Morgunblaðið - 29.11.1991, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991
ts, VfiA 'AU/^ðj ,
' ** M/
4>
‘V >d/
e°°c?6ötSvð. >>%>/,•
Reuter.
Flóttamannabúðir stækkaðar
Bandaríkjamenn skýrðu í gær frá því að þeir hygðust stækka flótta-
mannabúðir í herstöð sinni í Guantanamo á Kúbu vegna mikils straums
haítískra flóttamanna. Ákvörðun var tekin um að setja upp flótta-
mannabúðirnar í síðustu viku og var þá ráðgert að hýsa þar 2.500
manns. Á síðustu vikum hefur bandaríska landhelgisgæslan bjargað
4.700 Haítíbúum sem flúið höfðu land á bátum. Hundruð flóttamanna
bætast við daglega og búist er við að búðirnar verði stækkaðar þann-
ig að allt að tíu þúsund manns geti hafist þar við. Á myndinni má
sjá flóttamenn í búðunum standa í biðröð eftir hádegisverði.
Deilan um frekari samruna EB-ríkja:
Kohl ljær máls á mála-
miðlunarsamkomulagi
Bonn, Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph.
HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, léði í gær máls á málamiðlun
i deilu Breta og annarra aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) um
frekari samruna þeirra að því tilskildu að niðurstaða leiðtogafundar
EB í næsta mánuði yrði sú að samrunaþróuninni yrði ekki snúið við.
Hann sagði þetta á blaðamanna-
fundi í Bonn með Giulio Andreotti,
forsætisráðherra Ítalíu, eftir við-
ræður þeirra við John Major, for-
sætisráðherra Bretlands, um hvern-
ig jafna mætti ágreining Breta ann-
ars vegar og hinna aðildarþjóðanna
11 hins vegar í samrunamálinu fyr-
ir leiðtogafund EB í Maastricht í
Hollandi 9.-10. desember.
„Við viljum sáttmála þar sem
skýrt kemur fram að efnahags-,
mynt- og pólitíski samruninn sé
óafturkallanlegur - og ég legg
áherslu á þetta orð, það er mjög
mikilvægt,” sagði Kohl. Hann vildi
ekki tjá sig um hvort hann teldi
líklegt að Major féllist á málamiðlun
með þessum skilmála. Svo virtist
sem Kohl væri að gefa Major færi
á að undirrita samkomulag um
samrunann án tafarlausra skuld-
bindinga, að því tilskildu að öll
EB-ríkin lofuðu að ljúka samrunan-
um síðar.
Major á yfir höfði sér harða
gagnrýni innan breska íhalds-
flokksins fallist hann á einhvers
konar fullveldisafsal á leiðtoga-
fundinum. Hann hefur lofað að fá
því framgengt að Bretar geti hafn-
að þátttöku í sameiginlegu mynt-
kerfi, sem kynni að verða samþykkt
á leiðtogafundinum.
Breski forsætisráðherrann sagði
í gær að vel hefði miðað í átt að
samkomulagi í viðræðunum við
Þjóðvetja og ítala.
Voðinn vís ef sam-
einuð Evrópa verður
ekki að veruleika
- segir forsetaritari Tékkóslóvakíu
Zíirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
KARL von Schwarzenberg fursti og hægri hönd Vaclavs Havels, for-
seta Tékkóslóvakíu, vonar að leiðtogar Evrópubandalagsríkjanna
muni stíga veigamikið skref í átt að sameinaðri Evrópu á fundi sínum
í Maastricht í Hollandi 10. desember. „Nú eru síðustu forvöð að Evr-
ópa sameinist,” sagði hann. „Annars er voðinn vís.” Hann líkti Evrópu
við flutningaskip sem kemst í gegnum stórsjó ef rétt er raðað í það
en bíður skipbrot ef það er illa hlaðið. „Menn eru mishrifnir af hug-
myndinni um sambandsríki Evrópu en erfiðleikar næsta áratugar
verða óviðráðanlegir ef hún verður ekki að veruleika.” Hann sagði
að Norðurlöndin, Sviss, Austurríki, Ungveijaland, Pólland og Tékkó-
sióvakía ættu að verða aðilar að sameinaðri Evrópu og taldi litlu lönd-
in eiga að láta mcira í sér heyra til að hafa áhrif á stefnumótun í
álfunni. „Sambandsríkjastjórn Evrópu verður væntanlega komin til
valda árið 2000,” sagði hann í samtali við Morgunblaðið.
Schwarzenberg er hræddur um
að ríku þjóðirnar í vesturhluta Evr-
ópu vilji halda fátæku þjóðunum í
miðhluta álfunnar utan við samstarf
sitt. Hann sagði að ótti við yfirgang
kommúnista eða einnar þjóðar hefði
knúið Vestur-Evrópuríkin til að
mynda Evrópubandalagið. „Hitler
og Stalín eru áhrifaríkustu menn
þessarar aldar,” sagði hann. „En nú
er þessi ótti ekki lengur fyrir hendi
og hætt við að fátæku þjóðirnar
verði skildar útundan í samstarfi
Evrópuþjóða.” Schwarzenberg sagði
að það myndi koma ríku þjóðunum
í koll því langvarandi efnahagserfið-
leikar og óánægja myndu hafa nei-
kvæð áhrif um alla álfuna. „Náið
samstarf við Vestur-Evrópuríkin
mun efla lýðræði í Mið-Evrópu,
stuðla að réttarríkjum og draga úr
öfgafullri þjóðræknisstefnu,” sagði
hann.
Forfeður Karls von Schwarzen-
berg voru í hópi efnuðustu og valda-
mestu aðalsmanna Mið-Evrópu fram
á þessa öld. Stærstu landeignir
þeirra voru í Bæheimi. Þeir misstu
hluta þeirra þegar Tékkóslóvakía var
stofnuð 1918, hluta til viðbótar und-
ir stjórn nasista 1940 og afganginn
þegar kommúnistar þjóðnýttu þær