Margfalt líf nefnist nýútkomin bók um íslenzka lista- manninn Guðmund Guðmundsson, . Erró í París, og er réttnefni. Ævi- ferill listamannsins er rakinn af honum sjálfum ásamt því, að prjónað er við textann um fimmtíu viðtölum við samferðamenn og vini, eftir því sem við á hveiju sinni á hinum ýmsu lífsskeiðum. Þetta .er mikil bók upp á 360 síður auk þess sem allmikið af vönduðum litmyndum verka hans, sem við sögu koma, eru í miðju bókarinnar, svo og litlar svart/hvítar myndir næstum á hverri síðu og stundum margar. Það er Aðalsteinn Ingólfsson listsagnfræðingur sem hefur skráð textann og bútað niður og hag- rætt viðtölunum í samráði við lista- manninn. í því skyni hefur hann verið á faraldsfæti milli hinna ýmsu stórborga vestan hafs og austan í tvö ár til að hafa upp á fólkinu. Liggur vafalítið ómæld vinna og útsjónarsemi á bak við það eitt að hafa upp á sumum við- mælendunum og fá þá til sam- vinnu, og má strax bera mikið lof á skrásetjarann. Þetta er önnur listaverkabókin, sem kemur út á þessu hausti frá Máli og menningu, og hafa þær þá sérstöðu að marka hver fyrir sig tímamót og koma okkur á landakortið varðandi útgáfu slíkra bóka. í báðum tilvikum er það lista- maðurinn, feriil hans og umhverfi, sem skipta meginmáli, en að öðru leyti eru þær gerólíkar. Komin var sérstök hefð um út- gáfu slíkra bóka, og þótt allt fram- tak á þessum vettvangi væri meira en þakkarvert, þá var form þeirra frekar einhæft og stundum var eins og listamaðurinn væri eins konar statisti, eða jafnvel áhorf- andi, én vinir hans og rithöfundar. í aðalhlutverkinu hvað útlistun á æviferli: þeirra, sköðunum og lífs- heimspeki áhrærði. En hér er einfaldlega gengið hreint til verks pg fer ekki á milli mála, að það er listamaðurinn og verk hans sem er rauði þráðurinn frá fyrstu bláðsíðu og til lokakafl- ans. Þannig var þugmynd Errós um einhvers konar myndafrásögn góðra gjalda -verð og fullgild og hefði verið meira en sþennandi, en hins vegar er ég sammála útgef- endunum um ehdarilegt form bók- arinnar. Bækurnar sanna það á mjög áþreifanlegan hátt, og þá einkum bókin um Erró, hve ótakmarkaðan fróðleik er hægt að fiska upp úr listamönnum um líf þeirra og list. I þeim er samankominn dijúgur lærdómur fyrir leika sem lærða um eðli myndlistar og baráttu lista- manna almennf á leið þeirra til viðurkenningar og'slíkt telst ómet- anlegt. Hugmyndir mánna um líf mynd- listarmanna eru með sanni fjarri raunveruleikanum -og hérlendir listamenn hafa margir hveijir mjög brenglaðar hugmyhdir um mark- aðssetningu listar erlendis og þau flóknu lögmál sem þar gilda, ásamt óvæginni og takmarkalausri sam- keppni, þar sem heppni og útsjón- arsemi gera oftar en ekki útslagið, eins og kemur svo vel fram í bók- inni um Erró. Þá er það mikils virði, þótt ýms- um hérlendum muni vafalítið þykja það í meira lagi óþægilegt, hve Erró gengur hreint til verks og talar tæpitungulaust um hlutina, og sitthvað, sem menn hafa verið að dylgja um varðandi list hans hér í fámenninu, sem átti að verða honum til ófrségðar, staðfestir hann hiklaust og afvopnar menn fyrir vikið, stingur eiginlega ræki- lega upp í suma óprúttna. Þá er það óvenjulegt, að ekki sé meira sagt, að fá jafn læsilega og skemmtilega bók upp í hendurn- ar um listamann, þar sem eins og kviknar njht Iíf á hverri blaðsíðu og oftar en einu sinni á sumum. Hvergi er talað undir rós heldur ráðist að kjarna_ hlutanna hveiju sinni og mættu íslendingar og þá helst íslenzkir myndlistarmenn mikinn lærdóm af draga. Hið land- læga leynimakk og að fara á bak við hlutina, svo og að tala þvert um geð sér og jafnvel segja ósatt eins og að drekka vatn, virðist hér í litlum metum, þótt á stundum sé hvorki krydd né litbrigði spöruð í frásögninni. Erró segir skemmtilega frá æsku sinni og uppvaxtarárum á Klaustri á Síðu og strax á fyrstu •blaðsíðum kemur fram hvað menn eiga í vændum og að talandinn muni á engan hátt viðhafa neitt rósamál um líf sitt og að því leyti er bókin líkust hnefahöggi á flest- ar æviminningar, þar sem það þykir í meira lagi spennandi ef einhvers staðar í einhveijum kafla er slett úr klaufunum. Auk þess er hér ekki um neina bersöglisbók að ræða eins og menn skilja hug- takið, heldur einfaldlega ævisögu manns, sem segir rétt og slétt frá lífi sínu og list og kærir sig kollótt- an um hvað samferðamenn hans láta frá sér fara um hann og hvern- ig hann muni verða dæmdur fyrir vikið. Og í stað þess að gefa eftir, er líða fer á frásögnina, vex honum frekar ásmegin ogvþannig hefur bókin lífræna stígandi allt til loka. Auðvitað má ætla að ýmsir við- mælendur og þá helst íslenzkir, séu þess vel meðvitandi, að þeir eru að segja frá samveru sinni með víðfrægum listamanni, og eru því ósparir á lýsingarorðin um ágæti hans. En í heildina hef ég það á tilfinningunni, að flestir tali hreint út og segi frá hlutunum eins og þeir komu þeim fyrir sjónir. Eg hef haldið því fram í skrifum mínum að ýmislegt í æsku Guð- mundar, Erró, hafi á óvenjulega skýran riátt fyígt honum út á lista- brautina og þannig þarf aðeins að vísa til myndarinnar „Stríð” frá 1946, en frá henni er furðu stutt í mörg seinni tíma verk hans, myndin er í raun eins og uppkast að lífsferli listamannsins, sem á eftir að ferðast um allan heiminn í lofti, á láði og legi og mála flókn- ar myndveraldir. Þá er mér í ljósu minni, er ég var eitt sinn sem oftar í fyrir- hjeðsluvinnu við Markarfljót forð- um daga, en því fylgdi m.a. að dytta að þjóðveginum og gera við smábrýr. Var ég eimnitt við þá iðju er áætlunarbíllinn frá Klaustri ók á nokkurri ferð framhjá. Sé ég þá í sjónhendingu, hvar Guðmund- ur veifar og baðar út öllum öngum bak við eina rúðuna og ljómar eins og sól í heiði, skælbrosandi. Mér hlýnaði svo sannarlega um hjarta- rætur, því að slík snögg tilþrif úr bflglugga voru óvenjuleg, að ekki sé fastar að orði kveðið, og auk þess þekkti ég hann harla lítið er svo var komið. Ég hafði aðallega tekið eftir því í skóla, hve fjörmik- ill hann var og hve hann var með gerðarlegri hnátu, taldi eiginlega alveg vonlaust að maður, sem límdi sig svona fljótt við kvenfólk ætti nokkra framtíð fyrir sér á lista- brautinni! Ekki gat okkur dottið í hug, hvað ókominn tími bæri í skauti sér hvað innbyrðis samskiptum viðvék og auk þess fínnst mér þetta, er svo er komið, vera tákn- rænt fyrir ákafa hans, einlægni og fimasterk viðbrögð lífíð í gegn. Uppátæki hans í skóla voru eft- irminnileg svo sem fram kemur, en þar eru skólafélagar hans af sama árgangi betri heimíld til frá- sagnar. Fram kemur í bókinni hve vel honum sóttist námið ytra og hve atkvæðamikill hann var í skóla sem utan. Hann var þó allur í listnám- inu og tók ekki að sér riéin tíma- frek ábyrgðarstörf innan þeirra. Hefði vafalítið séð eftir hverri mín- útu sem fær í slíkt stutt stúss. Þá sótti hann aðeins einn fyrir- lestur í litafræði veturinn í Osló og sagði eitthvað á þá leið, er heim kom: „Ef maður getur ekki lært þetta sjálfur er maður andskoti illa á vegi staddur. Það fer enginn að segja mér hvernig ég eigi að nota liti!” Listasögu lærði hann og enga, nema að hann var í tímum hjá Birni Th. í Handíðaskólanum, en Björn var þá að byija feril sinn sem kennari og vafalítið hálfgerður grænjaxl. En Guðmundur bar þó dijúga virðingu fyrir honum, eink- um fyrir það, hve hann var vel mæltur og hafði næma tilfinningu fyrir kvenfólki. Guðmundi fannst eins og mér, sem aldrei hef lært listasögu í skóla, að slíkan fróðleik ætti mað- ur að sanka að sér á söfnum og í gegnum tímarit og bækur, en ekki láta fræði og kennisetningar ann- arra raska einbeitni sinni við kröfu- harða vinnuna. Hins vegar óðum við yfír söfnin í frítímum, lásum allt um mynd- list, sem við komumst yfir, og riéld- um_því áfram eftir að leiðir skildu. Ég get þess sérstaklega vegna þess, að ég álít þýðingarmestu kafla bókarinnar vera þá, er hann fjallar um eigin myndir svo og al- mennt um listir og listpólitík, en þar kemur einmitt fram, hve fróð- ur hann er og djúpur í rökræðu sinni, svona tala engir nema lista- menn, sem byggja á traustri undir- stöðu, og þetta er ekki hægt að læra nema í lífínu sjálfu. Sumir mæla að vísu af mikilli þekkingu og fróðleik, sem þeir hafa sankað að sér í skóla, en það er líkast sem mælska þeirra komi einungis frá raddböndunum, án innra samheng- is og skynrænna vídda. Þetta er svipað og var um Pic- asso, en hann var svo til óskólaður á bókleg fræði, en varð með tíman- um hafsjór af fróðleik, afburða vel ritfær, og talaði um myndlist eins og véfrétt. Lærimeistarar hans í fræðunum voru margir af mestu andans mönnum Frakklands, sem hann bauð í vinnustofu sína á ákveðnum tíma dag hvern til skeggræðna um lífið og tilveruna og að kíkja í glas. Þannig á Erró einnig mörgum bráðgáfuðum og nánum vinum sín- um heilmikið að þakka, eins og hann tekur sérstaklega fram, og eru kaflarnir um samskipti þeirra og allt það sprell sem þeir tóku sér fyrir hendur eftirminnilegir. Hér var hollvinur hans til margra ára, sem hann kynntist f Flórenz, Jean-Jaques Lebel úr Frans, mikilí áhrifavaldur. Hvorki Picasso né Erró máluðu af fíngrum fram, heldur studdust ávallt við raunveruleikann allt um kring og fortíðina. Þegar segja má að Erró sé rannsóknarblaða- maðurinn með allan heiminn sem vettvang sinn, þá er Picasso sá sem endurskapar. Menn skulu vel að merkja var- ast að draga of miklar ályktanir varðandi glauminn í kringum lista- manninn, því að í latneskum lönd- um er aðalmáltíð dagsins helgiat- höfn og meiri háttar veisla, og svo þegar blóðheitir, skapmiklir gumar í listinni eiga í hlut er sjálfgefið að leikurinn æsist. Fólk býr í pínulitlum frumstæð- um íbúðum í París og þannig er Erró nýfluttur úr 37 fermetra (!) íbúð í Latínuhverfinu, þar sem hann hefur búið í 16 ár, í 60 fer- metra íbúð í sjötta hverfinu. En fyrir svona ófullkomnar smáíbúðir í hjarta Parísarborgar, nær gjör- sneiddar öllum þægindum, er hægt að kaupa hús í London. En fólk sækir þeim mun meira út á lífíð og borðar jafn oft á veitingastöðum og við gerum það sjaldan. Nóg er af konum er sækja á listamenn í stórborgum heimsins og að vonum þeim meir, sem þeir eru nafnkenndari, hér eru lista- mennirnir iðulega frekar á flótta til að fá vinnufrið en hitt, og eng- an skyldi undra, þótt jafn gerðar- legur maður og lífsorkuuppspretta og Guðmundur Erró lagðaði að sér ástþrungin fljóð. Hann Iýsir hjónabandi sínu og hinnar ísraelsku Myriam Bat- Yosef, erfiðum skilnaði og svo samlífi við hina töfrandi amerísku fyrirsætu, Mary"Knopka, sem yf- irgaf hann, af aðdáunarverðri hreinskilni. Mistök og ófamaður í kvennamálum sitja og dýpra í lista- mönnum en flestum öðrum, eins og heimildir segja, og þeir eru lengur að jafna sig. Þetta voru umbrotasamir tímar tilfinningalegra hremminga, fijálsra ásta og hassreykinga, þannig að menn voru mun frekar taldir sér á báti og eitthvað undar- legir, ef þeir tóku ekki þátt í leikn- um en hitt. Samskipti Erró við hinn mikla sæg frægra vina sinna og hinar mörgu fögru og lostafullu ástkonur er að sjálfsögðu kostulegur lestur, en til þess að ná á toppinn í listum er meinlæti ekki alltaf besta ráðið á höfuðvígstöðvum heimslistarinn- ar, heldur að Iáta að sér kveða á sem flestum sviðum og samkvæm- islífið er eitt þeirra. Eins og fram kemur í bókinni þarf sterk bein til að þola þetta líferni og hér naut Erró síns ís- lenzka uppruna og að vera af kyn- slóð, er þurfti að vinna hörðum höndum fyrir lífi sínu, auk þess að stunda hollt líferni útiveru og ijallaferða. Börn stórborga endast öllu skemur. Hann varð heldur aldrei upp- numinn af neinum trúarkreddum né þörf til að halda til Indlands á vit hamingjunnar og gúrúanna, en þangað fóru milljónir ungs fólks, hippar og blómabörn, víða að úr heiminum og hundruð þúsunda komu aldrei aftur. Þetta unga fal- lega fólk endaði oftar en ekki í göturæsinu, gott ef ekki á rusla- haugum stórborganna, þar sem nagdýr gæddu sér á líkamsleifun- um. Þetta er dapurleg dæmisaga, því að hamingjuna er raunar að finna allt um kring en ekki handan við fjöllin blá eða í tízkutrúarbrögðum, er boða alsælu og sítarhljóm um alla eilífð, fyrir hollustu, auðmýkt, hóglífi og meinlæti á jörðu. Nei, lífsfyllingu finnur maður allt um kring og hinn vinnusami og kappsfulli Erró, sem er hvorki maður þrúgandi strangleika né öfgafullrar alvöru, hafnaði að sjálf- sögðu engu í lífi sínu, sem ánægju og gleði gat veitt, svo lengi sem það samrýmdist réttsýnum skiln- ingi hans á eðli lífsins. Skrásetjarinn Aðalsteinn Ing- ólfsson hefur vafalítið lært meira við samsetningu þókarinnar á tveim árum, en á allri samanlagðri skólagöngu sinni í listasögu, því að hér fékk hann listina beint í æð og ber bókin því vitni, sem er mikilvægasta og svipmesta fram- Iag hans til íslenzkrar listasögu fram að þessu. Nokkrir smá heim- ildarhnökrar eru í bókinni, en ekki svo að til stórra lýta sé og stafar vafalítið_ af tímahraki í Iok útgáf- unnar. Ég held þannig, að maður sá, er nefndur er Olav Vigne (bls. 51), heiti Johannes Vinjum, ef mig misminnir ekki. Á öðrum stað seg- ir: „Gamla kempan Jean Heiberg var þarna viðloðandi, en við höfum mjög lítið af honum að segja,” (bls 49), en sá var nú minn prófess- or állan tímann og var auk þess rektor skólans það árið, hins vegar hafði ég jafn lítið af þeim ágætu mönnum Áge Storstein og Per Krogh að segja og Guðmundur af Heiberg.” Og svo stendur undir einni mynd á bls. 327, að stóra sýningin á Kjarvalsstöðum hafi verið 1977, en var 1978. En hér vil ég síður fara út í sparðatíning. Varðandi nefnda stórsýningu á Kjarvalsstöðum þá undraðist ég mjög er í Ijós kom að hann seldi lítið af verkum sínum á henni, því að þetta var hans áhrifaríkasta sýning hér heima og mörg verk- anna áttu eftir að auka við frægð hans og tel ég þau mun mikilvæg- ari á listferli hans en flest það sem hann hefur komið með hingað síð- an. Hann minnist einnig á lista- mannadeilur hér heima og hve hann var lengi vanmetinn, en það er flókið mál, sem ég vel að taka til meðferðar á næsta Sjónmennta- vettvangi. Margar myndanna í bókinni missa mjög áhrifamátt sinn við jafn mikla smækkun og tel ég að það hefði ekki skaðað að hafa eina og eina svart/hvíta mynd á heil- síðu, jafn góðar og þær eru og merkileg heimild. Á köflum er hratt farið yfír mikið svið, en hraðinn er nú ein- mitt háttur listamannsins og að fínna stöðugt tilefni til nýrra átaka, en síður staldra við og líta til baka. En athygli hefur vakið hve lítið er sagt frá síðustu tuttugu árun- um, þegar uppgangur Erró er mestur úti í hinum stóra heimi og jafnframt einnig hér heima, en það er kannski af ásettu ráði gert og tilefni nýrrar bókar. En maður þakkar með sanni fyrir sig og mikinn, brotkenndan fróðleik upp í hendumar — og tek- ur hattinn ofan ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.